Morgunblaðið - 05.11.1957, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ
Norðan kaldi eða stinni \'S-
kaldi, léttskýjað.
Ungverjalandsfundur
Sjá bls. 11.
251. tbl. — Þriðjudagur 5. nóvember 1957
Enn tókst föngum
frá Litla-Hrauni á
Einn þeirra komst aftur undan í gœr
að strjúka
laugardag
Þessi mynd va rtekin við útför Bjarna Sigurðssonar fyrrver-
andi skrifstofustjóra Varðarfélagsins, er fór fram frá Dóm-
kirkjunni í gær. Fulltrúar Varðarfélagsins bera kistuna úr
kirkju, þingmenn Sjálfstæðisfiokksins báru í kirkju. Séra
Bjarni Jónsson vígslubiskup jarðsöng, dr. Páil fsólfsson lék
á orgei og Dómkirkjukórinn söng. Fjölmenni var við jarðar-
förina. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
vtrnn Ivkov
öðru sæti
Selfossi, 4. nóv.
FRÁ því á sunnudaginn hefur
fjöldi fólks hér um alla sýslu
fylgzt af spenningi með eltinga-
leik lögreglu og fangavarða við
þrjá strokufanga frá Litla Hrauni.
í kvöld þegar talið var að fang-
arnir væru komnir undir lás og
slá á ný, barst fregnin hingað
að einum strokufanganna hefði
tekizt að strjúka þá er verið var
að flytja þá til fangelsisins.
Það vai- um klukkan 6 á sunnu-
dagskvöldið sem föngunum tókst
að strjúka frá Litla Hrauni. Þá
var þar matmálstími. Þeir kom-
ust út úr húsinu og að fangelsis-
hliðinu, en þar tókst þeim auð-
veldlega að losa járnrim úr og
voru þeir frjálsir ferða sinna,
dimmt var orðið.
Þeir komu þá um kvöldið, milli
kl. 8—9 að Ragnheiðarstöðum í
Gauverjabæjarhreppi, en sá bær
er fremsti bærinn í hreppnum.
Er þaðan ekki ýkjalangt til sjáv-
ar.
Einn strokufanganna þekkti
bóndann Guðmund Axelsson, sem
þar er einn með konu sinni. Hafði
þessi fangi verið hjá honum um
skeið í vinnumennsku. — Fang-
arnir gættu þess á meðan þeir
höfðu þar viðdvöl að Guðmundur
færi ekki í símann og segi til um
ferðir þeirra, enda mun hann
ekki hafa reynt það, því fangarn-
ir hefðu þá látið höndum skipta
við bónda.
En þegar þeir voru farnir seint
um kvöldið, gerði Guðmundur
Axelsson þegar aðvart um að
þeir hefðu þar verið. Ekki gat
hann þó vitað hvert þeir hefðu
farið, því þeir voru á svipstundu-
hornir í myrkrinu.
Ekki er kunnugt um hvaða ráð-
stafanir voru þá gerðar um kvöld
ið til þess að hafa hendur í hári
strokumannanna, aðrar en þær
að lögreglumenn voi'U settir á
Ölfusárbrú. Þar var svo höfð
varðgæzla alla nóttina og í allan
dag.
Á sunnudagsmorguninn komu
þremenningarnir frá Litla Hrauni
gangandi heim að Ragnheiðarstöð
um, vel hressir og hvíldir eftir
svefn næturinnar í beitarhúsum
sem standa nokkuð frá bænum.
Þar höfðu þeir grafið sig í heyið.
Guðmundur bóndi mun hafa
bent þeim á hve tilgangslaust
væri fyrir þá að reyna að komast
undan. Fékk hann þá til þess að
samþykkja það, að aka með hon-
um niður að Litla Hrauni. gegn
ákveðnu skilyrði sem þeir settu
fram. Nú hringdu þeir í sýslu-
Fœr vísindastyrk
Wageningen 4/11 (Reuter)
Á SKÁKMÓTINU í Wageningen er nú lokið 5 umferðum. Vinningar
standa þannig að loknum biðskákum úr 4. og 5. umferð: Szabo 5 v.,
Friðrik Ólafsson 3'/£ vinning., Uhlman og Larsen 3 v og 1 biðskák,
Donner og Trifunovio 3 v., Duckstein v. og biðskák.
Úrslit í 5. umferð sem tefld
var á sunnudaginn, urðu þessi:
Friðrik og Trifunovic: jafntefli.
Troianescu vann Alster.
Szabo vann Donner.
Dúckstein og Uhlmann: bið.
Hriíning á fónleikum
Sleinunnar S. Briem
HÚSFYLLIR var á píanótónleik-
um ungfrú Steinunnar S. Briem
í Þjóðleikhúsinu s.l. sunnudag.
Var hinni ungu listakonu afburða
vel tekið. Auk þeirra verka
sem voru á hljómleikaskrá henn-
ar varð hún að leika tvö aukalög.
Var hún köliuð fram hvað eftir
annað, bæði eftir einstök verk og
i lok hljómleikanna. Einnig barst
henni fjöldi blóma. Meðal áheyr-
«nda voru forsetahjónin.
Hanninen og Orbaan: jafnt.
Teschner og Clarke: biðskák.
Stáhlberg vann Linblom.
Kolarov vann Ivkov.
Larsen og Niephaus: biðskák.
í gær voru tefldar biðskákir
úr 4. og 5. umferð. Úrslit urðu
þessi:
Friðrik vann Ivkov.
Trifunovic vann Niephaus.
Teschner vann Lindblom.
Donner vann Alster.
Teschner og Clark: jafntefli.
Orgaan og Dúckstein: jafntefli.
Skák Larsens og Niephaus fór
aftur í bið.
AKRANESI, 4. nóv. — Einn rek-
netabótur, Júlíus Björnsson frá
Dalvík, fór héðan út í dag. Ægir
var ekki tilbúinn fyrr en i morg-
un og fór hann þá út til síldar-
leitar.
FYRIR nokkrum dögum var til-
kynnt í Kaupmannahönf að ís-
lenzki læknirinn Ólafur Bjarna-
son hefði hlotið styrk úr sjóði
I. C. Möllers til rhnnsókna á
krabbameini í legi. Nemur styrk-
urinn til Ólafs 10.000 dönskum
krónum.
Ólafur Bjarnason læknir er 43
ára að aldri. Hann lauk embættis
prófi í læknisfræði við Háskóla
íslands árið 1940 og gerðist það
sama sumar aðstoðarlæknir við
rannsóknastofu háskólans í
meinafræði. Hefur hann unnið
þar síðan, og er nú 1. aðstoðar-
læknir. Ólafur dvaldist við fram-
haldsnám við Korolinsku stofn-
unina í Stokkhólmi 1945—1947
og í London 1949—1950.
I. C. Möller sjóðurinn ber nafn
stofnandans, sem er danskur iðn-
rekandi. Úr honum eru veittir
styrkir til ungra vísindamanna í
Danmörku, íslandi og Svíþjóð og
hefur einn íslendingur áður not-
ið styrks úr sjóðnum. Er það Ein-
ar G. E. Sæmundsen skógfræð-
ingur, sem hlaut hann íyrir
árum.
Að þessu sinni hreppti danskur
vísindamaður, Jens Nielsen að
nafni, styrk ásamt Ólafi Bjarna-
syni. Fæst hann einnig við
krabbameinsrannsóknir.
Er tilkynning um styrkveiting-
una var birt, var og sagt frá um-
mælum Níelsar Dungal prófess-
ors um Ólaf. Kvað prófessorinn
hann vera „sjálfstæðan og athug-
ulan rannsóknarmann og ágætan
starfsmann“.
mannsskrifstofuna hér á Selfossi.
Þeir kváðust mundu koma í bíl
Guðmundar á Ragnheiðarstöðum
niður að Litla Hrauni án allrar
fyrirhafnar fangelsisvarðanna,
gegn því að refsing þeirra yrði
milduð. Um þetta var ekki hægt
að gefa nein ákveðin loforð. Þá
ventu þeir kvæði sínu í kross og
skyldi yfirvaldið vissulega þurfa
mikið fyrir því að hafa, að flytja
þá aftur í fangelsið. Með það ruku
fangarnir á dyr á Ragnheiðar-
stöðum og gengu upp Mýrar eins
og það er kallað. Sást til ferða
þeirra frá hverjum bæ og með
þeim var stöðugt fylgzt.
Hér á Selfossi voru sendir tveir
bílar af stað mannaðir röskleika
mönnum, til þess að hefta för
strokufanganna. Segir ekkj af
ferðum fyrr en síðdegis í dag. Þá
komu fangarnir til ívars bónda í
Saurbæ. Hann er þar einn á jörð-
inni sinni. Er bær þessi ekki í
vegasambandi, um V2 tíma gang-
ur af veginum.
Þar voru þeir er Selfyssingarn-
ir komu og handtóku þá. Fang-
arnir eru ailir ungir menn. —-
Mun einn þeirra hafa tekið þátt
í öllum þeim flóttatilraunum sem
gerðar hafa verið á Litla Hrauni
nú í haust og vetur.
Þegar komið var niður að Litla
Hrauni í kvöld með fangana og
verðirnir voru að taka við þeim,
komst einn þremenninganna und
an á flótta á nýja leik. Þetta var
í rökkurbyrjun og misstu fanga-
verðirnir af manninum. Hér var
um að ræða þann hinn sama og
þrisvar áður hafði flúið, en hann
er norðan frá Akureyri þessi
maður.
Hann hafði ekki náðst þá er
síðast fréttist. Var í kvöld aftur
kominn lögreglumaður á Ölíusár
brú, til þess að hefta för fangans
ef hann myndi reyna að komast
vestur ýfir ána t.d til Reykja-
víkur. — G. G.
Gamla húsið í Þjósár-
túni brann til ösku í gœr
Nýja húsið stórskemmdist
Selfossi og Mykjunesi í Holtum, 4. nóv.
GAMLA TMBURHÚSIÐ í Þjórsártúni brann í morgun til ösku.
Miklar skemmdir urðu á nýja bæjarhúsinu. Þetta er þriðji stór-
bruninn sem orðið hefur milli Þjórsár og Rangár síðustu vikui-nar.
Það var um klukkan 11 að eld-
urinn kom upp í húsinu. Þá var
strekkingur, og heimilisfólkið,
Hvað er framundan í efnahagsmálunum!
*
Olafur Björnsson talar um efna-
hagsmál á aðalfundi Varðar
í kvöld
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR heldur aðalfund í Sjúlfstæðis-
húsinu í kvöld kl. 8,30. Á fundi þessum fara fram venjuleg aðal-
fundarstörf.
Þá mun prófessor Ólafur Björnsson, alþingismaður, flytja ræðu:
— Hvað er framundan í efnahagsmálunum?
Um fátt er nú meira talað og hugsað af öllum almenningi en
um efnahagsmálin. Og menn spyrja að vonum, hvað sé fram undan
í þeim efnum. Það er því að líkum, að Varðarfélagar muni ekki
sitja sig úr færi með að hlýða einmitt á Ólaf Björnsson í kvöld.
Verður vafalaust mjög fróðlegt að heyra hann skýra þessi mál og
t yfja til mergjar.
F.ftir ræðu prófessorsins mun hann svara fyrirspurnum, er fund-
armenn geta beint til hans um þessi mál.
Olafur Bjönisaou
2 ! fékk ekki neitt við eldinn ráðið.
Kallað var á slökkviliðið á Sel-
fossi.
Gamla húsið, en það reisti Ól-
afur Isleifsson læknir árið 1904,
var brátt alelda. Slökkvistarfið
var mjög erfitt og torsótt og
að eftir að slökkviliðið á Selfossi
var komið á vettvang, tók um
eina klukkustund að koma dæl-
unni í gang. Mun þessi gang-
tregða hafa stafað af frostinu og
kulda.
Á meðan á þessu gekk brann
gamla húsið að mestu og eldurinn
læsti sig í þak nýja bæjarhússins,
sem stendur fast við gamla hús-
ið. Brann um helmingur þaksins,
áður en tekizt hafði að kæfa eld-
inn. Innanstokksmununum tókst
að mestu að bjarga út úr bænum,
en aðrar skemmdir á bæjarhús-
inu urðu af vatni og reyk.
Ölver bóndi Karlsson bóndi í
Þjósártúni, sem þar hóf búskap
1943, hefur á þessum árum stór-
lega bætt jörðina og rekur hann
I mikið bú þar. Meðan hús hans
er óhæft til íbúðar mun hann
halda til með konu sína og fimm
börn þeirra og fullorðna konu að
Þjótanda hjá Ólafi bónda.
Eldsupptök urðu þau að gamla
húsið hefur verið notað sem kart-
öflugeymsla a.m.k. hluti af því
og vegna frosthættu hafði verið
lagt í eldavél, en út frá henni
kviknaði.
Það bjargaði nýja bæjarhúsinu
að brunadælunni tókst loks að
koma í gang.
Orðsending frá
Morgunblaðinu
VÉGNA inflúenzutaraldurs
vantar börn til blaðburðar.
Meðan þannig stendur a þarf
blaðið að fá börn og unglinga
til að hlaupa í skarðið og taka
að sér btaðburð
Börn þau, sem vilja hjálpa
til eru vinsamlegast beðin að
hringja til afgreiðslu Morgun-
blaðsins, simi 2?480, eða koma
og tala við afgreiðsluna Aðal-
stræti 6.