Morgunblaðið - 22.10.1957, Blaðsíða 19
.Þriðjudagur 22. olctóber 1957
M G S C V JV S I. 4 ÐIÐ
19
Stjórnarkreppan getur
haft örlagarík áhrif á
efnahagsmál Frakka
PA.RÍS, 21. okt. — Segja má, að það hafi verið reiðarslag fyrir
Frakkland, að Pinay og stjórn sú, sem hann hafði myndað, hlaut
ckki traust franska þingsins. Ástæðan er sú, að Frakkar mega
ekki við langri stjórnarkreppu. Ríkiskassinn er tómur og löng
stjórnarkreppa getur haft örlagarík áhrif fyrir Frakka.
Ríkið verður fyrir mánaðarlok-1 h
in að snúa sér til Frakklands-
banka til lántöku til þess að það
geti staðið við skuldbindingar
sínar og haldið ríkisrekstrinum
í horfi. Ef ekki tekst að mynda
stjórn áður en langt um líður
mun þetta hafa vaxandi verð-
bólgu í för með sér.
En Frakklandsbanki má held-
ur ekki við slíku ástandi til lang-
frama. Þegar er farið að ganga
á gullforða bankans, enda þótt
ráðstafanir síðasta fjármálaráð-
herra Frakka, Gaillards, auknar
innflutningshömlur og dulin
gengislækkun, hafi orðið til þess
að rétta haginn eitthvað við.
Löng stjórnarkreppa mun þess1
vegna stofna gengi frankans í
enn meirl hættu. Verður þá
sennilega fátt annarra úrræða en
að herða enn á innflutningshöml-
unum og fella gengi frankans.
Ekki í samræmi
við stofnskrá S.Þ.
NEW YORK 21. október. — Tals-
maður júgóslavneska utanríkis-
ráðuneytsins lét svo um mælt á
fundi með blaðamönnum í dag,
að ákvörðun v þýzku stjórnar-
innar um að rjúfa stjórnmálasam-
bandið við Júgóslavíu gæti haft
alvarlegar afleiðingar. Sagði
hann, að sú skoðun v-þýzku
stjórnarinnar, að hún gæti að
einhverju mótað utanríkismála-
stefnu annarra landa, væri ekki
í samræmi við stofnskrá SÞ. —
Kvað hann stjórn sinni reynast
erfitt að skilja afstöðu þeirra
ríkja, er styddu ákvörðun v-
þýzku stjórnarinnar.
Tekur við af
Anna Kethly
kjörinn formaður
BONN, 21. okt. — Anna Kethly,
er sat í hinni skammlífu stjórn
Imre Nagy í fyrra, var í dag
kjörin formaður jafnaðarmanna-
flokks útlægra Ungverja, sem
stofnaður hefur verið í Bonn.
Skoraði fundurinn á S.Þ. að
framfylgja samþykktum þeim,
sem gerðar voru á vettvangi
þeirra I Ungverjalandsmálunum.
Fundurinn fór þess og á leit við
S.Þ., að þær fordæmdu dómana
yfir ungversku frelsisvinunum og
beittu sér fyrir því, að Ung-
verjar þeir, sem fluttir hafa ver-
ið í þrælabúðir í Síberíu, verði
látnir lausir. Fundurinn for-
dæmdi einnig kúgunaraðferðir
ungverska kommúnistaflokksins,
krafðist þess, að rússneski her-
inn yrði fluttur úr Ungverjalandi
og að efnt yrði þar til frjálsra
kosninga.
Anna Kethly mun halda ræðu
í Stokkhólmi hinn 23. þ.m. í
minningu uppreisnarinnar í Ung-
verjalandi.
Minnast upp-
reisnarinnar
OSLÓ 21. október. — Norska
stúdentasambandið og ungverska
stúdentasambandið í Noregi
munu efna til minningarathafnar
í tilefni þess, að eitt ár er nú
lið'ið frá uppreisninni í Ungverja-
landi. Mun athöfnin fara fram í
hátíðasal háskólans í Osló þann
23. þ.m.
Harding
LONDON, 21. okt. — Haft er eft-
ir áreiðanlegum heimildum í
London, að Sir Hugh Foot verði
á morgun útnefndur eftirmaður
Sir John Hardings sem lands-
stjóri á Kýpur. Mun hann eiga að
taka við af Harding í desember
næstkomandi.
Haraldur í Tékkó-
slóvakíu
HINN 18. okt. sl. afhenti Harald-
ur Guðmundsson forseta Tékkó-
slóvakíu trúnaðarbréf sitt sem
sendiherra íslands í Tékkóslóva-
kíu með búsetu í Osló.
(Frétt frá utanríkisráðuneytinu).
SAS safnar í sjóð
STOKKHÓLMI, 21. okt. — Flug-
félagið SAS hefur nú boðið út
lán í Noregi, Danmörku og Sví-
þjóð að upphæð 105 milljónir
danskra króna. Ætlar flugfélagið
á þennan hátt að standast straum
af auknum útgjöldum vegna
mikilla flugvélakaupa. SAS á nú
í pöntun nokkrar flugvélar af
gerðinni DC-7C, 6 af frönsku
gerðinni Caravelle og 7 DC-8. —
Tvær síðastnefndu gerðirnar eru
knúnar þrýstiloftshreyflum og
munu fyrstu flugvélarnar, sem
SAS fær af þeirri gerð, verða af-
hentar eftir fáein ár. Flugvélar
þessar kosta flugfélagið hundruð
milljóna króna, en ráðgert er að
selja eldri flugvélakost jafnóðum
og hinar nýju bætast við svo að
kaupin verða félaginu léttari en
ella.
Ekki allt með
fclldu
PRAG, 21. okt. — Tékkneska
innanríkisráðuneytið upplýsti í
dag, að allmikið hefði borið á því
að undanförnu, að hópar manna
hefðu reynt að efna til uppþota
og ryskinga á götum úti og á
þann hátt stofnað öryggi og friði
borgarbúa í voða. Hefðu óróa-
seggirnir reynt að draga saklausa
vegfarendur inn í ólætin— og
liefði öryggislögreglan nú tekið
að sér að koma á röð og reglu
og hafa upp á forsprökkunum.
Ekki yfir suður-
skautið að sinni
í OSLO, 21. október. — Talsmað-
ur SAS lét svo um mælt við
fréttamenn í dag, að SAS hefði
ekki haft í hyggju að hefja áætl-
unarferðir milli Nýja-Sjálands og
Suður-Ameríku yfir Suðurheim-
skautssvæðið. Kvaðst hann full-
viss um það, að hægt væri að
auka flugþol nýjustu flugvélanna
svo að fjlúga mætti milli Nýja-
Sjálands og Suður-Ameríku í
einum áfanga. Flugleiðin er 10
þúsund km. Ef byggður yrði flug
völlur á Suðurheimskautslandinu
á beinni flugeið milli þessara
landa, mundi tiltölulega auðvelt
að hefja flugferðir þar á milli.
Þá sagði hann, að til þessa hefðu
4 þúsund farþegar farið með flug
vélum SAS á flugleiðinni Evrópa
Tokyo — um Norðurheimskauts-
svæðið.
Við erum enn langt frá
markinu
— sagbi Elisabet drottning, er hún
ávarpaði Allsherjarþingið
75 létust
ISTAMBUL, 21. okt. — Vitað er,
að 75 hafa látið lífið og á annað
hundruð slasazt, er tyrknesk
hraðlest á leið frá Istambul til
Edirne rakst á aðra lest, er kom
á móti henni á sama spori. Enn
eru ekki öll kurl komin til grafar
— og talið er að fleiri hafi far-
izt. Björgunarsveitir leita enn í
braki lestanna. Flestir hinna
látnu eru Tyrkir. Ekki er vitað
með vissu um orsök mistaka
þeirra, er slysinu oilu — en ljóst
er, að lestinni, sem kom á móti
hraðlestinni, hefur verið beint inn
á rangt spor.
Auðugar leir-
námur á Suðurey
mJ
KUPMANNAHÖFN 21. október.
— Á undanförnum árum hafa
verið unnin kol úr jörðu á Suður-
ey í Færeyjum. Kolalögin liggja
undir 25 m þykku leirlagi —
og er nú komið í ljós, að leir
þessi er eldfastur og því verðmæt
útflutningsvara.
í fréttinni segir, að Danir hafi
hingað til flutt inn eldfastan leir
fyrir 10 millj. kr. árlega, en nú
sé hins vegar ljóst, að Danmörk
geti innan skamms farið að flytja
út eldtraustan leir.
Sa^an endur-
tekur sig
HELSINGFORS 21. október. —
Héraðsréttur í Helsingfors stað-
festi í dag skipun dómsmálaráðu-
neytisins um að bók Mykle,
„Sangen om den röde rubin“
skyldi upptæk gerð í Finnlandi.
— Monaco
Frh. af bl3. 1.
geta aukið skipastól sinn mun
örar en aðrir — enda hefur
skipastóll þessara manna vaxið
mjög ört á síðustu árum.
Að þeim skipum meðtöldum,
sem nú eru í smiðum fyrir
þessa útgerðarmenn, nemur
skipafloti „undir fölsku flaggi“
einum fimmtahluta af kaup-
skipaflota heims.
Félagslif
K.R. Knattspyrnudeild:
Innanhússæfingar verða í októ-
ber sem hér segir:
4. flokkur:
Mánudaga kl. 7,40.
Fimmtudaga kl. 6.
3. flokkur:
Mánudaga kl. 8,30.
Fimmtudaga kl. 3,50.
2., 1. og meistarailokkur:
Mánudaga kl. 9,20.
Fimmtudaga kl. ’7,40.
___________________—- Stjómin. •
Körfuknattleiksdeild K.R.
Æfing hjá meistara- og öðrum
flokki karla í KR-húsinu í kvöld
(miðvikud.), kl. 7,40—8,30. Komið
allir og lærið körfuknattleik hjá}
hinum frábæra Mr. Norlanderl —,
— Stjómin. I
Kvenskátafélag Reykjavikur
Skátar — Ljósálfar
Ljósálfar: Mætið allir á sameig-
inlegum Ijósálfa-fundi í kvöld, 22.
október kl. 6 stundvíslega.
Skátar: Félagsfundur verður
haldinn miðvikud. 23. október 1957
kl. 8 stundvíslega. Mætið í bún-
ingi. — Stjómin.
I. O. G. T.
St. Verðandi nr. 9
Fundur ' kvöld kl. 8,30, —
1. Inntaka nýliða.
2. Hagnefndaratriði annast
Stefán Þórir Guðmundsson.
— Æ.U
NEW YORK, 21. okt. — Sjaldan
eða aldrei hefur erlendum þjóð-
höfðingja verið fagnað jafninni-
lega og Elísabetu Englandsdrottn-
ingu er hún ók um götur New
Yorkborgar í dag í fylgd með
manni sínum og stórmennum
borgarinnar. — Talið er, að
um 700 þús. manns hafi safnazt
saman við götur þær, er Elísabet
ók um, en auk þess hópaðist fólk
út í glugga stórhýsanna til þess
að fagna drottningu.
í kvöld flutti hún ávarp á Alls-
herjarþingi S. Þ. — Þingsalurinn
var þéttskipaður og var athöfnin
mjög hátíðleg. Er drottning gekk
í salinn var henni vel fagnað. —
Með henni kom forseti Allsherj-
arþingsins, en á eftir þeim gengu
Filip prins og Hammarskjöld.
í ræðu sinni sagði drottning,
að S.Þ. væru enn langt frá þvi
marki, sem í upphafi hefði verið
sett, en samt sem áður væru sam-
tökin eina von mannkyns. Kvað
hún þjóðir brezka samveldisins
mundu styðja starfsemi S. Þ. af
fremsta megni.
Frá bækistöðvum S. Þ. óku
drottning og Filip að Empire
State Building og fóru þau upp
á efstu hæð hússins, sem er hið
hæsta í heimi, eins og kunnugt er.
O—O
Að svo búnu \ ar ekið út á al-
þjóðaflugvöllinn í New York, og
þar með var heimsóknin á enda.
Ymis stórmenni fylgdu þeim til
flugvélarinnar og urðu þar hlýj-
ar kveðjur. — Fljúga drottning,
Filip og föruneyti þeirra í flug-
vél frá BOAC beina leið til
Lundúna.
Innilegt þakklæti til vina og vandamanna fyrir sýnda
Vináttu á sextugsafmæli mínu.
Jón Gislason,
Hafnarfirði.
Eiginmaður minn
GARDAR FLYGENRING
andaðist að kvöldi 20. þ.m. — Fyrir mína hönd og barna
okkar.
Ingibjörg Flygenring.
ANNA GUÐNÝ SVEINSDÓTTIR
verður jarðsett frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 23. okt.
kl. 2 e.h. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Sonur, fósturdætur, tengdabörn,
systkini og barnabörn.
Faðir minn
JÓNAS BJÖRNSSON
Hólabaki, verður jarðsunginn að Þingeyrarkirkju,
fimmtudaginn 24. okt. kl. 1,30. Athöfnin hefst með hús-
kveðju að Héraðshælinu á Blönduósi sama dag kl. 11 ár-
degis.
Helga Jónasardóttir.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekn-
ingu við andlát og jarðarför
INGVELDAR ERASMUSDÓTTUR
frá Krossanesi
ASstandendur.
Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hluttekn-
ingu við útför móður okkar
HELGU STEFÁNSDÓTTUR
Þjórsárholti
Börn og tengdabom.
Þökkum hjartanlega fyrir au^sýnda samúð við andlát
og jarðarför
BJARGAR JÓNSDÓTTUR
Þingeyri.
Nathanael Mósesson,
fósturbörn, tengdabörn og barnabörn.
Þökkum af alhug Kvenfélagi Borgarness og öllura
þeim, fjær og nær, sem auðsýndu okkur samúð við and-
lát og jarðarför elskulegrar móður okkar, tengdamóður
ömmu og langömmu
ODDNÝJAR JÓNSDÓTTUR
Borgarnesi.
Ingibjörg Teitsdóttir, Ingveldur Toitsdóttir,
Júlíana Sigurðardóttir, Jónas Kristjánsson,
börn og barnabörn.