Morgunblaðið - 24.10.1957, Síða 15

Morgunblaðið - 24.10.1957, Síða 15
Fimmtudagur 24. okt. 195'' MORCTHVTtr 4fíl © 15 Pdllond vonn Rússlnnd 2:1 U M sl. helgi fór fram í Chorzow landsleikur í knattspyrnu milli Pólverja og Rússa. Var þetta lið- ur í undankeppni heimsmeistara- keppninnar, en Rússland, Pólland og Finnland eru saman í riðli. Þau urðu óvænt úrslit þessa leiks að Pólland vann með 2:1. Eiga nú Pólverjar eftir að leika við Finna á heimavelli og vinni Pólverjar, sem almennt er talið líklegt, þá verður fram að fara aukaleikur milli Rússa og Pól- verja um það hvort landið á að mæta í úrslitakeppninni í Sví- þjóð. Fyrri leik landanna unnu Rússar með 3:1. Rússum er spáð sigri í auka- leik, en fari svo að Pólverjar vinni aftur og Rússar komist ekki í úrslitin í Svíþjóð, þá telja kunnugir að það muni þýða tug- þúsundatap fyrir Svía. Lfós og slys UM ÞAÐ BIL 5000 bifreiðir með röng ljós í Reykjavík, segir í grein í Morgunblaðinu í dag og er hér um greinargerð að ræða af hálfu lögreglunnar og Félags ísl. bifreiðaeigenda. Um rangt og rétt í þessum efnum er erfitt að fullyrða nokkuð enn sem komið er, enda reynslan sem fengin er lítil sem engin. Tilraun þá, sem gerð er með breytingu ljósa á bifreiðum ber að meta sem við- leitni til aukins öryggis öku- mönnum og vegfarendum, hitt er aftur meira á huldu hvort breyt- ingin er til bóta frá því sem áður var. Á því er lítill vafi, að fyrir ökumenn bifreiða og farþega þeirra er mikil bót að breytingu ljósanna. Þau eru lægri en áður og beinast meir að vegarbrún. Auðveldar hvorutveggja bifreið- um að mætast, að því tilskyldu að báðir ökumanna hlýti reglunum og lækki Ijósin. Geri annar það en hinn ekki eða hvorugur, sem ekki mun ótítt, mun bótin lítil frá því sem áður var. En þetta er aðeins önnur hlið málsins. — Varðarfundur Framh. af bls. 9 Allt mælir þetta með því, að verksmiðju- og íbúðahverfi séu sem mest aðskilin, og virðist æski legt, að verksmiðjuhverfi séu ekki um of dreifð í bænum. Þar sem augljóst virðist, að íbúðahverfi bæjarins muni í fram tíðinni aðallega teygja sig til suð- urs, virðist eðlilegt, að verk- smiðjuhverfi rísi meðfram Graf- arvogi og þar norður af. Ætti þá að skipuleggja þar stór landsvæði einungis fyrir verksmiðjur og iðnað. Breikkun Laugavegs Gísli Halldórsso* minntist á ýmis önnur atriði, er skipulags- nefndin hefur rætt. Má þar til nefna það, að nefndin telur, að ekki skuli byggja hærri hús en 3 hæðir, án þess að í þeim séu lyftur. Nefndin hefur einnig kynnt sér nökkuð möguleika á að breikka Laugaveg, og lízt henni vel á þær hugmyndir, að opna skuli svæði frá götunni með því að koma upp súlnagöngum meðfram henni að sunnan. Myndu súlurn- ar bera uppi efri hæðir húsanna. Einnig mætti taka bakgarðana við götuna fyrir grasgarða og bílastæði. Skipulag austan Sjómannaskól- ans. í sambandi við umræðurnar á Varðarfundinum um skipulags- mál verzlunarhverfa Reykjavík- ur tók Sveinn Benediktsson framkvæmdastj óri til máls. Var hann þeirrar skoðunar að skipu- leggja ætti nýtt verzlunarhverfi á svæðinu austan Sjómannaskól- ans. Lagði hann fram eftirfarandi tillögu, er vísað var til bæjar- stjornarflokks Sjálfstæðismanna asamt tillogum skipulagsmála- nefndar: Beykjavíkurbær láti skipu- leggja svæðið frá Kirkjusandi til Kringlramýrar með það fyr ir augum að þar geti myndazt ný verzlunar og framkvæmdamið- stöð í bænum. Hin hliðin er vegfarandans, hins gangandi manns. í áðurnefndri grein er réttilega tekið fram, að vegfarendur fari mjög ógætilega og að bifreiða- stjórar forði mörgum banaslysum á hverju ári. Komi hvorutveggja til, gætni þeirra og snarræði. Undir þetta ber að taka. En er þeim gert auðveldara fyrir með að forða slysum, við þá breytingu sem gerð hefur verið á ljósbún- aði ökutækjanna? Ég veit það ekki, en efast þó um að svo sé þá öll kurl koma til grafar. Á þeim tíma, sem liðin er frá því, að ég lét breyta ljósunum á bifreið minni, hefir það tvisvar hent mig að koma ekki auga á vegfarendur, sem gengu á ak- brautinni nær miðju vegarins, fyrr en örskammt framundan bif reiðinni og eingöngu vegna þess að ljóskeila lægriljósanna náði svo stutt fram á veginn. En eitt fyrsta skilyrði til þess að forða slysi er að sjálfsögðu það, að öku- maður sjái svo langt framundan bifreiðinni að ráðrúm sé til að stöðva hana eða víkja frá hætt- unni. Þetta frumskilyrði í um- ferðaröryggi vegfarenda torvelda mjög hin lágu ljós. Á seinustu tveim vikum hafa orðið mjög mörg, jafnvel óeðli- lega mörg umferðarslys hér í bænum. Ég get ekki svarað því hvort hin nýja regla um ljósa- búnað bifreiða á þar sök á. Að mér læðist þó grunur um að svo gæti verið. Eru það því tilmæli mín til þeirra sem þessu ráða, að á því fari fram athugun og eins hitt, hvort sú stilling ljósanna, sem gerð er, sé í rauninni sú nákvæmlega rétta. Reykjavík, 22. okt. 1957 Alexander Guðmundsson. Spörum vatn til bílaþvotta Á FUNDI bæjarráðs á þriðjudag- inn var rætt um bað að nauðsyn bæri til að finna aðrar ieiðir til bílþvotta en nú tíðkast, svo gífurleg er vatneyðslan. Borg ir erlendis hafa ekki efni á því að láta jafnmikinn skerf af vatni borganna til bílþvotta sem hér er. Mun. því örugglega vera hægt að finna leiðir til vatns- sparnaðar við bílþvottinn. Fól bæjarrág vatnsveitustjóra að láta í té tillögur um nýja tilhög- un á bilþvotti, með vatnssparnað tyrir augum. Talar um hitaorku Krýsuvíkur HAFNARFIRÐI —- Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Fram verð- ur haldinn í Sjálfstæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, flyt- ur Valgarð Thoroddsen rafveitu- stjóri erindi um hitaorku Krýsu- víkur. Síðan fara fram almenn- ar umræður. Er Sjálfstæðisfólk hvatt til að fjölmenna á fundinn og taka með sér gesti. — G.E. 2-24-80 íslenzk handrit Frh. af bls. 3. Páls saga byskups og aðrar bysk- upasögur í útgáfu Turville- Petre’s. Á handrita- og bókasýningunni verður handrit Gunnlaugs sögu úr Árnasafni, fyrsta prentun sög- unnar, Khöfn 1775, Fornritafé- lagsútgáfan 1938, fyrsta enska þýðingin eftir Eirík Magnússon og William Powell 1875, amerísk þýðing eftir M. H. Scargill 1950 og loks hin nýja útgáfa eftir Peter Foote og R. Quirk, Edinborg 1957. f annan stað verða sýndar ljós- prentanir merkra íslenzkra hand- rita, svo sem Konungsbókar, Wormsbókar, Frísbókar, Flateyj- arbókar og Staðarhólsbókar og íslenzk handrit úr Þjóðbókasafni Skotlands. Meðal þeirra handrita, sem eru um 100 að tölu, má nefna Jónsbókarhandrit, Orkneyinga sögu, Sæmundar Eddu, Snorra Eddu, Kormáks sögu og Sturl- unga sögu. Loks verða sýnd 20, eintök af prentuðum ritum ís-1 lenzkum frá fyrstu tíð og fram á fyrstu ár 19. aldar og 17 rit prentuð í Bretlandi um íslenzk efni, aðallega bókmenntir og málfræði, og er hið elzta þeirra Rudimenta (málfræðiágrip) Run- ólfs Jónssonar (d. 1654), sem prentað var í Oxford 1689. Vönduð sýningarskrá hefur ver ið gefin út, ásamt fylgiriti um hina nýju útgáfu íslenzkra rita, og er framan á báðum mynd af bagli Páls byskups Jónssonar, sem fannst í steinkistu byskups í grunni Skálholtsdómkirkj u fyr- ir nokkrum árum. (Frá utanríkisráðuneytinu). Félagslíl T. B. R. Þeir félagar Tennis- og Badmin tonsfélagsins, er ætla að taka þátt í áskorunar-keppninni í xetur, eru beðnir að tilkynna þátttöku til Kristjáns Benjamínssonar fyr- ir 28. þ. m. — Stjórnin. Þróttur — Handknattleiksdeild Æfing hjá mfl., 1. fl. og 2. fl. karla í kvöld að Hálogalandi kl. 8,30. — Jón Ásgeirsson. Ilandknattleiskdeild Árnianns Áríðandi æfingar í kvöld kl. 6 3. fl. karla. Kl. 6,50 kvennafl. Kl. 7,40 meistara, 1. og 2. fl. karla. Mætið öll.. Ármenningar Æfingar í kvöld í íþróttahús- inu. — Stóri salur kl. 7 1. fl. kv., fiml.; kl. 8 2. fl. kv., fiml.; kl. 9 ís- lenzk glíma. Mætið vel. Stjórnin. íþróttafélag kvenna Munið leikfimina í kvöld kl. 8 í Miðbæjarskólanum. Samkomur Hjálpræðisherinn 1 kvöld kl. 20,30: Almenn sam- koma. Söngur og hljóðfærasláttur. Allir velkomnir. Kristniboðsvikan Allir eru velkomnir á kristni- boðssamkomuna í húsi KFUM og K í kvöld kl. 8,30. Þar verður kristniboðsfrásaga, einsöngur og séra Jón Árni Sigurðsson, Grinda vik talar. — Kristniboðssambandið. ZION Alm. samkoma í kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Fíladelfía Biblíuskólinn. — Biblíulestrar hvern dag kl. 2, 5 og kl. 8,30. Allir velkomnir! I. O. G. T. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 8,30. Inn- taka. — Spilakvöld. — Félagar, fjölsækið. — Æ.t. St. Hröfn nr. 55 Fundur í kvöld kl. 8,30. — Æ.t. Akumesingar hætlir síldveiðum AKRANESI, 23. október. — Sú ákvörðun var tekin í gærkveldi, af útgerðarmönnum og öðrum viðkomandi aðilum, að láta fara fram afskráningu skipshafnanna á öllum reknetjabátunum nema tveimur, Sigurvon og Aðalbjörgu. Eiga þeir að leita fyrir sér og fylgjast með því ef einhver síld kemur á miðin. Aðeins tveir af þeim 9 bátum, sem úti voru í fyrrinótt lögðu netin. Fékk annar sjö síldar en hinn þrjár. — Oddur. Dágóðar sölur HAFNARFIRÐI. — Tveir íslenzk- ir togarar hafa selt afla sinn í Þýzkalandi, það sem af er þess- ari viku: Akranes-togarinn Bjarni Ólafsson sl. mánudag 142 lestir fyrir 108 þús. mörk og Surprise á þriðjudaginn 187 lestir fyrir 112 þús. mörk. — Slæm tíð hefir ver- ið undanfarið á miðum togaranna og lítið aflazt þegar þeir hafa komizt út. — Hafnfirzku bátarnir hafa lítið getað aðhafzt a. m. k. síðasta hálfan mánuðinn sökum óhagstæðs veðurs. Eru nú flestir þeirra hættir reknetjaveiðum, enda ekkert aflazt nú um langan tíma. — G. E. Okkar kæra móðir og tengdamóðir STEINUNN ODDSDÓTTIR frá Óslandi í Höfnum lézt þann 23. október. Börn, fósturbörn og barnabörn. Maðurinn minn, sonur okkar RANDVER ÞORVALDUR GUNNARSSON vélstjóri, andaðist í Landsspítalanum 22. október. Hjördís Þorsteinsdóttir, Doróthea Ólafsdóttir, Gunnar Jónasson. Móðir okkar FRANCISKA OLSEN, lézt 23. þ. m. Lena Kampmann, Hanna Þorsteinsson. Föðursystir mín ÓLÖF HAFLHJADÓTTIR Stórholti 24, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstu- daginn 25. október kl. 1,30 e.h. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Blóm vin- samlega afþökkuð, en bent á líknarfélög. Athöfninni verður útvarpað. Sigurður Hafliðason, Teigagerði 4. Jarðarför mannsins míns GUÐMUNDAR SALÓMONSSONAR fer fram frá heimili hans Sólbakka, Höfnum, laugardag- inn 26. október og hefst heima með bæn kl. 2 e.h. Blóm og kransar eru vinsamlega afbeðnir, en þeir, sem vildu minnast hins látna eru samkvæmt ósk hans beðnir að láta Kirkjuvogskirkju njóta þess. Bílferð verður frá Vatnsnestorgi í Keflavík kl. 1,15. Sigurlaug Þórðardóttir. Maðurinn minn og faðir okkar GUÐNI JÓNSSON vélstjóri, sem lézt af slysförum 18. þ.m., verður jarðsung- inn föstudaginn 25. þ.m. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hins látna Vatnsnesvegi 25, Keflavík kl. 1,30 e.h. Karólína Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnaböru. Maðurinn minn og faðir okkar GARÐAR FLYGENRING Sólvallagötu 18, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 26. þ. m. kl. 2,30. Blóm vinsamlegast afbeðin. Ingibjörg Flygenring og börn, Útför EGGERTS EINARSSONAR Vík í Mýrdal, er andaðist 14. þ.m., fer fram föstud. 21. október. Hefst athöfnin með bæn á heimili hins látna kl. 2 e.h. Hulda Magnúsdóttir, Kristín Eggertsdóttir. Kveðjuathöfn um móður okkar SYLVÍU N. GUÐMUNDSDÓTTUR, fer fram föstudaginn 25. þ. m. kl. 3 e. h. frá Fossvogs- kirkju. Jarðsett verður í Vestmannaeyjum. Börnin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.