Morgunblaðið - 15.10.1957, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.10.1957, Qupperneq 13
Þriðjudagur 15. október 1957 MOTtr.uNnr 4 ðið 13 Kosningaslgur Gerhardsens Noregsbréf frá Skúla Skúlasyni EINAR GERHARDSEN hefur unnið fjórða kosningasigur sinn í röð og Verkamannaflokkurinn situr enn við völd til 1961. Hefur hann haft stjórnina óslitið síðan í marz 1935, er síðasti „borgara- legi“ ráðherrann, Johan Ludv. Mowinckel varð að afhenda Joh. Nygaardsvold völdin en hann hafði þau í rúm tíu ár, eða til 25. júní 1945. Síðan hefur Einar Gerhardsen verið við stýrið, að undanteknum árunum 1952—54, er Oscar Torp hafði forustu stjórnarinnar. Þau árin var Ger- Einar Gerhardsen hardsen forseti Stórþingsins, en það embætti gengur næst kon- ungshásætinu að virðingu, og er æðra en forsætisráðherraemb- ættið. Úrslit síðustu kosninga þóttu nokkuð tvísýn fyrirfram. Verka- mannaflokkurinn þóttist alls ekki viss um sigur, og hjá andstöðu- flokkunum gætti tvímælalaust meiri sigurvona en við undan- farnar kosningar 1949 og 1953. — Andstæðingarnir þóttust hafa ýmis skæð vopn gegn stjórninni, fyrst og fremst verðbólguna, sem hefur farið sívaxandi og hefur verið haldið niðri á þessu ári með stórkostlegum niðurgreiðsl- um af ríkisfé, ennfremur van- höld á ýmsum loforðum, sem gef- in voru í fjögra ára áætlun stjórn arinnar fyrir það kjörtímabil, sem nú er á enda. Einkum var veitzt að stjórninni fyrir vanefnd- ir á byggingum sjúkrahúsa og skóla og að hún vanrækti vega- málin. Þá varð stjórnin og fyrir aðkasti út af bankapólitík sinni og fjármálapólitíkinni yfirleitt. Og það vakti illan bifur, að stjórnin vildi ekki birta nefndar- álitið um sameiginlegan skandi- naviskan markað fyrir kosning- arnar. Norðmenn hafa yfirleitt ótrú á honum, og telja að hann geti orðið mörgum norskum iðn- greinum til niðurrifs. Þaff sem gaf stjórnarflokknum sigur Menn undrast það, að verka- mannastjórninni skuli takast að halda völdum kjörtímabil eftir kjörtímabil og jafnvel auka fylgx sitt, á sama tíma sem flokkunum í Danmörku og Svíþjóð hrakar Til þessa eru ýmsar ástæður Fyrst og fremst sú, að Norðmenn hafa yfirleitt átt við hagstætt árferði að búa ár eftir ár. Vinnu- friður hefur verið góður og verk- föll ekki teljandi og atvinnuleysi sem ekkert, nema hið árstíða- bundna atvinnuleysi í nyrztu fylkjum landsins. Almenningi vegnar vel og hefur nóg að bíta og brenna, þó að bændur þykist vera afskiptir lífsins gæðum, en sá harmagrátur hefur kliðað lát- laust í eyrum svo lengi, að fólk er hætt að taka eftir honum. Hitt er sannara, að ef nokkur. stétt hefur ástæðu til að kvarta undan bágum lífskjörum núna, þá eru það fiskimennirnir, eftir hina lé- legu vertíð í vetur sem leið. Kjör þeirra eru svo erfið, að brýn nauðsyn er á lagfæringu. En þrátt fyrir góða líðan þjóð- arinnar undir núverandi stjórn, mundu margir þeir, sem nú greiða stjórnarflokknum at- kvæði sitt, snúa við honum bak- inu ef þeir teldu atkvæði sínu betur varið annars staðar En það er mála sannast, að kosninga- sigur Gerhardsens er fyrst og fremst andstöðuflokkunum að kenna eða þakka. Fjöldi fólks er ocðinn hundleiður á hinni sí- felldu skipulagningu og afskipt- um stjórnarinnar af ýmsu því, sem mönnum finnst þeir geti bezt gert ráðstafanir um sjálfir, af meiri þekkingu og á hagkvæmari hátt en skrifstofumennirnir í ráðuneytunum. Og flestum gremst hugvitsemi stjórnarinnar í því að uppgötva nýjar fjár- kvaðir og skatta. Það þykir til dæmis hálfgert öfugmæli að leggja söluskatt á sömu vörurnar, sem ríkið ver stórfé til að greiða niður. Og það þykir skrítið, að sama stjórn sem greitt hefur fyr- ir íbúðarhúsabyggingum með ó- dýrum lánum, leggur nú 10% fjárfestingargjald á allar bygg- ingar. Skriffinnskan hefur bólgnað — eins og verðlagið. En kjósandinn spyr líka: Hvað fáum við í staðinn, ef við steyp- um verkamannastjórninni? Og hann treystir ekki því, sem hann fengi í staðinn. Að vísu vantar ekki fögur loforð. Vinstrimenn lofa að lækka skattana, hægri- menn lofa að stöðva verðbólg- una — allir lofa einhverju fögru. En kjósandinn treystir því ekki að loforðin verði efnd, og hon- um er það ekki láandi. Jafnvel þó að hægrimenn kynnu ráð til að stöðva verðbólgu og vinstri- menn til að lækka skatta, þá eru andstöðuflokkarnir svo sundur- þykkir innbyrðis, að engin lík- indi eru til að þeir fengju stefnu- málum sínum framgengt í borg- aralegri samsteypustjórn. Verkamannastjórnin heldur völdum áfram, nema því aðeins að hún geri sig seka um einhver stórfelld afglöp, eða andstöðu- flokkarnir gangi til kosninga með sameiginlega stefnuskrá í þeim þjóðmálum, sem mestu varða og geti lofað kjósendunum fram- kvæmd þeirra, ef þeir nái meiri- Agnar Mykle hluta í kosningum. Þá en ekki fyrr hefur valdastóll verka- mannastjórnarinnar bilað. Litlar breytingar Úrslit kosninganna urðu þau, að Verkamannaflokkurinn bætti við sig rúmum 30 þúsund at- kvæðum, eða rúmlega því magni. sem kommúnistar töpuðu og tóku af þeim tvo þingmenn, annan í Osló og hinn í Finnmörk, en töp- uðu hins vegar einu þingsæti til Hægriflokksins í Oppland. hefur hann því 78 þingsæti nú. Bænda- flokkurinn vann eitt þingsæti af Kristilega flokknum í Þelamörk og hefur 15 þingsæti. Hægriflokk urinn vann þingsæti í Oppland og Austfold og hefur nú 29 þing- sæti. Kristilegi flokkurinn tapaði tveimur þingsætum og á nú 12 fulltrúa á þingi. Vinstrimenn töp- uðu um 3% af atkvæðamagm sínu en haida samt óbreyttri þingmannatölu, 15. — En komm- únistaflokkurinn missti tvo af þremur fulltrúum sínum og á nú ingja flokksins, Emil Lövlien frá Þelamörk. Því var spáð að kommúnistar færu halloka, enda var ósigur þeirra sá mesti, sem nokkur flokk ur fékk í kosningabaráttunni, því að þeir töpuðu 30 þús. atkv. af þeim 90 þúsundum, sem þeir fengu í kosningunum 1953. Ekki er neinum blöðum um það að fletta, að það er Ungverjalands- málið, sem einkum hefur valdið hinu mikla fráhvarfi. Vinstri- flokkurinn tapaði 3—4% atkvæða magns þess, sem hann hafði við síðustu kosningar, en þá beið hann svo mikinn ósigur, að hann hefur ekki náð sér eftir hann ennþá. Krisilegi flokkurinn tap- aði og atkvæðum, en þó ekki nema litlu. Hinir þrír flokkarn- ir unnu allir á, en Verkamanna- flokkurinn þó mest. — En kjör- sóknin varð miklu minni en bú- izt var við, og sýnir það að marg- ir kjósendur eru í vafa um hvað gera skuli, eða er sama um úr- slitin. En nú spyr bæði sá sem kaus og ekki kaus: — Hvað hyggst stjórnin fyrir? Heldur hún niðurgreiðslunum áfram eða læt- ur vísitöluna hækka upp úr 153 stigum? Speidel yfirhershöfffingi Mið-Evrópuhers hefir verið í fyrstu heimsókn sinni til Dan- merkur og Noregs. Síðan hann var skipaður í þessa stöðu hafa margsinnis heyrzt óánægjuradd- ir í blöðunum yfir því að fyrr- verandi hershöfðingi Hitlers skuli hafa verið skipaður í eina af æðstu stöðum innan NATO og þykir þetta óhæfa. Að vísu er honum talið það til gildis að hann sé óvenjulega fjölmenntað- ur maður, af hershöfðingja að vera, og hafi aldrei haft samhug með stefnu Hitlers. 'Þann 9. okt. var hann væntanlegur til Forne- bu, til skrafs og ráðagerða við Sugden yfirhershöfðingja norð- urhers NATO, sem hefur aðal- bækistöð á Kolsaas við Osló. — Höfðu um 200 manns safnazt saman á Fornebu til að sýna Speidel óvild og var hópurinn á vegum stúdentafélagsins Íf| norska, en aðallega voru það kommúnistar, sem blésu að kol- | unum. Mótmælendur þessir I höfðu borða mikinn, sem þeir |i heldu uppi á tveimur stöngum, :l og var letrað á hann: „Við höf- | um fyrirgefið þýzku þjóðinni, en ekki hershöfðingjum Hitlers. — Speidel, þú ert ekki velkominn.“ — Gjallarhornsbíll var með í ferðinni, og samtímis því að NATO-flugvélin settist á völlinn, glumdi úr bílnum hersöngur Þjóðverja frá stríðsárunum, „Wir fahren gegen Engeland“. Nú stigu tveir menn í herforingja klæðum út úr vélinni og varð þá hark mikið í hópnum. Sumir höfðu vopnazt fúleggjum og mygluðum appelsínum og létu vopnin fjúka, eins og þeir væru að kasta handsprengjum, en aðr- ir köstuðu grjóti. Fengu hinir einkennisbúnu að kenna á þessu og fengu meiðsl af grjótinu. En þegar leikurinn stóð sem hæst uppgötvaðist það að þetta var alls ekki flugvél Speidels, heldur voru það Sugden yfirhershöfðingi á Kolsaas og Cooper hershöfð- ingi í herforingjaráðinu þar, sem komu út úr vélinni. Hlaut Sugd.en talsverð meiðsl af steini, sem lenti í höfðinu á honum. Var orrustunni þá hætt. En það er af Speidel að segja, að hann mun hafa grunað að hann fengi ekki sem innilegast- ar viðtökur í Osló, því að áður hafði andað köldu til hans í Kaupmannahöfn. Tók hann því þann kostinn að lenda á Rygge- flugvelli, langa leið frá Osló, án þess að láta vita af því. Var enginn til að taka á móti hon- um þar, því að allir bjuggust við honum til Fornebu, þar á meðal Handal hervarnaráðherra, ríkisstjórnarinnar. Speidel ók aðeins einn mann á þingi, foi- beint til aðalstöðva NATO í Kolsaas og fór heimleiðis daginn eftir. Ekki hef eg haft spurnir af hvort hann hætti sér inn í borgina. En Handal hervarna- ráðherra hefur gert Sugden af- 'ökun opinberlega fyrir líkams- meiðslin í Fornebu, — að „dem- onstrantarnir" ryndu að hengja bakara fyrir smið. Mykle sýknaffur Dómur féll í bæjarþinginu í Osló 10. okt. í máli því, sem mest hefur verið rætt í Noregi undanfarnar vikur, málinu gegn Agnari Mykle og Haraldi Grieg. Þeir voru báðir sýknaðir og verða ekki látnir endurgreiða hagnað þann, sem þeir hafa haft af styr þeim, sem stöð um skáldsöguna „Sangen om den röde rubin“, en sá hagnaður rennur í rithöfunda- sjóð, samkvæmt ákvörðun, sem Gyldendalsforlagið gerði áður en málið hófst. Þó er þetta ekki alger sýknunardómur, því að upptækt skal gert það sem óselt er af bókinni hjá forlaginu og í bókabúðum, og „satsinn" að bókinni skal eyðilagður. Réttur- inn komst sem sé að þeirri nið- urstöðu, að ýmislegt í bókinni varðaði við lög, og væri refsivert samkvæmt 211. gr. hegningarlag- anna, sem ákveður allt að tveggja ára fangelsi fyrir að skrifa klám og breiða það út. En með því að þessari grein hafi svo sjaldan verið beitt, vill rétturinn afsaka höfund og forleggjara með því, að þeir hafi ekki verið sér þess meðvitandi, að athæfi þeirra varðaði við lög, og sýknar þá báða. Málskostnaður fellur nið- ur. Harald Grieg áfrýjaði dómin- um samstundis, og kemur málið fyrir hæstarétt í janúar næst- komandi. 1 Noregi eru menn yfirleitt ánægðir með dóminn og telja hann viturlegan og sanngjarnan. En dönsk og sænsk blöð telja hann hvorki fugl né fisk, segja að hann skapi ekki neitt for- dæmi og telja hann í mótsögn við sjálfan sig. En Myklemálið hefur orðið til þess að meira er rætt um hin svonefndu feimnismál n'i hér í Noregi en venja er til. Jafnvel komast þær umræður alla leið upp í predikunarstólinn. Þannig var prestur einn að ferma börn í Fjære-kirkju — þar sem Þorgeir í Vík er grafinn í kirkju- garði — og snerist fermingar- ræðan aðallega um Mykle, auk þess sem presturinn réðst harka- lega á útvarpið og kallaði það sorpræsi. ★ Níu hvalveiðiskip liggja ferð- búin í Sandefjord og Tönsberg, en komast ekki af stað til suður- hafa, vegna þess að enn hafa ekki náðst samningar við skips- hafnirnar. Það eru alls um 6000 manns, sem starfa á flotanum. Kröfum þeirra um hærra kaup hefur ekki verið sinnt, og stjórn- in ekki skorizt í málið ennþá. þó að hér sé mikið í húfi, því að hvalveiðiaíurðirnar eru ein af beztu gjaldeyristekjulindum þjóðarinnar. Vegna rosanna í september er korn sums staðar óskorið ennþá. RACNAR JÓNSSON hæstaréttarlógmaður. Laugaveg, 8. — Sími 17752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla. Gís/f Einarsson héraSsdómslögmaffur. Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Sími 19631. Unglinga vantar til blaðburðar við Skúlagata Hlíðarveg Laugarnesvegi Sogamýri Hrísateigur Sími 2-24-80 N Ý K O M I Ð Fótainnlegg Fótapúður fyrir raka fætur FólapÉur fyrir þurra fætur Fótakrem SÉRFRÆÐINGUR AÐSTOÐAR VIÐ VAL Á INNLEGGUM KL. 3—6 PÓSTHÚSSTRÆTI 13 . SÍMI 17394

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.