Morgunblaðið - 24.10.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1957, Blaðsíða 12
n MORCVNBI AÐIÐ okt. 1957 A u s ta n Edens eftii John Steinbeck 16^ i i morfínhylkinu, sem hékk í festi um hálsinn á henni og hún nudd- aði málmhylkinu, volgu frá brjóst um sínum, við kinn sér og kjark- urinn kom aftur. Hún þvoði sér í framan, snyrti sig og farðaði, greiddi hárið og setti það upp í iausan hnút. Hún gekk fram í ganginn og stanzaði eins og venju lega j rir framan dyrnar á gesta- stofunni og hlustaði. Skammt 'yrir innan dyrnar sátu tvær stúlkur og einn karlmaður og spjölluðu saman. Jafnskjótt og Kate birtist í dyrunum. hljóðn- uSu samræðurnar. Kate sagði: — „Helen, ég þyrfti að tala svolít- ið við þig, ef þú ert ekki vant við Iátin“. Stúlkan fylgdist með henni inn eftir ganginum og til herbergis hennar. Hún var fölleit og ljós- hærð, með hörund, sem líktist fægðu beini: — „Er nokkuð að, mies Kate?“ spurði hún áhyggju- full. „Fáðu þér sæti. Nei, það er ekkert að. Þú fórst til kapellunn- ar og sást „Niggarann". „Mátti ég það ekki?“ ,yjú, mín vegna máttirðu það. Þú fórst þangað?" „Já, miss Kate". „Segðu mér frá því“. „Hvað á ég að segja?“ „Segðu mér það sem þú manaí — hvernig það var“. ,yJa, það var einhvern veginn óhuggulegt, en — en samt fal- legt“ sagði Helen hikandi og hálf hrædd. „Hvað áttu við með því?“ „Ég veit það eiginlega ekki. — Engin blóm, ekki neitt, en það var samt eitthvað — eitthvað svo — hátíðlegt. „Niggarinn lá bara þarna í dökkri trékistu með gild- um silfurhandföngum. Manni gat -□ Þýðing Sverrn Haraldsson □---------------------n næstum fundizt — nei, ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum að því“. „Kannske skil ég það samt. — Hvernig var hún klædd?“ „Klædd? Hvað eigið þér við?“ „Hvernig fötum var hún í? — Þeir hafa þó ekki graiið hana al- veg nakta, eða hvað?“ Svipur Helen varð vandræðaleg ur og k''íðafullur: — „Ég veit það ekki“, sagði hún að lokum. — „Ég man það ekki“. „Fórstu Hka út í kirkjugarð- inn?“ . „Nei, miss Kate. Það fór eng- inn þangað — nema hann“. „Hver?“ „Maðurinn hennar". Kate sagði skyndilega: — „Hef urðu nokkra fasta viðskiptavini í kvöld?‘ „Nei, miss Kate. Á morgun er Thanksgiving, svo að það verður líklega ekki margt um manninn hér í kvöld“. „Ég var nú alveg búin að gleyma því“ sagði Kate — „Jæja, nú máttu fara fram í gesta salinn aftur“ Hún fylgdi stúlk- unni eftir með augunum, unz dyrnar lokuðust á eftii henni. — Því næst gekk hún óróleg á svip- inn aftur að skrifborðinu. — Og meðan hún athugaði sundurliðað- an reikning frá pípulagningamann inum, bar hún vinstri hendina upp að hálsinum og þreifaði eft- ir festinni. Það veitti henni hugg- un og traust. Nýkomnir emealeraðir Módeleyrnalokkar einnig hálsmen og lokkar samstætt * Garðar Olafsson úrsmiður Lækjartorgi — 10081 Nýkomib vaxdúkur Gardínubúðin Laugaveg 28 (Gengið inn undirgang) XLIX. KAFLI. Bæði Lee og Cal reyndu að telja Adam frá því að fara til brautarstöðvarinnar, til þess að taka á móti Aroni, jem kom með hraðlestinni San Francisco—Los Angeles. „Við skulum láta öbru fara eina“, sagði Cal. — „Það er hún sem hann vill fyrst og fremst hitta“. „Hann mun hvort sem er ekki sjá neina aðra en hana“, sagði Lee. — „Svo að það kemur í sama stað niður, hvort við eium þar eða ekki“. „Ég vil sjá hann, þegar hann kemur út úr lestinni", sagði Adam. — „Hann hefur breytzt og ég vil sjá hvers konar breytingar það eru“. „Hann hefur aðeins verið að heiman í nokkra r.iánuði", sagði Lee. — „Hann getur ekki verið mjög breyttur og ekki heldur mik- ið eldri". „Jú, hann hefur eflaust breytzt mikið, eftir allan þennan lærdóm og lífsreynslu". „Ef þú ferð þá verðum við all- ir að fara“, sagði Cal. „Langar þig ekki til að sjá bróð ur þinn?“ spurði Adam í áminn- ingartón. „Jú, auðvitað. En hann myndi ekki langa til að sjá mig — ekki svona alveg strax". ,Jú, það myndi hann einmitt gera“, sagði Adam. — „Þú mátt ekki vanmeta bróður þinn“. „Lee gafst upp við frekari mót- mæli: — „Það er bezt að við för- um allir“, sagði hann. „Hugsið þið ykkur bara allt það sem hann hefur lært“, sagði Adam. — „Ætli hann sé ekki far- inn að tala öðru vísi. Veiztu það Lee, að í i usturríkjunum heyrist' það á málfari stúdentsins frá hvaða háskóla hann er. Það er hægt að þekkja í sundur þann sem hefur verið í Harvard og hinn sem hefur verið í Princeton. Svo hefur mér að minnsta kosti verið sagt“. „Ég ætla að hlusta“, sagði Lee. „Ég hefði gaman af að vita, hvaða mállýzku þeir tala í Stanford". Hann brosti til Cals. En Adam brosti ekki. — „Hef- urðu látið eitthvað af ávöxtum inn í herbergið hans?“ spurði hann. — „Honum þykja ávextir svo góðir“. „Já, perur og epli og múskat- ber“, sagði Lee. „Já, honum þykja múskatber mjög góð. Ég man vel eftir því“. Adam rak svo mjög á eftir þeim, að þeir komu til brautarstöðvar- innar hálfri klukkustundu áður en lestin átti að koma. Abra var þá þegar mætt. „Ég get ekki komið til miðdegis verðar á morgun, Lee“, sagði hún. „Pabbi vill að ég sé heima. En ég kem svo eins fljótt og mér er mögulegt". „Þú ert dálítið kviðafull", sagði Lee. „Ert þú það ekki?“ „Jú, ég býst við þvi“, sagði Lee. — „Hafðu auga með braut- inni svo að þú sjáir þegar grænt ljós kemur“. Að járnbrautarlestin haldi áætl un er metnaðarmál og áhyggju- efni flestra manna. Þegar leiðar- ljósið langt úti á brautinni breytti skyndilega lit og varð grænt og hin ’langa Ijóskeila eimvagnsins lék um járnbrautarpallinn og blindaði þá sem þar biðu, litu menn á úr sín og sögðu: „Stund- vís“. — Eimlestin kom æðandi, eins og hún hefði alls ekki í hyggju að nema staðar. Og það var fyrst þegar eimvagninn og flutninga- vagnarnir voru komnir framhjá, að þrýstilofts-hemlarr ir skárust í leikinn, með hvæsandi blísturs- hljóði og neyddu hið nötrandi járnbákn til að nema staðar. Það voru margir farþegar með lestinni til Salinas, ættingjar, sem ætluðu að vera heima yfir Thanks- giving og allir voru með fullt fangið af bögglum og gjafapökk- um. Það leið nokkur stund áður en feðgarnir og Lee komu auga á Ar- on. Og þegar þeir loks sáu hann, j virtist þeim hann hafa stækkað mikið. Hann var með kollflatan, barða mjóan og mjög tízkulegan hatt á höfðinu og þegar hann sá þá, tók hann til fótanna, þreif af sér hatt- inn og þeir sáu að ljósa hárið hans var svo stuttklippt, að það stóð beint upp í loftið. Og augun í hon j um ljómuðu svo og leiftruðu að þeir hlógu af gleði yfir því að sjá hann aftur. Aron sleppti töskunni sinni, þreif utan um öbru, lyfti henni hátt á loft og þrýsti henni að sér. Svo heilsaði hann þeim Adam og Cal með handabandi. Hann giæip utan um herðarnar á Lee og kreisti hann svo fast, að Lee kveinkaði sér. Á heimleiðinni töluðu þeir allir í einu. — „Hvernig hefur ykkur liðið?“ „Þú lítur vel út“. „Abra, en hvað þú ert orðin falleg stúlka". Rösk afgreiðslustúlka óskast hálfan daginn í vefnaðarvöruverzlun. — Eiginhandarumsókn með uppl. um aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: Eftir hádegi — 7861. MARKÚS Eftir Éd Dodd 1) — Nei, komdu sæll Elías. Hvernig stendur á því að sjálfur ritstjóri Náttúrufræðitímaritsins «r kominn hingað. — Ég er aðeins kominn til að kynna þig fyrir nýja húsbónda þínum, honum Vermundi. Hann er búinn að kaupa tímaritið. 2) — Komdu sæll, Vermund- ur. 3) — Já, ég ætlaði bara að heilsa upp á fréttaritarana. Ég vil vera viss um, að þið starfs- mennirnir hafið nóg laun fyrir vinnu ykkar. „Nei, það er ég alls ekki. Hver* vegna læturðu klippa þig svona stutt ?“ „Oh, svona láta allir • klippa sig“. „En þú hefur svo fallegt hár“. Þau flýttu för sinni eftir Main Street, að horninu á Central Avenue og svo fram hjá Reynauds brauðgerðinni, þar sem heilir haug ar af brauði voru til sýnis í gluggunum og hin dökkeyga frú Reynaud veifaði til þeirra með hendi sem var hvít af mjöli og svo vjru þau komin heim. „Nú langar okkur í kaffi, Lee“, sagði Adam. „Já, ég bjó það til áður en við fórum til stöðvarinnar. Kannan stendur alveg tilbúin á vélinni". Hann hafði líka sett bollana á borðið. Og þarna von þau nú skyndilega öll saman, eins og áður — Aron og Abra á legubekknum, Adam í stólnum sínum, undir lampanum, Lee að bera fram kaff ið og Cal stóð með krosslagðar hendur í forstofudyrunum .— Og þau þögðu, vegna þess að búið var að skiptast á kveðjum, en hins vegar of snemmt að fara að ræða önnur málefni. „Mig er nú farið að langa til að heyra hvað þú hefur að segja", sagði Adam. — „Fékkstu góðar einkunnir?" „Prófin eru ekki fyrr en í næsta mánuði, pabbi' . „Jæja. En þú færð áreiðanlega góðan vitnisburð. Ég er alveg sann fæi ður um það“. Það sáust greinileg merki óþolin mæði f svip Arons, sem hann gat ekki dulið. „Ég er viss um að þú ert orðinn þreyttur", sagði Adam. „Við get- um svo ræðzt betur við á morgun". „Ég er viss um að hann er ekki vitund þreyttur", sagði Lee, — „en hann langar til að vera einn með öbru“. „Já, auðvitað — auðvitað", sagði Adam og leit á Lee. „Held- urðu að það sé ekki bezt að við förum að hátta?“ Abra kom með lausn þessa vandamáls: — „Ég má ekki koma mjög seint heim“, sagði hún. —■ , \ron, viltu ekk' fylgja mér eitt- hvað á leið? Svo hittumst við aft- ur á morgun". Á leiðinni leiddi Aron hana. — Það fór kuldahrollur um hann. — „Það verður frost í nótt“, sagði hann. „Finnst þér gaman aö vera kom inn heion aftur?" „Já, það finnst mér. Ég þarf að tala um svo margt við þig, Abra“. „Góðar fréttir og áætlanir?" „Getur verið. Ég vona að þér finni.stþað“. SHlItvarpiö Finnntudagur 24. október: Fastir liðir eins &; venjulega. 12,50—14,00 „Á frívaktinni”, sjó- mannaþáttur (Guðrúr. Erlends- déttir). 19,05 Þingfréttir. — 19,30 Harmonikulög (plötur). — 20,30 Dagur Sameinuðu þjóðanna: — Á- vörp og ræður flytja forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson og Guðmundur í. Guðmundsson utan- rikisráðherra. 21,00 Tónleikar (plötur) 21,30 Útvarpssagan: — „Barbara" eftir Jörgen-Frantz .. acobsen; XV. (Jóhannes úr Kötl- um). 22,10 Kvöldsagan: Dreyfus- málið, frásaga skráð af Nicholas Halasz, I pýðingu Braga Sigurðs- sonar; III (Höskuldur Skagfjörð leikí ri). 22,35 Sinfónískir tónleik- ar (plötur): 23,10 Dagskrárlok. Föstudagur 25. október: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,05 Þingfréttir. 19,30 Létt lög (plötur). 20,30 „Um víða veröld". Ævar Kvaran leikari flytur þátt- inn. 20,55 tslenzk tónlist: Lög eft ir Jórunni Viðar (plötur). 21,20 Erindi: Barnavernd (Aðalbjörg Sigurðardóttir). 21,45 Tónleikar (plötur). 22,1G Kvöldsagan: Dreyf us-málið, frásaga skráð aif Nic- holas Halasz, í þýðingi Braga Sig urðssonar; IV. — sögulok. — (Höskuldur Skagfjörð leikari). — 22,35 Harmonikulög (plötur). — 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.