Morgunblaðið - 20.11.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.1957, Blaðsíða 2
2 MORCTJMiL 4 ÐIÐ Miðvikudagur 20. nóv. 1957 ENDUHSKIPULAGNING NATO Nánari samvinna — Aukin verkaskipting LONDON, 19. nóvember. — Full- trúar Bretlands og Bandaríkj- anna hafa að undanförnu setið á rökstólum og gert áætlun um endurskipulagningu herstyrks NATO. Áætlun þessi mun nú fullgerð, en enn hefur samt engin opinber tilkynning verið gefin út um hana. Fréttamaður AFP í Londor. þykist þó hafa áreiðanlegar heim ildir fyrir því að hér sé um mjög víðtækar breytingartillögur að ræða og sé gert réð fyrir að stofnsetja sameiginlegan her bandalagsins og auk þess verði yfirstjórn allra herja bandalags- ríkjanna meira í höndum her- stjórnar bandalagsins en áður. M. a. er talið, að áætlað sé, að sjóher Norðmanna og Dana verði undir einni stjórn. — Þá er gert ráð fyrir nánari sam- vinnu bandalagsríkjanna á vís- indasviðunum og jafnframt verkaskiptingu. Bandaríkin eiga að framleiða langdræg kjarn- orkuskeyti og vetnissprengjur, en Bretar eiga að leggja aðal- áherzlu á framleiðslu flugskeyta, sem minna flugþol hafa. Bæði löndin láta kjarnorkuvopn af hendi við önnur bandalagsríki, sé þess óskað og birgðir af slík- um vopnum verða fluttar til bandalagsríkjanna undir umsjá Breta og Bandaríkjamanna. — Frakkar og V-Þjóðverjar verða beðnir um að framleiða skamm- dræg og meðallangdræg flug- skeyti, en kjarnorkuhleðslan í þau verður einungis framleidd i Bretlandi og Bandaríkjunum. Forsetakjörið kom á óvart PRAG, 19. nóv. Einkaskeyti frá Reuter. ANTONIN NOVOTNY, aðalritari kommúnistaflokksins tékkneska, var í dag kjörinn forseti Tékkó- slóvakíu. Hafði miðstjórn flokks- ins stungið upp á honum sem forsetaefni og var hann kosinn einróma í tékkneska þinginu. — Novotny er 52 ára að aldri, sat í fangabúðum Þjóðverja á styrj- aldarárunum, en hefur gegnt aðalritaraembættinu í flokknum í fjögur ár. Hann mun ekki láta af því embætti, en gegna því jafnhliða forsetaembættinu. Almennt hafði verið búizt við því að forsætisráðherrann, Sir- oky, mundi verða fyrir valinu í forsetaembættið og kom kjör Novotnys mjög á óvart. Lét Sir- oky svo um mælt í þinginu 1 dag, að þar sem kommúnista- flokkurinn væri eina skapandi aflið í landinu væri sérlega vel til fallið, að aðalritari hans gegndi einnig forsetaembætti. Von Brentano til við- rœðna við Dulles Washington, 16. nóv. Einkaskeyti frá Reuter. DULLES utanríkisráðherra tjáði blaðamönnum í dag, að von Brentano, utanríkisráðherra V- Þýzkalands, mundi koma flug- leiðis vestur um haf í lok vik- unnar og ræða við Dulles um ýmis þau mál, er tekin verða til umræðu á ráðherrafundinum í París í næsta mánuði. Kvað Dull- es þá Adenauer kanslara og von Brentano mundu fara til Lond- on í næstu viku til viðræðna við brezka ráðamenn og þess vegna væri mjög heppilegt að þeir von Brentano ræddust við nú. Ekki vildi Dules svara spurningum blaðamanna um það hvort fyrir- hugaður væri sameiginlegur fundur utanríkisráðherra Bret- lands, Frakklands og Banda- ríkjanna. Sukselainen gefst upp — illar horfur Helsingfors, 19. nóv. Einkaskeyti frá Reuter. SUKSELAINEN gekk í dag á fund Kekkonen forseta og skýrði honum svo frá, að hann hefði gefizt upp við tilraunir til mynd- unar meirihlutastjórnar í Finn- landi. Hefur Sukselainen reynt að mynda stjórn með þátttöku sósíaldemókrata, bændaflokks- Evrópumarkaður London, 19. nóv. Eínkaskeyti frá Reuter. NEÐRI DEILD belgiska þingsins samþykkti í dag aðild Belgíu að Evrópumarkaðinum og Euratom. Efri deildin mun nú fjalla um málið. Frakkland, V.-Þýzkaland og Ítalía hafa þegar fullgilt aðild sína að báðum þessum bandalög- um. Búizt er við að Holland og Luxemburg afgreiði málið einnig iunan skamms. — Eldflaugastöðvar Frh. af bls. 1. í dag, eftir að hann hafði átt fund með Eisenhower forseta, að Bandaríkin mundu geta látið meðallangdræg flugskeyti af hendi við bandalagsríkin í Ev- rópu fyrr en búizt hefði verið við. Hér er um að ræða flugskeyti sem hægt er að skjóta 2,400 km vegalengd. Af öryggisástæðum kvaðst hann ekki geta sagt ná- kvæmlega hvenær Bandaríkin mundu tilbúin til þess að afhcnda skeytin, en ekki mundi það verða þegar í stað. ins og finnska og sænska þjóð- flokksins. Bað Kekkonen hann þá að reyna að mynda stjórn með þátttöku sex flokka — kommún- ista og íhaldsflokksins auk hinna fjögurra fyrrnefndu. Fulltrúar íhaldsflokksins og sænska og finnska þjóðflokksins gerðu Sukselainen þegar grein fyrir því að þeir vildu ekki ganga til stjórnarsamstarfs við komm- únista — slíkt kæmi aldrei til grelna. Kommúnistar tilkynntu og, að þeir vildu ekki eiga aðild að sex flokka stjórn. SlÐUSTU FRÉTTIR Mikillar óánægju gætir meðal finnskra stjórnmálamanna með misheppnaðar tilraunir Sukse- lainen til þess að mynda stjórn Fullvíst er talið, að þingmenn hafi rætt það í dag sín á milli hvort ekki væri happadrýgst að slíta þingi og efna til nýrra kosn- inga. Finnlandsforseti kvaddi leiðtoga þingmannaflokkanna til fundar í kvöld, en ekki hafði frétzt neitt af viðraoðum hans við þá seint í kvöld. Lílil síldveiðl É Akureyrarpolli AKUREYRI, 19. nóv. — Síldveiði hefur verið mjög lítil hér á Akur- eyrarpolli sl. þrjá daga. Skipin hafa þó leitað talsvert og lóðað á síld en hún stendur svo djúpt, að ekki er hægt að ná henni. Að- eins mjög lítið magn barzt á land í dag. Veður er hér enn gott. Fjölmenni á kirkju- lónleikunum HAFNARFIRÐI. — Á mánudags- kvöldið voru haldnir hér í Þjóð- kirkjunni orgeltónleikar til að minnast þess að liðin eru 250 ár frá dauða Buxtehude. Orgelleik- ari kirkjunnar, Páll Kr. Pálsson, lék nokkur helztu verk hins mikla meistara, og Kristinn Halls son söng sólókantötu með undir- leik strengjasveitar og orgels. — Áður en Páll hóf flutning orgel verkanna, flutti Páll ísólfsson erindi um Buxtehude. — Kirkjan, sem tekur um 550 manns, var nær fullskipuð. Hljómleikar þessir voru haldn- ir á vegum Fél. íslenzkra organ- leikara, en það mun einnig efna til kirkjutónleika í Reykjavík um mánaðamótin, þar sem leik- in verða verk eftir Buxtehude. Ný embætti auglýst í GÆRKVÖLDI voru auglýst tvö ný embætti hjá ríkinu, sem for- seti íslands veitir, og verður í þau skipað frá og með 1. jan. 1958, en umsóknarfrestur er út- runninn um miðjan næsta mánuð. Hér er um að ræða sýslu- mannsembættið í Strandasýslu og héraðslæknisembættið í Kefla vík. RÓM 16. nóvember — Mágur Mussolinis hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa birt blaðagreinar, sem voru móðgandi fyrir ítalska forsetann og ríkisstjórn landsins. Bæjarstjóm Akureyrar: IJmræður um atvinnumál og fjölda vörubíla Akureyri, 19. nóv. í UPPHAFI bæjarstjórnarfundar á Akureyri í gær minntist forseti Jón Sólnes, látins fyrrverandi bæjarfulltrúa. Var það Lárus Thor- arensen er nýlega andaðist í Reykjavík í hárri elli. Lárus var bæj- arfulltrúi á Akureyri á árunum 1917—1919 og var ávallt mikill áhugamaður um velferðarmál bæjarins. Risu fulltrúar úr sætum til virðingar við hinn látna. Síðan var gengið til fundarstarfa. Á fundinum urðu nokkrar um- ræður um atvinnumálin i bænum og var tilefni þeirra samþykkt bæjarráðs um að fela bæjarstjóra að skrifa varnarmálanefnd bréf og fara þess á leit, að 25 manna flokkur frá Akureyri, ætti kost á varnarliðsvinnu. Engin sérstök tillaga kom fram í málinu en samþykkt bæjarráðs gaf ekki tilefni til ályktunar. Voru það einkum kommúnistarn- ir í bæjarstjórninni, sem gerðu þetta mál að umtalsefni og töldu samþykkt bæjarráðs óviður- kvæmilega. Settur bæjarstjóri, Þorsteinn Stefánsson, kvað þessa samþykkt til orðna fyrir tilmæli sín, enda væri talið að bænum væri skylt, að gera allar tiltækar ráðstafan- ir til þess að útvega bæjarmönn- um atvinnu. Talið hefði verið eðlilegt, að leita til varnarmála- nefndar til þess að geta að fengnu svari frá henni vísað mönnum á þessa atvinnu. Nýlokin atvinnuleysisskráning í bænum hefði sýnt að 30 karl- menn hefðu verið atvinnulausir þar af 17 einhleypir. Þá urðu nokkrar umræður um takmörkun fjölda vörubíla í bæn- um en vörubílstjórafélagið Val- ur hafði með erindi farið þess á leit við bæjarstjórn að fjöldi Tillaga Albaníu felld New York, 19. nóv. Einkaskeyti frá Reuter. TILLAGA sexveldanna um fjölg- un meðlima í afvopnunarnefnd S. Þ. hefur nú verið lögð fyrir Allsherjarþingið. Fylgdu fulltrú- ar Japans og Bandkaríkjanna tillögunni úr hlaði og er þar gert ráð fyrir að meðlimatalan í nefndinni aukist verulega — og verði hér eftir 25. Meðal þeirra ríkja, er lagt var til að sæti skyldu eiga í nefndinni voru Tékkóslóvakía og Pólland. Sem kunnugt er hafa Rússar neitað að sækja fundi nefndar- innar nema að gengið yrði að til- lögu þeirra um að öll ríki S. Þ., 82 að tölu, fengju sæti í nefnd- inni. Báru Vesturveldin þá fram fyrrgreinda miðlunartillögu. Fulltrúi Albaníu á Allsherjar- þinginu hefur nú borið fram breytingartillögu við tillögu sex- veld.anna — þar sem gert er ráð fyrir að enn verði fjölgað um sjö ríki í afvopnunarnefndinni — og ríkin verði þá 32. Telur alb- anski fulltrúinn, að Austurríki, Búlgaría, Indónesía, Rúmenía, Súdan, Finnland og Ceylon eigi að fá selu í nefndinni. í kvöld lýsti rússneski full- trúinn á Allsherjarþinginu því yfir, að Rússar mundu sætta sig við þær úrbætur, sem gerðar yrðu á starfsemi nefndarinn- ar, ef breytingartillaga Albaníu yrði samþykkt. Allsherjarþingið samþykkti í kvöld tillögu sexveldanna um að aðildarríkjum afvopnunar- nefndarinnar verði fjölgað í 25. þeirra skyldi takmarkaður við 45. Hins vegar hafði bæjarráð samþykkt að fjöldi þeirra skyldi vera 50 og var það samþykkt í bæjarstjórn með 7 atkv. gegn 2, atkvæðum kommúnista. Niðiurjöfnunarnefnd Þá kaus bæjarstjórn niðurjöfn- unarnefnd og hlutu kosningu Gunnar H. Kristjánsson, Hallur Sigurbjörnsson, Sigurður M. Helgason og Þorsteinn Jónatans- son. Varamenn voru kosnir Jón H. Þorvaldsson, Arngrímur Bjarnason, Torfi Vilhjálmsson og Björn Jónsson. Breyting kosningalaga Að síðustu var borin fram til- laga frá fulltrúum Alþýðuflokks- ins, Þjóðvarnarflokksins og kommúnista um að skora á Al- þingi að breyta gildandi kosn- ingalögum til Alþingis og sveita- stjórna þannig, að kosningum skuli lokið fyrir kl. 10 á kjör- degi. Ekki var borin fram tillaga um áskorun um að banna full- trúum flokka setu í kjördeild- um svo sem gert var í bæjar- "stjórn Reykjavíkur. Kom þetta fram í umræðum um málið og sagðist talsmaður flutningsmanna Marteinn Sigurðsson, ekki hafa athugað það mál. Samþykkt var tillaga bæjarstjóra, að vísa mál- inu til bæjarráðs. —vig. Dauflegt í þingsölum ENGINN fundur var í efri deild Alþingis í gær. Mun ástæöan vera sú, að ekkert mál lá þannig fyrir, • að forseti deildarinnar teldi unnt að taka það á dag- skrá. Fundur var hins vegar í neðri deild. Þar var eitt mál á dag- skrá, komið frá efri deild. Var það frumvarp um að breyta bú- fjárræktarlögunum á þann veg, að forðagæzlumenn skuli kjörn- ir af sveitarstjórnum, en ekki með almennum kosningum. Eng- inn þingdeildarmaður kvaddi sér hljóðs, og var frumvarpinu vís- að til nefndar og 2. umræðu. Lauk síðan fundinum og hafði hann þá staðið rúmar 4 mínútur. Skákmótið i Wageningen eftir 13 umferðir 1 T H 5 b 7 8 9 1Q 1L n 13 LL 75 15 7JL 15 Röp 'imm 1 Uhlmann É / / 0 0 / 1 t /z 'h h 'h 'h / 2 2)onn£R ■ 0 « 0 1 / 1 0 1 'h / 'h / / 5 Alster 0 0 'h h 0 Vz 0 'h 'h 0 / / 0 H SlADO / / /z m / 7 / 'h / 'h / / / / 5 núCKsre/N / 0 'h 0 Wé /• 0 0 'h / / 0 h 0 b MANN/NEN 0 0 1 0 0 >//M 0 0 'h 'h 'h 'h 'h 0 7 TESCH N£TZ 0 0 •h 0 / / ift 'h 0 'h / h / / 8 STÁ-HLDER& 0 1 / 'h / I ÍÉ4 0 /z 'h h / / / Q lVKOV 'h 0 'h 0 JL Wa /z 'h 'h 0 0 / h 1 /o Trifijnovic /z 'h 'h /% 'h É 'h t 'h 'h / / / 7z // EARSEN 'h 0 / / 'h 'h P / / / / 0 / / 12 N/EPHAUS 'h h /z 'h 'fz 0 0 w 0 'h 'h / / 0 n FRIDRlK 'h 'h / 'h 7 'h 0 1 il / / / / / m KoiaRov 0 'h 'h Zz / 'h 0 'h 0 / 7z, /2 0 J5 A/NDBlom 0 0 JL 0 0 O 0 0 Jáj 0 a / Yz /(> flABKK 0 0 / 'h !h 0 /z 0 / 0 0 'h 0 /7 ORDgan 0 0 0 'h 'h 0 0 0 0 0 0 0 'h /8 TRotnnfscu 0 0 / 0 / / 0 'h 0 / 0 / 'h *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.