Morgunblaðið - 20.11.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.11.1957, Blaðsíða 1
20 síður Ræða Ólafs Thors á fundi í Keflavik i gærkvöldi: Ríkisstjórnin telur, að Nato-ríkin láti 100—150 millj. kr. í samskotabaukinn gegn því að hún svíki ekki varnar- samninginn í bráð FLOKKSRÁÐ Sjálfstæðis- flokksins í Gullbringusýslu hélt fund í Keflavík í gær- kveldi. Fundurinn var mjög fjölsóttur, og flutti Ólafur Thors þar framsöguræðu. Ekki eru tök á því að skýra frá þessari ýtarlegu ræðu, en þó verður hér minnst á ein- staka kafla hennar. Ólafur hóf mál sitt með því að segja, að sl. fimmtudag hefði hann flutt ræðu á fundi Full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Síðan hefðu and-, stæðingablöðin helgað sér all- mikið rúm. Þannig hefðu öll stjórnarblöðin flutt persónulegar ádeilur á sig síðastl. sunnudag. Væri slíkt góðs viti, því: „Vondra last ei veldur smán, en vondra lof er heiðursrán“. Lausn á vanda útgerðarinnar Ólafur vék nú að útvegsmál- unum og svaraði allýtarlega Þjóð viljanum og Lúðvik Jósefssyni. „Ólafur Thors, fyrrv. sjávar- útvegsmálaráðherra, stóð alger- lega eins og þvara og varð að viðurkenna opinberlega fáfræði sína og aumingjaskap með því að lýsa því yfir, að hann gæti enga tillögu fiutt og ekkert bent á til lausnar vandamálum útgerð- arinnar". Þetta eru ummæli Þjóðviljans um afstöðu Ólafs Thors og Sjálf- stæðisflokksins til 500 millj. kr. skatta núverandi ríkisstjórnar um síðustu áramót, en þar af voru eins og kunnugt er 300 millj. kr. nýir skattar. Hann stóð þá svo sem ekki eins og þvara hann Lúðvík Jós- efsson, sagði Ólafur. En hver var nú annars stefna Lúðvíks Jósefssonar í þessum málum? spurði Ólafur. Hvað var það, sem L. J. sagði, þegar fyrr- verandi ríkisstjórn ætlaði að leggja á 150 millj. kr. nýja skatta til viðreisnar sjávarútveginum? Um það segir Þjóðviljinn 31. jan. 1956: „Ræddi Lúðvík Jósefsson sér- staklega um hinar nýju óhemju álögur ríkisstjórnarinnar. Sýndi hann fram á, að hér væri ekki aðeins um að ræða einhverja stórfelldustu árás, sem gerð hef- Ólafur Thors ur verið á lífskjör vinnandi fólks í landinu, heldur efna- hagslegt glapræði, sem draga myndi enn meiri ófögnað á eftir sér.“ Þetta voru orð postula sann- söglinnar. En hvað var það svo, sem hann gerði? Hann stóð svo sem ekki upp eins og þvara. — Hann lagði til, að gerð yrði: ,,.... stórfelldasta árós, sem gerð hefur verið á lífskjör hins vinnandi fólks í landinu." Kenningar kristinna og kommúnista stangast á Varsjá, 19. nóv. Einkaskeyti frá Reuter. SÍÐDEGIS í dag var enn birt til- kynning í Varsjá um fyrirhugað- ar hreinsanir í kommúnista- flokki landsins. Var þar sagt, að stuðningsmenn kaþólsku kirkj- unnar yrðu að víkja úr flokkn- um. Stefna flokksins og kirkj- unnar stangist á í sumum atrið- um — og flokkurinn megi ekki eiga yfirvofandi svik manna sinna. Áður hefir því verið lýst yfir að kyrrstöðumenn bæði til hægri og vinstri yrðu að víkja úr flokknum. Hér var átt við þá, sem vilja lýðræðislegri stjórnar- hætti — og hina, sem telja flokks stjórnina ekki einfæra um að finna hina réttu línu. Ætlaði ekki að segja neitt Ijótt NEW YORK, 19. nóv. — I um- ræðum um Kasmírmálið í örygg- isráðinu í gær jós Mehnon, full- trúi Indlands, skömmum yfir Dickson, fulltrúa Breta. Sagði Mehnon að hinn síðarnefndi væri leiðinlegur ræðumaður og Bretar væru ræningjar. Að fundi lokn- um kom Mehnon til Bretans og bað hann afsökunar. Hann hefði ekki ætlað að segja þetta. Hann lagði til, að 300 millj. kr. nýir skattar væru lagðir á þjóðina. Þeir eru ekki feimnir, þessir piltar. Ríkisstjórnin og veðurfarið Gaman er að aihuga ummæli postula sannsöglinnar um ágæti stjórnarstefnunnar, sagði Ólafur. Um það segir Þjóðviljinn og Lúðvík: „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar leiddu til þess, að þátttaka í út- gerð á síðastliðinni vertíð jókst um 25%, þegar miðað er við bátafjölda og róðrafjölda, í sam- anburði við næsta ár á undan". „Verða ekki allir að viður- kenna, að þetta atriði sannar, að stefna ríkisstjórnarinnar var í þessu tilfelli rétt, og að þetta atriði er einmitt veigamesta atriði í efnahagsmálunum?" Menn athugi þessi orð: „róðrafjöldi", — „er einmitt veigamesta atriðið í efnahags- málunum“. Þá vita menn það. Framh. á bls. 18 Fregnir berast nú um það, að líklegt sé, að Kuwatli forseti Sýr- lands verði látinn fara frá. Rússneskir herforingjar hafa nú töglin og hagldirnar á stjórn höfuðborgarinnar Damaskus og ýmsir halda því nú fram, að Kuwatli eigi í vök að verjast. Myndin var tekin af honum (t.h.) er hann fór til fundar við Nasser á dögunum og tckur Nasser þarna á móti honum á flug- vellinum í Kairo. Fritkkum komu vopnasendingarnar til Túnis ekki á óvart — segir Dulles WASHINGTON og PARIS, 19. nóv. — Einkaskeyti frá Reuter. — í dag hófust í Washington við- ræður þeirra utanríkisráðherr- anna Pineau og Dulles um vopnasendingar Breta og Banda- ríkjanna til Túnis. Áður en fundurinn hófst lét Dulles svo um mælt við blaða- menn, að hann vænti þess, að viðræðurnar leiddu til gagn- kvæms skilnings Frakka og Bandaríkjamanna á þessu máli. Sagði Dulles, að franska stjórn- arkreppan hefði sennilega átt einna mestan þótt í því að til þessa. ágreinings kom með Bandaríkjamönnum og Frökkum Hins vegar kvað hann vopna- sendingarnar til Túnis mundu styrkja heimsfriðinn. Nú væri öllum andkommún- istaríkjum það ljóst, að Bret- land og Bandaríkin veittu þeim traust — og þau þyrftu ekki að leita á náðir kommúnista. Dulles sagði, að Bandaríkja- stjórn hefði alla tíð talið J& franska stjórnin mundi láta Tún- is vopn í té. Hefði Bandaríkja- stjórn fullvissað Bourguiba um að hann fengi vopn frá Vestur- löndum fyrir 1. október. Þegar franska stjórnin féll, sagði Dull- es, að Bandaríkjastjórn hefði talið Bouruiba á að bíða eftir vopnunum til 12. nóv., þá mundu Frakkar áreiðanlega verða reiðu- búnir til þess að senda vopnin. Kvað hann bandarískar herflug- vélar hafa flutt vopn til Lybíu strax og fresturinn var útrunn- inn. Hefðu Frakkar sett skilyrði fyrir vopnasendingum, sem Tún- isstjórn hefði ekki getað gengíð að. Bretar og Bandaríkjamenn hefðu þá ákveðið að senda vopn- in á eigin ábyrgð. Ekki vildi Dulles láta uppi hver skilyrði Frakkar hefðu sett. Sagði hann, að fulltrúar Vesturveldanna hefðu ráðgazt um mál þetta lengi í Washington og Frökkum hefði alls ekki komið þetta á óvart. Skoðun sín væri sú, að Frökkum bæri að útvega Túnis vopn til varna og vonaðist hann til að geta haft einhver áhrif á Pineau í þá átt. Pineau Iét svo um mælt áður en fundurinn hófst, að vonandi tækist þeim Dulles að finna ó- brigðult ráð til þess að koma i veg fyrir að bandarísku og brezku vopnin kæmust í hendur uppreistarmanna í Alsír. Þá sagði hann og, að þeir ráðherrarnir mundu og taka til meðferðar væntanlegan ráðherrafund í París svo og vandamálin í Ev- rópu og löndunum fyrir botni Miðj arðarhaf sins. 1 ræðu sinni í franska þing- inu í dag lét Gaillard svo um mælt, að ósamlyndi Vesturveld- anna í þessum málum mætti ekki verða til þess að eins færi í Norður-Afríku og farið hefði í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins, þar sem kommúnistar hefðu getað notað sér óeiningu Vesturveldanna sér til fram- dráttar. Sagði hann að NATO mundi missa mátt sinn ef bandalags- rikin gætu ekki haldið náinni samvinnu á sviði utanríkismála. Samningum um eld- flaugastöðvar í Evrópu verði flýtt WASHINGTON 19. nóvember. Einkaskeyti frá Reuter. DULLES, utanríkisráðh. Banda- ríkjanna lét svo um mælt á fundi með blaðamönnum í dag, að Bandaríkjastjórn mundi rann saka möguleikana á þvi, að ná samkomulagi við NATO-riki á meginlandi Evrópu um að koma þar upp eldflaugastöðvum og safna þar birgðum kjarnorku- skeyta. Taldi Dulles sennilegt, að málið yrði tekið til umræðu á fundi forsætisráðherra NATO- ríkjanna í París í næsta mánuði. Sagði hann einnig, að Norstad yfirhershöfðingi bandalagsins mundi sennilega reifa málið á fundinum. Jafnframt því, sem Dulles lét í ljós þá von sína að samkomulag næðist sem fyrst, við sem flest ríki í máli þessu, tók hann það fram, að Bandaríkjastjórn mundi ekki reyna að neyða nein ríki til þess að verða að óskum Banda- ríkjanna. Einungis kæmi til greina að eldflaugastöðvar yrðu reistar í þeim NATO-löndum, sem væru fús til þess að ljá land undir þær og teldu þær nauðsyn varnarsamtökum lýðræðisþjóð- anna. Lét hann þess getið, að Nor- stad yfirforingi hefði sagt honum, að Evrópuþjóðirnar mundu taka þessari málaleitun vel. . ★ Bandaríski varnarmálaráðherr- ann McElroy skýrði og frá því Framh. á bls 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.