Morgunblaðið - 24.10.1957, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.10.1957, Qupperneq 16
VEÐRIÐ S-A kaldi, snjókoma og slydda, léttir til meS N-V átt í kvöld. JMiwgtmMáMfr 241- tbl. — Fimmtudagur 24. október 1957. Varðarfundurinn 4 Sjá bls. 9. Hvert er framlag ríkissjóðs til lækkunar á vöruverði? Nauðsyn ber til, oð Albingi fái skýrslu um málið 1 FYRRADAG var útbýtt á Alþingi eftirfarandi þingsályktunartil- lögu frá Bjarna Benediktssyni: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að birta nú þegar skýrslu um framlag ríkissjóðs til lækkunar á vöruverði. Sé þar sundurliðað, hversu hátt framlag er greitt tii verðlækkunar á hverri vöru um sig, og gerð grein fyrir, hver áhrif það mundi hafa, ef greiðslum þessum væri hætt. Ennfremur ályktar Alþingi, að skora á ríkisstjómina að birta héðan í frá jafnskjótt allar ákvarðanir hennar um breytingar á þessu framlagi.“ «>- þykki þingheims til svo sjálf- sagðrar ráðstöfunar.“ Fullkomnar upplýsingar nauðsynlegar í greinargerð segir: „Frumskilyrði þess, að ráðið verði við þann vanda, sem nú steðjar að í efnahagsmálum þjóð- arinnar, er, að henni sé gerð ský- laus gr'ein fyrir öllum þeim atrið- um, er þar hafa þýðingu. Hér er um margþætt mál að ræða, og getur ríkisstjórn og Alþingi ekki hlutazt til nema um sumt. Því meiri ástæða er til, að þessir að- ilar láti ekki sitt eftir liggja um þá þætti, er þeir hafa í hendi sér. Einn þeirra er framlag ríkissjóðs til lækkunar á vöruverði. Þetta framlag breytir ekki sjálfu vöruverðinu, og áður en yfir lýkyr, verður almenningur að greiða það, þótt ríkissjóður hafi þar milligöngu. Með því er engan veginn sagt, að óhyggilegt kunni að vera að hafa þennan hátt á. Það fer eftir atvikum og er mál fyrir sig. En vissa er fyr- ir, að þessi aðferð horfir til ills, ef hún verður til þess, að almenn- ingur átti sig síður á hinu sanna orsakasamhengi og við hvern vanda er að etja.“ Vaxandi framlög á f járlögum Fjármálaráðherra vék í fjár- Iagaræðu sinni nokkuð að þessum vanda og sagði m. a.: „Það leiðir af þessu búskapar- lagi, að sífellt er að koma fram alls konar ósamræmi í uppbótar- og styrkjakerfinu og sífelld viðureign á sér stað við verðlagið í landinu, sem ævin- lega leitar upp á við. Verðhækk- anir hér, kauphækkanir þar og verðhækkanir hér, sem metnar eru óhjákvæmilegar, og í því sam bandi sífelld pressa í þá átt, að komið sé í veg fyrir verðhækk- anir í búðunum með fjárfram- lögum úr ríkissjóði, hvað sem fjárveitingum líður.“ Þótt fjármálaráðherra segi, að á þennan veg komi fram „pressa í þá átt, að komið sé í veg fyrir verðhækkanir í búðunum", þá stenzt það ekki, þegar betur er skoðað, jafnvel samkvæmt hans eigin ummælum, því að síðar í ræðu sinni segir hann: „-------í rauninni er þar um að ræða ráðstafanir til þess að halda niðri verðlagi á einstökum vörutegundum fyrir milligöngu ríkisins og láta kostnaðinn við það koma fram í hækkuðum á- lögum á aðrar vörur.“ Af þessum sökum virðist fjár- málaráðherra ekki vilja telja þessi útgjöld meðal eiginlegra ríkisgjalda, en verður samt að viðurkenna, að frá því 1952 þang- að til nú hafi þessi liður fjár- laganna hækkað meira en nokk- ur annar, því að hann segir: ' „Mesta hækkun á einum lið er vegna niðurgreiðslu á vöruverði, eða 77 millj. kr. hækkun frá 1952, og er þetta 286% hækkun." í fjárlagafrv. nú er mikil hækk un á þessum lið frá því, sem áður var. Segir fjármálaráðherra um það: „Þá er gert ráð fyrir, að hækk- un á fjárveitingum til niður- greiðslu á vöruverði innanlands hækki úr 84.100.000 í 105.000.000. j Hækkunin nemur 20.900.000. — Kemur hér þrennt til.“ Ófullnægjandi skýringar. Síðan gerir ráðherrann á mjög ófullnægjandi hátt grein fyrir, af hverju þessi hækkun sé nauðsyn- leg, og bætir við: „Þá verður þess að geta, að út- gjöld við þá niðurgreiðslu land- búnaðarafurða, sem ákveðin var enn til viðbótar i haust, til þess að koma í veg fyrir hækkun á landbúnaðarafurðum, eru ekki meðtalin í frumvarpinu. Hefur engin ákvörðun verið tekin um það, hvort þessi niðurgreiðsla skuli verða til frambúðar eða ekki, og er hún því ekki tekin með, en eigi hún að standa, mundi þurfa að hækka fjárveit- ingu til niðurgreiðslu á vöruverði um ríflega 20 millj. kr. eða svo, og mundi þá halli fjárlaganna hækka að sama skapi, að öðru óbreyttu." Af þessu yfirliti er ljóst, að hér er um að ræða sívaxandi útgjöld fyrir ríkissjóð, sem hald- ið er áfram að bæta við í algeru stefnuleysi og án þess að nokkur fullnægjandi greinargerð sé til um raunveruleg áhrif þeirra. Forsenda þess, að unnt sé að átta sig á þýðingu þessara ráð- stafana, í senn fyrir vöruverð í landinu og afkomu ríkissjóðs, er, að samin sé og birt slík skýrsla sem hér er gerð tillaga um. Verð- ur vonandi ekki tregða á sam- Frá S.U.S. RÁÐSXEFNA sú sem Samband ungra Sjálfstæðismanna efnir til um framtíð íslenzks landbúnaðar, hefst kl. 10 f.h. á morgun í félags- hcimili Sjálfstæðismanna í Reykjavík, Valhöll við Suður- götu. Fundur í Keflavík FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Keflavík heldur fund í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 25. okt. kl. 8.30 s.d. Rætt um bæjarmál o. fl. Nauð- synlegt að fulltrúar mæti vel og stundvíslega. Kvöldvökur Sfefnis HAFNARFIRÐI — Stefnir, félag ungra Sjálfstæðismanna, mun í vetur gangast fyrir spilakvöld- um, og verður sá háttur á hafð- ur, að fyrst verður spiluð félags- vist og síðan dansað til kl. 1 e. m. Einnig er í ráði að fá skemmti krafta, þannig, að þetta verða nokkurs konar kvöldvökur. Verð- ur sú fyrsta í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld og hefst kl. 8,30. — Aðgangseyrir er 10 krónur. Hér er um algera nýjung að ræða hjá Stefni, sem áreiðanlega á eftir að verða vinsæl meðal æskunnar í bænum. —G.E. Norðmaðurinn fundinn Klukkan rúmlega 1 í gærdag varð ofsalegur árekstur á gatnamótum Sigtúns og Laug- arnesvegar. Leigubíllinn R— 5022 var á leið eftir Laugar- nesveginum er stóreflis flutn- ingabíll M—14 ók á hægri hlið leigubílsins með þeim afleiðing um að leigubíllinn er gjörónýt- ur talinn eins og myndin hér að ofan virðist staðfesta.. Það kvað ekki fara milli mála, að leigubílstjórinn hafi verið í rétti og mun hann eygja mögu- leika á því að fá nýjan bíl. Annar árekstur varð í gær og hann talinn stafa af hálku vegna snjókomunnar. Var hann á mótum Holtavegar og Suður- landsbrautar. Rannsókn á því máli var ekki hafin í gærkvöldi. Mun bíllinn hafa verið mann- laus, en runnið á staur og stór- skemmdist bíllinn við það, var þessi bíll R—2612. Tveir eða þrír aðrir minniháttar átckstr- ar urðu í gær. Niðurskurður fer fram á 6 bæjum í Dalasýslu Á FUNDUM Sauðfjársjúkdóma- í FYRRAKVÖLD var lýst eftir j nefndar síðustu daga hefur verið norskxxm manni, sem talið var að ( ákveðinn niðurskurður alls sauð- væri villtur á Hellisheiði eða þar fjár á sex bæjum í Dalasýslu. í grennd. Maðurinn kom fram Upplýsingar þessar fékk ’/Iorgun- skömmu eftir að tilkynningin * bl. hjá Ágústi Jónssyni bónda á var birt. Hafði hann brugðið sér Hofi í Vatnsdal, en hann för upp í Borgarfjörð og ekki lent í vestur ásamt Sæmundi Friðriks- neinum óvæntum ævintýrum. 1 syni að athuga mál þessi, en Það gekk á með hriðaréljum hér í bænum í gærdag, líkt og kominn. væri vexur, Hcildarsvipur umhverfisins minnti á desemberdag, fullorðna fókið skáskaut höfðinu í hríðina á sama tíma sem börnin kunnu sér ekki læti fyrir fögnuði yfir snjónum, og voru sleðar teknir fram úr geymslum, snjókallar búnir til og ýmiss konar vetraríþróttir stundaðar. Þetta er götumynd úr Aúalstræti, mæðurnar eru að flýta sér í búðir, og gleði telpunnar yfir veðrinu leynir sér ekki. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Ágúst á einnig sæti í sauðfjár- sjúkdómanefndinni. Bæir þessir eru sunnan Laxárdalsgirðingar- innar, en þar kom þurramæðin upp í haust. Nú þegar er búið að slátra fénu á Lækjarskógurn, Þorbergsstöð- um og Brautarholti. Við athugun Guðmundar Gíslasonr læknis á lungum úr fé þessu hefur komið í Ijós -að af 195 kindum i Lækjar- skógum voru 35 með þurramæði á misjöfnum stigum, og þó marg- ar mjög veikar. Frá Þorbergsstöð- um reyndust 23 kindur sýktar af 373 en nokkuð af því fé var í Lækjaskógum fyrir tveimur ár- um. Fleira af þessu fé var með byrjunareinkenni veikinnar. í Brautarholti var slátrað 340 en þar fannst ein kind grnnsam- leg við skoðun fyrir slátrunina, er síðar reyndist hafa byrjunarein- kenni þurramæðiixnar. Enn er eigi vitað að fleiri kindur hafi verið sýktar á þeim bæ. Ennþá er eftir að slátra fé frá Aflastöðum, Kaldakinn og Vatni, en þó fannst þar ekkert grunsam- legt fé við nána athugun nú fyrir skömmu. Fé frá þessum sex bæj- um hefur mikinn samgang í hög- um og réttum. Alls verður slátrað 15—1600 kindum. Fyrirhugað er að setja upp girð ingarhólf sunnan Laxárdalsgirð- ingar í haust og næsta vor til ein- angrunar á fé þessara bæja, er þangað verður flutt næsta haust frá Vestfjörðum. Þá er og ákveð- ið að fylgjast sem nánast með heilsufari sauðfjár í suðurhluta Dalasýslu og víðar. Ekki hefur ennþá verið hægt að fá það nægilega upplýst hvernig veikin hefur borizt til þessara bæja. En eftir reynslu undanfarinna ára er augljóst að fyrri fjárskiptin hafa misheppn- azt í Dalasýslu Nokkrar líkur eru á, að veikin hafi borizt að Lækj- arskógum með lömbum sem keypt voru í Laxárdal við fjár- skiptin 1951, sagði Ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.