Morgunblaðið - 05.11.1957, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 5. nóvember 1957
j/ O R C rt jv n r 4 n f ©
19
Fréttir í sfutfu nnáii
MOSKVU, 4. nóv. — Ráðstjórn-
in hefur skýrt svo frá, að eystra
sé verið að ljúka við smíði
stærstu farþegaflugvéiar í heimi.
Á hún að bera um 200 farþega.
Knúin er hún fjórum loftþrýsti-
hreyflum.
SIDNEY, 4. nóv. — Áströlsk far-
þegaflugvél varð að nauðlenda
í dag vegna vélarbiiunar á stöðM-
vatni skammt frá Sidney,
skömmu eftir að hún hafði hafið
sig til flugs á flugvellinum í
Sidney. Farþegar og áhöfn sem
voru yfir 20 talsins komust af.
AMMAN, 4. nóv. — Jórdanska
stjórnin tilkynnti í dag, að einn
fremsti foringi kommúnista í
Jórdaníu hefði verið handtekinn
í dag. Hefur hann farið huldu
höfði síðan tilræðið við Hussein
konung misheppnaðist í vor.
DAMASKUS, 4. nóv. — Skýrt
hefur verið frá því í Damaskus,
að sýrlenzkt loftvarnarlið hafi í
gær skotið á óþekktar flugvélar.
sem flugu í mikilli hæð yfir sýr-
lenzkt landssvæði. UurPu flugvél-
arnar skjótt og mun ekki liafa
sakað.
KAUPMANNAHÖFN, 4. nóv. —
Gromyko, utanríkisráðherra Ráð-
stjómarinnar, kom við í dag í
Kaupmannahöfn á leið sinni til
Moskvu frá Bandaríkjunum
Ræddi hann við H. C. Hansen
forsætisráðherra.
NEW YORK, 4. nóvember. —
Fjórir birnir hafa verið fluttir tii
eldflaugatilraunastöðvar einnar í
Nýju Mexikó. Ekki hefur verið
upplýst hvað gera skuli við þá.
AMMAN, 4. nóv. — Nasser ein-
ræðisherra var í dag borinn hörð-
um sökum af hálfu jórdönsku
stjómarinnar. Var hann sagður
hafa brugðizt Arabaríkjunum,
hafa staðið í leynimakki við
ísrael og hafa gefizt kommúnist-
um á hönd. Var Nasser nefndur
Mlitli einræðisherrann'*.
BONN 4. nóv. — Tilkynnt var í
Bonn í dag, að aftur yrðu teknar
upp samningaumleitanir milli V-
Þjóðverja og Rússa um viðskipta
mál, en viðræður um þau féllu
niður í september.
LONDON, 4. nóv. — Fram-
kvæmdastjóri Landbúnaðar- og
matvælastofnunar S.Þ., sem er
Indverji, sagði í dag, að menn
mættu ekki gleyma neyð mann-
kynsins í hrifningunni yfir gervi
tunglinu. Mikið fé skorti til þess
að bæta úr neyð mannkynsins,
en svo virtist sem mennirnir sjálf
Umsóknir um
tvö embætti
PRÓFESSORSEMBÆTTI í sögu
við Háskóla íslands var auglýst
laust til umsóknar 3. október s.L
með umsóknarfresti til 3. nóvem-
ber. Umsækjendur eru:
Dr. Bjöm Sigfússon, háskóla-
bókavörður, Björn Þorsteinsson,
cand. mag., og dr. Guðni Jónsson,
skóiastjóri.
Umsækjendur um embætti
Þjóðskjalavarðar, er einnig var
auglýst laust til umsóknar 3.
október s.l. með umsóknarfresti
til 3. nóvember eru:
Albert Sigurðsson, cand. mag.,
Bjarni Vilhjálmsson, cand. mag.,
dr. Guðni Jónsson, skólastjóri,
Jóhann Sveinsson, cand. mag.,
Jónas Kristjánsson, cand. mag.,
Lárus Blöndal, bókavörður, og
Btefán Pétursson, skjalavörður.
CFrá menntamálaráðuneytinU)
I. O. G. T.
St. Verðandi nr. 9.
Fundur í kvöld kl. 8,30.
1. Inntaka nýliða.
2. Hagnefndaratriði annast
Þorsteinn j. Sigurðsson og
Stefán Þórir Guðmundsson.
— Æ.t,
ir væru nú látnir sitja á hakan-
um fyrir tækniþróuninni.
KAUPMANNAHÖFN, 4. nóv. —
Leitinni af færeyska togaranum
Stella Argus er nú hætt og tog-
arinn talinn af. Með skipinu fór-
ust 22 menn — þar af 4 bræöuir.
LONDON, 4. nóv. — Gull og doll-
araforði sterlingsvæðisins jókst í
mánuðinum sem leið um 243
milljónir dollara. í lok septem-
bermánaðar var forðinn hinn
minnsti síðan 1952. Nú er hann
2093 milljónir dollara.
BONN, 4. nóv. — Adenauer fer
í opinbera heimsókn til Lundúna
í næsta mánuði. Mun hann dvelj-
ast í 3 daga í London og ræða
við Macmillan.
„Gi/ð gefi oð
Þýzkaland sigri"
STOKKHÓLMI. — „Það voru
mikil mistök hjá Norðmönnum
að grípa til vopna gegn Þjóð-
verjum í stað þess að taka hinu
skynsamleg fordæmi Dana“, —
sagði Gustav V árið 1943 í sam-
tali við þáverandi þýzka sendi-
herrann í Stokkhólmi, Hans
Thomsen. Það er sænska dagblað-
ið „Dagens Nyheter", sem birt
hefur skýrslu þýzka sendiherr-
ans um viðtal hans við konung,
en skýrsluna sendi hann beint til
Berlínar strax eftir viðtalið, sem
að sögn blaðsins átti sér stað í
konungshöllinni í Stokkhólmi 2.
marz árið 1943.
Samkvæmt skýrslunni á Gúst-
af konungur að hafa sagt: „Guð
gefi að Þýzkaland sigri í styrj-
öldinni".
Koht, fyrrum utanríkisráðherra
Norðmanna, hefur nú gefið út
minningar sínar frá árunum
1939—40 — og í viðtali, er hann
hefur átt við norskt blað, dreg-
ur hann enga dul á það, að fyrir
atbeina Þjóðverja fór Gústaf
konungur þess á leit við Hákon
Noregskonung þegar hann var í
útlegðinni, að hann afsalaði sér
konungdómi.
Dagskrá Alþingis
Sameinað Alþingi þriðjudaginn
5. nóv. 1957, kl. IV2 síðdegis.
Rannsókn kjörbréfs, frh.
Efri deild Alþingis þriðjudag-
inn 5. nóv. 1957, að loknum fundi
1 Sameinuðu þingi.
1. Kosning tveggja fulltrúa og
jafnmargra varafulltrúa úr hópi
þingmanna í Norðurlandaráð að
viðhafðri hlutfallskosningu, sam-
kvæmt þingsályktun samþykktri
á Alþingi 29. jan. 1953 um kjör
fulltrúa í Norðurlandaráð. Gildir
kosningin þar til ný kosning hef-
ui farið fram á næsta reglulegu
Alþingi.
2. Tollskrá o. fl. — Frh. 2.umr.
(Atkvgr.)
3. Búfjárrækt, frv. — 1. umr.
Neðri deild Alþingis þriðjud.
5 nóv. 1957, að loknum fundi í
Sameinuðu þingi.
1. Kosning þriggja fulltrúa og
jafnmargra varafulltrúa úr hópi
þingmanna í Norðurlandaráð. —
2. Tollskrá o. fl. — 1. umr.
Sonkomur
HjálpræSisUerinn
1 kvöld kl. 20,30: Æskulýðssam
koma. S.-major Arvid Strand stjóm
ar. — Fjölbreytt efnisskrá. Vel-
komin. ________
K.F.U.K. — Ad.
Fundurinn fellur niður í kvöld.
— Stjórnin.
Fíladelfía
Síðasti biblíulesturinn, sem
Ingolf Kolshus hefur ' dag kl. 5.
Vakningarsamkoma kl. 8,30. Síð-
asta samkoman sem Kolshus talar
á. Allir velkomnir!
Félafjslíi
Knattspyrnudeild K.R.
Aðalfundur deildarinnar vorður
haldinn föstudaginn 8. þ.m., kl.
8,30, í félagsheimilinu. — Stjórnin
Kvenskálafélag Reykjavíkur
Þær stúlkur, sem hafa hugsað
sér að gerast skátar og ljósálfar
í KSFR innritist miðvikud. 6.
nóvember kl. 7,30, 1 Skátaheimil-
inu gegn afhendingu inntöku-
beiðna, sem þið fáið £ Skátabúð-
inni, á 1 kr.. — Stjórnin.
Lokað í dag
frá hádegi vegna jarðarfarar
Samtrygging ísl. Botnvörpunga,
Lýsissamlag ísl. Botnvörpunga.
Hjartaris þakklæti til allra er glöddu mig í tilefni af
75 ára afmæli mínu.
Guð blessi ykkur öli.
Ingibjörg Magnúsdóttir,
Bergþórugötu 23.
Innilegar þakkir votta ég öllum þeim, sem á áttræðisaf-
mæli mínu og þess vegna hafa sýnt mér vináttu með heilla-
óskum sínum, blómum og öðrum kærkomnum vinahótum.
Matthías Þórðarson.
Jarðarför fökur okkar
GRÍMS JÓNSSONAR
Laugarnesveg 68 (Árnes), fer fram frá Fríkirkjunni
fimmtudaginn 7. nóvember kl. 1,30.
Blóm og kransar vinsamlegast afbeðið.
F. h. systkina minna og annarra vandamanna
Sigurgrímur Grimsson.
Jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa
VIGFÚSAR EINARSSONAR
fer fram 6. þ. m. í Fossvogskirkju klukkan 10,30 f. h.
Börn hins látna.
........................................... ’’
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir
JÓN ÓLAFSSON
rafvirkjameistari, Grettisgötu 35B, andaðist í Bæjarsjúkra-
húsi Reykjavíkur 3. nóvember.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna.
Ragnhildur Jónsdóttir, Filipía Ólafsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir, tengdabörn og
Ólafur Þ. Jónsson, barnaböin.
Guðmundur K. Jónsson,
Faðir okkar
ÞORVARÐUR GUÐBRANDSSON
Bakka á Kjaiarnesi, andaðist að heimili sínu 3. þ.m.
Börn hins látna.
Móðir okkar
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR
Laugaveg 157, andaðist 3. nóvember að Elli- og hjúkrun-
arheimilinu Grund.
Þorbjörg Ólafsdóttir,
Guðríður Ólafsdóttir.
Móðir okkar
MARTHA CLARA BJÖRNSSON
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun, mið-
vikudaginn 4. nóv. kl. 1,30 e.h.
Björn, Harald og Haukur Bjömsson.
Systir mín
RAGNHILDUR GUÐRÚN FINNSDÓTTIR Mc CHESNEY
lézt 26. okt. sl. í Los Angeles.
Kristín Finnsdóttir.
Faðir minn
MAGNÚS GÍSLASON
Brekku, andaðist 2. þ.m. — Jarðaxförin ákveðin síðar.
Gísli Magnússon.
Konan mín
EDITH SONJA
andaðist í Landsspítalanum að morgni þess 4. nóvember.
Ágúst Brynjólfsson.
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
GUÐRÚNAR ÞORVARDARDÓTTUR
frá Seyðisfirði.
Arni Vilhjálmsson,
Vilhjálmur Ámason, Sigríður Ingimarsdóttir,
Þorvarður Árnason, Gyða Karlsdóttir,
Tómas Árnason, Þóra Eiríksdóttlr,
Margrét Árnadóttir, Guðjón Valgeirsson.
Öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug
við sviplegt fráfall föður okkar, fósturföður, tengdaföður
og afa
KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR
færum við innilegustu þakkir. — Guð blessi ykkur öil.
Kristín Kristjánsdóttir. Pétur Jónsson,
Katrín Kristjánsdóttir, Guðlaugur Jakobson,
Hrönn og Aðalsteinn Thorarensen og barnaböm.
Jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa
okkar
MARKÚSAR SIGURÐSSONAR
húsasmíðameistara, Ljósvallagötu 24, fer fram frá Dóm-
kirkjunni miðvikudaginn 6. nóvember kl. 10 árdegis.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á
kristniboðið í Konsó.
Sigríður Helgadóttir.
dætur, tengdasynir og barnaböru.
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur vin-
semd við andlát og jarðarför móður okkar
HÖLLU ÞORSTEINSDÓTTUR
Börn hinnar látnu.
Útför mannsins míns
JÖRGENS I. HANSENS
skrifstofustjóra, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudag-
inn 6. nóvember n.k. kl. 2 e.h.
Blóm afbeðin.
Inga Hansen.