Morgunblaðið - 24.10.1957, Qupperneq 6
6
MORGV1SB1 AÐIÐ
Fimmtudagur 24. okt. 1957
Núverandi kosningafyrirkomulag
fær ekki staðist til lengdar
sagði Jón P. Emils á fundi Sfúdenfafélagsins
STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur
hélt fund í kvöld um kjör-
dæmamálið.
Jón P. Emils héraðsdómslög-
maður hafði framsögu á fundin-
um. Rakti hann fyrst kjördæma-
skipunina hér á landi á liðnum
árum og skýrði þær breytingar,
sem gerðar hafa verið, — orsakir
þeirra og þá samvinnu, er stjorn-
málaflokkar höfðu um að koma
þeim í framkvæmd.
Gallar núverandi fyrirkomulags
Ræðumaður fjallaði síðan um
það, hvernig kjördæmamálið horf
ir við í dag. Hann ræddi um
kosningabandalag Alþýðuflokks-
ins og Framsóknarflokksins sum-
arið 1956 og minnti á, að lands-
kjörstjórn varð ekki sammála um
hvort það væri löglegt. Hann
kvaðst víkja sér undan að ræða
þá hlið málsins, þar sem þetta
kynni að koma aftur fyrir kjör-
stjórnina, en þar ætti hann nú
sæti (sem fulltrúi Alþýðuflokks-
ins). Jón kvað það skoðun sína,
að það hefði orðið „sáralítil
gæfa“ fyrir þessa tvo flokka, ef
þeir hefðu fengið meirihluta
þings með þriðjung atkvæða á
bak við sig. Stjórn þeirra myndi
ekki hafa valdið stjórnarfram-
kvæmdunum og staðið máttvana
andspænis vandamálunum.
Leiðir til úrbóta
Framsögumaður sagði síðan,
að núverandi fyrirkomulag fengi
ekki staðizt til lengdar. Finna
þyrfti nýja skipun og hafa þá í
huga, að kjósendur ættu að hafa
sem jafnastan rétt til áhrifa, hvar
sem þeir eru húsettir og hvar sem
þeir eru í flokki.
Hann gat þess, að ýmsar til-
lögur hefðu komið fram í mál-
inu, en margar þeirra væru frá-
leitar. Sjálfur teldi hann aðeins
3 leiðir koma til greina’
1) Einmenningskjördæmi. Þau
hefðu þá ókosti, að miklar deilur
yrðu um skiptingu landsins í kjör
dæmi og slík skipting yrði fljótt
úrelt. Auk þess hentaði þessi leið
ekki núverandi flokkaskipun.
2) Allt landið eitt kjördæmi.
Þessi leið myndi auka flokks-
ræðið og trygging yrði engin fyr-
ir því, að þingmenn séu frá sem
flestum landshlutum.
3) Fá stór kjördæmi með hlut
fallskosningu. Jón kvað þessa
leið tryggja bezt þau atriði, er
hann teldi mestu skipta. Benti
hann á, að þetta úrræði hefur
oft verið rætt, m.a. af Hannesi
Hafstein á sínum tíma, — og nú
nýlega rækilega í greinum í ís-
lendingi, er skrifaðar voru af
Gísla Jónssyni menntaskólakenn
Hverjir geta leyst málið?
I lok ræðu sinnar ræddi Jón P.
Emils, hvernig til greina kemur
að leysa kjördæmamálið nú.
Sagði hann, að í stefnuyfirlýsingu
núverandi stjórnar væri lausn
lofað. En ræðumaður kvaðst
telja, að stjórnin leysti það vart
„fyrr en í næstu eilífð", enda
hefði Framsóknarflokkurinn jafn
an staðið á móti breytingum í
réttlætisátt í þessu máli. Komm-
únistum kvaðst hann ekki treysta
til að leysa það fremur en önnur
mál — en Alþýðuflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn ættu að
taka höndum saman og leiða
málið til lykta, enda hefðu þeir
meirihluta til þess á Alþingi.
Ályktun fundarins
Aðrir ræðumenn á fundinum
voru Barði Friðriksson, Benedikt
Gíslason frá Hofteigi, Pétur
Benediktsson og Ingimar Jónas-
son. Barði lýsti nokkuð kosninga-
fyrirkomulaginu í Vestur-Þýzka-
landi, þar sem helmingur þing-
manna er kosinn með hlutfalls-
kosningu, en helmingur af lands-
lista, og kvaðst vilja benda á það
til athugunar. Benedikt ræddi
nokkuð tillögur sínar um að taka
tillit til fjórðunga landsins við val
þingmanna. Pétur Benediktsson
bar fram tillögu til ályktunar,
sem að lokum var sámþykkt á-
samt viðaukatillögu frá Ingimar
Jónassyni. Er ályktun fundarins
á þessa leið:
„Fundur haldinn í Stúdentafé-
lagi Reykjavíkur 21. október 1957
telur núverandi kosningalöggjöf
íslands og framkvæmd hennar
svo stórgallaða, að ekki megi
lengur við una, og skorar því
á Alþingi að vinda bráðan bug
að endurskoðun hennar, — þar
sem haft verði í huga að réttur
kjósenda (til áhrifa) á skipun
Alþingis sé sem jafnastur hvar
sem þeir eru búsettir á landinu
og hvar í flokki sem þeir standa".
Bjarni Sæmundsson
shrifar úp i
daglega lífinu J
Um skó
SÁRREIÐUR maður skrifar:
„A íslandi smíða menn svo
vönduð hús hvað snertir pússn-
ingu, að jaðrar við heimsmet.
Einnig smíða menn á íslandi
skó, hverjir eru miður vandaðir
hvað snertir „pússningu", m. ö o.
svo hroðalega frágengnir, að eng-
inn vafi leikur á því, að hér er
um heimsmet að ræða, sem erfitt
verður að hnekkja fyrir „civili-
seraðar" þjóðir.
Viðskipti mín og framan-
greindra skóa eru sem hér segir:
Á tæpum mánuði hef ég keypt
þrenna skó, sem áttu að bera ís-
lenzkum iðnaði fagurt vitni. Svo
fór þó um fyrstu skóna, að þeir
héldust ekki á löppum mér eftir
fjóra daga, og eftir að hafa átt í
eltingaleik við þá um stræti
borgarinnar í tvo daga, gafst ég
upp og gekk inn í aðra búð til að
kaupa annað „merki“. Hugðist
ég nú hafa þá nógu þrönga, svo
að þeir loddu við fætur mína.
Eftir viku kom saumspretta, og
eftir hálfan mánuð voru þeir
einna líkastir því sem þeir hefðu
verið gaman hunda eða annarra
óargardýra. Sjálfsvirðingar minn
P r~ rj r
RAGNAR JONSSON
hæstaréttariógmaður.
Laugaveg. 8. — Sími 17752.
Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla.
Kristján Guðlaugssor
hæsturéttarlögmaður.
Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5.
Austurstræti 1. — Sími 13400
Gísli Einarsson
héraðsdómslögmauur.
Máiflutningsskrifstofa.
Laugavegi 20B. — Sími 19631.
ar vegna átti ég ekki annars úr-
kosti en að labba mig inn í skó-
búð og biðja um „extra“ sterka
skó, og þó ekki ofboðslega ljóta.
Árangur: hartnær lamaður á
hægra fæti! En þið þurfið ekki
að halda, að ég ætli mér að kaupa
fleiri skó að sinni, a. m. k. með-
an ég get hoppað á öðrum fæti.
Ég er nefnilega einn þeirra
manna, sem er illa við lögtaks-
menn í embættiserindum, og
jafnvel skófabrikkur skulu ekki
fá mig til að stofna mér í þann
voða að lenda í þeirra klóm!“
Verðlaun
fyrir skrautakstur
EKKI eru allir á einu máli um
áhrif umferðarviknanna, sem
nýlega eru afstaðnar. Maður
nokkur hefur þó sagt Velvakanda
frá gleðilegum árangri af þess-
um tilraunum til að bæta um-
ferðarmenninguna.
Maðurinn ekur um Suður-
landsbrautina nokkrum sinnum
á dag, m. a. í matartímanum. Er
þá óslitin bílaröð á brautinni og
oft erfitt að komast inn á hana
af þvergötunum. Þó kom fyrir
nokkrum sinnum í haust, að
kunningi Velvakanda tók eftir
sérlega geðstirðum ökumanni,
sem tróð sér inn á Suðurlands-
brautina rétt framan við bíla, er
um hana óku og áttu allan rétt.
Þá lét hann sér illa líka, ef hrað-
inn á bílalestinni var ekki að
hans skapi og lagði út í hin
mestu ökuævintýri til að komast
fram úr bílum og létta þar með
á skapinu.
En svo var það einn dag fyrir
nokkru, að þessi náungi sást aka
svo vel og varlega, að öðrum
þótti nóg um. Þegar betur var að
gáð, hafði honum líka bætzt nýtt
skraut á bílinn: viðurkenningar-
merki fyrir góðakstur!
Kristilegt uppeldi
VELVAKANDA hefur borizt
eftirfarandi bréf:
„Það mun hafa verið ég —
„gamall skólastjóri utan af landi“
— sem „kennari" átti við hér í
þessum dálki Mbl. um daginn.
Hann hafði hlustað á útvarps-
erindi mitt, og virðist ánægður
með það sem ég sagði, en hins
vegar óánægður með það, sem
ósagt var — að hans dómi. Því
að það þykir honum „hörmulegt
timanna tákn, að einn af vorum
beztu skólamönnum", eins og
hann orðar það, skyldi vanmeta
svo hið kristilega uppeldi („Guðs
trú og kristilega breytni") að
minnast ekki á það í erindinu.
Mig furðar á þessu. Ég hélt að
enginn, sem á erindið hlustaði
með athygli, sízt kennari, gengi
þess dulinn hver var hinn eigin-
legi kjarni í síðari hluta þess,
þótt orðum væri stillt á þann
veg, sem gert var.
Og satt að segja hef ég talið,
að kennarastéttinni, og raunar
flestum, sem eitthvað til mín
þekkja, væri ekki ókunnugt um
viðhorf mitt, sem skólamanns, til
þeirra mála.
Annars þætti mér mjög gott, að
þessi góði stéttarbróðir, léti mig
vita um nafn sitt, svo að við gæt-
um rætt þessi mál og skilið hvor
annan.
Með kærri kveðju.
Snorri Sigfússon".
Tvær merkar bækur írá
Bókaúfgáfu MenníngarsjóSs
KOMNAR eru út á vegum Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs tvær
merkar bækur.
Önnur er Fiskarnir, bókin
sem Bjarni Sæmundsson, náttúru
fræðingur skrifaði um alla þá
fiska, -ii hér eru við land. Þessa
bók tileinkaði- hann íslenzkum
fiskimönnum. Hin bókin er safn
ritgerða eftir Pálma Hannesson
menntaskólarektor, sem Menn-
ingarsjóður gefur út í virðinga-
skyni við Pálma, en þessi bók
hlaut nafnið: Landið okkar.
Gils Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Bókaútgáfu Menn
ingarsjóðs og Helgi Sæmundsson
formaður menntamálaráðs sýndu
blaðamönnum þessar bækur á
fundi með þeim.
I .
Pálmi Hannesson
Um „Fiskana", eftir Bjarna
Sæmundsson er það að segja að
hún hefur verið ófáanleg í bóka-
búðum síðan í stríðsbyrjun, Hafi
eintak og lintak slæðzt til forn-
bóksala hefur það jafnóðum ver-
ið rifið út og þá fyrir nokkurn
pening. Það er því mikill fengur
að þessari merku bók, sem „....
ei tímamótarit í íslenzkri fiski-
fræði“ eins og Guðmundur Bárðar-
son náttúrufræðingur sagði í rit-
dómi um hana. Þar er að finna
fróðleik um alla þá fiska sem
veiddir hafa verið hér við
land. Hverjum ættbálki fisk-
anna fylgir greinarlykill til
leiðbeiningar fyrir þá sem vilja
nafngreina fiska er þeir þekkja
ekki.
Þessi útgáfa er aukin og hefur
!Jón Jónsson fiskifræðinffur ann-
! azt útgáfuna og skrifar hann 1
j viðbótarkafla við bókina um
( þorskinn. Árni Friðriksson fiski-
1* fræðingur skrifar um síldina. Jón
skrifar svo aftur um nýjar fisk-
tegundir sem veiðzt hafa hér við
land síðan 1926, er fyrsta útgáfan
kom út. Segir Jón Jónsson þar
frá 17 fisktegundum sem veiðzt
hafa, síðan og eru myndir af þess
um fiskum og loks segir frá auk-
inni útbreiðslu sjaldgæfra fiska.
Þessi útgáfa á Fiskunum, að við
bótarköflunum slepptum er Ijós-
prentuð. í eftirmála að bókinni
segir Jón Jónsson fiskifræðingur
m.a.: „Bjarni Sæmundsson var
forvígismaður á sviði fiskirann-
sókna hér við land. Hann vann
ákaflega merkilegt brautryðjenda
starf við hin erfiðustu skilyrði,
einangrun, fátækt og skilnings-
leysi oft á tíðum, Bók hans um
íslenzka fiska er þrekvirki á sínu
sviði og mega aðrar þjóðir öf-
unda okkur af sliku riti fyrir al-
menning. Þrátt fyrir aukna þekk-
ingu okkar, er bókin enn i fullu
gildi og á vonandi enn eftir að
veita mörgum fróðleik um fisk-
ana og líf þeirra".
Bókin er 583 bls. Káputeikning
eftir Halldór Pétursson. Er frá-
gangur hennar allur hirin bezti.
Um hina bókina sem út kemur
í dag, Landið okkar, eftir Pálma
Hannesson rektor, sagði Gils Guð
mundsson, að hér væri um að
ræða útgáfu Menningarsjóðs á
ýmsum ritgerðum Pálma Hannes-
sonar sem hann skrifaði á árun-
um 1930—1945. Ritgerðir þessar,
sem eins og nafn bókarinnar ber
með sér, fjalla um landið okkar
nær allar og eru skrifaðar í al-
þýðlegum stíl, og fremur frá sögu
legu sjónarmiði en náttúrufræði-
legu. Kemur þar vel fram hve
sérlega góður frásögumaður
Pálmi rektor var, sagði Gils Guð-
mundsson. Hann sagði ennfremur
frá því að á næsta ári myndi
koma út önnur bók eftir Pálma
Hannesson. Þar myndu verða
ferðasögur eftir hann, dagbókar-
blöð og sýnishorn af skólaræð-
um hans. Hvor þessara bóka væri
þó sjálfstætt rit. Hefði Bókaút-
gáfa Menningarsjóðs, skömmu
eftir lát Pálma, ákveðið að fal-
ast eftir því sem eftir hann Jægi
af ritgerðum hans, til útgáfu.
Væri hér um að ræða útgáfu til
minningar um Pálma Hannesson,
en hann átti sæti í menntamála*
ráði í um 20 ára skeið.
í Landinu okkar er að finna
alls 19 ritgerðir. — Formáli er
eftir Gils Guðmundsson, en hann
ásamt þeim Jón Eyþórssyni og
Guðmundi Thoroddsen prófessor,
sá um útgáfr bókarinnar, sem
er rúmlega 300 blaðsíður, prentuð
í Odda. Hún á það sammerkt með
„Fiskunum“ að frágangur er mjög
góður.