Morgunblaðið - 05.11.1957, Side 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. nóvembcr 1957
Etín Hafsfein
minning
Halldóra
Jó.iannsdóttir,
Ijósmóðir, Hofsósi — minning
ELÍN HAFSTEIN verður til
Jnoldar borin í dag. Fráfall henn
ar er váfrétt þeim, er þekktu
hana glaða og reifa fyrir
skammri stundu. Eiín er fallin í
valin langt fyrir aldur fram.
Hinn miskunnariausi vargur ald-
arinnar hefur enn einu sinni
höggið þungt.
Þessar línur eru engan veginn
aeviágrip Elinar Hafstein, heldur
einfaldlega vanmáttug kveðja og
þakkir fyrir viðkynningu við
bana. Hún mun lifa i minning-
um þeirra, er áttu vináttu henn-
ar og urðu henni samferða að ein
hverju Ieyti. Elín Hafstein var
aðsópsmikill persónuleiki, jafnan
hress og glöð. Hún var viðkvæm
og naem á aðstæður þeirra, er
voru í návist hennar, og mikill
var skilningur og þátttaka henn-
ar í daglegum erfiðleikum og
gleði þeirra. Hún rétti möi'gum
hjálparhönd, þegar á þurfti að
halda, en um það var hún sjálf
fáorð og taldi sér ekki til tekna.
Elín var vinmörg, og jafnan var
gestkvæmt á heimili þeirra
hjóna, Elínar og Þórhalls Árna-
sonar, manns hennar. Það heim-
ili var gleðiríkt og farsælt, og
eiga margir ánægjuríka endur-
mmningu um dvöl á því heimili.
Að loknum síðasta þætti sögu
Elínar Hafstein, þeim þætti, er
mest reyndi hana í ójöfnustum
leik, verður okkur, sem eftir Lif-
um, minnisstæður sá kjarkur og
það þrek, er Elín sýndi í von-
lausri baráttu við hinn skæða
sjúkdóm. Nú hefur hún sigrað
að lokum.
Þessar línur verða ekki fleiri,
Elín. Ég tala fyrir hönd allra
vina þinna og allra, er eitthvað
til þín þekktu, er ég segi að síð-
ustu: Þakkir fyrir samveruna.
Valtýr Pétursson.
★
EÉÍN Elísabet Hafstein, fæddist
31. júlí 1904 á Óspakseyri í Bitru
Stúlka
dugleg og áhugasöm, helzt
vön afgreiðslu í vefnaðar-
vöruvei-zlun, óskast til af-
greiðslustarfa. Upplýsingar
í verzl. Ócúlus, Austurstræti
7, í dag og á morgun kl. 4
—6. —
SKiPHUTGCRP RIKISINS
SKJALDBREIÐ
vestur til Flateyjar á Breiða-
firði, hinn 7. þ.m. — Tekið á móti
flutningi til Arnarstapa, Ólafs-
víkur, Grundarfjarðar, Stykkis
hólms og Flateyjar, í dag. — Far-
seðlar seidir á miðvikudag.
„ E S J A “
austur um land í hringferð hinn
11. þ.m. — Tekið á móti flutningi
til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarð-
ar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, —
Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Rauf-
arhafnar, Kópaskers og Húsavík-
nr, á morgun. — Farseðlar seldir
árdegis á laugardag.
SKAFTFELLINGUP
fer til Vestmannæyja í kvöld.
Vörumóttaka daglega.
firði. Hún var elzta barn þeirra
hjóna Þórunnar Eyjólfsdóttur
prests í Árnesi Jónssonar og Mar-
inós Hafstein, Péturssonar amt-
manns á Möðruvöllum.
Árið 1912 kom hún með for-
eldrum sínum til Reykjavíkur,
gekk hér í barnaskóla og síðan i
Kvf.vnnaskólann, Að burtfaear-
prófi þaðan loknu byrjaði hún
að vinna hjá Landssímanum og
vann þar í mörg ár. Árið 1931 fór
hún til Þýzkalands og dvaldizt
þar við nám í eitt ár.
Eftirlifandi manni sínum, Þór-
halli Árnasyni, skrifstofustjóra,
giftist hún á afmælisdaginn sinn
árið 1935.
í hartnær tuttugu ár hefi ég
verið vinur þeirra hjóna, tekið
þátt í gleði þeirra og sorgum,
ferðast með þeim hérlendis og er-
lendis og þvi kynnst þeim nánar
en flestir aðrir. Minningar mín-
ar um Elínu hljóta því að vera
æði margar, en allar eru þær á
einn veg. Hún kunni þá list að
taka mannlífinu ávallt eins og
það kom fyrir, aldrei að æðrast.
Allra götu gat hún greitt og þó
hún legði á síg mikla vinnu í því
skyni, þá mátti aldrei á það
minnast, að hún hefði gert annað
en það, sem sjálfsagt var. Hún
var mér hugljúfust allra kvenna
mér óskyldum. Hún var einstök
kona.
Friðrik Dungal.
Þýzka undraefnið
USA 53
gerhrnnsar gólfteppi og
bólstruð húsgögn. — Eyðir
hvaða blettum sem er og
lyftir bældu flosi. — Fæst
ennþá í öllum helztu hrein-
lætisvöru- og málningar-
vei'zlunum.
Getum tekið að okknr
skápasmibi
Og alls konar innréttingar,
nú þegar. Upplýsingar í
sima 23392.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstarcttarlögnuiáur.
Aðalstræti 8. — Simi 11043.
Fædd 21. ágúst 1875.
Dáin 31. júlí 1957.
HÉR hefur kvatt samferðamanna
hópin mikil kona og merk. Hún
gegndi vandasömu og þýðingar-
miklu starfi, um hálfrar aldar
skeið í útkjálkasveit, oft við mjög
örðugar aðstæður, en ynnti starf
sitt af hendi með miklum sóma
og prýði. Langar mig til þess að
geta þessarar mætu og góðu konu
að nokkru að leiðarlokum.
Frú Halldóra hét fullu nafni
Þórey Halldóra, en gekk alltaf
undir síðara nafninu. Hún var
fædd að Mýrarkoti á Höfðaströnd
í Skagafirði 21. ágúst 1875 svo
sem fyrr segir.
Foreldrar hennar voru Þórey
Pétursdóttir og Jóhann Jónatans-
son búendur að Mýrarkoti. For-
eldrar Þóreyjar voru Pétur
Sveinsson bóndi að Vatni á Höfða
strönd, Péturssonar, bónda á
Bjarnastöðum í Kolbeinsdal
Sveinssonar Hólaráðsmann, og
Þórey Ásmundsdóttir Jónssonar
bónda að Bjarnastöðum í Unadal
og Kristínar Þorkelsdóttur, Ólafs-
sonar bryta á Hólum í Hjaltadal.
Eru þessar ættir báðar mjög fjöl-
mennar og ’margt þar af vænu
fólki, dugmiklu og velgefnu.
Foreldrar Jóhanns voru Jóna-
tan bóndi að Litla-Ársskógi, son-
ur Jóns Þorlákssonar prests að
Bægisá og Hólmfríður Gunnlaugs
dóttir af svonefndri Krossaætt,
allmerkileg ætt, <Qg hafa í henni
komið fram allmargír greindir
menn og konur, snjallir hagyrð-
ingar og listhneigðir, sumir all-
skapharðir en haft yfir að ráða
óvenjumilli viljafestu og dugn-
aði. Má segja að frá frú Halldóru
standi ágætt og traust fólk í báðar
ættir og var þess oft vart að hjá
henni kæmu í ljós einkenni sumra
ættmenna hennar.
í fyrstu bemsku missti Hall-
dóra móður sína. Var það mikið
áfall fyrir heimilið. Ungi bóndinn,
fátækur frumbýlingur, stóð þá
einn með börn sín fjögur, öll i
ómegð. En hjálpin var á næsta
leiti. Hólmfríður húsfreyja í
Gröf, kona Björns bónda þar,
en systir Jóhanns, tók eina dóttur
hans í fóstur, Hólmfríði að nafni,
sem síðar giftist Sigvalda Þorst-
einssyni kaupm. á Akureyri. Tvö
börnin ólust upp með föður sínum
til fulloröins ára, Friðrika, er
siðar giftist Halli Einarssyni, en
þau eru foreldrar Eyþórs Halls-
sonar forstjóra og systkina hans,
og Sigtryggur, er síðar var stór-
bóndi á Hóli á Skaga.
Halldóra var tekin að Grundar-
landi í Unadal til fósturs af hjón-
um þar Guðrúnu Símonardóttur
og Guðjóni Vigfússyni. Þar vand-
ist hún mikilli vinnu bæði innan
bæjar og utan. Fáar stundir voru
til lærdómsiðkana, en þó mikil
áherzla lögð á, að henni væri
kennt guðs orð, góðir og hollir
siðir, og frammistaða á kirkju-
gólfi við fermingu væri óaðfinn-
anleg. Það þóttj nægja í þann tíð.
Hins vegar var mikil áherzla lögð
á að unglingurinn lærði til hlitar
öll sveitastörf. Vinnu var haldið
mjög að heimilisfólki ungum sem
gömlum, og aldrei mátti verk úr
hendi sleppa. og vinnudagurinn
oft langur. Uppeldið var því all-
einhliða, ákveðið og reglusamt og
án nokkurrar undanþágu. Þrátt
fyrir það reyndust Grundarlands-
hjónin sem góðir foreldrar, og
minntist hún þeirra ávallt með
hlýhug og þakklæti.
Þegar Halldóra nálgaðist tvít-
ugsaldurinn, fór að vakna hjá
henni löngun til að sjá sig um og
reyna að afla sér frekari mennt-
unar. Henni þótti þröngt um sig
í dalnum, útsýnið takrnarkað og
oft sólarlitlir og stuttir dagar.
Nítján ára gömul kvaddi hún
æskustöðvarnar og réði sig að
Utanverðunesi í Hegranesi. Við
þessa breytingu virðist hafa létt
yfir og birt í sál hinnar ungu
stúlku. Við hið víðáttumikla út-
sýni frá Nesi varð andardráttur-
inn léttari, hjartað sló örar og nú
fyrst sá hún í hyllingu framtíð-
ina, heillandi blasa við. Hún tók
þá ákvörðun að reyna að afla sér
menntunar til starfs, sem gæti
orðið henni sjálfstætt ævistarf
og um leið fullnægt þeirri löngun
hennar að vera öðrum til þjón-
ustu og hjálpar, en það var Ijós-
móðurStarfið.
Auðsótt virðist ekki vera fyrir
ungu stúlkuna að ná því marki.
Hún var fátæk, átti engan að," er
gæti veitt henni aðstoð, en þá
komu í ljós einkenni margra ætt-
menna ungu stúlkunnar: ein-
beitni, óbilandi kjarkur og vilja-
þrek. Hún sagði í hljóði við sjálfa
sig: „Ég skal ná settu rnarki."
Hún sagði upp vistinni í Nesi
og réði sig til L. Popp, kaup-
mamis á Sauðárkróki, og taldi
þau skipti máske opna fyrir sér
leið að markinu, sem og líka varð.
Kaupmannshjónin voru henni
góð, og reyndust henni mæta vel.
Mun hún hafa trúað kaupmanns-
konunni fyrir þessu hjartfólgna
einkamáli sínu, og mun það hafa
orðið til þess, að bæði hjónin hafi
að einhverju leyti stutt að þ?í,
að úr greiddist og leið opnaðist
að því að æskudraumar ungu
stúlkunnar gætu rætzt. Eftir
þriggja ára dvöl á þessu góða
heimili sótti hún um inngöngu
að námskeiði, er haldið var að
jafnaði árlega í Reykjavík fyiir
' Ijósmóðuretni. Á tilsettum tintia
fór hún suður, en þegar þangað
kom fékk hún ekki inngöngu á
þetta námskeið, vegna einhv«rs
misskilnings, en ákveðið loforð
um setu á næsta námskeiði, sem
haldið yrði næsta vetur. Þó vonir
hennar brygðust í þetta sinn, varð
það ekki til þess að hún missti
kjarkinn og legði árar í bát. Hún
réði sig strax í kaupavinnu upp
í Borgarfirði um sumarið, og
hafði ofan fyrir sér með ýmsu,
þar til næsta námskeið hófst, sem
hún svo naut náms í.
Til Skagafjarðar kemur hún
svo sem lærð ljósmóðir laust upp
úr síðustu aldamótum, og fékk
strax veitingu fyrir ljósmóður-
starfi í Hólahreppi í Skagafirði.
Þar kynntist hún ungum manrú,
Páli Árnasyni, frá Atlastöðum
í Svarfaðardal og giftist honum
14. júlí 1904.
Vorið 1907 fluttu þau búferlum
að Kvíabekk í Ólafsfirði og
bjuggu þar til vors 1910, en þá
fluttu þau að Hofi á Höfðaströnd.
Meðan þau bjuggu í Ólafsfirði
stundaði Halldóra ljósmóðurstörf,
þegar til hennar var leitað.
FORD '47
til sötu í dag, í ágsetu standi
Höfum kaupandn að 10 hjóla
trukk með spili og nýlegum
6-—8 tonna vörubfl.
Bilusalau
Nesvegi 34. Sími 14620.
Starf á efnarannsóknarstofu
Staða aðstoðarstúlku á efnarannsóknarstofu iðnað-
ardeildar atvinnudeildar háskólans er laus til um-
sóknar. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknar-
frestur er til 10. nóvember n.k.
Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða
hliðstæðu prófi eða hafa reynslu á sviði efna-
rannsókna (sjá Lögbirtingablaðið 23. okt. sL).
Atvinnudeild háskóians iðnaðardeild.
Þegar þau komu að Hofi stóð
svo á, að kona sú, sem hafði verið
Ijósmóðir í þessu byggðarlagi, var
orðin öldruð og sagði starfinu
upp. Var þá Halldóru veitt em-
bættið í Hofshreppi og um tima
einnig í Fellshreppi. Ljósmóður-
starfinu gegndi hún alltaí þar til
hún aldurs vegna sagði því lausu.
Frú Halldóra var lagleg kona,
vel í meðallagi á vöxt og bein-
vaxin. Var hún á yngri árum
nokkuð feitlagin, en varð á efri
árum grönn og spengfleg í vexti.
Skapgerð hennar var í rauninni
allhörð og stórbrotin, eins og
margra ættmenna hennar i föð-
urætt, en hún var líka búin góð-
vild og hlýju, sem mildaði og
huldi að mestu skapgerðina og
vinir hennar urðu hennar lítt
varir. í vinahóp var hún alltaf
létt í lundu, kát og hláturmild og
vakti glaðværð þar sem hún kom.
Hún var með afbrigðum dugleg,
kjarkmikil og viljaföst, og kom
slíkt sér vel í þeim mörgu svaðil-
förum, sem hún óhjákvæmilega
kynntist oft, þegar hún var sótt
tfl sængurkvenna. Oft var hún á
vetrum vakin að nóttu til þegar
á var hvassveður, blindhríð og
hörkufrost. Það þurfti kjark og
einbeitni til að leggja út í slík
veður. Ef ekki var hægt að koma
við hestum eða skíðum, þá var
farið gangandi og brotist um
fannkyngi. Áfram var haldið í
hamförum náttúruaflanna og
aldrei slegið af. Til sængurkon-
unnar varð að komast, hvað sem
það kostaði. Sýndi hún þar
óvenjulegt þrek og skapfestu.
Má vera að hún hafi stundum
ýtt allharkalega við fylgdarmann
inum, ef svo bar undir að henni
þótti seint ganga. Ljósmóðirin
var sótt á hestum, kom henni bet-
ur að hesturinn væri ólatur og
kynni að ganga. Hún sat fallega
í söðli og kunni góð skil á taum-
haldi.
Páll maður hennar, sem enn
er á lífi háaldraður, er mesti fyrir
myndar maður, gi'eindur vel,
traustur maður og ábyggilegur.
Hann var Möðruvellingur að
mennt. Hann gegndi fast að hálfri
öld barnafræðslu og lengst af í
Hofsós og grennd. Vegna mann-
kosta hans hlóðust á hann auk
bai'nakennslunnar ýms trúnaðar-
störf. Meðal annars var hann um
skeið oddviti hreppsnefndar Hofs-
hrepps. Þessi störf hans tóku mik-
inn túna frá heimilistörfum, og
þá féll oft í hlut húsfreyjunnar
að taka við stjóminni. Á því svíði
sýndi hún dugnað og óvenjufjöl-
hæfni í störfum. Hún gat jöfnum
höndum haldið á orfi, hrifu,
prjónum eða saumnál. Flest virt-
ist leika í höndum hennar.
Frú Halldóra og Páll eignuðust
fjögur börn: dreng, Gest að nafni,
sem þau misstu í bernsku, og
þrjár mjög mannvænlegar dætur:
Unni, gift í Vestmannaeyjum,
Önnu ljósmóður i Vestmanna-
eyjum og Paulu, kennara í Hofs-
ósi gift Þorsteini Hjálmarssyni,
símstjóra. Auk þess tóku þau þrjú
börn til fósturs: Guðrúnu og
Svein hálfsystkini Halldóru og
Hrefnu Skagfjörð. Þessum börn-
um reyndust hjónin vel.
Þegar litið er til baka yfir lið-
inn tima, verður ekki annað séð
en að það ævistarf, sem unga
stúlkan valdi sér í íyrstu hafi
lánast vel og hjálp og önnur að-
stoð, sem hún lét í té í sínu starfi,
hafi í langflestum tilfellum komið
að tflætluðum notum. Hún naut
mikilla vinsælda í sínu umdæmi.
Og þegar hún lét af störfum, vott-
uðu konur í byggðarlaginu henni
þakklæti og virðingu með því að
halda henni samsæti og færa
henni myndarlega gjöf fyrir vel
unnin störf. Þegar hún var jarð-
sungin 10. ágúst siðastliðinn var
fjölmenni viðstatt.
Nú er þessum annríka og langa
starfsdegi lokið. Hvíldin fengin,
sem allir þrá, þegar líkamskraft-
ar eru þrotnir. Við sem eftir
erum hér höfum það gegn harmi
og söknuði að eiga ljúfar minn-
ingar um mæta og mikilhæfa
konu.
Blessuð sé minning hennar.
P. E.