Morgunblaðið - 05.10.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.1957, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. okt. 1957 MOnniJTSBI AÐIÐ 3 Nemendur í unglinga- skólunum tá ókeypis námsbœkur NÁMSBÓKANEFND skýrði blöð- unum frá því í gær, að nefndin myndi nú í haust hefjast handa um að framkvæma hin nýju laga- ákvæði um útgáfu námsbóka, en þau fjalla um það að Ríkisútgáfan skuli sjá öllum nemendum í unglingaskólunum fyrir ókeypis námsbókum, en áður var verk- efnið aðeins miðað við útgáfu námsbóka fyrir barnaskólana. Séra Jónas Gíslason í Vík í Mýrdal, formaður nefndarinnar, hafði orð fyrir henni er nefnd- armenn ræddu við fréttamenn blaðanna í gær, og gerði grein fyrir því helzta er varðaði fram- Hitaveita fró Krýsuvík FULLTRÚAR . Reykjavíkur og Hafnarf jarðar hafa um skeið rætt um leiðir til að hagnýta jarð- hitann í Krýsuvík fyrir hitaveitu fyrir þessa tvo bæi. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur var skýrt frá sameiginlegum fundi, sem bæjarráð beggja kaup- staðanna héldu 21. sept. s. 1. með ýmsum sérfræðingum. Báðir aðil- ar lögðu fram samningsuppköst, og þótti rétt að þau yrðu rædd nánar. Til þess voru valdir Guttormur Erlendsson aðalend- urskoðandi fyrir Reykjavík og Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri fyrir Hafnarfjörð. Þess er vænzt, að sameiginlegar tillögur þeirra liggi fyrir bráðlega. Er gert ráð fyrir sameignarfélagi um hið nýja mannvirki. Alþýðablaðið og skólurnii ALÞÝÐUBLAÐIÐ lætur þess get- ið í gær, að þröngt sé í skólun- um í Reykjavík og að bygginga- framkvæmdir við skólahús hefðu mátt vera meiri. Eins og að lík- um Iætur nefnir blaðið það hins vegar ekki, að bærinn sótti um fjárfestingarleyfi snemma á þessu ári til að byggja skólahús- næði fyrir 1514 milljón króna. Lengi vel barst ekkert svar, en í júní var loks leyft að byggja fyrir 7.950.000 kr. Vinir Alþýðublaðsins, sem ráða fjárfestingarmálunum, geta einir svarað því, hve lengi skólafólk í Reykjavík þarf að bíða eftir skólastofunum, sem verða ekki byggðar vegna skilningsleysis stjórnarliðsins á þörfum æskunn- ar í Reykjavík. Laust sturf SAMKVÆMT ályktun bæjarráðs Reykjavíkur er hér með auglýst laust til umsóknar forstöðustarf fyrir skrifstofu, er hafi það hlut- verk að gera að staðaldri tillög- ur um aukna hagkvæmni í vinnu- brögðum og starfsháttum bæjar- ins og stofnana hans og sparnað í rekstri. Umsóknum skal skilað til skrif- stofu borgarstjóra fyrir 20. okt. næstkomandi. Sjúkdómum útrýml í FRÉTTUM frá Moskvu er frá því skýrt, að búið sé að útrýma í Ráðstjórnarríkjunum ýmsum sjúkdómum, sem áður áttu sér þar stað. Þar á meðal eru plágur eins og pest og kólera, sem nú eru horfnar með öllu. Augnsjúkdóm- urinn trakóma kemur jMi ekki fyrir nema örsjaldan. kvæmd hins nýja lagaákvæðis. Við þessa breytingu eykst starf semi útgáfunnar mjög mikið. En óhjákvæmilega hlýtur að líða nokkur tími, þar til breytingin er komin á að fullu, því að und- irbúningur að útgáfu námsbóka krefst langs tíma og mikillar vinnu, sagði séra Jónas. Nú í haust verður byrjað að framkvæma þetta nýja laga- ákvæði. Unglingum, sem stunda nám í 1. bekk gagnfræða- eða unglingaskóla og námsbókagjald hefur verið greitt fyrir, verða látnar í té eftirtaldar bækur: 1. Kennslubók í stafsetningu eftir Árna Þórðarson og Gunnar Guð- mundsson, eða Stafsetning og stílagerð eftir Friðrik Hjartar. — 2. Reikningsbók handa fram- haldsskóium, I. hefti, eftir Béne- dikt Tómasson og Jón Á. Gissur- arson. — 3. Lesbók handa ung- lingum, I. hefti. Árni Þórðarson, Bjarni Vilhjálmsson og Gunnar Guðmundsson völdu efnið. — 4. Kennslubók í dýrafræði fyrri hluti — Hryggdýrin — eftir Bjarna Sæmundsson. — Afhend- ing bókanna fer fram í skólun- um. — Þess skal getið, að Dýra- fræði Bjarna Sæmundssonar 4. útgáfa (öll bókin) verður einnig til sölu fyrir nemendur í 2. bekk unglingaskóla og aðra, sem kann aO vanta bókina í heild. Bíleigandinri finnst ekki f FYRRAKVÖLD var lögreglan beðin að koma að Njarðargötu 5, \ • en þar hafði litilli stundu áður verið ekið framan á mannlausan bíl er þar stóð. Hafði bílnum, sem árekstrinum olli, síðan verið ek- ið aftur á bak þvert yfir göt- una, rekist á garð og ekið í brott sömu leið og hann hafði komið, niður á Sóleyjargötuna. Lögreglan hóf þegar leit að bíl þessum og fann hann brátt mann- lausan á Bragagötunm. Ekki hafði seint í gærkvöldi tekizt að hafa upp á ökumanninum, en bíll- mn var þá enn í vörzlu lögregl- unnar. Tómstundakvöld ungtemplara UM ÞESSAR mundir er að hefj- ast í Reykjavík tómstundastarf- semi á vegum ungtemplara I.O.G.T. Starfsemi þessi verður til húsa á Fríkirkjuvegi 11. Leið- beint verður í föndri (3 kvöld vikunnar), framsögn óg skák. Kunnáttufólk mun leiðbema í hverri grein, námskeiðin munu standa yfir í 2 mánuði. Auk þessa verða húsakynni opin til frjálsra afnota 3 kvöld vikunnar og geta þeir, sem þangað koma, iðkað borðtennis, bobb og skák. og fleira verður þar til skemmtunar svo sem kvikmyndasýning öðru hverju. Hér er um að ræða vísi að Tómstundaheimili ungtempl- ara. Starfsemin er fyrst og fremst miðuð við ungtemplara á aldr- inum 14—20 ára. Sérstök nefnd vinnur að þessum málum, en hana skipa þessir menn: Sigurður Jörgensson, séra Árelíus Niels- son og Einar Hannesson. Innritun á námskeiðin í föndri, framsögn og skák fer fram n.k. mánudag, þriðjudag og miðviku- dag á tímabilinu kl. 5—7 e h. á Fríkirkjuvegi 11 (bakhúsinu). Hagsýslustofa tekur brátt Á BÆ J ARST J ÓRN ARFUNDI I fyrradag gerði borgarstjóri grein fyrir tillögu þeirri, sem sagt var frá í Morgunblaðinu sl. sunnu- dað, um stofnun skrifstofu á veg- um Reykjavíkurbæjar til að gera að staðaldri tillögur um hag- kvæmni í vinnubrögðum og starfsháttum bæjarins og stofn- ana.hans og um sparnað í rekstri. Borgarstjóri kvaðst h«fa leit- að t.-iiagna rrýyrðanef ídar um Ueiti á þessari starfsemi, sem oft- v,st er nefnd rationaliserin? á norrænum málum, og hefði ný- yrfantindin m stungið upp á orðiiiU hagsýsia Bor, arstjóri gaí síðan yfirlit um t.úhögun sv paðra skrifstofa á hinurr. Norð ji’cndunum. Hels- ingfors hefur haíi skrifstofu af p^ssu tpgi um nokkurra ára skeiff Ka. i n annahöf r frá 1944, Osló frá 1950, Stokkhólmur frá 1947, og Gautaborg frá 1952. Verkefni og starfstilhögun er í meginatrið- um svipuð, — í höfuðatriðum þessi: 1) Að rannsaka starfsaðferðir og skipuleggja þær, svo að starfs kraftar nýtist sem bezt. 2) Að stuðla að því að afgrsiSsla mála í bæjarstofnunum valdi almenningi sem minnstri fyr- irhöfn og tímatöfum. 3) Að fylgjast með því að ákvörð unum um endurbætur og bætt skipulag sé framfylgt. 4) Að sjá um námskeið fyrir starfsmenn í þjónustu bæj- anna. 5) Að meta tillögur, sem kunna að berast frá starfsfólki um bættar starfsaðferðir. 6) Að láta í té umsögn um nauð- Hafsteinn hleypur á þjóðvegin- um og eru ökumenn vinsamlega beðnir að gera honum ekki erfitt fyrir. Hann hefur hlaupið kl. 3 e. h. og frá Elliðaánum hleypur hann Miklubraut og Hringbraut Kirkjukvöld í Hall- grímskirkju Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ verð- ur „kirkjukvöld“ í Hallgríms- kirkju, í fyrsta skipti á þessu hausti. Hefur það verið siður undanfarin ár að slíkar samkom- ur hafi verið haldnar í Hallgríms- kirkju og hafa kirkjukvöldin ævinlega verið vel sótt, enda vel til þeirra vandað. Erindi um kirkjuleg vinnubrögð Á þessu kirkjukvöldi sem hefst kl. 8,30, flytur séra Haraldur Sigmar erindi um ný kirkjuleg vinnubrögð. Páll Halldórsson orgelleikari leikur einleik á orgel eftir Bach og fleiri erlenda tón- snillinga. Séra Jakob Jónsson flytur inngangsorð og mun hann segja frá nýjungum í kirkjuleg- um starfsaðferðum á Norðurlönd- um, en hann sat kirkjulegan fund í Svíþjóð s. 1. vor þar sem rætt var um þessi mál. Kennari við guðfræðideildina Séra Haraldur Sigmar er Vest- ur-íslendingur og fæddur og upp- alinn vestra. Hann hefur nú ver- ið ráðinn kennari við Guðfræði- deild Háskólans, þar sem hann tók við starfi Þóris Þórðarsonar dósents. Verður þetta í fyrsta skipti sem séra Haraldur flytur opinberlega ræðu hér á landi. Reykjavíkur til starfa syn á nýjusn stöðum, sem til greina hefur komið að setja á fót. 7) Að hafa auga með möguleik- um á fækkun starfsmanna. 8) Að gera tillögur um aukna vél tækni í bæjarrekstrinum. Borgarstjóri kvaðst hafa kynnt sér starfsemi þessara stofnana undanfarin ár af eigin sjón og raun og af skýrslum og upplýs- ingum frá þeim. Bæri mönnum saman um, að hvarvetna hefðu slíkar stofnanir reynzt til bóta. Þegar nú ætti að efna til slíkr- ar starfsemi hér heima heyrðust frá sumum bæjarfulltrúum og málgögnum minnihlutaflokk- anna brosleg og barnaleg hróp- yrði um, að hér með hefði Sjálf- stæðismeirihlutinn í bæjarstjórn játað, að allt væri í ei»4ómu sukki og ólestri hjá Reykjavíkur bæ. Þessar furðulegu upphróp- anir virtust byggjast á þeirri skoðun, að allar tillögur um um- bætur frá ráðamönnum væru játning um það, að allt væri í ó- lagi og óstjórn. Þessar undirtekt- ir sumra aðila hér væru vafa- laust einsdæmi I sambandi við stofnun slíkrar hagsýslu. í öðrum löndum virtist engum hafa kom- ið til hugar að líta svo á, þegar efnt var til hliðstæðrar starfsemi þar. Skynsamleg stjórn er ein- mitt í því fólgin að notfæra sér á hverjum tíma holl ráð og að- stoð. i Tillaga borgarstjóra um stofn- un þessarar hagsýslustofu var samþykkt einróma í bæjar- stjórn, og er starf forstöðumanns hennar áuglýst laust til umsókn ar í blöðunum í dag. og um 2 hringi á Melavellinum, til að ná hinni réttu vegaiengd. Hlaupinu lýkur á vellinum á að gizka kl. um 6. Þegar Magnús hljóp, 1928, fór hann nálega sömu leið en þó aðeins styttri leið í bæ- inn. Hann var 2 klst. 53,06 mín. og er það gildandi met. Hafsteinn hefur nokkrum sinr um sfeft sig á hluta leiðarinnar, eða að Baldurshaga, en sú leið er um 30 km. Hefur hann verið 2 klst. þá leið, sem er nálega % hlutar allrar leiðarinnar. Sannleikanum sárreiðastir Málgögn vinstri stjórnarinnar hafa orðið ókvæða við ræðu for- manns Sjálfstæðisflokksins i Vestmannaeyjum sl sunnudag. — Sérstaklega hafa þau hrokkið við út af þeim ummælum hans að „ráðherrastólar“ vinstri stjórnar- innar „væru smíðaðir úr brot- inni stjórnarskrá og klæddir með sviknum loforðum". Sannleikanum verða menn sár- reiðastir. Þess vegna svíður vinstri flokkana mjög undan þessum ummælum. Hafði ekki einn stjórnarflokkurinn lýst því yfir fyrir kosningarnar, að at- ferli Hræðslubandalagsins væri hreint brot á stjórnarskrá lands- ins og hrópleg „svik við þjóð- ina“? Vissulega. Það er ótrúlegt að kosningasvindl Framsóknar og krata hafi allt í einu orðið lög- legt við það að kommúnistar lögðu blessun sina yfir það þeg- ar þeir áttu kost á ráðherrastól- um fyrir að eta ofan í sig öll stóryrðin um stjórnarskrárbrot og svik við þjóðina. Hefur ekkert verið svikið? En hvað um hitt, að ráðherra- stólarnir séu „klæddir með svikn- um loforðum“? Hafa vinstri flokkarnir máske ekki svikið neitt af loforðum sínum? Þeir lofuðu fyrst og fremst að reka herinn úr landi og hætta öllu „hermagni“. Hefur það loforð verið efnt? Er herinn farinn og „hcrmang- ið“ liðið undir lok? Ónei, ekki aldeilis. Vinstri stjórnin hefur samið við Banda- ríkin um áframhaldandi dvöl hersins um óákveðinn tíma og meira að segja látið borga sér dollara fyrir. Og um þessar mundir hefur stjórnin samið um að aukið fjör skyldi færast i „hermangið“. Það hefur svo sem bærilega verið staðið við loforð- ið um burtresktur hersins!! Vinstriflokkarnir lofuðu að leysa vanda efnahagslifsins, sem kommúnistar og kratar höfðu fyrst og fremst leitt yfir það, með „nýjum og varanlegum úr- ræðum“. Hvar eru þau? Þau hefur enginn tslendingur ennþá augum litið. Einnig það loforð liggur svikið hjá garði. Stöðvun dýrtíðar og verðbólgu var lofað. Hefur það loforð verið efnt? Nei, dýrtíð og verðbólga magnast með hverjum mánuði, sein líður. Þannig hefur allt verið svikið. Ekkert er þjí meira sannmæli en að ráðherrastólar vinstri stjórnarinnar séu „klæddir með sviknum loforðum". Vanskil vinstri stjórnarinnar Reykjavíkurbær vinnur af kappi að útrýmingu heilsuspill- andi húsnæðis, þar á meðal gam- alla herskála. Hefur bærinn á þessu ári lagt fram 15 millj. kr. í þessu skyni og er það 5 millj. kr. meira en gert var ráð fyrir á fjárhagsáætlun. Samkvæmt lögum, sem Sjálf- stæðismenn höfðu forystu um að samþykkt voru á Alþingi ber ríkinu að leggja fram fé ámóti bæjarfélögum til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði. Það sem af er þessu ári hefir vinstri stjórn in þó ekki greitt Reykjavíkur- bæ einn eyri í þessu skyni. Hún hefur ekki einu sinni fengizt til þess að ræða við forráðamenn Reykjavíkur um málið, aðeins gefið einhver fyrirheit um að greiða 3,1 millj. kr. seinna. En enginn eyrir hefur sézt. Maraþonhlaup þreytt EF veður leyfir á morgun mun ungur íþróttamaður í Kr, Hafsteinn Sveinsson, hlaupa maraþonhlaup. — Slíkt hlaup hefur ekki verið l’laupið hér í nálega 30 ár, en 1928 hljóp Magnús Guðbjörnsson „hina styttri" maraþonvegalengd, 40,2 km. Hafsteinn hleypur nú hina réttu vegalengd, 42,2 km. Leggur hann af stað af Kambabrún cg lýkur hlaupinu á Iþróttavellinum á Melunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.