Morgunblaðið - 22.10.1957, Blaðsíða 2
2
MOnCVTSEI. 4Ð1Ð
Þriðjudagur 22. október 1957
Baíchen segir:
ísland hefur ekki þýð-
ingu sem eldflaugnastöð
íshatið er „Miðjarðarhaf' á atómöld.
Norðaustur-Crœnland mikilvœgasta
varnasvœði lýðrœðisþjóðanna
BERNT Balchen ofursti, hinn
þekkti flugmaður og sérfræðing-
ur í málefnum er varða flug á
heimskautasvæðunum, flutti fyr-
irlestur í háskólanum í fyrradag
á vegum íslenzk-Ameríska íé-
lagsins. Balchen hefir unnið mik
ið í þjónustu Bandaríkjanna, en
er norskur að uppruna.
Hánn rakti í fyrirlestrinum
sögu heimskautaflugsins, en
ræddi síðan um hernaðarþýðingu
norðurskautslandanna með tilliti
til nýrra vopna: fulkomnari flug-
véla og langdrægra flugskeyta.
Hafði hann nokkuð rætt þessi
mál við blaðamenn daginn áður.
Skoðanir Balchens varðandi þau
eru í stuttu máli þessar:
Er Atlantshafsbandalagið var
stofnað og menn tóku að gera sér
í alvöru grein fyrir því, hvernig
hinn vestræni heimur væri búinn
undir að verjast rússneskri árás,
varð mönnum fljótt ljóst, að sú
leið, sem farin yrði í lofti frá
Rússlandi og til Ameríku, liggur
ekki vestur um Atlantshaf. Sú
leið hafði áður þótt sjálfsögð,
enda setti tæknin takmörk fyrir
því, hve norðarlega unnt var að
fljúga.
En hér var breyting á orðin,
og hin nýja leið lá yfir heim-
skautasvæðin. Af þessu tilefni
var komið upp röð af radarstöðv-
um þvert yfir norðanvert megin
land Ameríku og Alaska austur
um nyrzta hluta Kanada og eyj-
arnar sem þar eru. Þessi radar-
keðja átti að fylgjast með ferð-
um flugvéla á þessum slóðum.
f>egar hún var byggð, var gert
ráð fyrir, að rásarflugvélar
myndu fara með um 800—900 km
hraða á klukkustund og fréttir af
þeim fengjust, er þær ættu eftir
um tveggja stunda flug til hinna
miklu iðnaðarborga sunnar á meg
inlandi Ameríku.
Nú er svo komið, að til eru
flugvélar, sem fara um 3000 km
á klst. og flugskeyti, sem fara 15
—20.000 km á kst. Af þeim sökum
hafa af sjálfsögðu skapazt ný
vandamal. Hin nýgerða radar-
stöðvakeðja er þegar orðin úrelt
að verulegu leyti, og tæknin held
ur enn áfram að þróast.
íshafið verður „Miðjai ðarhaf“
á atómöldinni.
Nú sem stendur er Norður-
Grænland — og þó einkum Norð-
austur-Grænland — mikilvæg-
asta svæðið fyrir vamir lýðræð-
isþjóðanna.
Þaðan má verjast loftárásum
frá öllum þeim stöðvum í Rúss-
landi, sem árása er að vænta
frá. í framtíðinni er líklegt, að
varnir gegn eldflaugum frá Rúss
landi verði byggðar upp á þann
hátt, að eldflaugnastöðvum verði
komið upp nyrzt á meginlandi
og íshafseyjum Ameríku — og
jafnvel enn norðar. Þaðan yrðu
svo send varnarskeyti, ef til árása
kæmi.
Skoðun Balchens er sú, að fs-
land verði að vísu mikilvægt
I framtíðinni fyrir varnir At-
lantshafsbandalagsins, en þó
ekki eins mikilvægt og nú að
undanförnu. Orsökin er sívas-
andi tækni, er gerir kleift að
senda ffeugskeyti og jafnvel
flugvélar viðstöðulaust milli
meginlanda.
Miwfi framan
af fingrum
VALDASTOÐUM, 20 okt.: — Það
slys vildi til hér í dag, þegar verið
var að láta steypuvél upp á bil,
að Bergmann Gunnarsson frá
Morastöðum, bifreiðarstjóri hér
í sveitinni, lenti í tannhjóli og
missti framan af tveimur eða
þremur fingrum. Var hann strax
fluttur suður til Reykjavlkur.
St. G.
Friðrik Ólafsson
á svæðakeppnina
NÚNA í vikunni fer Friðrik Ól-
afsson til Hollands til að taka
þátt í hinni svo kölluðu svæða-
keppni í skák, sem hefst nk. laug
ardag. Er þetta undirbúnings-
keppni fyrir heimsmeistarakeppn
ina og taka 16 þátt í keppninni
í Hollandi, en meðal þeirra eru
ýmsir frægir skákmenn, svo sem
Bent Larsen, St&hlberg, Ivkov
og Trifonovic (Júgóslavíu), Uhl-
man (A-Þýzkal.), Kolarov (Búlg
aríu) og Clark (Engl.). — Þrír
efstu mennirnir í þessu móti fá
svo rétt til að taka þátt í keppni
þriggja efstu manna úr hverri
svæðakeppni.
Von um síldveiði
glæðisi
AKRANESI, 21. október. — Níu
reknetjaveiðibátar fóru héðan út
á veiðar í dag. Á laugardaginn
komu tveir bátar með síld Böðv-
ar með 25 tunnur sem hann fékk
suður í Grindavíkursjó og voru
net hans rifin eftir háhyrning,
og Ver sem var með 15 tunnur.
Þessi 40 tunna veiði hefur strax
glætt vonir manna um að síldm
komi bráðlega, og eiga Akurnes
ingar mikið undir því ?.ð svo
verði. Hér er nær engin beitusíld
til en beitusíldarþörfin er um 900
tunnur á vetrarvertíðinni og vel
það, reynist góðar gæftir.
— Oddur.
Rok var - akkerisfestin
slilnaði og skipið slrandaði
Siglufirði, 21. okt. —
FLUTNINGASKIP skipadeildar S.Í.'S., Hvassafell, strandaðí hér á
Siglufirði um klukkan 7 á sunnudagskvöldið í myrkri og slæmu
veðri, er verið var að leggja skipið að bryggju. — Það er ekki vitað
hve alvarlegar skenjmdir hafa orðið á því. 1 dag hefur verið stillt
veður og kyrrt í sjóinn. f kvöld verða gerðar tilraunir til að draga
skipið á flot.
Hvassafell var að koma hingað
til að lesta síldartunnur. Hafði
tekið 2000 tunnur á Ólafsfirði,
en var að öðru leyti tómt. Ætlaði
skipið að innri hafnarbryggjunni.
Kippkorn frá bryggjunni er akk-
erið þá látið falla er skip leggja
að bryggjunni. Við átak sem á
akkeriskeðjun kom, þá er ski~>ið
var að koma upp að, slitnaði
keðjan skyndilega.
Hvassafell var flatt fyrir
vindi, um 9 vindstig, og allþung-
um sjó. Þarna er þröngt um fvrir
skipið og þó einkum þegar eitt-
hvað er að veðri, svo að það var
ógerningur úr því sem komið
var, að ná skipinu vindréttu.
Hrakti skipið upp að ströndinni
austan fjarðarins undan si.iar-
þróm gömlu síldarverksmiðjunn-
ar sem sópaðist burtu í mikla
snjóflóðinu. Voru 10—12 m út í
skipið er það tók niðri þvi sem
næsta undir mið(u skipi.Við „hæl
Mœðiveiki á þriðja
bœnum í Haukadal
Búðardal, 21. okt.
ÞEGAR nú er lokið niðurskurði
á öllu fé að Þorbergsstöðum og
Lækjaskógi í Haukadal, vegna
mæðiveikinnar berast fregnir um
að fundizt hafi nýtt tilfelh á
þriðja bænum þar í Brautarholtí.
Á Þorbergsstöðum hjá Jakobi
Benediktssyni bónda, en hann átti
350 fjár, er talið að mæðiveiki
hafi fundizt í um 5% af fjár-
stofninum. Að auki hefur ver-
ið slátrað fé sem fyrir nokkrum
árum var að Þorbergsstöðum. Er
ekki fullrannsakað hvort I þessu
fé, kringum 80, hafi fundízt
mæðiveiki.
Um þessa helgi bárust svo
fregnir um að veik kind hafi
fundizt að Brautarholti í Hauka-
dal, en sá bær er næstur við
Þorbergsstaði og Lækjarskóg.
í Brautarholti býr Aðalsteinn
Baldvinsson og með honum
tveir synir hans. Er fjáreign
þeirra talin vera hátt á annað
hundrað. Verður allt fé þeirra
fellt nú þegar. — Elís.
inn" á skipinu er mikið dýpi.
Um kvöldið var ákveðið að 11
menn af áhöfn skipsins skyldu
settir í land og urðu þá eftir yfir
menn í brú og vélstjórar.
Voru mennirnir sem teknir
voru í land sóttir út í skipið í báti
til hlés við það og gekk það mjög
greiðlega.
Á flóði í morgun reyndi skipið
með eigin vélaafli að komast út
en árangurslaust.
Hingað er nú komið S.f.S,-
skipið Jökulfell og í dag hefur
verið að því unnið að koma drátt
arvírum á milli, því Jökulfellið
á að toga í skipið líka. Þá er kom
ið eitt lítið varðskip, en það hefur
ekki tekið beinan þátt í ojörg-
unartilraunum þessum.
— Guðjón.
Síðustu fréttir
Fréttaritari Mbl. á Siglufirði
símaði kl. 10 í gærkvöldi:
Jökulfellinu tókst að koma
dráttartaug í Hvassafellið síðdeg-
is i dag og beið síðan flóðsins
sem var kl. 21,19. Kl. 21,30 var
það búið að draga Hvassafellið
á flot. Um skemmdir á skipinu
er ekkert hægt að segja en rann-
sókn fer fram á morgun á Siglu-
firði. Björgunarskipið Albert beið
á firðinum þar til björguninni
var lokið, ef aðstoðar þess þyrfti
með, en til þess kom ekki.
Vegafrumvarpið
komið til 2. umræðu
Frv. um gjöld af jarðborum og frv.
til umferðarlaga lögð fram i gær
Á FUNDl efri deildar Alþingis í gær kom til 1. umræðu frumvarp
Sigurður Bjarnasonar um breytingar á vegalögunum. t framsögu-
ræðu sinni benti flutningsmaður á, að mjög brestur á, að sæmilega
sé séð fyrir samgöngum á landi við Isafjarðardjúp. — Frumvarp
hans fjallar um, að nokkrir vegir á þessum slóðum verði teknir
í þjóðvegatölu, og er flutt að beiðni hreppsnefnda þeirra, sem
hlut eiga að máli. Að framsöguræðunni lokinni urðu miklar um-
ræður um skipan vegamála og þátttöku ríkisins í vegagerð. Var
bent á ýmis sjónarmið, er til greina kæmu í því sambandi, og
voru skoðanir skiptar um málið.
Vegamálin rædd
Páll Zóphóníasson óskaði ýtar-
legra upplýsinga frá vegamála-
stjóra um ástand vegamálanna i
heild, lengd þjóðvega, sýsluvega
og hreppavega. Hann taldi nauð-
synlegt að þjóðvegir yrðu flokk-
aðir í 3 flokxa eftir því, hvaða
þýðingu þeir hefðu fyrir þjóðar-
heildina. Sigurvin Einarsson,
þingm. Barðstrendinga og Sig-
urður Bjarnason töldu, að slík
flokkun gæti komið ranglátlega
niður, þar sem vegir hefðu þegai
verið lagðir um meginhluta
sumra héraða, en önnur eru enn
veglítil.
Jón Kjartansson, þingm. V-
Skaftfellinga, taldi, að einstakar
sýslur hefðu vanrækt að koma
sér upp sýsluvegasjöðum. Hann
mótmælti þeirri staðhæfingu Páls
Zóphóníassonar, að í sumum sýsl-
um væru jafnvel „heimreiðir“
komnar í þjóðvegatölu.
Berharð Stefánsson tók einnig
til máls og sagði m. a., að ekki
bæri aðeins að hugsa um sam-
göngur á landi. Sumum héruðurr,
hentaði betur að hafa samgöngur
á sjó og þyrfti að minnast þess,
er rætt væri um vegakerfið.
Fundur í neðri deild
Á fundi neðri deildar fylgdi
Ben. Gröndal úr hlaði frumvarpi
sínu um sölu Skógarkots í Borg-
arfjarðarsýslu. (Sjá Mbl. 16/10).
Frumvarpið fór síðan til 2. umr.
og landbúnaðarnefndar.
Ný þingskjöl
Fjögur ný þingskjöl voru lögð
fram í gær.
Gunnar Thoroddsen, Alfreð
Gíslason og Eggert Þorsteinsson
flytja frumvarp varðandi niður-
fellingu eða lækkun aðflutnings-
gjalda af jarðborum, sem notaðir
eru til að bora eftir gufu eða
heitu vatni. Frá frumvarpinu var
sagt í Mbl. á sunnudag. 1 greinar-
gerð þess, er m. a. minnt á sam-
þykkt bæjarstjórnar Reykjavík-
ur varðandi gjöld af bor þeim,
er ríkið og bæjarsjóður hafa ný-
lega keypt í sameiningu.
Páll Zóphóníasson og Sigurvin
Einarsson flytja hvor í sínu lagi
tillögur um breytingar á vega-
lögum.
Loks ber allsherjarnefnd efri
deildar fram frumvarp til um-
ferðarlaga. Er það gert að beiðni
dómsmálaráðherra, en frumv.
er samhljóða frumvarpi, er fram
var lagt á síðasta þingi, en varð
ekki útrætt.
STOKKHÓLMUR 21. okt. —
Réttarhöld í hinu svonefnda Huse
bymáli hófust í dag. Málið er
höfðað gegn Carli Bernadotte
prins og Gutenberg forstjóra. —
Gutenborg veitti um tíma Huse-
by óðalinu forstöðu. Er hann sak-
aður um að hafa dregið sér fé
af tekjum búsins — og prinsinn
er sagður honum meðsekur.
Borgarafurulur um varnarliðið
A SUNNUDAG var rætt um það
í Rithöfundafélagi íslands, hvort
félagið gæti ekki gengizt fyrir
borgarafundi um dvöl bandaríska
herliðsins á íslandi. Ekki var tek-
in ákvörðun í málinu, en fundur-
inn kaus nefnd þriggja manna
til að ganga úr skugga um mögu-
Ieika á því, að borgarafundurinn
verði haldinn. í nefndina voru
kosnir þeir Einar Bragi. Jónas
Árnason og Gils Guðmundsson.
Framha Idsstof nf undi
Sjómannasam-
bandsins lokið
DAGANA 19. og 20. okt. sl. var
haldinn framhaldsstofnfundur
Sjómannasambands íslands, en í
febrúar á sl. vetri, var sambandið
stofnað af Sjómannafélagi
Reykjavíkur og Matsveinafélagi
S.M.F.
Á framhaldsstofnfundinum
gerðust tvö félög til viðbötar
stofnendur, en það voru Sjó-
mannadeildirnar í Keflavík og
Grindavík svo nú eru félögin í
sambandinu fjögur, með samtals
um 1920 félagsmenn.
Auk fulltrúa frá þessum fé-
lögum mættu á fundinum fulltrú-
ar frá sjómannadeild Vlf. Akra-
ness, Skipstjóra- og stýrimanna-
félaginu Gróttu og Framreiðslu-
mannafélagi S.M.F.
Á fundinum voru rædd ýmis
þau mál er sjómannastéttina
varða, svo sem kjaramál, skipa-
eftirlitið, önnur öryggismál o. fl.
Ákveðið var að fyrsta reglulegt
sambandsþing verði haldið í
september eða október næsta
haust og má þá fyllilega búast
við að fleiri félög hafi gerzt að-
ilar að sambandinu.
í stjórn voru kosnir með sam-
hljóða atkvæðum, þessir menn:
Formaður, Jón Sigurðsson, rit-
ari Sjómannafélags Reykjavíkur
og meðstjórnendur þeir Ólafur
Björnsson, formaður Sjómanna-
deildar Keflavíkur, Hilmar Jóns-
son, varaformaður Sjómannafé-
lags Reykjavíkur, Magnús Guð-
mundsson, formaður Matsveina-
félags S.M.F og Ragnar Magnús-
son, formaður Sjómannadeildar
Grindavíkur.
(Fréttatilkynning frá
Sjómannasamb. íslands).
Aðalfundur Fram
í Hafnariirði
AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé-
lagsins Fram verður haldinn í
Sjálfstæðishúsinu n.k. fimmtu-
dagskvöld og hefst kl. 8,30. Auk
venjulegra aðalfundarstarfa mun
Valgarð Thoroddsen rafveitu-
stjóri flytja erindi um hitaorku
Krýsuvíkur. Síðan fara fram al-
mennar umræður.
Er allt Sjálfstæðisfólk hvatt
til að fjölmenna á fundinn. Einn-
ig eru nýir félagar velkomnir.
Eisenhower málaði
Charles
WASHINGTON 21. október. —
Áður en Elísabeth drottning og
Filip prins maður hennar héldu
frá Washington skiptust þau á
góðum gjöfum við Eisenhower og
konu hans. Meðal þess sem Eisen-
hower gaf drottningu, var mal-
verk, er hann hafði málað af
Charles prins syni hennar.