Morgunblaðið - 22.10.1957, Blaðsíða 1
20 síður
44. árgangur.
239- tbl. — Þriðjudagur 22. október 1957.
Prentsmiðja Morgtinblaðsins*
I>egar Zhukov marskálkur, varnarmálaráðherra Ráðstjórnarinnar, var í Júgóslaviu á dögunum
heimsótti hann Tító og konu hans, sem dvöldust um þær mundir í sumarsetri Titos í Bled. Myndin
var tekin við það taekifæri og eru þau talin frá vinstri: Tító, kona hans og Zhukov. Þeir eru
greinilega ekki sammála og myndin að því leyti sérstæð, því að venjulega láta höfðingjar sem
þessir ekki Ijósmynda sig öðru vísi en brosandi út undir eyru.
Ösamrœmi í yfirlýsingum Tyrkja og Sýrlendinga um tilboð Sauds
Tyrkir vilja, að rannsóknarnefnd S.Þ.
kanni ástandið á tyrknesk-rússnesku
landamœrunum
Enn situr við jbað sama
Schuman vill ekki gera tilraun til
stjórnarmyndunar — Er röbin
komin að Mollet?
PARÍS, 21. október. — Stjórn-
arkreppan í Frakklandi hefur
nú staðið í þrjár vikur og ekk-
ert útlit er fyrir það, að lausn
hcnnar sé á næstu grösum.
Coty forseti hefur farið þess
á leit við Robert Schuman, að
hann geri tilraun til stjórnar-
myndunar, en Schuman hefur
eindregið synjað málaleit-
uninni.
Segir Schuman, að ekki sé
hægt að mynda stjórn fyrr en
forystumenn allra stjórnmála-
flokka hafa opinberað stefnu
flokka sinna til lausnar fjármála-
vandamálunum, sem verða alvar
legri með hverjum deginum sem
líður. Talið er, að nú muni Coty
leita hófahna hjá Mollet úr hópi
jafnaðarmanna — og biðja hann
að reyna að mynda stjórn. Þá
segir og i fréttum, að Coty hafi
sent sérstaka flugvél eftir Pinay,
sem dvalizt hefur úti í sveit síð
an á föstudag, að þingið synjaði
honum um traust.
Algert samkomulag um stefn
una í efnahagsmálum er talinn
eini grundvöllurinn, sem hægt
verður að byggja nýja stjórn á.
Fjármálaástandið er bágt — og
ekki bötnuðu horfurnar, er stjórn
kaþólska iðnaðarsambandsins
hvatti meðlimi sína um allt land
JEDDAH (Saud-Arabíu) 21. október. — Sýrland og Tyrkland hafa
tekið tilboði Saud konungs Saudi-Arabíu um að hann reyni að
miðla málum ríkjanna vegna hins viðsjárverða ástands á landa-
mærum þeirra. Búizt er við því, að þingnefndir frá báðum löndun-
um fari fiugleiðis til Saudi-Arabíu á fund konungs einhvern hinna
næstu daga.
★ ★ ★
Er fulltrúi Saud konungs skýi'ði
frá þessu í dag lét hann þess og
getið að Bandaríkjastjórn hefði
verið skýrt frá ráðagerðinni. í
Washington var fregninni um að
boð konungs hefði verið þegið
fagnað mjög, en talmaður
utanríkisráðuneytisins varðist
allra umsagna um málið að öðru
leyti af ótta við að það gæti
skaðað tilraunir Saud konungs til
málamiðlunar.
★ ★ ★
Fregnir frá Ankara herma, að
tyrknesku stjórnarvöldin verjist
allra frétta. Enn hefur ekki verið
látið uppi hvar í Saudi-Arabíu
fundurinn með Saud eigi að fara
fram, eða hverjir munu sækja
hann af hálfu Tyrkja. Hins vegar
segir formælandi tyrkneska utan
ríkisráðuneytisins, að stjórn sín
fylgist nú með gaumgæfni með
gangi mála á allsherjarþingi S.Þ.
þar sem kæra Sýrlands á hendur
Tyrklandi er nú rædd. Endurtók
formælandinn, að kæra þessi
væri byggð á fölskum forsendum.
Talið er, að tyrkneska stjórnin
vilji ekki taka neina ákveðna af-
stöðu til kærunnar fyrr en Ijóst
verður á hvaða grundvelli hinni
sérlegu rannsóknarneínd S.Þ.
verður gert að starfa. Er jafnvel
talið, að stjórnin vilji fresta fund
inum með Saud þar til nefndin
er tekin til starfa.
Tyrkneska sljórnin er þeirr-
ar skoöunar, að rannsókna
nefndin eigi ekki einungis að
taka til athugunar ástandið á
landamærum Sýrlands og
kanna landamæri Tyrklands
og Ráðstjórnarríkjanna. Jafn-
framt eigi þessi rannsókn ekki
einungis að fara fram á tyrk-
nesku landssvæði — heidur
beggja vegna landamæranna.
Síðustu fréttir:
WASHINGTON 21. október: —
Seint í kvöld bar talsmaður Sýr
lands hér i borg til baka frétt
þess efnis, að sýrlenzka stjórnin
hafði fallizt á að Saud konungur
miðlaði málum Sýrlands og Tyrk
lands. Fyrr í kvöld hafði fulltrúi
Sauds kallað saman blaðamenn í
aðalstöðvum SÞ og skýrt svo frá,
að bæði ríkin hefðu tekið tilboði
konungs. Sagði hann, að sendi
herra Saud Arabíu í Washington
hefði borizt skeyti að heiman
þess efnis.
til þess að mótmæla opinberlega
hækkandi vöruverði. Á sama
tíma hafa járnbrautarstarfsmenn
hafið verkfall, sem mun að mestu
vera runnið undan rifjum komm-
únista.
SEINNI FRÉTTIR:
Coty forseti átti í dag viðræður
við Mollet og Pinay. Fundur for-
setans og Mollet stóð í heila
klukkustund.
Illar horíur
HELSINGFORS, 21. okt. — Flest-
ir eru þeirrar skoðunar, að stjóm-
arkreppan í Finnlandi verði ekki
auðleyst. Á miðvikudag mun
Kekkonen forseti ræða við leið-
toga jafnaðarmannaflokksins,
sennilega Fagerholm eða Leskin-
en. Harðar deilur eru nú í finnskn
blöðunum milli bændaflokksins
og jafnaðarmannaflokksins — og
bendir allt til þess, að bænda-
flokkurinn taki ekki þátt í nýrri
stjórnarmyndun nema gengið
verði að öllum höfuðkröfum hans.
OSLO 21. október. — Asíuinflú-
enzan hefur nú breiðzt út um all-
an Noreg. Inflúenzan leggst ekki
þungt á fólk og virðist ekki meira
smitandi en venjuleg inflúenza.
Macmillan fer vestur um haf i dag
Churchill kom og kvaddi
hann — og gaf góð ráð
Monaco og San Marino
girnast sœnska kaup-
skipaflotann
MÁLMEY 21. október. — Það
hefur vakið geysiathygli í Sví-
þjóð, að smáríkin tvö við Mið-
jarðarhaf, Monaco og San Marino,
hafa sent sambandi sænskra kaup
skipaeigenda tilboð þess efnis,
að sænsku kaupskipin verði skráð
í Monaco eða San Marino og
sigli hér eftir undir fána þessara
ríkja. Stjórnir smáríkjanna
heita því, að útgerðin muni verða
með öllu skattfrjáls.
★ ★ ★
Sem vænta má hefur fregn
þessi vakið mikinn ugg í Svíþjóð.
Svíar eiga mikinn kaupskipaflota
og skatttekjur þeirra af flotanum
eru miklar. Óttast er, að ein-
hverjir útgerðarmenn verði til
þess að taka þessu boði og gefa
þar með fordæmi fyrir landflótta
sænsku kaupskipanna.
★ ★ ★
Sem kunnugt er siglir nú mikiil
fjöldi skipa undir „fölsku flaggi“
ef svo mætti segja og eru Onassis
og Nirarchos frægastir þeirra út
Tyrklands heldur eigi hún að gerðarmanna, sem skráð hafa
skip sín í þeim löndum, sem
Ieggja lítinn eða engan skatt á
kaupskipaútgerðina. Panama,
Honduras, Liberia, Costa Rica —
og nú síðast Bermuda eru þau
lönd, sem útgerðarmenn á fiótta
undan skattheimtu heimalands-
ins flýja aðallega með skip sín til.
Ljóst er, að þeir útgerðarmenn
Framh. á bls. 23
LONDON 21. októeber. — Mac-
millan, forsætisráðherra Breta,
mun fara á morgun flugleiðis
vestur um haf til viðræðna við
Eisenhower Bandaríkjaforseta.
Sir Edwin Plowden, formaður
brezku kjarnorkumálanefndarinn
ar, veröur í för með forsætisráð-
Breytingar á v-
stjórninni
BONN, 21. okt. — Breytingar
hafa verið gerðar á v-þýzku
stjórninni. Theodor Blank, fyrr-
um landvarnai'málaráðherra, hef-
ur tekið við stöðu verkamálaráð-
herra og Schaffer fjármálaráð-
herra gegnir nú embætti varafor-
sætisráðherra og skattamálaráð-
herra, en það er nýtt embætti
innan stjórnarinnar.
„Farðu nú varlega Mr. Duiles! Þú leikur þér að eldinum".
(Teiknimynd úr brezku blaði).
herranum og honum til aðstoðar
í viðræðunum við Eisenliower.
Er þetta talið vera talandi tákn
erindis Macmillans við Eisenhow-
ar. Ljóst er, að umræðurnar munu
aðallega snúast um kjarnorku-
mál og sennilegt er talið, að ár-
angurinn verði náið samstarf
brezkra og bandarískra vísinda-
manna á sviði kjarnorkumála og
eldglaugnasmíði. Brezkir vísinda-
menn hafa látið hafa það eftir sér,
að ef Bandríkjamenn hefðu ekki
samþykkt það með lögum, að ekk-
ert samstarf yrði haft við erlend
ríki á þessum sviðum, hefðu
Bandarikjamenn og Bretar verið
búnir að skjóta gervimána ut
fyrir gufuhvolfið.
Þá er talið, að á dagskrá verði
einnig ástandið fyrir botni Mið-
jarðarhafs og áróðursherferð sú,
er Rússar reka nú gegn Banda-
ríkjamönnum þar, en Rússar hafa
með Elísabetu drottnigu vestra
irbúa styrjöld þar eins og kunn-
ugt er.
Selwyn Lloyd, utanríkisráð-
herra Breta, sem verið hefur í för
með Elísabetu drottningu vestra
mun slást í för með Macmillan
til fundar við Eisenhbwer.
Meðal þeirra, sem komu i
Dowingstreet 10 í kvöld til
þess að kveðja Macmillan og
óska honum fararheilla var
Churchill, sem gerði sér sér-
stakaferð til London í þessu
tilefni. Segja fréttamenn, að
„gamli maðurinn" hafi komið
til þess að gefa Macmilian góð
ráð.