Morgunblaðið - 05.11.1957, Side 9
t>riðjudagur 5. nóvembcr 1957
M O R G V N B I Á Ð l B
9
,
Nokkrar huglet&ingar i tilefni af II.
20 ára afmæli íslenzkrar óperustarfsemi
bingsálybtanartillagan
Fyrir réttum 9 mánuðum (í
nóv. — ’56) báru 5 alþingismenn
fram mjög svo tímabæra þings-
ályktunartillögu varðandi fram-
tiðarmöguleika íslenzkrar óperu-
starfsemi. Voru þeir svo hóg-
værir að miða óskir sínar við þær
hámarkskröfur, sem fyrir 20 ár-
um voru almennt skoðaðar sem
lágmarkskröfur, er gera ætti til
hins vætitanlega Þjóðleikhúss.
Með fullri virðingu fyrir störf-
um hins nýafstaðna þings, virðist
það hafa haft öðru þaifara að
sinna en þessu yfirlætislausa og
cpóiitíska máli, því það var ekk>
fyrr en i jan. ’57, sem tillagan var
t-il umræðu í sameinuðu alþingi.
Flutti framsögumaður tillögunn-
ar, frú Ragnhildur Helgadóttir,
þá mjög greinargóða ræðu um
málið, sem allir hvar í fiokki, sem
þeir stóðu, hefðu átt að geta íekið
undir.
(Birtist ræðan í Mbl. 1. febr.
s.l.) Virðist málið hafa verið sett
í nefnd og síðan stungið svefn-
þorni hins alþekkta tómlætis,
þ.e.a.s. dagað uppi a.m.k. hefur
ekkert um það heyrzt opinber-
lega.
Leitað álits
Þjóðleikhússstjóra
Ef til vill er skýringuna á ör-
lögum þess að finna í Tímanum
6. marz s.l. Birtist þar heillar
síðu viðtal við Þjóðleikhússstjóra,
þar sém hann lýsir óbeinlinis hug
sínum til umræddrar tillögu.
Athyglisverðast við þetta viðtal
er sú staðreynd, að Þjóðleikhúss-
stjóri kemst ekki hjá því að stað-
festa flest af þeim rökum, sem
mæla með samþykkt tillogunnar!
Þó er ekki um það að villast, að
hann er mjög andvígur þeirri hug
mynd, að 5—10 óperusöngvarar
öðlist nokkra tryggingu fyrir því,
að Þjóðleikhúsið inni af hendi
einhverjar lágmarkskröfur um
söngleikaflutning.
Þar sem hér er um mjög svo
einhliða röksemdafærzlu að ræða,
get ég ekki stillt mig um að
birta nokkur atriði úr viðtalinu.
( Leturbreytingar og athugasemd
ir innan sviga eru mínar).
í - viðtalinu viðurkennir Þjóð-
leikhússstjóri eftirfarandi stað-
xeyndir:
1) að ísL leikrit séu ver sótt en
skyldi.
2) að dramatisku leikritin er-
lendu séu illa sótt.
3) að óperettur reynist bftur
til aðsóknar en leikritin.
4) að aðsólinin að óperunni
„Töfraflautan” um síðustu ára-
mót, hafi verið ágæt.
5) að það dirfskubragð að
ákveða strax á öðru starfsári að
setja á svið óperuna „Rigolstto“
með ísl. söngvurum nema einum,
hafi heppnast mjög veL
6) að síðan hafi verið sýndir
einn til tveir söngleikir á ári
við mikla aðsókn.
Eftir þessa ótvíræðu viður-
kenningu á velgengni óperu- og
söngleikjastarfsemi Þjóðleik-
hússins, verður blaðamanninum
á að spyrja hvaða möguicikar séu
hér fyrir óperu.
í stað þess að vera sjálfum
sér samkvæmur og svara á já-
kvæðan hátt, snýr Þjóðleikhúss-
stjóri alveg við blaðmu; verður
skyndilega hinn svartsýnasti og
lætur sér vaxa mjög í augum
hinn ímyndaði kostnaður. Svar-
ar hann spurningunni með eftir-
farandi fullyrðingum, sem eru
hvorttveggja í senn: lítt rök-
studdar og heldur villandi:
„Ópera myndi hafa stórfelldan
kostnað í för með sér“ — (en
hvað um hagnaðinn?) — „þá
þyrfti ekki aðeins að fastráða
einsöngvara, heldur einnig kór og
ballettdansara“. (Það er engu
líkara en allar óperurnar s.l. 7
ár hafi verið án kórs og balletts!)
— „Meðlimir kórsins fá nú að-
eins vissa greiðslu fyrir hvert
kvöld, sem kórinn syngur, en yrði
hér komið upp fastri óperu, væri
vart komizt hjá því að hafa þá
fastlaunaða.... Svipað yrði með
ballettdansarana.. Fleiri kostn-
aður við óperur kemur svo til
greina!“ ( engin dæmi nefnd!)..
„Af þeim ástæðum verður vart
annað viðráðanlegt fyrir okkur
að sinni en að halda áfram sýn-
ingu söngleikja með svipnðum
hætti og undanfarið” (eilíí kyrr-
staða í stað sjálfsagðra framfara)
— „Það hefur áreiðanlega nnkið
menningarlegt gildi. þótt meira
væri æskilegra!!“ (Sannarlega
ánægjuleg og athyglisverð játn-
ing, þrátt fyrir allt).
Síðar í viðtalinu verður Þjóð-
leikhússstjóra það á að taka bein-
línis aftur aðalmótbáruna gegn
tillögunni, er hann segir orðrétt:
„Margir halda aða aðalkostnað-
urinn sé við leikarana (sbr ein-
söngvara í óperum), en svo er
ekki!!“
Hér komst hann loks að sjálfu
efninu, því samkvæmt orðalagi
tillögunnar, er aðeins farið fram
á það, að rikisstjórnin beiti sér
fyrir því að ráðnir verði að Þjóð-
leikhúsinu 5—10 einsöngvarar og
að þar verði síðan fluttir 3—4
söngleikir á hverju ári.“
Úlfaldinn, sem gerður er
úr mýflugunni
Hljóta nú flestir að sjá þann
úlfalda, sem búið er að gera úr
mýflugunni, því að jafnvel þótt
söngleikjum Þjóðleikhússins
fjölgaði um 1—2 á ári, þá get ég
ekki séð, að það þurfi að skapa
brýna þörf á að fastráða strax
bæði kór og dansara. Hvers vegna
þyrfti ráðning 5—10 einsöngvara
frekar að breyta viðhorfi Þjóð-
leikhússstjóia til kórs og dansara
en þegar hann réði á sínum tíma
visi að hljómsveit og skönmu síð
a:- fastan hijómsveitarstjóia?
Auk þess man ég ekki betur en
að Þjóðleikhússstjóri hafi -iotað
kór og dansara við mörg önnur
tækifæri en söngleikjasýningar,
án þess að hafa áberandi áhyggj-
ur af því, að þeir væru ekki fast-
ráðnir. í rauninni er engu likara
en að Þjóðleikhússstjóri vilji láta
almenning halda, að samþykkt
þingsályktunartillögunnar muni
hafa einhverja byltingu í för með
sér. Sannleikurinn er þó sá, að
tillagan fer ekki fram á ueina rót-
tæka breytingu, hel.Jur aðeins
það, að einhver föst regla eða
skipulag komist á söngleikjastarf-
semina, en fyrsta skrefið í þa átt
er vitanlega sú sjálfsagða ráð-
stöfun, að nokkrir af okkar
fremstu óperusöngvurum fái ein-
hverja tryggingu fyrir því að
verða meðhöndlaðir á trann-
sæmandi hátt líkt og okkar
fresmtu leikarar.
Þegar við höfum nú fyrir okk-
ur á prenti þau orð Þjóðleikhúss-
stjóra, að aðalkostnaðurinn sé
ekki við leikarana, (en þar eru
fastráðnir 16 á A-samning og
miklu fleiri á B- og C-sam.ning)
þá ætti það að vera augljóst mál,
að ráðning 5—10 einsöngvara á
B- eða jafnvel A-samnmg, myndi
síður en svo að hafa neinn stór-
felidan kostnað í för með sér.
Þvert á móti bendir margt til
þess, að slík ráðstöfuu myndi
spara Þjóðlcikhúsinu ýms óþarfa
útgjöld er frá liður.
Nánar nm efni tillögnnnar
Hér er kannske vert að staldra
við stundarkorn og íhuga þá stað-
reynd, að s.l. 3 ár (1954—1956)
hafa verið sýndir hér 3 songleikir
á ári og verða a.m.k. 3 á þessu ári
(óperan „Tosca“ nú í sept).
Sé þess gætt að aðrir aðilar en
Þjóðleikhúsið hafa, þrátt fyrir
mi— —13au skilyrði, átt sinn
drjúga þátt í því að tala sön0-
leikjanna er þetta há, liggur í
augum uppi, að Þjóðleikhúsinu,
íMv öll sín forríttin.. , nefði vitan
lega reynzt auðvelt að annast eitt
þessa starfsemi þ.e.a.s. að sýna 3
söngleiki á -ri s.l. 3 ár. En hvað
segir tillagan — „að þar ( í Þjóð-
leikhúsinu) verði síðan flutt'r 3
— 4 söngleikir á hverju ári“ Með
öðrum orðum þá fer tillagan ekki
fram á að söngleikjum fjölgi frá
því, sem verið hefur s.l. 3 ár,
heldur hitt, að þeir komizt allir
undir sama þak. Verður varla uin
það deilt, að Þjóðleikl úsið, sem
er aðalsöngleikjahöll íslands, sé
æskilegasti samastaður og mið-
stöð ísl. söngleikjastarfsemi. Og
þar sem aðsóknin bendir einmitt
til þess að söngleikirnir séu frek-
ar of fáir en of margir, þá er
talan 3—4 söngleikir á ári í raun-
inni nokkurs konar trygging fyrir
því að söngleikjunum fækki ekki
frá því sem nú er. Er það því
alger misskilningur ag halda því
fram, að þingsályktunarti’.lagan
sé óframkvæmanleg af þcssum
sökum.
Með samþykkt tillögunnar
fengi ísL söngleikjastarfsemi fyrst
og fremst fast skipulag irman
veggja þei: ar stofnunar, sem hef
ur langbezt skilyrði allra ir.n-
lendra aðiia til slíkrar starfsemi
Þyrftu þá hinir ýmsu ahugt-
mannahópar væntanlega ekki
lengur að gegna því hlutverki
Þjóðleikhússins, að fullnægja
söngleikjaþörf íslendir.ga, enda
yrðu okkar hæfustu einsöngv-
arar þá ráðnir við Þjóleikhúsið
og sköpuðust þar með skilyrði
íil að hagnýta kraftana betur en
gert hefur verið.
Að sjálfsögðu hefði þetta í för
með sér aukna ábyrgð og skyldur
fyrir Þjóðleikhússstjóra, en
vandi fylgir vegsemd hverri! í
þessu sambandi vil ég ítreka það
verðskuldaða lof, sem Þjóðleik-
hússtjóri á sannarlega skilið fyrir
þann stórhug, sem hann sýndi
við fyrstu söngleikjasýningar
Þjóðleikhússins 1950—1953, en
það breytir hins vegar ekki þeirri
staðreynd, að 'flestir ísl. tóiiiist-
arunnendur hafa orðið fyrir tals-
verðum vonbrigðum yfir þeirri
hægfara þróun eða kyrrstöðu-
stefnu, sem síðan hefur orðið
vart hjá Þjóðleikhúsinu ©g hér
hefur verið gagnrýnd.
Enda þótt hér sé ekki rúm til
að geta þeirra mörgu, sem hafa
átt sinn þátt í því að gera söng-
leikaflutning mögulegan hér á
landi, get ég ekki látið hjá því
liða að minnast á einn mann. Er
það dr. Victor Urbancic, sem hef-
ur, að öllum öðrum ólöstuðum
borið hitann og þungan af þessari
starfsemi og stjórnar nú á þessu
hausti sínum 14. söngleik þ.e.a.s.
söng- og hljómsveitarstjórn.
Þáttur
Félags íslenzkra einsöngvara
Að undanförnu hafa ýmsir að-
ilar margskorað á Þjóðleikhúss-
stjóra að láta íslenzka óperusöngv
ara sitja íyrir um hlutverk í
þeim óperum og óperettum, sem
Þjóðleikhúsið tekur til flutnings.
Enda þótt Félag íslenzkra ein-
söngvara hafi verið þar einna
fremst í flokki, virðist það alls
engin áhrif hafa haft 4 stefnu
Þjóðleikhússstjóra.
Þá má geta þess (shr. fram-
söguræðu frú Ragnhildar), að for
maður Félags ísl. einsö.,gvara,
Bjarni Bjarnason læknir, hefur
nýlega sent menntamá'ar’.ðherra
bréf um áhugamál félagsins og
þar m.a. farið fram á að tekinn
verði upp söngleikjaflutningur
við Þjóð’eikhúsið.
Af þessum ástæðum og reyndar
mörgum öðrum, er ekki um það
að villast, að þingsályktunartil-
lagan á rikan hljómgrunn í hug-
um flestra íslenzkra hljómlistar-
unnenda.
Tölur, sem tala sínu máli
Samkvæmt framsöguræðu
Ragnhildar Helgadóttur, hefur
verð aðgöngumiða að söngleikja-
sýningum Þjóðleikhússins jafr.an
verið mun hæi.„ en að venjul.g
leiksýningum. Þrátt fyrir þal> hef
ur meðalfjöldi sýningargesta á
söngleikjunum s.l. 7 ár verið 568,
en séu óperunnar (með ísl, kröft-
um) taldar sérstaklega, verður
meðaltalið enn hærra eða 582.
Til samapburðar má geta þess,
að meðalfjöldi allra sýningar-
gesta Þjóðleikhússins 1950—55
var aðeins 462, en húsið tekur
eins og kunnugt er 661 í saeti.
Samkvæmt þessu er það aug-
ljóst mál, að söngleikirnir eru
langsamlega bezt sóttn verkefni
Þjóðleikhússins. Auk þess hefar
aðsóknin sízt farið minnkandi t.d.
var „Káta ekkjan" sýnd 28 sinn-
um hér í fyrra, — og jafnan fyrir
fullu húsi( meðalfjóldi 653 á
sýningu). Er það svipaður sýning-
arfjöldi og var á , Rigoletto" fyr-
ir 6 árum, en þá var meðaltal
sýningargesta aðeins minna (641),
sem þótti þó alveg Crábært.
Samkvæmt reikningum Þjóð-
leikhússins hafa leikiitin yfirleitt
verið sýnd með tapi. Á hinn bóg-
inn hefur gengið mun betur með
söngleikina, hafa sumir skiiað
ótrúlegum hagnaði — eða svo ég
noti orð Þjóðleikhússstjóra
(Alþbl 13/7-56) um eina óperuna:
, frá f járhagslegu sjónarmiðj cin
bezta sýning leikhússins, — gaf
tugi þúsunda í ágóða.“ Þuifum
við yfirleitt frekari vitni?
Lokaorð
Eins og áður segir, þá er Þjóð-
leikhússstjóra manna bezt kunn-
ugt um það hve örugg tekjulind
söngleikirnir eru. Sézt það
kannske bezt á þeim gífurlega
kostnaði, sem hann er farinn að
leggja í uppfærzlu þeirra, sam-
anber t.d. allt búningaskrautið
á sýningum „Kátu ekkjunnar”,
sem bar óneitanlega nokkurn
keim af tízkusýningu. Væri ólíkt
æskilegra að Þj óðleikhúsið
reyndi frekar að sníða sér siakk
eftir vexti og tæki jafntramt upp
þjóðhollari stefnu í þessum söng-
leikjamálum. Sönn list fer nefni
lega ekki eftir því hvort söng-
konan er klædd tötrum, venju-
legum fötum eða skrýdd hálf-
gerðum drottningarskrúða.
Það er ekki nóg að stofna Þjóð-
leikhús, á þeim forsendum meðal
annars, að það eigi að vera lyfti-
stöng fyrir ísl. söngleikjastarf-
semi — og láta þag síðan af-
skiptalaust hvort fyrirheitin
reynast tálvonir einar. Ég sé t.d.
ekki betur en að ísl. óperusöngv-
arar séu enn þann dag í dag sömu
olnbogabörnin innan veggja Þjóð-
leikhússins og fyrir 5-—6 árum.
Það lifir engin söngvari á því
náðarbrauði að vera aðeins notað
ur sem nokkurs konar skraut-
fjöður einu sinni á ári eða við
hátíðleg tækifæri svo sem kon-
ungskomur o.s.frv.
Islenzkir óperusöngvarar hafa
margoft sýnt hæfni sína og list-
ræna túlkun — og mundu vafa-
laust gera það í enn ríkara mæli,
ef þeim væru sköpuð nægileg
þroskunar skilyrði t.d. eitt
hvað svipað því sem ísl. leikarar
eiga við að búa. Þar sem reynzl-
an sýnir það ótvírætt, að við
getum hægiega skapað þeim um-
rædd skilyrði þá er það beir.línis
skylda okkar, að láta ekki þetta
20 ára afmælisár líða, án þess að
sýna ísl. óperusöngvuru.n ein-
hverja viðurkenningu í verki.
Að lokum vænti ég þess fast-
lega, að alþingismenn megi bera
gæfu til að sameinast um þetta
nauðsynja mál strax á hausti
komanda. Slikt myndi ekki að-
eins hafa ómetanlegt gildi fyrir
hlutaðeigandi söngvara, heldur
jafnframt stuðla að eðlilegri
þróun íslenzkrar sönginenningar.
• 27. ágúst 1957.
Jóhann Bernhard.
Málflutningsskrifstofa
Einar B. Guðmundsson
Guðlangur Þorláksson
Guðmundur Pctursson
Aðalstræti 6, III. hæð.
Símar 1200? — 13202 — 13602.
EINAR ASMUNDSSON
hæsta réttarlögniaðui •
Hafsteinn Sigurðsson
héraðsdómslögmaður.
Skrifstota Hafnarstræi-i 5.
Sími 15407.
Hurðarnafnspjöld
Bréfalokur
Skiltagerðin, Skólavölðustíg 8.
Stefán íslandi sem Faust í samnefndri óperu.