Morgunblaðið - 22.10.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.10.1957, Blaðsíða 6
6 MORCVISBI AÐIÐ Þriðjudagur 22. október 1957 ÚLFAÞYTURINN í GARÐ TYRKJA UNDANFARNA daga hefur úlfaþyturinn út af ákær- um Rús.sa á hendur Tyrkjum vakið hina mestu at- hygli. Þetta mál á sér nokkurn aðdraganda. Fyrst komu á loft alls konar „fregnir" urri að Tyrk ir hefðu liðssamdrátt á landamær um Sýrlands og hefðu í hyggju að ráðast inn í landið. Þessar fregnir komu frá sýrlenzku stjórninni, sem er undir áhrifa- valdi Rússa. Tyrkir neituðu þeg- ar eindregið öllum þessum fregn- um og sögðu þær ósannar frá rótum. Það fylgdi með sögunni, að Bandaríkjastjórn stæði á bak við árásarfyrirætlanir Tyrkja. 1 fyrstu lögðu ýmsir nokkurn trúnað á fréttir þessar, þó að ó- trúlegar væru. Það er kunnugt úr sögunni að Tyrkir telja Rússa vera erfðafjendur sína. Síðustu 200 ár hafa Rússar þrásinnis sótt á Tyrki og valdið þeim þungum búsifjum í manndrápum og land- auðn. Hefðu aðrar Evrópuþjóðir, eins og kom fram á Berlínar- fundinum 1878, ekki haldið aftur af Rússum, er ekkert líklegra en þeir hefðu fyrir löngu náð hinu langþráða marki, sem er yfirráð yfir sundunum, sem liggja frá Svartahafi til Miðjarðarhafs, en Tyrkir hafa þar lyklavöldin. — Rússar hafa á allra síðustu tím- um gert kröfur til þess að Tyrkir létu þeim eftir svæði á landa- mærum Tyrklands og Kákasus og þó að Rússar hafi fyrir fáum ár- um lýst því yfir að landakröfur þessar væru úr sögunni, er ekki lagður á það trúnaður. Tyrkir hafa því enn þungar áhyggjur út af Rússum. Siðan bar svo við nýlega, eins og alkunnugt er, að Rússar hafa náð pólitísku og hernaðarlegu tangarhaldi á Sýr ■ landi, sem er næsta ríki fyrir sunnan Tyrkland. Tyrkir líta nú- verandi stjórn Sýrlands óhýru auga og telja sig að vissu leyti vera afkróaða milli Rússa og Sýrlendinga. Tyrkir óttast einnig að Rússar geti hvenær sem er notað sér Sýrlendinga til að koma á stað óeirðum við landa- mærin, sem geti valdið styrjöld og orðið Rússum að yfirvarpi til að ráðast á Tyrkland að norðan. Tyrkland er helzti þröskuldur- inn í vegi fyrir hinni aldagömlu sókn Rússa til Miðjarðarhafsins og þá staðreynd hafa Tyrkir sí- fellt í huga. Fljótt á litið gat því litið svo út, sem það væri freisting fyrir Tyrki að ráðast að Sýrlending- um, sem þeir hefðu í öllum hönd um við, þar sem Tyrkir hafa allra Vestur-Evrópuþjóða sterk- astan landher. Fregnirnar um yfirvofandi árás Tyrkja á Sýv- land var því á yfirborðinu ekki svo ótrúleg að hún gæti ekki haft áróðursgildi meðal Arabaþjóð- anna og raunar víðar. Hernaðar- aðgerðir Breta og Frakka á hend- ur Egyptum eru Arabaþjóðunum líka í fersku minni. Orðrómurinn um árásarfyrirætlanir Tyrkja var daglega útbreiddur af út- varpsstöðum Rússa og Egypta og nú fékk Nasser gott tækifæri til að sýna rögg af sér, enda sendi hann liðsflokka til Sýrlands. Að vísu var lið þetta svo fámennt að það hefði enga þýðingu haft gagn vart árás frá Tyrkjum, en Nasser vildi láta á sér bera í augum hinna Arabaþjóðanna. Hámarki náði allur þessi úlfa- þytur, þegar Gromyko, utanríkis- ráðherra Rússa, sendi Sameinuðu pjóðunum ikæruskjal á hendur Tyrkj- um og krafðist rannsóknar á liðssöfnuði þeim, sem hann taldi að Tyrkir hefðu við landamæri Sýrlands. Svo rak hvað ann- a.ð. — Rússar a* þeir ntyndu Groaajrk* lýrtu J»ýí yftr, þegar grípa til vopna ef úr tyrk- neskri árás yrði og jafnframt var því lofað að Tyrkland skyldi ekki geta sýnt Rússum mótspyrnu „nema einn dag“. Og þar með væri það land úr sögunni. — Bandaríkjamenn svöruðu óðara með því að lýsa yfir, að ef Tyrk- ir yrðu fyrir árás af hálfu Rússa eða annarra, myndu þeir óðara koma til liðs við þessa banda- menn sína. Sendu þeir óðara flotadeild til Tyrklands, þessu til áherzlu. Svo risu Arabaríkin hvert á fætur öðru upp og lýstu því hátíðlega yfir að þau mundu standa með Sýrlendingum, ef í odda skærist. Þannig skorti ekki stór orð og heitstrengingar. — Stjórnmálamenn í austri og vestri virtust standa á öndinni og af hálfu Rússa var á hverjum degi hrópað um þá geigvænlegu ófriðarhættu, sem væri yfirvof- andi. Loks sendu svo Rússar áróðursbréf til jafnaðarmanna- flokka á Vesturlöndum, þar sem þeir skoruðu á þessa flokka að standa sem fastast með Rússum um „varðveizlu friðarins". Til voru þeir menn á Vestur- löndum, sem trúðu því að um raunverulega ófriðarhættu væri að ræða, en þá af hálfu Rússa. Nú væri ætlun þeirra, með hina nýju eldflaug og Sputnik að bak- hjarli, að koma af stað nýrri „Kóreustyrjöld“ eða öðru, sem væri enn verra. Áróður Rússa virtist líka geta bent í þá átt að hér væri meira en lítið á ferðum af þeirra hálfu. En bráðlega fóru öll þessi mál að skýrast. Stjórnmálamenn á Vesturlöndum urðu þess full- vissir, að Tyrkir hefðu aldrei látið sér til hugar koma að ráð- ast á Sýrland. Og á fimmtudaginn var gaf brezka utanríkisráðuneyt ið út opinbera tilkynningu, þar sem þeirri skoðun var lýst, að allur þessi úlfaþytur væri áróð- ursbragð Rússa og ekkert annað Var talið að Macmillan sjálfur stæði að baki þeirri yfirlýsingu, enda var utanríkisráðherra þá fjarverandi. Tilgangurinn með áróðri Rússa er augljós. Þeir hafa áður komið fram fyrir Arabaþjóðirnar, sem bjargvættur þeirra í sambandi við Súezdeiluna, þegar Rússar þóttust hafa stöðvað Breta og Frakka. Nú vildu þeir leika sama leikinn, blása fyrst upp, að Tyrk- ir hefðu ætlað sér að ráðast á eitt af Arabaríkjunum en koma síðan á eftir og halda því fram að úr styrjöld hefði ekki orðið vegna verndar Sovétríkjanna. — Áróðurinn um árásina hefur líka haft mikla þýðingu í Sýrlandi sjálfu, því hann miðar til þess að festa í sessi þá vini Rússa, sem nú hafa þar stjórnartauma. ?á gaf áróður- inn Nasser líka rýtt tækifæri til að taka á sig gervi vernd arans, eins og lom á daginn. Ásökunin í garð Banda- ríkjanna um, að þau stæðu Nasser að baki árásar- innar, átti að verða til þess að grafa undan áhrifum Bandaríkj- anna í Arabalöndunum. Það er fullkunnugt, að Arabar eru tor- tryggnir í garð Bandaríkjamanna og óttast að bak við Eisenhower- áætlunina um fjárhagslega upp- byggingu Arabalandanna búi pólitísk ásælni. Arabaríkin, sem öll eru ný af nálinni í þeirri mynd, sem þau eru nú, hugsa mest um að varðveita sjálfstæði sitt og vilja öllu fyrir það fórna. Þau eru þess vegna líka full tdr- tryggni í garð annarra og telja sig hafa til þess gildar ástæður: Áróður Rússa um, að Bandaríkja- menn steeðu að baki árásaráform- um Týrkja vnr þvi til þaað faíl- in að ala á tortryggni, sem er ofarlega í hugum Araba. ★ ★ Tyrkir hafa látið í ljós áhyggj- ur út af framferði Rússa. Þeir óttast að Rússar hafi í huga að nota Sýrlendinga gegn þeim síð- ar, þegar aðstæður séu taldar „hentugar“. Það vaki fyrir Rúss- um að halda uppi sem mestri spennu og taugastríði meðal Arabaþjóða, í von um að fá bæki- stöðvar í löndum þeirra og einn- ig til að geta komið rússneskum hernaðarsérfræðingum að í herj- um Arabalandanna. ★ ★ Saud konungur hefur ekki verið aðgerðarlaus í þessu máli. Hann lýsti þvi að vísu yfir að her sinn mundí standa við hlið Sýrlendinga í styrjöld en jafnframt bauð nann yfirhers- höfðingja Sýr- lands til sín og er talið að til- gangurinn hafi verið að vara Sýrlendinga við rússneskum áhrifum og ásælni. Saud lítur Nasser og yfirlæti hans óhýru auga, enda vill hann ekki hlíta egypzkri forustu i málum Arabaþjóðanna. Saud hafði einnig náið samband við stjórnir allra Arabaþjóða nema Egypta og einnig -fóru orð milli hans og Bayar, forseta Tyrkja, en Bayar bað Saud þess lengstra orða að trúa því, að Tyrkir hefðu aldrei látið sér til hugar koma að ráðast á Sýrlendinga. Þing Sameinuðu þjóðanna mun nú taka þetta mál til umræðu og er nú búizt við að mesti úlfa- þyturinn út af áróðri Rússa, sé um garð genginn. En vafalaust hafa Rússum að einhverju leyti, tekizt áform sín. Hér var um einn þátt „kalda stríðsins“ að ræða. Rússar fundu þarna nýja leið til að vekja tortryggni og halda uppi þeim óróa í alþjóða- málum, sem þeir telja mest vatn á sinni myllu. Saud Ný skáldsaga eftir Guðrúnu frá Lundi FIMM nýjar bækur hafa komið út á forlagi Leifturs h.f. Er ein þeirra eftir hina góðkunnu skáld- konu Guðrúnu frá Lundi, en hún er eins og kunnugt er, einn mest lesni höfundur okkar. Þessi nýja bók Guðrúnar heitir Ölduföll. — Þess má geta, að væntanlega koma milli 20 og 30 bækur út hjá Leiftri fyrir jólin. Ölduföll Guðrúnar frá Lundi er ný sjálfstæð saga, sem segir frá ástum og harðri lífsbaráttu í sjávarþorpi. Bókin er 304 blaðsíð- ur að stærð. Þá gefur Leiftur út sögu eftir Marryat. Það er Jafet I föðurleit. Margar skáldsögur Marryats hafa verið þýddar á ís- lenzku og njóta mikila vinsælda, s.s. Percival Keene og Jakob ær- legur. Jafet í föðurleit þýddi Jón Ólafsson ritstjóri og birtist hún sem framhaldssaga í Heims- kringlu 1893. — Þá gefur Leiftur út bók eftir Mark Twain, Tumi á ferð og flugi og aðra drengjasögu eftir ungan íslenzkan höfund, sem kallar sig Örn Klóa. Sú bók lieitir Jói og sjóræningjastrákarnir. Öin Klói hefur áður skrifað bókina Dóttir Hróa hattar. Loks kemur út á vegum forlagsins verðlauna- bókin Lóretta eftir Kari Örbech í þýðingu Arnheiðar Sigurðar- dóttur. Hún er 109 blaðsíður að stærð. Þakkir ÉG BIÐ GUÐ að blessa alla þá sem hugsuðu hlýtt til Óháða safa aðarins á Kirkjudegi hans 13. þ.m., komu í kirkju og Kirkju- bæ, störfuðu á Kirkjudaginn og að undirbúningi hans og gáfu stórgjafir í Kirkjubyggingar- sjóðinn. Þess skal getið, sem gert er. Þennan umrædda dag söfnuðust alls um 47 þúsund krónur og rennur sú upphæð öll í Kirkju- byggingarsjóð safnaðarins að frá- drengum kostnaði, sem varð ó- trúlega lítill. Fyrrnefnd upphæð sundarliðast þannig: Gjafir frá einstaklingum, sem undirritaður veitti nær öllum viðtöku, námu 15.350 krónum, tekjur af kaffi- sölu 14.285 krónum, og eru þar meðtaldar nqkkrar gjafir, sem framreiðslukonur veittu viðtöku, við kirkjudyr söfnuðust samtals 6.600 krónur, hreinar tekjur af skyndihappdrætti námu 5.755 kr. og Bræðrafélag safnaðarins gaf 5.000 krónur í tilefni dagsins. Ég hygg að sjaldan hafi safn- azt jafnmiklir fjármunir á kirkju degi hér á landi þótt lítið væri um skemmtiatriði og söfnuður- inn sé með þeim fámennari, mið- að við Reykjavík. Og þannig hef- ir þetta verið síðan söfnuðurinn var stofnaður fyrir 7 árum, mik- ill fjöldi fólks í honum hefir oft á hverju ári unnið svo mikið og gefið svo mikið að það er næst- um ótrúlegt. Aðallega er það sama fólkið, að visu mjög álit- legur hópur, sem ber hitann og þungann af starfinu ár eftir ár. Þetta fólk undirbjó Kirkjudag- inn að þessu sinni dögum sam- an, karlmennirnir utanhúss og konurnar heima og í Kirk.iubæ. Þær bökuðu kökur og brauð með kaffinu og gáfu, og gáfu síðan alla vinnu sína eins og venjulega á kirkjudaginn. Fórnfýsi þessa fólks verður aldrei fullþökkuð. Emii Björnsson. sbrifar úr daglega lífínu Eyru úr sa«nbandi KUNNINGI Velvakanda vinn- ur hjá stóru fyrirtæki hér í bæ. Það kemur alloft fyrir, að hann þarf að gefa stjórnendum og samstarfsmönnum í fyrirtæk- inu skýrslur um mál, sem hann hefur fjallað um. Fer það tíðast þannig fram, að hann skrifar nið- ur helztu atriði og les svo þessar minnisgreinar fyrir þá, sem þurfa að kunna á þeim skil. Oft fylgja svo með fyllri útskýringar, ef þurfa þykir. Kunninginn sagði Velvakanda fyrir nokkrum dögum frá einni slíkri skýrslugjöf. Hann hafði tal- ið fram allmörg atriði um ákveð- ið mál, og þeir, sem hlustuðu, virt ust fylgjast með. M. a. minntist hann á, hvernig einhverju væri hagað í Danmörku. Á eftir kink- uðu allir nærstaddir kolli og virt- ust telja sig nægilega upplýsta í málinu, — þar til einn þeirra spurði: „En hvernig er þetta í Danmörku?" Kunningi Velvakanda er góð- viljaður maður og skilningsríkur á mannlegar takmarkanir, svo að hann skýrði vafningalaust frá því, sem tíðkast í Danmörku, og lét svo sem það hefði gleymzt. Hreyfði enginn athugasemdum í því sambandi! Hugur fer á flakk ÞESSI saga varð tilefni þess, að Velvakandi las með nokk- urri athygli grein, sem birtist ný- lega í tímariti í Bandaríkjunum. Greinin heitir: „Ert þú að hlusta?“ Hlustunarhæfni fólkg hefur — að gögn gretuaihöfundar — ver- ið mæld á þann hátt, að það er látið hlusta á stutta ræðu en síðan athugað, hvað það man úr henni. Niðurstaðan er sú, að fólk taki aðeins eftir um 50% af því, sem sagt hefur verið, og hafa þessar rannsóknir þó venð geið- ar á námsmönnum, verzlunar- mönnum og öðrum, sem mikið þurfa að hlusta í atvinnuskyni. Orsakirnar til þessa eru marg- víslegar, og kemur þá einkum til greina: Við hugsum mun hraðar en við tölum. í Ameríku segjast þeir koma út úr sér um 125 orðum á minútu en geta hugsað 4 sinnum hraðar. Hafa þeir þá tíma til að láta 400 orð af hugsunum frá eigin brjósti koma fram í hugan- um, meðan þeir hlusta! Slæmir hlustendur hafa ekki hemil á þessum hugsunum. Fyrst fara þeir að velta einhverju fyr- ir sér andartak, andartakið leng- ist og þegar aftúr á að fara að einbeita gér að því, s«m «r verið að aegja, er þráðurinn tapaður, — sá sem talar og sá sem hlustar eru ekki lengur „í sambandi". Það er haldið áfram að tala en ekki er lengur hlustað, hugur „hlust- andans" dvelst við annað. Einbeiting og áhugi CÓÐUR hlustandi einbeitir hugsunum sínum að því, sem við hann er sagt. Og hann veitir orðunum fyrir sér með áhuga. Hann lætur sér ekki leiðast og er ekki fyrirfram sannfærður um fánýti þess, sem við hann er sagt. Komi sá, er talar, að einhverju atriði, sem hinn góði hlustandi hefur ákveðna skoðun á, lætur hann álit sitt ekki leiða til þess, að hann gleymi öllu vegna gremju út af því, að hér sé ekki skynsamlega á málum haldið. Fólk, sem hefur þjálfað sig í að hlusta, einbeitir sér að því að finna -kjarna hvers máls. Það reynir ekki að leggja hvert smá- atriði á minnið. Þau eru sett fram til að styðja ákveðna skoð- un, ákveðið aðalatriði, og finna þarf, hvert það aðalatriði er. Tak- ist það, koma aukaatriðin af sjálfu sér. Fróðari vinsælli — og mælskari sjálfur! CÓÐUR hlustandi snýst til vara ar gegn hvers konar trufl- unum. Hann lokar dyrum, skrúf- ar fyrir útvarpið, flytur sig nær þeim, sem talar og grípur ekki fram í að nauðsynjalausu. Greinarhöfundur bendir að lok um á, að menn eigi ekki að temja sér að hlusta v,el af kurt- eisi einni samaa. Maður verður ftóðari, vinstelli — og mælskari sjálfur l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.