Morgunblaðið - 15.10.1957, Page 16

Morgunblaðið - 15.10.1957, Page 16
MORCVTiBI 4 Ð1Ð ÞriSjudagur 15. október 1957 16 þess að leita að henni?“ „Já, gerðu það eins fljótt og þú getur“ „Þetta getur orðið nokkuð erf- itt“, sagði hann — „Það er svo langur tími síðan þetta gerðist" „Það verður þitt að yfirstíga Þá erfiðleika" ,JÉg fer til Watsonville strax í kvöld“ „Það er ágætt, Jœ“ Hún hugsaði sig um. Hann fann að hún hafði ekki lokið erindi sínu við hann og að hún var í vafa um það, hvort hún ætti að halda áfram. Svo ákvað hún sig að lokum. „Segðu mér eitt Joe — sagði hún nokkuð eða gerði hún nokk- uð — nokkuð sérstakt — daginn sem hún var yfirheyrð?" »Nei, hvað hefði það átt að vera? Hún sagði að það væri fölsk ákæra og lygi frá upphafi til enda, en það segja þær líka alltaf“ En svo minntist hann nokkurs, sem hann hafði alls ekki tekið neitt mark á þá. Hann heyrði fyrir sé rödd Ethels þegar hún sagði: — „Dómari, ég verð að tala -□ Þýðing Sverrii Haraldsson Q- við yður einan. Ég þarf að segja yður dálítið“ Hann reyndi að grafa þessa minningu svo djúpt, að andlitssvipur hans ljóstaði ekki neinu upp. „Nú?, sagði Kate — „Hvað var það? Hún hafði samt lesið svip- brigði hans. Nú reið á að bjarga sér snarlega úr klípunni — ',,Jú, það var eitthvað", sagði hann og lézt hugsa sig um, til þess að tefja tímann — „Ég er að reyna að muna hvað það var“ „Jæja, hugsaðu þig þá vel um“. Rödd hennar var hvöss og titr- andi af eftirvæntingu. „Jú“. — Nú vissi hann hvað bezt var að segja — „Jú, ég heyrði að hún sagði eitthvað við lög- regluþjóninn — við skulum nú sjá — Jú, hún mæltist til þess að hún yrði send suður. Hún sagðist Kaffibætisverksmi&ja. O. Johnson & Kaaber hf. eiga ættingja í San Luis Obispo" Kate hallaði sér áfram, full eftirvæntingar: — „Og hvað sagði lögregluþjónninn við því?“ „Nei, hann sagði að það væri alltof langt að aka henni þangað" „Þú ert athugull og skynsamur, Joe“, sagði Kate í viðurkenningar skyni — „Hvert hefurðu hugsað þér að fara fyrst?" „Til Watsonville", sagði hann — „Ég á kunningja í San Luis. Hann getur leitað hennar þar fyr- ir okkur. Ég skal hringja til hans“ „Joe“, sagði hún hvasst — „Ég vil ekki að þetta fari á milli margra manna“. • „Fyrir fimm hundruð dollara skal ég gera þetta bæði fljótt og leynilega“, sagði hann. Hann fann að hann hafði undirtökin, enda þótt augu hennar hvíldu á hon- um, hvöss og rannsakandi. En næstu orð hennar skutu honum alvarlega skelk í bringu. „Svo að við víkjum nú að öðru, Joe“ — sagði hún. — „Minnir orðið Venuta þig á nokkuð sér- stakt?“ Hann reyndi að láta sem ekkert væri, en orðin virtust ætla að kafna í kverkum hans: — „Nei, alls ekki“, gat hann loks stunið upp. „Komdu aftur úns fljótt og þú getur“, sagði Kate. — „Segðu Helen að koma hingað inn til mín. Hún verður að gerast staðgengill þinn á meðan þú ert f jarverandi". 3. Joe lét farang-ur sinn niður í ferðatösku, hélt svo til járnbraut- arstöðvarinnar og keypti farseðil til Watsonville. 1 Castroville, fyrstu stöðinni í norðri, fór hann úr lestinni og beið í fjórar klukku stundir eftir hraðlestinni frá San Fransisco til Morterey. í Mont erey fékk hann herbergi f Central Hotel og skrifaði nafnið John Vicker í gestabókina. Svo fór hann út og borðaði steik á Pop Ernst, keypti sér að því loknu eina flösku af viskíi og hélt aftur til herbergis síns. Hann tók af sér skóna, fór úr jakkanum og vestinu, losaði bind ið og flibbann og lagði sig á svefn sófaon. Flaskan og glas stóðu á náttborðinu við höfðalagið á bekkn um. Ljósið í loftinu, sem skein beint niður á andlit hans, gerði honum ekkert ónæði. Hann tók ekki einu sinni eftir því. Eins og venjulega, þegar hann hafði verk að vinna, sem krafðist vakandi at- hygli, skerpti hann hugsunina með hálfu viskíglasi, svo krosslagði hann hendurnar undir hnakkanum rétti úr fótunum og kallaði fram hugsanir, áhrif, hugboð og eðlis- hvatir og tók að bera það saman og draga ályktanir. Hann hafði undirbúið þetta vel og haldið að hann gæti blekkt hana, en hann hafði vanmetið hana. Hvemig í fjandanum hafði hún komizt að því, að hans var leitað? Honum datt í hug að fara til Reno, eða kannske til Seattle. Hafnarborgir voru alltaf hentug- ar. Og svo — nei, bíðum nú við. Ekki mátti flana að neinu að ó- hugsuðu máli. Ethel hafði engu stolið. Hún j hlaut að vita eitthvað sem gat orðið Kate dýrkeypt spaug. Kate var hrædd við Ethel, það leyndi sér ekki. Fimm hundruð dollarar voru miklir peningar og undar- lega há fundarlaun, þegar um var að ræða gamla útslitna og ósam- keppnishæfa vændiskonu. 1 fyrsta lagi: — Það sem Ethel vildi segja dómaranum, var satt. Og í öðru lagi: — Kate óttaðist einmitt það, sem Ethel ætlaði að segja. Ef til vill gæti hann fært sér það í nyt. Fjandinn hafi það — ekki meðan hún vissi að hann hafði strokið undan refsingum. Joe hafði enga löngun til að afplána það sem eftir var af þeim refsidómi. En ekki gat það sakað hann að hugsa um þetta. Segjum sem svo að hann tefldi á tvær hættur. Ann- aðhvort yrði hann óheppinn og fengi að hýrast innan fangelsis- múranna í fjögur ár, eða hann yrði heppinn og þénaði — ja, til dæmis tíu þúsund dollara. Það var nú nokkurrar áhættu virði. — Og hann þurfti ekki að taka neina á- kvörðun strax. Hún hafði alla tíð vitað þetta, en hún hafði samt ekki komið upp um hann. Kannske fannst henni hann nauðsynlegur og góður aðstoðarmaður, sem hún vildi ekki missa. * Kannske var Ethel sannkallað trompspil. Bezt að fara að öllu með gætni, hugsa vel og lengi áfiur en hafizt yrði handa og byrjað á fram- kvæmdunum. Kannske var þarna j komið hið gullna tækifæri. — Kannske ætti hann að gera til- raun. En hún var svo fjári kæn og hyggin. Joe efaðist um það, að hann stæði henni nokkuð á sporði, ef til átaka kæmi. En hvernig væri að halda leiknum gangandi enn um hríð og sjá hverju fram yndi? Joe settist upp við dogg og fyllti glasið aftur. Hann slökkti ljósið og dró upp gluggatjöldin. Og með- an hann sötraði úr glasinu, sat hann og horfði á grannvaxinn, Iít- inn kvenmann í baðkápu, sem var að þvo sokkana sína upp úr vaska- 1 fati í herberginu andspænis glugg j anum hans. Og viskíið muldraði og suðaði í eyrum hans. Víst gat þetta verið hið gullna tækifæri. Guð vissi að Joe var bú- Jörðin Súðavík í Norður-Isafjarðarsýslu er til leigu eða sölu. Uppl. gefur Grímur Jónsson, Reynimel 50. M A R K Ú S Eftir Ed Dodd But to cherrt’s humiliation, FRITZ BALKS AT THE IÐEA OF ENTERING THE RING, AND THE CROVYD BEGINS TO SNiCKER AT THE COLT'S UNRULY PERFORMANCE 1) Siggi hefur átt í erfiðleik-1 — Síðast í þessum flokki kemur j 2) En til mikillar skelfingar skipunum hennar. Ahorfendur um, jafnvel við að teyma folann I fram foli Sirríar og stjómar hún I fyrir Sirrí neitar folinn öllum j byrja að hrópa þau niður. inn á sviðið. * honum sjálf. inn að bíða nógu lengi eftir þvi. Guð vissi að hann hataði þessa norn með litlu oddhvössu tennurn- ar. En hann þurfti samt ekki að ákvarða sig strax. Hann opnaði gluggann með mestu varúð, tók pennastöngina, sem lá á borðínu og kastaði henni í rúðuna beint á móti. Hann naut þess að sjá óttann og undrunina á andliti litlu konunnar, áður en hun dró tjöldin vandlega fyrir. Eftir þriðja glasið var viskí- flaskan tóm. Joe fékk löngun til að labba eitthvað út og skoða borg ina. En gamli sjálfsaginn sigraði samt að lokum. Hann hafði gert sér það að reglu að yfirgefa aldrei herbergi sitt, þegar hann var við drykkju og þá reglu braut hann aldrei. Með því móti lenti haður aldrei í neinum vandræðum. — Á- rekstrar þýddu sama og lögregla og lögregla þýddi sama og gömul reikningsskil og þeim myndi óhjá kvæmilega ljúka með ferð yfir vík ina, til San Quentin og í þetta skipti myndi hann áreiðanlega ekki fá útivinnu sem laun fyrir góða hegðun. Hann hætti öllum bollaleggingum um skemmtigöngu í borginni, kvöldið það. Joe hafði aðra gieði, sem hann greip til á einverustundum og hann vissi ekki sjálfur að það var honum gleði. Nú notfærði hann sér hana. Hann lá í rúminu sínu og lét hugann reika aftur í fortíð- ina, til hinna dapurlegu, vesælu bernskudaga sinna og hirina bylj- óttu, spilltu uppvaxtarára. Sífelld óhöpp og slys — aldrei veruleg tækifæri. Stundum höfðu ein og önnur smávik heppnazt sæmilega. En svo var það, þegar hann tæmdi fulla skúffu af vasahníf- um. Þá kcm- lögreglan beint heim til hans og handtók hann. Og þar með var hún búin að skrá nafn hans í bækurnar og lét hann aldrei í friði. Þegar strákurinn í Daly City stal körfu af jarðarberjum af flutningavagni, þá var það fyrsta verk lögreglunnar að hand taka Joe. í skólanum hafði ólán- ið einnig elt hann. Kennararnir höfðu horn í síðu hans og skóla- stjórinn líka. Hann hafði ekki um annað að velja, en að strjúka í burtu. Við hugsunina um þessi sífelldu óhöpp, fylltist hann hljóðlátri hryggð og hann jók hana og efldi með fleiri bitrum endurminning- um, unz hann fékk tár í augun og grátkippir komu í munnvikin af meðaumkun með hinum einmana og óhamingjusama dreng, sem hann hafði verið. Og hér var svo ajíltvarpiö Þriðjudagur 15. október: Fastir liðir eins og venjulega. 19,05 Þingfréttir. 19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). 20,30 Erindi: Spjall um skólastarf —- (Snorri Sigfússon fyrrum náms- stjóri). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,20 íþróttir (Sigurður Sigurðs- son). 21,40 Einsöngur: Maria Mer eghini-Callas syngur. 22,10 Kvöldsagar ■ „Græska og getsak- ir“ eftir Agöthu Christie- XXIII. (Elías Mar les). 22,25 „Þriðjudags þátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Morthens sjá um flutn- ing hans. 23,20 Dagskrárlok. Miðvikudagutr 16. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tón- leikar af olötum. 19,05 Þingfrétt ir. 19,40 Lög úr óperum (plötur), 20,30 Erindi: Hið nýja landnám Hoilendinga (ólafur Gunnarsson sálfræðingur). 20,55 Tónleikar (plötur). 21,15 Samtalsþáttur: Eð vald B. Malmquist ræðir við fram- kvæmdastjórana Jóhann Jónasson og Þorvald Þorsteinsson um upp- skeru garðávaxta. 21,35 Einsöng- ur: Peter Pears syngur brezk þjóðlög (plötur). 21,50 Upplestur: „Haust“, órímað ljóð eftir Jóhann Jónsson (HcskuldUr Skagfjörð leikari). 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsakir" eftir Agöthu Christie; XXIV. (Elías Mar les). 22,30 Létt lög: Norrie Paramor og hljómsveit hans leika og syngja (plötur). 23,00 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.