Morgunblaðið - 15.10.1957, Side 11

Morgunblaðið - 15.10.1957, Side 11
Þriðjudagur 15. október 1957 MORCUNBT 4ÐIÐ 11 ÁUa nýjustu vagnar Sti-ætisvagna fceykjavíkur. (Ljósm.: Gunnar Rúnar). Vagnakostur Sfrœtisvagnanna hefir aukizf um helming síðustu fjögur árin Orð/ð v/ð óskum Reykvlkinga um byggingu bióskýla, næfurakstur og nýja og betri vagna Hlíiti sfrœfisvagn- anna flnftur af Lœkiarforgi HVERJUM degi stíga á að gizka jafnmargir Reyk- víkingar upp í strætisvagn og fara með honum milli húsa og höfuðborgina byggja, eða milii 50 og 60.000 manns. Þetta er há tala og eflaust hærri en flestir hafa gert sér í hugar- lund. Hún sýnir betur en nokkuð annað hve lífsnauð- synleg tæki strætisvagnarnir eru fyrir almenning, einkum vegna þess að á hverju ári stækkar borgin og bæjarleið- irnar lengjast. Og það er sannmæli, sem Eiríkur Ás geirsson forstjóri SVR, sagði er blaðamaður Mbl. áíti ný lega viðtal við hann um þetta merka bæjarfyrirtæki, að góð strætisvagnaþjónusta er borg- urunum jafnmikilvæg og vatn, Ijós og hiti — lífsþæg- indi, sem ekki verður komizt af án. ★ Og þjónusta strætisvagnanna hefir tekið stórstígum framförum á undanförnum árum, því nú geta næstum því helmingi fleiri farþegar ferðazt með stræiis- vögnunum í einu en var fyrir aðeins fjórum árum síðan. Ber það ljósan vott þess hve forráða- menn strætisvagnanna gera sér far um að auka vagnkostinn og fjölga ferðum svo til mestra þæginda verði fyrir íbúa þessa bæjar. 8 nýir vagnar í ár. trætisvagnar Reykjavíkur hafa vaxið mjög síðan Reykjavíkurbær tók reskturinn í sínar hendur árið 1944, en ein- staklingar höfðu rekið strætis- vagnana frá árinu 1931. Nú eiga SVR 42 vagna, og er sá elzti þeirra fá 1947. Alls rúma vagnar þessir 2.720 farþega þegar reikn- að er með 4 nýjum vögnum sem bætast við fyrir nýjár í vetur. Eru það nýtízku Mercedes Benz Eiríkur Asgeirsson, forstjóri SVR vagnar og rúmar hver vagn 80 farþega. Tveir þeirra eru þegar komnir til landsins. Þessir vagnar SVR aka samtals á dag vegalengd sem nemur um 6000 km og hver vagn ekur ca 300 km á dag. Er þá aðeins miðað við hinar föstu leið- ir vagnanna, en á þeim aka 23 vagnar að staðaldri. Af þessu sést að það er löng leið á degi hverj- um sem bílstjórar strætisvagn- anna fara og sjálfir eru vagn- arnir í notkun 18—19 klukku- stundir í sólarhring. Eins og gef- ur að skilja er slit þeirra mjög mikið og er áætlað að hver díeselvagn endist ca 8 ár. — Reynslan af dielselvögnunum hef ir verið mjög góð Bæði eru þeir vandaðir og mun sparneytnari í rekstri en benzínbílarnir. Bílstjórar SVR eru nú um 90 að tölu en alls er starfsfólk SVR 130 manns. Eru bílstjór- arnir valdir úr hópi margra um- sækjenda, því staðan er mjög eftirsótt. Nýir bílstjórar eru reyndir þannig, að í fyrstu eru þeir sem hæfir reynast látnir leysa af í sumarleyfum í eitt eða tvö ár og eftir það gegna þeir ef hæfir reynast þjónusfu á verkstæði SVR á Kirkjusandi í ca eitt ár þar sem þeir starfa við að þrífa bílana og smyrja þá, áður en þeir taka til við aksturinn. Óg það er viðburð- ur ef bílstjóri hættir að aka hjá okkur, segir Eiríkur. Nú eru all- ir bílstjórarnir fastir starfsmenn hjá Reykjavíkurbæ — urðu þeir það síðast á árinu 1954. Koma Ung stúlka afhendir farmiða 1—2 nýjum leiðum bætt við Tekjur SVR eru 45—50.000 krónur á dag. Fargjöldin eru mismunandi, allt frá 42 aur- um ódýrast fyrir börn, ef af- sláttarmiði er keyptur, í kr. 1,50, ef borgað er út í hönd. Fyrir síðustu hækkun á miðunum keypti á að gizka fimmtungur farþega afsláttarmiða, en nú er það svo breytt að rúmlega helm- ingur greiðir með miðunum og ferðast því fyrir eina krónu. Hefir afkoma SVR verið all- sæmileg að undanförnu og unnt verið að forðast greiðsluhalla á rekstrinum, að undanskildu ái- inu 1955. Leiðir þær, sem Strætisvagnar Reykjavíkur aka daglega eru nú alls 18 talsins. Liggja þær eins og kunnugt er um allan bæinn með upphafs- og endastöð á Lækjartorgi. Eftir því sem byggðin þenst út skapast þörf á nýjum strætisvagnaleiðum og verði ekki tafir á því að nýju vagnarnir fjórir verði teknir í Þannig leit elzti strætisvagn ferðir fyrir af Lækjartorgi. Horfur eru á því nú að innan stutts tíma verði sú bráðabirgðalausn fengin á því vandamáli, að nokkur hluti vagna kostsins verði fluttur á stæðið fyrir norðan bifreiðastöðina Hreyfil. Er það vegna þess að alltof þröngt er nú þegar orðið um vagnana á sjálfu Lækjar- torgi. í sumar hefir farið fram víðtæk rannsókn á vegum SVR og umferðarnefndar á því í hvaða áttir og hvaða hverfi aðalfólks- straumurinn lægi. Heíir verið framkvæmd ýtarleg talning á umferðinni undir umsjón Ásgeirs Þessi mynd var tekin af strætisvögnunum fyrir nokkrum árum. — Margir hafa nú bætzt við. umferð má búast við því að 1—2 nýjum leiðum verði bætt við í vetur. Takmarkið er það, segir Eirík- ur, að ná til allra bæjarbúa með sem flestum ferðum og sem bezt- um vögnum. Við höfum reynt að anna eftirspurninni en þó er ennþá of þröngt í vögnum á nokkrum leiðum, á annríkasta tima dagsins. Yfirleitt eru ferð- ir á stundarfjórðungsfresti í flest hverfi, en skemmst líða 10 mín- útur á milli ferða og lengst 2 tímar á einni leiðinni. Við þurfum 4—6 nýja vagna á hverju ári til þess að endur- nýja vagnkostinn, ef vel á að vera og unnt að veita þá þjón- ustu sem nauðsynleg er. Frá því 1951 er Eiríkur Ás- geirsson tók við framkvæmda- stjórastöðu SVR hafa nýir vagn- ar eingöngu verið keyptir frá Evrópu þar sem reynslan hafði leitt í ljós að þeir bandarískir vagnar, sem fluttir höfðu verið til landsins, hentuðu ekki jafn vel. Hafa eingöngu verið keypt- ar tvær gerðir, Volvo frá Sví- þjóð og Mercedes Benz frá Þýzkalandi. Fluttir af Lækjartorgi Mikið hefir verið um það rætt að nauðsynlegt væri að flytja endastöð strætisvagnanna burt Þórs Ásgeirssonar umferðarverk- fræðings og Haralds Stefánsson- ar, eftirlitsmanns. Er nú verið að vinna úr þessum rannsóknum en þegar niðurstöður liggja fyrir verða þær sendar til Þýzkalands til sérfræðings í umferðarmál um, sem hér hefir dvalizt til ráðu- neytis, dr. Feuchtinger að nafni. Mun hann síðan taka frekari á- kvarðanir um framtíðarskipulag leiða strætisvagnanna og enda- stöðvar þeirra. Næturakstur hafinn Allt fram á árið 1956 bárust stjórn SVR margar beiðnir um að upp yrði tekinn næturakstur eftir miðnætti en fram að þeim tíma gengu strætisvagnarnir að- eins til kl. 12 á miðnætti, nema á laugardögum og sunnudögum. Var í fyrra ákveðið að verða við þessum óskum manna, og er nú ekið klukkutíma lengur á höfuð- leiðunum eða til kl. 1 og koma vagnarnir ekki úr síðustu ferð- unum fyrr en um kl. 1,30 á Lækjartorg. En sú hefir reynd- in orðið að Reykvíkingar nota sér sáralítið þessi hlunnindi og ferðast mjög fáir eftir miðnætti, mun færri en ætlað var í upp- hafi. Astæða er þó til þess að vekja sérstaka athygli á þessari nýbreytni, ef einhverjir eru sem Reykjavíkur út. Hann hóf 26 árum ekki hefur verið um hana kunn- ugt. Bygging biðskýla Stjórn SVR hefir lengi verið það ljóst að nauðsynlegt væri að byggja biðskýli sem víðast til hagkvæmni og þæginda fyrir farþega meðan beðið er eftir vögnunum. Á síðustu tveimur árum hafa verið byggð 13 slík skýli til viðbótar þeim 6, sem fyrir voru og nú er verið að ljúka við hið langstærsta þeirra sem sett verður upp við Gasstöðina. Verða fleiri biSskýli byggð á næstunni. Þá hafa SVR einnig gefið út lítinn handhægan bækl- ing með ýtarlegum upplýsingum um ferðir, sem ástæða er til þess að vekja athygli fóiks á. ★ Þannig er starfi Strætisvagna Reykjavíkur í höfuðdrátt- um farið. Það er ört vaxandi fyrirtæki, eins og tvöföldun vagnakostsins á fjórum árum ber með sér og farþegarnir geta bezt dæmt um það sjálfir, að hinir nýju vagnar sem sífellt bætast í hópinn eru bæði bjartir og þægilegir. Og stjórn Strætisvagna Reykjavíkur hefir á undanförn- um árum gert það sem unnt hef- ir verið til þess að koma til móts við óskir fólksins, byggt biðskýli, tekið upp næturakstur og fjölgað leiðunum svo unnt verði sem allra víðast að ná í strætisvagn, þetta mikla nauð- synjatæki, á sem allra stytztum tíma. Kunnur borgari á leið í „strætó“ því ekki lengur til greina hin hvimleiðu og óþægilegu verk- föll strætisvagnabílstjóranna, sem ollu miklum erfiðleikum al- mennings. Var hið síðasta þeirra árið 1953.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.