Morgunblaðið - 24.10.1957, Page 13
Fimmtudagur 24. okt. 1957
MORCVNBLAÐIÐ
13
Jónas Björnsson frá Hólabaki
MINNING
ÞÁ ég frétti andlát Jdnasar
Björnssonar, bónda frá Hólabaki
í Þingi, æskuvinar foreldra
minna og ættingja, varð mér að
orði, að nú væri þeim. að fækka
góðu vinunum frá þeim tíma, er
ég man fyrst eftir mér í föður-
garði og varð hryggur við.
Ég má þó ekki telja fráfall
þessa góða vinar mins óskiljan-
lega ráðstöfun forsjónarinnar,
þegar þess er gætt, að aldurinn
var orðinn hár, nær 84 ár, og
sjúkleikinn hafði ágerzt. Það var
hin góða og hugljúfa endurminn-
ing — vinátta og órofatryggð
hans, er varð mér enn svo Ijós-
lifandi og kær, að hugur minn
komst úr jafnvægi.
Þessa góða vinar míns, trausta
og mikilhæfa manns, vil ég
minnast með nokkrum orðum.
Hann andaðist í Héraðshælinu
á Blönduósi miðvikudaginn 16.
október, kl. 8 að kvöldi.
Jónas Björnsson var fæddur á
Hæli á Ásum í Húnavatnssýslu
23. desember 1873.
Foreldrar hans voru Björn Ey-
steinsson frá Orrastöðum og
kona hans, Guðbjörg Jónasctóttir,
frá Tindum. — Foreldrar hans
skildu að sambúð er hann var 4
ára, og var Jónas tekinn í fóst-
ur af þeim hjónum Páli Ólafs-
syni og Guðrúnu Jónsdóttur á
Akri, og þar ólst hann upp til
fuilorðinsára.
Voru þau tvö systkinin af
fyrsta hjónabandi Björns Ey-
steinssonar, hann og Guðrún,
kona Páls Hannessonar, bónda á
Guðlaugsstöðum.
Björn bjó lengi í Grímstungu
í Vatnsdal, og er stór ættleggur
fró honum kominn.
Á Akri ólst Jónas Björnsson
upp og naut þar hins bezta upp-
eldis og fræðslu í heimahúsum.
Minntist hann fósturforeldra
sinna ætíð með lotningu og vin-
semd og eins og þau hefðu verið
foreldrar hans.
Á Akri kynntist Jónas systur-
dóttur Guðrúnar, fóstru sinnar,
Gróu Sigurðardóttur frá Vestur-
Botni við Patreksfjörð, og giftust
þau 1898. Gróa Sigurðardóttir
var mikilhæf og góð kona og
móðir.
Þau hjónin dvöldu á Akri og
Steinnesi um 6 ár, unz Jónas
þóttist hafa safnað saman það
nægu fé, að hann gæti byrjað
búskap.
Þau hjónin byrjuðu búskap að
Geirastöðum í Þingi árið 1904,
hinum megin við Húnavatn frá
Akri. Jörðin var frekar lítil, og
varð að sækja útheysheyskap
fram á eylendið, er lá milli
Steinness og Þingeyraengja.
Minnist ég þess þegar Jónas á
Geirastöðum kom fram á „Part-
inn“ eins og kallað var, að þá
var eins og færðist nýtt líf í
okkur strákana. Ljárinn beit
betur og kappið varð meira, A
Geirastöðum bjó Jónas mesta
snyrtibúskap, en árið 1911 breytti
hann til og keypti jörðina Hóla-
bak, og þar bjó hann áfram sama
snyrti- og þrifabúskap. Á Hóla-
baki jók hann búið og gjörðist
brátt vel stæður fjárhagslega og
var talinn með efnuðustU bænd-
um sveitarinnar. Heyrði ég ýmsa
tala um það, að undrun sætti hve
bú hans var afurðagott, og væri
eins og „drypi smjör af hverju
strái“. Hólabak er góð fjárjÖrð.
Jónas byggði upp hús jarðarinn-
ar og sérstaklega góð fjárhús,
sem standa held ég ennþá.
Hann átti fallegar skepnur og
fóðraði þær vel og var undirkom-
inn af heyjum á hverju vori.
Jónas sálugi var greindur
maður, vel lesinn og fylgdist vel
með og tók mikinn þátt í þjóð-
málabaráttunni. Hann tók virk-
an þátt í umræðum mála á fund-
um, var góður ræðumaður og
rökfastur og fastur fyrir. Þó vil
ég það fullyrða, að hann flutti
mál sitt aldrei með þrákelkni og
þumbaraskap, en vann að fram-
gangi þjóðnytjamála og var glögg
ur að sjá leiðir til sátta, ef svo
bar undir.
Jónas Björnsson var í hrepps-
nefnd um tugi ára og sóknar-
nefnd. Um skeið var hann sýslu-
nefndarmaður. Þá var hann í
stjórn búnaðarfélagsins, fræðslu-
nefnd og fulltrúi sveitarinnar á
aðalfundum Kaupfélags Austur-
Húnvetninga. Sáttanefndarmað-
ur var hann og þótti slyngur á
því málaþingi.
Eitt var það starf, sem Jónas
hafði á hendi lengi í Sveinsstaða-
hreppi, er var forðagæzlustarf. 1
þá daga var það ærið vandasamt
starf talið á Norðurlandi og til
þess valdir menn, sem nutu
trausts bænda og er líklega enn.
Er mér minnisstætt forðagæzlu
starf þeirra Jónasar á Hólabaki
og Magnúsar á Sveinsstöðum.
Þeir komu saman, mældu heyin,
þukluðu búpeninginn og gáfu
vitnisburð fyrir, og voru m jög
sammála um allar niðurstöður
og framsetningu. Báðir voru þeir
greindir menn, reglusamir og fyr-
irmyndarmenn í starfi fyrir
hreppsfélagið sitt.
Þau hjónin eignuðust tvær dæt
ur, er báðar voru mjög vel gefn-
ar og góðar stúlkur, Ingibjörgu,
sem var eldri, misstu þau 18 ára
gamla og var það þungbær sorg,
að sjá á eftir henni í bezta blóma
lífsins, Helga, sú yngri, var heima
þar til hún fór á Kennaraskólann
og að námi loknu vann hún lengi
á skrifstofu Morgunblaðsins. Nú
dvelur hún á Vífilsstöðum.
Þau hjónin á Hólabaki voru
gestrisin og góð heim að sækja,
og ríkti mesta reglusemi á heim-
ilinu.
Árið 1929 lét Jónas af búskap,
er kona hans varð að hætta bú-
stjórn sökum vanheilsu og fara
á sjúkrahús, þar sem hún dvaldist
unz hún andaðist. — Eftir
að hann lét af búskap var hann
lausamaður og dvaldi lengst á
Hólabaki og nokkuð á Þingeyr-
um, og naut hann beztu aðhlynn-
ingu og vináttu hjá þeim hús-
bændum.
Með Jónasi Björnssyni er fall-
inn í valinn einn af mætustu
mönnum þeirrar kynslóðar, sem
nú eru að hverfa á brott af sjón-
arsviðinu.
Hann var mikill þjóðarvinur
og ramm-íslenzkur í anda og
taldi það skyldu hvers manns að
vinna sig sjálfur upp með vinnu
sinni, hyggindum og sparsemi.
Jónas var mikill veiðimaður og
mun sá síðasti er lifði af „gömlu
herdeildinni", er stundaði sel-
veiðar með Hermanni á Þingeyr-
um í Bjargós.
Að síðustu, er ég lýk þessu
máli mínu, þá kveð ég hinn látna
með hans eigin orðum „vertu
blessaður og sæll og guð fylgi
þér“ og bið góðan Guð að vernda
hann og blessa.
Ólafur Bjarnason.
>■ *.•.:■ ;'V
Citroen ID 19
er nú loksins fáanlegur hingað til lands gegn nauð-
synlegum leyfum. Bifreiðin er gjörbreytt frá hinum
eldri Citroen bifreiðum að öllu útliti og tækniatrið-
um. Framhjóladrif, gasvökvafjöðrum, piotuhemlar,
sjálfvirk hallajöfnun o. m. fl.
Umboðsmaður:
Haraldur Sveinbjarnarson
Snorrabraut 22 — Sími 11909
Húseigendur
Byggingatétög — Húsbyggjendur
Látið okkur annast smíði og uppsetningu á eftirfar-
andi:
Allskonar svala- og stigahandriðum, einnig hlið-
grindum í stíl við girðinguna í kringum húsið yðar.
Fjölbreytt sýnishorn fyrirliggjandi. Hringið aðeins
í síma 3-2778 og við komum að vörmu spori með
sýnishorn og gerum tilboð í verkið.
Öll vinna framkvæmd á ótrúlega stuttum tíma.
Snör handtök og örugg
Vélsm. „KYNDILL" HF., SuðurlandsbraUt 110.
( Herskálakamp )
INGÓLFSCAFÉ INGÓLFSCAFÉ
Gömlu og nýju dansarnir
í Ingólfscafé í kvöld kl. 9.
Söngvarar Didda Jóns og Haukur Morthens
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. — Sími 12826
VETRARGARÐURINN
Cömlu dansarnir
i Vetrargarðinum i kvöld kl. 9.
Hljómsveit Vetrargarðsins leikur.
Stjórnandi Númi Þorbergsson
Miðapantanir í síma 16710, eftir kl. 8.
FIMMTUDAGUR
Gömlu dunsurnir
AÐ ÞÓRSCAFÉ ! KVÖLD KL. 9.
J. H. kvintettinn leikur.
Dansstjóri: Baldur Gunnarsson.
Aðgöngumiðasala frá kl. 5, sími 2-33-33
OPIÐ í KVÖLD!
Hin nýja dægurlagastjarna
GUIníMAR ERLENDSSON
Uppboð
Samkvæmt kröfu Magnúsar Thorlacius hrl., fer
fram uppboð á einu trippi og fjórum ám að Dal-
landi, í Mosfellssveit miðvikudaginn 6. nóvember
n k. og hefst kl. 2 e.h.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn
í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
N auðungaruppboð
sem auglýst var í 20., 24. og 25. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1957, á hluta í Rauðarárstíg 3, hér í bæn-
um, eign Gunnlaugs B. Melsted, fer fram eftir kröfu
Sveins Finnssonar hdl., tollstjórans í Reykjavík
og Gunnars Jónssonar hdl., á eigninni sjálfri þriðju-
dagiun 29. október 1957 kl. 2,30 síðdegis.
Borgarfógetinn í Reykjavík.