Morgunblaðið - 09.10.1957, Page 10

Morgunblaðið - 09.10.1957, Page 10
10 MORCrVTtT 4ÐTÐ Miðvikudagur 9. okt. 1957 Otg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Siglús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.> Bjarni Benediktsscn. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Krístinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og aigreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjaid kr 30.00 á mánuði innaniands. í lausasölú kr, 1.50 eintakið. I SJÁVARÚTVEGURINN VERÐUR AÐ KOMAST Á RÉTTAN KJÖL A.Ð veldur ekki deilum meðal íslendinga, að hin mikla og öra uppbygging, sem gerzt hefur á íslandi á þess- ari öld á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til sjávarútvegsins. Frá honum hefur það fjármagn komið, sem gert hefur kleifa stórfellda ræktun, innlenda verzl- un, sem orðið hefur þjóðinni margfallt hagkvæmari en verzl- unarforysta útlendinga, og upp- bygging íslenzks iðnaðar, sem sparað hefur landsmönnum er- lendan gjaldeyri og gert atvinnu- líf þjóðarinnar miklum mun fjöl- breyttara en áður. Sjávarútveg- urinn hefur verið nær eina at- vinnugrein þjóðarinnar, sem skap ar henni gjaldeyrisverðmæti. Um og yfir 95% af gjaldeyristekjum þeim, sem framleiðslan aflar hafa komið frá sjávarútveginum. Þessi staðreynd rýrir ekkert gildi annarra atvinnugreina. Hin- ar miklu framfarir í landbúnaði og iðnaði hafa að sjálfsögðu haft mikla og hagnýta þýðingu fyrir þjóðarbúskapinn. Hin aukna ræktun hefur gert landið betra og byggilegra og tryggt þjóðinni næg og góð matvæli í meðalár- ferði að því er snertir kjöt, mjólk og garðávexti. Iðnaðurinn hefur tryggt miklum fjölda fólks at- vinnu í hinum vaxandi kaupstöð- um og sparað gjaldeyri mjög verulega. En það er í sjávarútveginum, sem rætur fjármagnsmyndunar- innar liggja í hinu íslenzka þjóð- félagi. Með uppbyggingu þilskipa útgerðar, togaraútgerðar og vél- skipaútgerðar sköpuðust lands- mönnum möguleikar til þess að kaupa margs konar vörur frá út- löndum, byggingarvörur tii þess að byggja híbýli, brýr, hafnir og hvers konar mannvirki, sem alda- löng fátækt, kúgun og umkomu- leysi hafði hindrað að risi í þessu nörðlæga landi. Gengið of nærri mjólk- urkúnni En þjóðin hefur gengið of nærri þessari mjólkurkú sinni. Það er ekki nóg að kaupa ný skip og báta og krefjast aukinnar gjald- eyrisöflunar af eigendum þeirra. Það þarf að vera hægt að reka þessi framleiðslutæki á heilbrigð- um grundvelli. Sá grundvöllur er því miður ekki fyrir hendi í dag og hefur ekki verið til um árabil. Hver er ástæða þessarar ömur- legu staðreyndar? Hún er fyrst og fremst sn, að þjóðin hefur gert of miklar kröfur á hendur útflutnings- framleiðslu sinni, Hún hefur ekki gætt þess, sem er frum- skylda hygginna einstaklinga og þjóðarheiida að miða eyðslu sína við arðinn af vinnu sinni. Útflutningsframleiðslan hefur að sjálfsögðu aukizt stórlega með stækkun flotans og nýjum og fullkomnum skipum, togurum og vélbátum. Verðma.'ti aflans hefur einnig aukizt með tilkomu stórra og afkastamikilla hraðfrystihúsa, fiskiðjuvera og verksmiðja. En eyðsla þjóðarinnar og kröfur á hendur útflutningsframleiðslunni hafa þó aukizt ennþá meira. Það eru ekki aðeins einstak- lingarnir, sem gert hafa sig seka um þetta gáleysi og höfuðsynd gagnvart útflutningsfamleiðsl- unni. Hið opinbera, þing og stjórn eiga þar ekki síður lilut að máli. Einnig þessir aðilar hafa reist þjóðinni hurðarás um öxl með eyðslu, sem ekki er í neinu samræmi við raunveru- lega greiðslugetu framleiðsl- unnar. Auðvitað hefur margt af því sem Alþingi hefur varið fjármun- um til verið gagnlegt og nauð- synlegt. En aðalatriðið er, of mikið hefur á skömmum tíma verið lagt á framleiðsluna. Hún hefur ekki getað stað- ið undir þeim kostnaði, sem á hana hefur verið lagður. Þess vegna hefur hallarekstur og öng- þveiti mótað svip íslenzks sjáv- arútvegs undanfarin ár. Hvern er verið að styrkjaí<? Af þessum ástæðum er sú firra að verða algeng skoðun, að það fé, sem tekið er í sligandi skött- um og tollum af almenningi til þess að halda útflutningsfram- leiðslunni gangandi, sé „styrk- ur“ til sjávarútvegsms. Sannleikurinn í því máli er auðvitað sá, að hið opinbera hef- ur vaknað og séð að út- flutningsframleiðslan er komin í vonlausa aðstöðu, mjólkur kýrin er að geldast. Þá er þjóðin látin endurgreiða hluta af því sem.hún hefur ofkrafið sjávarútveginn um. Með þessu er enn verið að dulbúa þá staðreynd að þjóðin lifir um efni fram. Á þessu hefur Sjálfstæðisflokk- urinn Sífellt vakið athygli undan- farin ár. Hann hefur bent á, að eina heilbrigða efnahagsmála- stefnan væri í því fólgin að fram- leiðslutækin væru rekin halla- laust, án þess að leggja gífur- lega tolla og skatta á almenning til þess að halda uppi „styrkja" kerfi í þágu útflutningsfram- leiðslunnar, sem á að standa und- ir eyðslunni. Verður ekki leyst með haftastefnu Núverandi ríkisstjórn lofaði „nýjum og varanlegum úrræð- um“ til lausnar vandamálum sjávarútvegsins og efnahags- lífsins í heild. Hún hefur ger- samlega svikið það loforð. Og hún hefur gert þá kórvillu, að hverfa að haftastefnu, sem hlýtur að skapa kyrrstöðu og samdrátt í framleiðslunni. Hún hefur jafnframt vaðið lengra út í fen uppbótastefnunnar en nokkur önnur ríkisstjórn hef ur gert. Þess vegna verða vandamálin torleystari með hverjum mánuði sem líður. En sjávarútvegurinn verður að komast á réttan kjöl. Hann verð- ur að fá aftur það tækifæri til þess að starfa á heilbrigðum grundvelli, sem forsjárlaus og ábyrgðarlaus kröfustefna hefur svipt hann. UTAN UR HEIMI Leiksystir Niðurlag Þetta kvöld sat Lies á 10. bekk í myrkvuðu leikhúsinu og þrýsti handlegg manns síns, þeg- ar hún sá harmleik fyrrverandi nágranna sinna á leiksviðinu. Hún heyrði leikkonuna í hlut- verki Önnu láta í ljós harm sinn yfir örlögum vinkonunnar í einu af átakanlegustu atriðum leiks- ins. Aðeins í þessu atriði voru orð Önnu um Lies vinkonu sína nefnd í leikritinu. En hún gat ekki lifað sig inn í kjör fólks- ins á sviðinu. „Ég þekkti Frank- fjölskylduna, og þetta voru leik- arar“, sagði hún. „Ég gat ekki gleymt því eitt andartak, að ég var i leikhúsi". Lxes, sem var mjög náin vin- stúlka önnu í bernsku, var unör- andi yfir bókmenntafrægðinni, sem Anna ávann sér eftir dauða sii'n. „Við vissum aldrei til, að hún hefði hæfileika til að skrifa“, sagði hún. „Það var Margot syst- ir hennar, sem við héldum, að mundi vinna afrek“. Anna hafði verið foreldrum sínum og kennurum þung í skauti, ságði Lies. „Við sátum saman í Montesori-skólanum og síðar í menntaskóla Gyðinga. Við vorum símasandi. Kennararnir reyndu að skilja okkur sundur, en það gátu þeir aldrei". I byrjun síðasta skólaárs þeirra í menntaskólanum var Lies skyndilega flutt í annan bekk. „Ég þekkti ekki sál, og mér leið mjög illa“, sagði hún. „Morgun- inn eftir læddist Anna inn í bekkinn og smeygði sér í sætið við hliðina á mér. Enginn sagði neitt, og hún sat hjá mér, þang- að til hún hvarf“. Ánægjustundir Vinátta Önnu og Lies náði til beggja fjölskyldnanna. Á föstu- dagskvöldum kom Frank-fjöl- skyldan jafan heim til Goosens- fjölskyldunnar, og þar las Hans Goosens, faðir Lies, kiddush — blessunina yfir vínbikarnum, sem táknar upphaf hvíldardagsins. Frank-systurnar áttu líka aðra ánægjustund í hverri viku: þær fengu að horfa á, þegar móðir Lies baðaði Rakel litlu systur hennar á sunnudögum. Frú Goos- ens átti þá von á öðru barni. Það var ástæða þess, að Goos- ens-fjölskyldan faldi sig ekki á loftinu með Frank-fjölskyldunni, en í stað þess kom Van Daan- fjölskyldan. Hugsanir Önnu Anna þjáðist á loftinu vegna þess að Lies hafði orðið illum örlögum að bráð. Aðfaranótt 26. nóvember 1943 lá hún andvaka og hugsaði um vinstúlku sína. Daginn eftir skrifaði hún í dag- bók sína orð, sem áttu eftir að snerta hjörtu milljóna manna djúpt: „Ég sá hana fyrir mér, klædda tötrum, andlitið horað og þjak- að. Augu hennar voru mjög stór, og hún horfði svo hrygg og á- sakandi á mig, að ég gat lesið úr augum hennar: „Æ, Anna, hvers vegna hefur þú brugðizt mér? Hjálpaðu mér, ó hjálpaðu mér, bjargaðu mér úr þessu helvíti“ .... Skyldi hún nokkurn tíma hugsa um mig, og hvaða tilfinn- ingar hefur hún þá?“. Hinn 29. desember 1943 skrif- aði Anna í dagbókina: „Og Lies, er hún enn á lífi? Hvað skyldi hún vera að gera? Ó Guð, vernd- aðu hana og sendu hana aftur til okkar. Lies, þegar ég hugsa um þig, sé ég stöðugt hvaða ör- lög kynnu að hafa beðið mín. Ég sé alltaf sjálfa mig í sporum þín- Önnu Frank um“. Viku síðar lýsti Anna vin- stúlku sinni þannig: „Lies var mér tákn um hörmungar allra vinstúlkna minna og allra Gyð- inga“. Hélt að Anna væri í Sviss í Bergen-Belsen hélt Lies, sem var hrjáð og hungruð, að Anna væri komin heilu og höldnu til Svisslands. „Ég man, að móðir mín sendi mig til frú Frank til að sækja vog, sem hún hafði fengið að láni“, sagði Lies. „Fyrst í stað anzaði enginn, þegar ég hringdi. En svo kom Goudsmit, sem var í fæði hjá þeim. Hann sagði mér, að SS-foringi hefði komið og talað við herra Frank í einrúmi. Hann sagði, að þessi foringi hefði hjálpað fjölskyld- unni til að flýja yfir landamærin. Hittust um nótt Tveim árum síðar í ársbyrjun 1945 hitti Lies konu í Bergen- Belsen, sem hafði þekkt báðar fjölskyldurnar í Amsterdam, og þessi kona sagði henni, að Frank- systurnar væru í næstu deild búð anna ásamt pólskum föngum, sem fluttir hefðu verið frá Ausch- witz. Pólverjarnir höfðu komið í október og höfðu verið settir í tjöld. En nokkrum dögum síðar höfðu tjöldin fokið ofan af þeim og voru þeir þá settir í bragga. Lies hafði enga hugmynd um það, að vinstúlka hennar hafði verið svo nærri í 4 mánuði. Hún beið til kvölds. Síðah læddist hún í skjóli myrkursins yfir að girðingunni. Hún kallaði lágt út í myrkrið: „Er nokkur þar?“ Henni var svarað: „Ég er frú Van Daan“. Lies hafði þekkt Van Daan-fjölskylduna lítillega í Amsterdam. Hún sagði til sín og spurði, hvort Frank-systurnar gætu komið yfir að girðingunni. Hún fékk þau svör, að Margot væri sjúk, en Anna mundi geta- komið. Lies beið í dimrmuini, hnipraði sig saman og neri saman hönd- unum í bitrum febrúarkuldanum. Skömmu síðar heyrði hún hina gamalkæru rödd önnu handan við girðinguna. Stúlkurnar grétu. Lies spurði önnu, hvort hún vissi, að móðir sín hefði látizt af barnsförum og að faðir sinn væri dauðsjúkur. Anna svaraði, að hún væri líka einsömul í heim- inum. Faðir hennar hefði verið skilinn frá fjölskyldunni í Ausch- witz. Móðir hennar hefði verið ófær til vinnu, þegar systurnar voru sendar til Bergen-Belsen í þrælkunarvinnu, svo hún hefði líklega verið send í gasklefana í Auschwitz. Nú væri Margot af deyja úr taugaveiki Stúlkurnar tvær, sem einu sinni höfðu masað óaflátanlega, höfðu lítið meira að segja. Anna grét beisklega og kvartaði um kulda og hungur. Hún spurði vin- konu sína. hvort hún gæti hjálp- að sér. Bitust um matinn Ástandið var betra í deildinni, sem Lies var í, en í þeirri, sem Anna var í. Áhrifamikil ættmenni Goosens-fjölskyldunnar í Sviss- landi höfðu útvegað henni leyfi til að flytjast til Palestínu. Þess vegna var henni haldið í þeirri deild fangabúðanna, þar sem fangar fengu ýmis forréttindi. Frh. á bls. 19. Lies Goosens slapp lifandi úr þrælabúðunum í Bergen-Bels- en. Nú lifir hún hamingjusömu lífi í Jerúsalem ásamt manni sínum og þrem börnum. Á myndinni er liún með tveimur sonum sínum, sem hjálpa henni í eldhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.