Morgunblaðið - 22.10.1957, Blaðsíða 8
8
MORCTJlSfír 4010
Þriðjudagur 22. október 1957
Rætt við Helgafells-
forstjóra um bókaútgáfu
BÓKAÚTGÁFAN Helgafell er
stærsta bókaútgáfan, sem gefur
út fagurfræðilegar bókmenntir og
snéri ég mér því fyrst til Ragnars
Jónssonar til þess að frétta um
bókaútgáfu haustsins.
— Hvað getur þú sagt mér
Ragnar um bókaútgáfuna al-
mennt?
— Almennt mun val bóka fara
batnandi og eiga bókmenntafé-
lögin líklega mikinn þátt í því.
Það þýðir þó vitanlega ekki að
beztu bækurnar hafi komið
skyndilega í leitirnar. Mikil skáld
verk eru ekki á hverju strái og
flest hin beztu þeirra eru komin
út. En það berast alltaf ný lista-
verk.
— Hvað geturðu sagt mér af
þinni útgáfu? Dregst útgáfan
ekki saman vegna stórhækkaðs
tilkostnaðar á þessu ári?
— Nei, nei. Ég gef meira út í ár
en undanfarið. Við erum beztir
kreppunni og ætla að reyna að
halda sama bókaverði og í fyrra
þrátt fyrir mjög hækkaðan fram-
leiðslukostnað. Annars ræð ég
ekki mjög miklu um mína út-
gáfu. Það eru höfundarnir sem
ráða mér, og svo veðurguðirnir
og ýmiss konar hræringar í nátt-
úrunni og mannlífinu.
— Það væri gaman að heyra
hvernig þú skýrir þetta.
— Jú, síðastliðið sumar var t.d.
óvenjulega fagurt í Suðursveit
og landið og fólkið þar sýndi
skáldi sínu innsta hjartalag sitt.
Og nýja handritið hans Þórbergs,
annað bindi í sjálfsævisögu 'ians,
Um lönd og lýði — Steinarnir
tala hét það fyrsta — er i senn
minnisstæður skáldskapur og fög
ur lýsing á landi og fólki, sem er
unnað af heilum hug. Ég tími
varla að láta prenta handritið
af ótta við að það óhreinkist og
að eitthvað fari í rugling af ba. ns
legri einlægni þess og hástemmd-
um skáldskap, í þessum djöfulóðu
hraðpressum sem mala bæði malt
og salt, daglangt og árlangt. Eftir
einfalda frásögn af dýrum og
mönnum, klettum og dýjum, birt-
ist á gljáandi haffletinum frönsk
skonnorta, ævintýr úr nýjum
ókenndum heimi og í glampa
þessa alheimsljóss sér drengurinn
skyndilega inn í fjarvíddir sálar-
innar, eins og við kynni 'fyrstu
ástar. Þórbergur hefur enn einu
sinni endurfæðzt til hærra til-
verustigs. Þessi nýja bók er í senn
visindalega nákvæm lýsing á því
sem drengurinn sá, og sköpunar-
verk langþjálfaðs listamanns,
með líkum hætti, og íslandsfjöli
beztu litameistara okkar spegla
fyrst og fremst rismikla fjall-
garða þeirra eigin hugarflugs.
— Og geturðu kannske rökstutt
þetta nánar?
Já, já. Jakob Thorarensen
þrammaði í sumar á sínum sjöt-
ugu fótum norður kaldan kjöl,
óð ár og kleif kletta, með sama
eldmóði og unga fólkið dansar
rokk í Búðinni. Hann blés ekki úr
nös þegar hann kom í hiað. Nú
hefi ég fengið sumarafia hans,
nýtt kvæðahandrit. Þar eru heit
kvæði og enginn hitaveitugróður,
meira í ætt við fjalldrapa og lyng
en vatnsmelónur, sem við þömb-
um nú í okkur sunnan frá Mið-
jarðarhafi. Og Thor Vilhjálms-
son fór líka í mikla reisu um
hálft landið og ók um öræfir. með
Jóhannesi Kjarval. Eflaust á hans
viðburðaríka sumarferðalag sinn
þátt í þvi að i nýju bókinni hans,
Andlitíspegli dropans, eru kaflar
sem minna mig á eyrarrósa-
breiðurnar á söndunum undir
Odáðahrauni sem þær speg.ust í
Herðúbreiðarlindum. Jökulfljót-
ið rammeflda dunar undir dans-
inum á knæpum Montparnasse.
Jón Oskar eyddi sumrinu í Róm
í staðinn fyrir að fara á skak á
Selvogsbanka eins og Jónas eða
hjálpa körlunum í Flóanum að
bjarga inn heyjunum undan haust
rigningunum. Ljóðasafn Jóns
Óskars er ný sönnun fyrir því að
heyskap má líka stunda í Róm
með góðum árangri. Mér finnst
þó vera meira af Reykjavík en
Róm í kvæðum hans og með engu
móti fæ ég skilið að hinar eld-
í HÆSTARÉTTI er genginn dón.
ur í skaðabótamáli, sem Ingi Sie
urjón Guðmundsson frá Hlið í
Grafningi, höfðaði gegn fyrir-
tækinu Sameinaðir verktakar.
Var Ingi Sigurjón í vinnu hjá
verktökunum suður í Stapafelli
er hann stórskaddaðist á hendi.
Voru þau meiðsl svo mikil að
varanleg örorka hans er að dómi
læknis talin 45%. Fyrir dómstól-
unum gerði Ingi Sigurjón skaða-
bótakröfur á hendur Sameinuð-
um verktökum að upphæð alls
kr. 671,880,52 auk vaxta. — Þau
urðu úrslit málsins í Hæstarétti
að Sameinuðum verktökum var
gert að greiða Inga Sigurjóni kr
232,987,50 auk 6% vaxta frá 29.
júní 1955. Var dómur undirréttar
staðfestur i öllum aðalatriðum.
Slysið varð 29. júní 1955. Var
Ingi Sigurjón, þá 22 ára, að vinna
með skurðgröfu frá Sameinuðum
verktökum. Var hann að smyrja
feiti á tannhjól í vélinni og fór
hægri hönd hans á milli tann-
hjólanna með þeim afleiðingum
að af tók þumalfingur og mið-
handarbein og framan af öðrum
fingrum þessarar handar.
Venja er að tveir menn vinni
við slík tæki, stjórnandi þess og
smyrjari. Hins vegar var Ingi
Sigurjón einn síns liðs er slysið
varð. Hann var að smyrja tann-
hjól aðalvindu vélskóflunnar, en
þau eru tvö. Hlíf umlykur hjól
þessi. Tvö göt voru á hlífinni,
annað ofan á og er það lítið, en
hitt framan á og er það svo stórt
að koma má hendi í gegnum það
Er svo til ætlazt er smyrja þarf
tannhjólin. að feitin sé hituð og
henni hellt niður um litla gatið
ofan á hlífinni. Ingi Sigurjón
hélt að smyrja ætti tannhjólin
gegnum stóra gatið á hlífinni,
það hafði hann gert á annarri
vélskóflu. Hann notaði spaða tit
þess að smyrja feitinni á hjólin.
sem snerust á meðan. Hafði hann
látið spaðann dragast á annað
hjólin tóku snöggt í spaðann og
hjólið og ekki varazt hve
Ragnar Jónsson
kláru teikningar Kristjáns Daviðs
sonar í bókinni séu þátttaka í
skipulagðri afvitkun æskunnar
eins og einn ágætur og skemmti-
legur kennimaður okkar virðist
óttast. Svo kemur út hjá okkur
fyrsta bók ungs skálds, kollega
þíns hér í næstu stofu. Þau hefðu
ekki öll orðið til ef Kadar hefði
reynzt mannvinur í stað morð-
ingja. Fyrsta ljóðabók Matthíasar
Jóhannessen er enginn viðvan-
ingsskáldiskapur, það eru ljóð
þroskaðs manns.
— Og eru þetta aðalljóðabæk-
urnar?
— Nei, nei. Þetta eru bækur
til að lesa, og aðeins hluti af þeim.
Það þorir enginn né tímir að gefa
nýjar ólesnar bækur, þegar
menn eins og Mykle hinn norski
er á næsta leiti. Þetta verða allt
gjafabækur næsta ár. Ég skal
segja þér frá jólabókunum íi
næstu viku Sv. Þ. I
drógu hann með sér svo höndin
fylgdi á eftir spaðanum með fyrr-
greindum afleiðingum.
Ingi Sigurjón reisti kröfur sín-
ar á því að er slysið varð hafi
ekki verið fylgt þeirri venju að
hafa sérstakan smyrjara. í öðru
lagi hafi hér verið um hættulegt
starf að ræða og í þriðja lagi
hafi öryggisútbúnaði verið áfátt.
Sýknukröfu reistu Sameinaðir
verktakar á því að Ingi Sigurjón
hafi einn átt alla sök á slysinu.
Er hann hafi þurft að smyrja
tannhjólin hafði hann ekkert
gert til að fá aðstoð. Þá hafi hann
ekki beitt réttri aðferð, enda
þótt hann hafi haft um það
ströng fyrirmæli og geti fyrir-
tækið ekki borið ábyrgð á slíku
framferði. Engum hafi komið til
hugar að nokkur sem vanur væri
verki þessu færi svo að sem Ingi
Sigurjón. Töldu Sameinaðir verk
takar að gera megi þá kröfu til
starfsmanna að þeir hlýði örygg-
isfyrirmælum og hagi sér með
gát við vinnuna.
Við dómsuppkvaðningu kvaddi
borgardómaraembættið tvo menn
sem meðdómsmenn, þá Þorstein
Loftsson, vélfræðiráðunaut, og
Elliða N. Guðjónsson, verkstjóra
í undirrétti urðu úrslit málsins
þau að fébótaábyrgð var lögð á
Sameinaða verktaka og þeir
dæmdir til að greiða Inga Sigur-
jóni alls kr. 261,848,36 auk vaxta.
1 forsendum dómsins segir
meðal annars:
....Bar þeim verkstjóra og
forráðamönnum Sameinaðra verk
taka því að sjá svo um, að búið
væri þannig í haginn fyrir stefn-
anda, að hann ætti þess hægan
kost að framkvæma verk þetta
svo, sem til er ætlazt, en þá er
verkið einfalt og hættulaust.
Þetta var vanrækt, og verður eigi
annað séð, þegar litið er til allra
aðstæðna þarna, en sá hafi verið
tilgangurinn með gatinu framan
á tannhjólahlífinni, að tannhjólin
væru smurð í gegnum það, enda
hefur þeirri staðhæfingu stefn-
Rúml. 233 þ ús. kr. í bætur j
vegna bækiunar á bendi
Skaðabótamál í Hæstarétd
Sjúkrahús
„ÞAÐ er engin smáraeðisbygging
nýja sjúkrahúsið á Eyrarbakka“.
— Á þessum orðum hefst grein
eftir prófessor Guðmund Hannes-
son um sjúkrahúsið á Eyrarbakka
í Læknblaðinu árið 1922. —
Þá, fyrir 35 árum, höfðu Sunn-
lendingar hafizt handa um bygg-
ingu sjúkrahúss heima í héraði, á
þeim árum, er þjóðin var mjög
fátæk og sjúkrahús lítil og fá í
landinu, jafnvel nokkrum árum
áður en Landsspítalinn var
byggður. — Augu fólksins, í litiu
timburhúsunum á Eyrarbakka og
Stokkseyri og lágreistu sveita-
býlunum í Árnessýslu, höfðu opn.
azt fyrir brýnni þörf á bættri að-
stöðu til hjúkrunar sjúku fólki
í sýslunni. Þá var hafizt handa
af stórhug þótt efni væru lítil.
Sjúkrahúsið komst undir þak,
ætlað minnst 25 sjúklingum, en
mjög erfiður fjárhagur mun hafa
valdið því, að lengra vaið ekki
komizt. Ósk og von varð ekki að
veruleika, sjúkrahúsið tók aldrei
til starfa, sú sorgarsaga skal ekki
rakin hér. —
Síðan höfum við lifað tímabil
mikilla framfara og allsnægta.
Samgöngur hafa batnað injög,
íbúðarhús öll orðið vistlegri, skól
ar og fjölmörg samkomuhús hafa
verið byggð í sýslunni, en ennþá
eiga sjúkir samt engan samastað
í þessu héraði. — Vonin um
sjúkrahús austan Hellisheiðar
hefur samt aldrei slokkr.að, og
hún hefur verið studd þeirri stað-
reynd, að án sjúkrahúss hefur
alltaf á vetrum hvílt öryggisleysi
yfir byggðum hér. — Þetta hafa
margir hugsandi menn ætíð séð,
og ekki sizt læknarnir, sem alltaf
anda ekki verið hnekkt, að það
hafi verið látið viðgangast óátal-
ið. Þessi framkvæmd verksins
var hins vegar mjög hættuleg að
áliti hinna sérfróðu samdóm-
enda. Að því athuguðu, sem að
framan er rakið, verður að leggja
á stefnda fébótaábyrgð á slysi
þessu. Á hinn bóginn verður að
telja, að stefnandi hafi einnig
átt sök á slysinu, þar sem honum
mátti vera ljóst, eftir að hafa
öðlazt alllanga reynslu í meðferð
slíks tækis, sem þessa, hver
hætta því var samfara að fara
svo að, sem hann gerði.
í forsendum dóms Hæstaréttar
segir m. a.:
Aðaláfrýjandi krefst aðallega
sýknu af kröfum gagnáfrýjanda,
en til vara lækkunar á fjárhæð-
um þeim,' sem dæmdar voru i
héraði og svo málskostnaðar í
héraði og fyrir Hæstarétti úr
hendi gagnáfrýjanda eftir mati
dómsins.
Gagnáfrýjandi gerir þær dóm-
kröfur, að aðaláfrýjanda verði
dæmt að greiða honum kr.
671.880.52 ásamt 6 % ársvöxtum
frá 29. júní 1955 til greiðsludags
og málskostnað í héraði og fyrir
Hæstarétti eftir mati dómsins. Tii
vara krefst gagnáfrýjandi stað-
festingar héraðsdóms og máls-
kostnaðar fyrir Hæstarétti úr
hendi aðaláfrýjanda eftir mati
Hæstaréttar.
Eftir atvikum málsins, sem
lýst er í héraðsdómi, þykir mega
staðfesta ákvæði hans um, að
aðaláfrýjandi bæti gagnáfrýjanda
tjón hans að % hlutum.
Tjónabætur samkvæmt 1. kröfa
lið (bætur fyrir atvinnutjón
vegna örorku) gagnáfrýj-
anda þykja auk trygging-
arbóta hæfilega metnar kr
280.000.00 og samkvæmt 2.
kröfulið (bætur fyrir röskun á
aðstöðu og högum) kr. 30.000.00
Fjárhæð 3. kröfuliðar, kr. 350.00,
og fjárhæð 4. kröfuliðar, kr.
300.00, hafa eigi sætt andmælum,
og verða þær lagðar til grund-
vallar. Aðaláfrýjanda verður því
dæmt að greiða gagnáfrýjanda
alls kr. 232.987.50 ásamt vöxtum,
eins og krafizt er.
Eftir þessum úrslitum er rétt,
að aðaláfrýjandi greiði gagn-
áfrýjanda málskostnað í héraði
og fyrir Hæstarétti, er ákveðst
samtals kr. 25.000.00
Suðurlands
eru kallaðir til, ef slys eða bráðan
sjúkdóm ber að höndum, og leysa
verða vandann hvernig sem á
stendur. í kjölfar þessa hefur nú
aftur komizt skriður á málið.
Ákveðið hefur verið að reisa
sjúkrahús fyrir Suðurlandsundir-
lendið og hefur því verið valinn
staður á Selfossi.
Teikning liggur nú fyrir af 30
rúma sjúkrahúsi, og samþykki
heilbrigðisyfirvalda. Sýslunefnd
Árnessýslu hefur skipað nefnd, er
sjá skal um framkvæmdir við
bygginguna. Ætlunin var að
byrja framkvæmdir við bygg-
inguna á síðastliðnu vori, en
þá var neitað um fjárfestingar-
leyfi. Ekki skal því trúað að
óreyndu, að nauðsynlegt leyfi
fáist ekki, svo hægt verði að
byrja á komandi vori. En samt
munu líða 3—4 ár, þar til hægt
verður að taka á móti sjúklingum
í nýju sjúkrahúsi. Því lagli
sjúkrahúsnefnd til við sýslunefnd
Árnessýslu, eftir tillögu Bjarna
Guðmundssonar, héraðslæknis á
Selfossi, að læknisbústaðurinn á
Selfossi yrði tekinn fyrir sjúkra-
skýli á meðan verið er að byggja
sjúkrahúsið. Var _það samþykkt
af sýslunefnd (Árnessýslu) og
jafnframt að sýslan myndi
standa undir rekstri sjúkraskýiis-
ins, og er það því alveg óháð
fjáröflun til sjúxrahússins.
Sjúkraskýlið mun geta, ef starfs-
fólk og nauðsynleg tæki fást til
þess, leyst nokkurn vanda, en
framtíðarlausn er það engin. _
Ég vil hvetja alla íbúa í Árnes-
og Rangárvallasýslum að standa
fast með okkur í sjúkrahúsnefnd
inni um að koma sjúkrahusinu
sem fyrst upp. Þörfin er brýn,
og á engan hátt sæmandi fyrir
íbúa í blómlegustu sýslum lands-
ins að eiga ekki sjúkrahús heima
í héraði búið góðum tækjum. Fjár
hagslega á þetta að vera mjög
auðvelt, aðeins ef við viljum
Ég treysti þingmönnum sýsln-
anna til þess að tala máli okkar
við háttvirt stjórnarvöld. Við
læknar hér erum minntir á ráð-
leysið í þessum málum jafnt á
nóttu sem degi allan ársins hring.
Það skal þó tekið fram, að þrátt
fyrir sjúkrahúsaskort í Rvík,
njótum við mjög oft góðrar fyrir-
greiðslu starfsbræðra okkar í
sjúkrahúsunum þar, en engu að
síður erum við oft með sjúkt fólk
í bráðri lífshættu, langt frá sjúkra
húsum.
Ég vil að lokum þakka kven-
félögunum hér í sýslunni. sem
styrkja okkur ’örugglega og þá
sérstaklega kvenfélaginu á Sel-
fossi, sem vinnur mjög ötullega
að fjársöfnun fyrir sjúkrahúsið,
nú síðast með leiksýningu og
happdrætti, sem ég bið fólk að
minnast með kaupum á happ-
drættismiðum.
Verum öll samtaka, þá er sigur-
inn skammt undan.
Selfossi, 15. okt. 1957.
Jón Guinnlaugsson.
ScRvnkomur
FíUdelfía — Biblíuskólinn
Biblíulestrar kl. 2, 5 og 8,30. _
Allir velkoinnir.
Kristniboðsvikan
Á kristniboðssamkomunni í húsi
KFUM og K í kvöld kl. 8,30, talar
séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup.
Kvennakór KFUK syngur. Sagt
verður frá kristniboði. Allir vel-
komnir. —
Kristniboðssambandið.
Forstofuherbergi
óskast, sem næst Miðbæn-
um. Þarf að vera 16—20
ferm. Æskilegur aðgangur
að óaði og síma. Tilb. sé
skilað á afgreiðslu Mbl.,
fyrir fimmtudag, merkt: —
„Herbergi — 3066“.