Morgunblaðið - 05.11.1957, Side 15
I>ri8ivitfagur 5. nóvember 195'.
MOVC.UNTÍT AÐIÐ
11
Sjötugur i dag
Ásgeír Guðmundsson í Æðey
ÁSGEIR Guðmundsson bóndi i
Æðey á ísafjarðardjúpi á í dag
sjötugsafmæli. Hann er fæddur
í Æðey, sonur hinna merku hjóna
Guðrúnar'Jónsdóttur frá Arnar-
dal -og Guðmundur Rósinkars-
sonar. Hefur Ásgeir átt heima á
ættarleifð sinni og óðali alla ævi.
Síðan móðir haps lézt árið 1931
hefur hann búið í Æðey ásamt
systkinum sínum, Sigríði og
Halldóri. Hafa þau setið hina
fögru ey sína og ættaróðal af
rausn og höfðingsskap, stórbætt
tún hennar og byggt myndarleg
peningshús yfir kýr og kindur.
Er bú þeirra nú eitt hið stærsta
við Djúp.
En Ásgeir í Æðey er ekki að-
eins merkur og ágætur bóndi,
sem sýnt hefur jörð sinni mikinn
og verðskuldaðan sóma. Hann er
margt fleira. Hann er t. d. af-
bragðs dýralæknir, sem unnið
hefur landbúnaðinum á norðan-
verðum Vestfjörðum stórkost-
legt gagn í áratugi. Hefur hann
gengt þar dýralæknisstörfum og
oftast verið svo heppinn og far-
sæll í þeim störfum að undrun
sætir um lítt lærðan mann. Ég
segi lítt lærðan vegna þess, að
hann hefur ekki stundað þau
fræði á skólabekk, En hann er
í þeim margfróður og víðlesinn.
Þarnæst er Ásgeir í Æðey
smekkvís bókmenntamaður og
svo vel að sér í ljóðum öndvegis
skálda okkar að fáir munu skáka
honum. Er það yndi hans, hvort
sem setið er með honum í stofu
í Æðey, gengið með honurn um
tún hans eða ekið með honum
um héruð, að þylja fögur og svip-
mikil ljóð. Kann hann ógrynni
ljóða og veit ég engan mann
standa honum framar á þessu
sviði.
★
Ásgeir Guðmundsson er ágæt-
lega greindur maður, athugull og
fjölfróður. En enginn getur
kynnst honum vel nema hitta
hann og vera samvistum við hann
heima í Æðey. Þessi litla eyja
er ríki hans og systkina hans.
Og í þessu ríki ríkir einstök
eining. Heimilið í Æðey er hlýtt
og þjóðlegt. Þar lifir hin forna
géstrisni strjálbýlisins. Viðmót
fólksins, höfðinglegur þeini og
mjúkar sængur túlka ánægju
bændanna yfir komu gestanna.
Ég hefi komið í Æðey hraktur
af sjó í ofviðri og hress og glað-
ur í sumri og sól. Móttökurnar
eru ávallt hinar sölnu, mótaðar
hlýju og örlæti hjartans. Þessa
sögu hefi ekki aðeins ég að segja
heldur mikill fjöldi annars fólks,
sem gist hefur Æðeyjarheimilið.
Ásgeir í Æðey og systkini hans,
sem með honum búa hafa ekki
giftzt og átt börn. En þó eiga
þau í raun og veru hundruð
barna. Hjá þeim dvelur á hverju
sumri fjöldi barna. Það eru börn
vina og venzlamanna, sem heima
eiga í þorpum og kaupstöðum.
Mörg koma þessi börn ár eftir
ár og njóta sumars og sólar í
hinni fögru eyju undir Snæfjalla-
strönd. En þau njóta þar ekki
aðeins sumars og sólar heldur
einnig ástúðar og hlýju fólksins,
sem hefur tekið þau í fóstur hina
björtu og glöðu sumardaga. Börn-
in, sem hafa verið í Æðey eiga
þaðan margar og fagrar minn-
ingar um fólkið þar, um lífið
þar, fugl og fénað.
Ásgeir í Æðey hefur gegnt
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
sveit sína. Hann hefur um langt
skeið verið oddviti Snæfjalla-
hrepps, hreppsstjóri og sýslu-
| nefndarmaður. Fyrir þau störf
nýtur hann trausts og virðingar.
★
Á einum hinna sólheitu og
fögru daga s. 1. sumars kom ég í
Æðey. Ég hefi sjaldan séð hana
fegurri, skrúðgræna og fjörur
hennar þakktar kvakandi fugli.
Það er ánægjulegt að ganga um
þetta góða land með þeim Ás-
geiri og Halldóri. Túnið breiðir
stöðugt meira úr sér. Og fátt er
góðum bónda meira gleðiefni en
að sýna stækkandi og batnandi
tún.
En sem við göngum um grósku-
miklar sáðslétturnar vaknar ugg-
urinn um framtíðina: Hvað er
framundan í íslenzkum landbún-
aði, ekki sízt eyjabúskapnum?
Kemur þar maður í manns stað?
Hver tekur við þessu fagra landi
þegar núverandi búendur eídast
og lýjast?'
Framtíðin svarar þessum spurn
ingum. En víst er um það, að
Æðey mun lengi bera vitni fram-
taki Ásgeirs Guðmundssonar og
systkina hans. Hann og þau hafa
ávaxtað vel sitt pund og skilað
framtíðinni stóru dagsverki. Það
eru hin miklu sigurlaun bóndans.
Ásgeir í Æðey er sjötugur í
dag. Við Norður-ísfirðingar og
aðrir vinir hans hyllum hann um
leið og við biðjum hann vel og
lengi lifa. S. Bj.
Afgreiðslustarf
Stúlka helzt með verzlunarskóia- eða hliðstæða
menntun, óskast sem fyrst.
Umsækjendur komi til viðtals á morgun kl. 2—3.
L.H. Muller
.Old English” DBI-BBITE (frb. dræ-bræt)
FIjótandi gljávax
— Léttir störfin! —
— Er mjög drjúgl! —
— Sparar dúkinn! —
Inniheldur undraefnið ,,Silicones“, sem
bæði hreinsar, gljáir og sparar — tíma,
ei<íWi, dúk og gólf.
Fæst alls staðar
Bókamarkaðurinn
Listamannaskálanum
Allra siðasti dagurinn I dag
opið fram á kvöld
Hundruð fallegra jólagjafabóka 15—55 kr.
Fegurstu bækur landsins frá 55.00 kr.
1000 bókategundir 2—55 kr.
Kaupið jólagjafabækurnar í dag —
Siðasti dagur
Bókamarkaðurin i
Listamannaskálanum
HELGAFELL
ér erum sannfærðir um að Parker
„51“ penni er
sá bezti, sem framleiddur hefir verið, miðað við verð. 1
hann eru aðeins notuð beztu fáanleg efni.. .
gull, ryðfrítt stál, beztu gæði
og ennfremur frábært plastefni. Þessum efnum
er svo breytt, af málmsérfræðingum, efnafræðing-
um og verkfræðingum 1 frægasta penna heims . , .
Parker „51”.
Veljið Parker, sem vinargjöf til vildarvina.
Til þess aff ná sem beztum árangafl
viff skriftir, notiff Parker Quiak
í Parker 61 penna.
Verð: Parker ”51“ með gullhettu: kr. 580. — Sett: kr. 846. —
— Parker ”51“ með lustraloy hettu: kr. 496.00. — Sett: kr. 680
Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283 Reykjavik
Viðgerðir annast: Gleraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5, Rvík
_________________________________________ 7-M8*
"......*............... ............................ .......... 1111......................... ^