Morgunblaðið - 05.10.1957, Side 9

Morgunblaðið - 05.10.1957, Side 9
Laugardagur 5. okt. 1957 MORGVHBI AÐIÐ An erlendra helgisagna væru engar fornbókmenntir til Rabbað við brezkan íslandsvin og fræðimann Turville-Petre prófessor H I N N ágæti vísindamaður í íslenzkum fræðum, prófessor Turville-Petre, kom inn á rit- stjórnarskrifstofur Mbl. í fyrradag í fylgd með Stein- grími J. Þorsteinssyni próf. Við notuðum tækifærið og röbbuðum stundarkorn við þennan enska Islandsvin, sem hafði orð á því þegar í upp- hafi samtalsins, að ísland væri annað hcimaland sitt — Mér finnst ég alltaf kom- inn heim, þcgar ég kem hing- að, sagði hann við fréttamann blaðsins. Prófessor Turville-Petre hef- ur skrifað margt um norræn og íslenzk efni og nafn hans þykir trygging fyrir miklum lærdómi og góðri fræðimennsku. Hann er prófessor við Oxfordháskóla og hefur unmð merkilegt starf með konnslu sinni þar. Má geta þess, að hann hafði 17 nemendur I fyrra vetur og gerir ráð fyrir því, að þeir verði fleiri nú í vet- ur. Helztu rit prófessorsins eru „Origins of Icelandic Literature" og „Heroic Age of Scandinavia.'* Fyrra ritið fjallar um íslenzkar bókmenntir fram á 13. öld, en einkum er þar lögð rækt við homilíur eða guðfræðileg rit, enda hefur höfundurinn kynnt sér þau sérstaklega. Síðara ritið fjallar um víkingaöldina og menningu hennar. Við spyrjum hann fyrst nokk- urra spurninga um kennsluna og svarar hann þeim eitthvað á þessa leið: — Ég kenni aðallega norræn fræði við Háskólann í Oxford, en einnig nútímaíslenzku ef með þarf. Kennslunni er skipt í þrjár greinar, málfræði, texta- lestur og bókmenntasögu. Við lesum mikið af sögum og Eddu- kvæðum, og verða nemendur að lesa það allt á frummálinu. Þess má geta hér, að nemendur í mið aldaensku eiga að kynna sér annað hvort frönsku eða nor- rænu og taka flestir hina síðar- nefndu grein. — Ég hef haft tiltölulega marga nemendur frá Nýja-Sj álandi. Ástæðan er sú, að þar í landi hefur starfað mað- ur að nafni Arden, sem hefur haft mikinn áhuga á íslenzkum fræðum. Hann er nú yfir sjötugt, en enginn vafi er á, að hann hef- ur glætt áhuga stúdenta í Nýja- Sjálandi á íslenzkum bókmennt- um. Hann hefur gefið út margar fjölritaðar útgáfur af íslendinga sögum, og einnig hefur hann lát- ið fjölrita málfræði. Hann hefur kennt mörgum íslenzk fræði og svo hafa þeir komið til mín, þeg- ar leiðir þeirra hafa síðar legið til Englands. Ég er þeirrar skoð- unar, að Arden sé hinn merkasti maður, og virðist kunnátta hans reist á góðri undirstöðu, a.m.k. er ekki hægt að sjá annað af þekk- ingu nemenda hans. — Nú höfum við látið búa sér- stakt herbergi í háskólanum fyr- ir íslenzk fræði, heldur prófessor Turville-Petre áfram, og þang- að hefur bókasafn Guðbrands Vigfússonar verið flutt. Það hef ur verið til húsa í Christ Church í Oxford. Bókasafn Guðbrands er hið merkasta. í því eru fjöl- margar bækur frá Skálholts- og Hólaprenti, sem hvergi eru til annars staðar á Englandi. Þá höf- um við einnig fengið lánaðar bækur um norræn efni og er ó- hætt að segja, að aðstaða okkar hafi stórbatnað. Eins og fyrr segir, hefur Tur- ville-Petre skrifað margt um nor ræn efni og annazt útgáfur á ís- lenzkum ritum. Hann hefur séð um útgáfu á Víga-Glúms sögu og ritað gagnmerkan formála fyrir henni. Við spurðum hann um þessa útgáfu og aðra útgáfustarf- semi hans og fórust honum svo orð um það efni: Ég ætla mér að gefa út framhald Turville-Petre af „Origins of Icelandic Litera- ture“ og skrifa um bókmenntir íslendinga á 13. og 14. öld. Þá hef ég þýtt Páls sögu biskups og ætla að gefa hana út á ensku, en þó ekki fyrr en ég hef haft tæki- færi til að rannsaka handrit sög- unnar. Þau liggja öll í Árnasafni og mun ég reyna að láta ljós- mynda þau, svo að ég geti unn- ið verkið heima. Ég hef áður dvalizt í Kaupmannahöfn, en þar vil ég helzt ekki vera, því að það er erfitt fyrir miðaldra mann að dveljast langdvölum, þar sem hann þekkir engan. Ef handritin væru hér heima á íslandi, gegndi allt öðru máli. Hér á ég fjölda vina og hér eru allt önnur skil- yrði fyrir erlenda fræðimenn. Og hvar ætti maður frekar að rann- saka íslenzk handrit en einmitt á íslandi, þar sem sögurnar voru skrifaðar og málið er enn talað? loks ætlar Clarendon Press í Oxford að gefa út aðra útgáfu af Víga Glúms sögu. Ég hef ver- ið að undirbúa þá útgáfu. Hún á að vera með orðasafni og fyllri skýringum en hin fyrri. Einnig verður formálinn endurbættur að einhverju leyti. Það er mikið verk að koma þessu riti út og ekki sízt að semja orðasafnið. Við fórum nú að spjalla sam- an um íslenzkar fornbókmenntir |og bar margt á góma. Turville- Petre talar íslenzku reiprenn andi, enda hefur hann dvalizt hér lengi við nám og auk þess kom- ið hingað tíu eða 12 sinnum. Hann sagði m.a.: — Þekking ís- lendinga á kristilegum latínu- bókmenntum hefur, að mínu á- liti, verið ein forsenda fyrir hinni fornu íslenzku söguritun og án þeirra hefðu engar íslenzkar bók menntir orðið til. Elztu íslenzku bókmenntirnar eru einmitt homi- líur eða rit um guðfræðileg efni, sumar þýddar, en aðrar senni- lega frumsamdar á íslenzku. Flest eru þessi rit skrifuð hér á landi á 12. öld. íslendingar hafa því lært að skrifa ævisögur o.þ. h. af kristilegum ævisögum um postula og helga menn. í þær hafa þeir sótt fyrirmyndir sínar að konunga sögum og íslenzkum ættasögum. Það er skoðun mín, að elzta sagan af Ólafi helga sé beinlínis helgisaga. — En hvers vegna skrifuðu ís- lendingar ekki á latínu eins og rithöfundar í nágrannalöndun- um? — Guðbrandur Vigfússon hélt því fram, að íslendingabók Ara hefði upphaflega verið samin á latínu og síðan þýdd. Á þessa skoðun get ég ekki fallizt, en þó er hún rétt að því leyti, að senni- lega hefur Ari hugsað efni bók- arinnar á latinu. Þykir mér margt benda til þess. Ég vil geta þess, áður en við skiljumst við þetta efni, að Ólafs saga Odds munks á Þingeyrum, er aðeins til á íslenzku, en hún var þó samin á latínu. Hvernig stendur á því? Jú, sjáið þið til, það er vegna þess að hérlendir menn hafa ekki kunnað latínu nógu vel. í öðrum löndum hafa verið menn, sem gátu lesið latínu. En hér á- landi hefur lestrarkunnáttan náð til meiri fjölda, en auðvitað skildi aðeins lítill hluti hans latínu. Loks er ég þeirrar skoð- unar, að íslenzkir menntamenn 12. aldar hafi verið verr að sér í latínu en menntamenn í ná- grannalöndunum. — Hvenær fór áhugi yðar að beinast að íslenzkum efnum? — Þegar ég var 10 ára strák- hnokki. Þá var mér gefin bók sem var endursögn á Grettlu eft- ir Bering Gould. Síðan las ég William Morris eins og margir brezkir drengir gera á þessum aldri, byrjaði síðan að kaupa mér íslenzkar bækur og reyndi eftir föngum að læra málið. Ég lagði stund á norræn fræði í Oxford, en kennslan var í molum og kom að litlu haldi, svo að ég ákvað að fara til íslands og læra málið hér. Ég sé ekki eftir því. ísland er fegursta land, sem ég hef séð. — Hvers vegna hefur áhugi yð- ar einkum beinzt að homilíun- um? — Upphaflega beindist áhugi minn að þeim, vegna þess að kona mín er sérfræðingur í ensk- um homilíum. En síðar hef ég séð æ betur, hve merkilegu hlutverki þær gegna í íslenzkri bókmennta- sögu. — Og að lokum: Þér hafið tek- ið sérstöku ástfóstri við Víga- Glúms sögu, hvers vegna það? — Ja, ástæðan er aðallega sú, að ég hef alltaf haft sérstaklega mikinn áhuga á goðafræðinni og Víga-Glúms saga er full af goð- fræðilegum minnum. Einkum er gaman að athuga Freysdýrkun- ina í sögunni, en ég get getið þess hér, að fyrsta ritgerð mín um íslenzk fræði fjallaði einmitt um Freysdýrkun. Loks má geta þess, að ég er kominn hingað í boði Háskóla íslands, og mun ég flytja einn fyrirlestur á vegum hans. Hann fjallar um goðafræði og sérstaklega Óðin. HiIdur Kalman kosin form. Félags islenzkra leikara AÐALFUNDUR Félags íslenzkra leikara var haldinn í Þjóðleik- húsinu, sunnudaginn 29. sept. s. 1. Þar voru rædd ýmis félagsmál, hagsmunamál leikara auk ann- arra venjulegra aðalfundarstarfa. Sex ungir leikrar gengu í félag- ið á fundinum og er þá meðlima- tala félagsins orðin 60. Á árinu barst félaginu boð frá Danmörku o'g Noregi um að senda leikara til vikudvalar í fyrr- greindum löndum. Fyrir valinu urðu leikkonurnar Regína Þórð- ardóttir, sem fór til Danmerkur og Edda Kvaran sem fór til Noregs. í stjórn voru kosin: Hildur Kalman, formaður, Klemenz Jóns son, ritari, Bessi Bjarnason, gjaldkeri. Jóhann Briem opnar málverkasyningu í dag JÓHANN BRIEM, listmálari, opnar í dag málverkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Syn- ir hann þar 22 olíumálverk, sem hann hefir gert á siðustu tveimur árum. Flestar eru fyrirmyndirn- ar úr sveitalífi, en þó eru nokkr- ar ævintýramyndir og ein altaris- tafla. Þetta er fimmta sérsýning Jó- hanns Briem, en hann hefir hald- ið þær allar hér í Reykjavík, þá fyrstu 1934. Sjálfstæða sýningu hefir hann ekki haldið síðan 1944 fyrr en nú, en tekið þátt í sam- sýningum. Sýningin stendur aðeins í eina viku, eða frá 5.—12. okt. Hún er opin daglega fr’á kl. 1—10 e.h. Flestar myndirnar eru til sölu en nokkrar eru í einkaeign. Stórbrotinn heimsmaður HINN 1. JÚNÍ sl. birtist í norska blaðinu Verdens Gang grein um Einar Benediktsson skáld eftir Ólaf Gunnarsson sálfræðing. í grein þessari segir Ólafur frá helztu æviatriðum Einars, kynn- ir hann sem mesta ljóðaskáld ís- lendinga síðan á dögum Egils Skallagrímssonar og bendir á hvernig uppeldið ásamt lang- dvölum erlendis hafi átt sinn mikla þátt í að þroska hann flestum öðrum íslendingum frem ur. Mesta áherzlu leggur Ólafur þó á að kynna Einar sem hug- sjóna- og framkvæmdamann, sem hafi séð langt fram í timann og fyrir hvern mun viljað bætu hag þjóðar sinnar með margvíslegum framkvæmdum. Ólafur telur að mikið skorti á, að fullnægjandi heimildir séu til um ævi Einars erlendis og biður því þá, sem kynnu að muna eftir honum að bjarga fróðleik um hann frá glöt un. Norski rithöfundurinn Olav GullvSg brást vel við erindi Ól- afs og skrifaði honum bréf um Einar þann 4. júní sl. Olav Gullvág er fæddur í Þrándheimi 1885. Frá 1911 var hann ritstjóri ýmissa vinstri blaða. Jafnframt blaðamennsk- unni skrifaði hann skáldsögur og leikrit og er nú í hópi vel met- inna rithöfunda í Noregi. Bréf Olavs Gullvágs til Ólafs Gunnarssonar birtist hér í þýð- ingu með leyfi þeirra beggja. „Ég hef mér til mikillar ánægju lesið grein yðar um Einar Bene- diktsson i Verdens Gang (1/6 ’57). Þegar ég var ritstjóri í Björgvin (1921—1929) hitti ég oft hinn mikla landa yðar. Hann hringdi þá oft til mín og bauð mér að koma og spjalla við sig. Hann bjó alltaf á Hotel Norge, en þar hafði hann fína íbúð. í fram komu var hann fjármálamaður með lifandi áhuga á stjórnmálum, við töluðum að mig minnir aldrei um bókmenntir. Alltaf lá honum eitthvað á hjarta í sambandi við pólitískt og efnahagslegt sjálf- stæði íslendinga og vildi feginn njóta góðs af norskum blöðum í því sambandi. Mér var aldrei fullkomlega ljóst hvaða stöðu hann hafði á íslandi, en hann minnti mest á sendiíierra. I sannleika sagt óvenjulegur maður — hann sagði aðeins til' nafns síns og myndugleiki hans gagnvart öðrum var strax örugg- ur. Látum okkur nú sjá: einu sinni ræddum við dálítið um skáld- skap. Ég minntist á hina snilld- arlegu þýðingu hans á Peer Gynt (Pjetur Gautur). Hann hafði greinilega gaman af því, að segja frá hvernig jafnvel í litlu þjóðfé- lagi eins og hinu íslenzka mætti gera fjárhagslega gott úr jafn- vonlitlu fyrirtæki. Hann safnaði að mig minnir 100 áskrifendum (eða voru þeir 1000), sem greiddu 100 krónur hver. Hann mmnti mig á skóladreng, sem hefur gert skemmtilegt sprell., Og svo var hann mikið, mikið skáld. Jæja, þá. Langt er um liðið síðan við sátum á Hotel Norge í Björgvin og ræddumst við. En þessi stóri fallegi maður stendur lifandi fyrir hugskotssjónum mínum enn þann dag í dag. Hann hefði vafalaust haft mikla þýð- ingu hvar sem vagga hans hefði staðið. Hann hefði getað verið áhrifamikill fjármálamaður í Bandaríkjunum, flokksforingi á Englandi, fyrsta flokks humanist- iskt skáld á Þýzkalandi og á líð- andi stund sendiráðherra Norður- landa hjá Sameinuðu þjóðunum. Stórbrotinn heimsmaður. Yðar með virðingu. Olav Gullvág. Ljósmynd af niðurlagi bréfsin* frá Olav Gullvág: ' l&m ^iövrvL vr, - U . y. Q,. , ' ciífítvt om ktoMs 4 « .j m armJhooMeMJörv f&r « jáW* mvýrmi WrdvnSvntam^ CUJ dU mj/rtv^rmjLí'. ■ (5j 26 fórust í bilslysi MADRID 2. okt. 26 manns fór- ust í morgun þegar fullsetin lang- ferðabifreið hrapaði niður í djúp gljúfur á leiðinni milli Cuer.ca og La Roda. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.