Morgunblaðið - 20.11.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.11.1957, Blaðsíða 6
6 MOKCVTSBl 4Ð1E Miðvikudagur 20. nóv. 1957 VOPNASENDINGAR TIL TÚNIS Gaillard EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, kom upp I alvarlegur ágreiningur á fundi Atlantshafsbandalagsráðs- ins á dögunum, þegar Frakkar lýstu því yfir, að þeir tækju ekki lengur þátt í fundarstörfum og gengu út úr fundarsalnum. Til- efnið var að Englendingar og Ameríkumenn höfðu látið Túnis- stjórn í té vopn, sem að nokkru leyti voru þegar komin til lands- ins og að öðru leyti á að flytja þangað samkvæmt samningi um slíkar vopnasendingar. Sendi- herrar Frakka í London og Washington gengu á fund utan- ríkisráðherranna og lögðu fram hin harðorðustu mótmæli. — Franski forsætisráðherrann Gaill ard, stóð upp í þinginu og lýsti því yfir, að Bretland og Bandaríkin hefðu hagað sér óvinsam- lega gagnvart Frakklandi og væri hér um að ræða full- komið brot á samvinnunni innan Norður- Atlantshaís- bandalagsins. Hins vegar hefðu ítalir og Belgir neitað að láta Túnismenn hafa vopn og kynnu Frakkar að meta þá afstöðu. Gaillard skýrði frá, að um það leyti, sem franska stjórnin hefði verið mynduð, hefði henni verið skýrt frá, að brezk og amerísk vopn mundu verða send til Túnis ef Frakkar hefðu ekki látið Túnisstjórn hafa vopn fyrir þann 12. nóvember. Ástæðan fyrir því að Frakkar hefðu ekki sent Túnis búum vopn fyrir þennan tíma væri sú, að Túnisstjórn hefði ekki viljað ábyrgjast Frökkum að þeir tækju ekki á móti vopn- um frá Egyptum eða járntjalds- þjóðunum í framtíðinni. Loks er talið að Frakkar hafi gert þá kröfu á hendur Túnis, að Frakk- ar fengju að hafa sérstaka eftir- litsmenn um meðferð vopnanna, en til þess hefðu Túnisbúar ekki verið fáanlegir, þar eð þeim fyndist það vera brot á hinu ný- fengna fullveldi landsins. Þess- ar vopnasendingar voru ástæðan til upphlaups Frakka á NATO- fundinum en þar lýsti fulltrúi Frakka því yfir, að óþolandi væri sú tilhugsun að vopn frá NATO- löndum gætu orðið frönskum her- mönnum í Alsír að bana. Frakk- ar telja að uppreistarmenn í Alsír hafi notið alls konar hag- ræðis á landi Túnis og frá íbú- um þess og að ekkert öryggi sé fyrir því, að þau vopn, sem Bret- ar og Ameríkumenn senda, verði ekki notuð til þess að liðsinna uppreistarmönnum í Alsír. ★ Það var síðdegis hinn 13. nóv. að ameríski sendiherrann í París, Houghton að nafni, og brezki endifulltrúinn 3ir George Voung, heim- sóttu Pineau utanríkisráð- herra Frakka. Þeir skýrðu honum frá að stjórnir þeirra hefðu ákveðið að láta Túnis- stjórn hafa vopn. Fundur- inn með Pineau var ekki hljóða- laus. Ráðherrann reis upp og barði í borðið og sagði, að hér væri um ósvífið brot að ræða á samvinnunni innan Atlants- hafsbandalagsins. Houghton á þá að hafa lýst því yfir, að eins og ástandið væri nú í Túnis, væri ekki um annað að ræða fyrir Bandaríkjamenn en að láta Túnis stjórn hafa vopn. Forsetinn í Túnis, Habib Burgiba, væri í slíkri hættu staddur að amerísku og brezku stjórnirnar hefðu ákveðið að láta hann hafa vopn. Pineaw Houghton gaf í skyn, að Burgiba hefði fengið mjög góð tilboð frá bæði Egyptum og Sovétríkjun- um um vopnasendingar og nú stæði þannig á að andstöðuflokk- ar Burgiba krefðust þess, að her Túnis fengi þegar í stað vopn, svo landið væri ekki gersamlega varnarlaust og væri ekki um ann- að að ræða fyrir forsetann en að fá vopn til landsins með einhverj- um ráðum. Pineau óskaði þá ein- dregið eftir að þessar vopnasend- ingar færu ekki fram, fyrr en hann hefði þá í næstu viku farið til Washington en Houghfon neit- aði því algerlega. Stuttu eftir þennan fund komu svo fyrstu vopnasendingarnar, sem voru brezkar, til Túnis. Af Frakka hálfu kom það strax fram, að Burgiba væri hvergi nærri í eins mikilli kreppu eins og Banda- P1-'-- ríkjamenn láta. — Einnig létu Frakkar í ljós, að þeir hefðu verið um það bil að gera samkomulag við Túnisstjórn um vopnasend- ingar og Ame- ríkumönnum hefði verið það vegar hefðu Ameríkumenn viljað vera á und- an, því að þeir vildu láta líta svo út, sem þeir væru eins konar verndarar arabisku þjóðanna fyrir sunnan Miðjarðarhaf. — Hvernig, sem litið er á þessar staðhæfingar Frakka, þá sýnist augljóst að Túnisstjórn er það hin mesta nauðsyn að leita eftir vopnum nú þegar. í lok október bauð Burgiba til Norður- Afríku-fundar í Túnis. Það sem mesta athygli vakti á fundinum var koma foringja uppreisnar- innar í Alsír þangað. Þeir voru klæddir í glæsilega hermanna- búninga og voru mjög frakkir í máli og framkomu. Foringi þeirra Uamran, sem er foringi uppreisn- armanna á vígstöðvunum í Aust- ur-Sahara, lýsti því yfir, að frelsisherinn í Alsír væri þess megnugur að skapa úr allri Norður-Afríku „nýtt ríki með nýjum jafnaðarhugsjónum og reglubundnu stjórnskipulagi". Uppreisnarforingjar í Alsir Burgiba kunnugt. Hins Þetta lét ekki sem bezt í eyrum hinnar frjálslyndu stjórnar í Túnis eða sendimanna Marokkó- stjórnar, sem fyrst og fremst styðst við landeigendur. Upp- reisnarforingjarnir voru ekkert myrkir í máli um hve sterkir þeir væru. Þeir sögðust hafa skipu- lagðan her með um 100 þúsund mönnum og væru þeir mesta her- veldið í Norður-Afríku, fyrir utan Frakka. Þeir létu líka skýrt í ljós, að það væri alls ekki ætl- un þeirra, að Alsír yrði í fram- tíðinni stjórnað eftir frjálslynd- um hugmyndum, svo sem eins og þeim, sem fyrir Abbas vektu, en hann er einn af foringjum Alsír- búa, sem er landflótta í Kairó, og er mikill vinur Burgiba. Hið tilkomumikli ríki í Norður- Afríku mundi ekki verða borg- aralegt á vestræna vísu, eða frjáls lynt eftir kenningum Abbas og Burgiba, heldur mundi þar rísa upp nýtt þjóðfélag með sterkri „jafnaðarhugsjón" en slík hug- sjón, væri einmitt ríkiandi í her Alsírbúa. Burgiba og stjórn hans í Túnis hafa ekki dregið dul á, að þeir væru ekki ósmeykir við upp- reisnarherinn í Alsír. Túnisbúar hafa átt í miklum erfiðleikum á landamærum sínum út af her- mönnum frá Alsír og þegar á það er litið að herinn í Túnis telur ekki nema um 5 þús. manna og er illa búinn að vopnum, þá er það ekki óskiljanlegt þó Burgiba telji að landi sínu gæti verið nokkur hætta búin, ef uppreisn- arherinn í Alsír næði með ein- hverju móti tökum á landinu, hvernig svo sem það mætti verða og settist þar að ríkjum með þessar „jafnaðarhugsjónir" í huga, sem talið er að sé aðeins annað nafn á kommúnisma. ★ í Ijósi þessa er auðskilið, að Bandaríkjamönnum hefur þótt vissara að verða fyrri til og láta Túnisbúa þegar í stað hafa vopn. Með því vilja þeir líka láta það koma skýrt fram, að Bandaríkja- menn séu vinsamlegir þjóðun- um í Norður-Afríku og hliðholl- ir frelsishreyfingum þeirra. Enn fremur gæti slíkt skref orðið til þess að stemma stigu fyrir þeirri þróun, sem á síðustu tímum virð- ist hafa orðið innan uppreisn- arhersins í Alsír og kom fram á fundinum í Túnis. Burgiba lýsti því nýlega yfir, að hann mundi fljótlega fljúga til Rabat til þess að eiga þar við- ræður við Muhammed V kon- ung, en hann fer hinn 25. nóv. í heimsókn til Washington. — Burgiba sagði, að tilgangurinn með þessum viðræðum væri, að undirbúa aðgerðir í þá átt að reyna að fá Alsír-menn til þess að slaka á kröfum sínum eða „koma fyrir þá vitinu“, eins og forsetinn orðaði það. Síðustu fregnir herma að franski varautanríkisráðherrann, Maurice Faure, hafi s. 1. laugar- dag komið skyndilega til Bonn til þess, eins og það var látið heita, að ræða um „ýmislegt viðkomandi samstarfi Evr- ópu“. Er talið, að hann hafi farið fram á það við Aden- auer kanslara, að hann miðl- aði málum í þeim ágreiningi, sem komið hef- ur upp milli Frakka annars vegar og Ameríkumanna og Breta hins vegar út af vopnasendingunum til Túnis. Strax eftir að Faure kom til Bonn átti hann langt sam- tal við Hallstein prófessor, sem er einn af helztu ráðgjöfum Adenauers. Eitt þekktasta blaðið í Bonn, sem talið er standa mjög nærri Adenauer, lét í ljós að það væri sízt af öllu fjarri, að kansl- arinn miðlaði málum í þessari deilu. Adenauer fer til London. hinn 4. nóvember og samkvæmt þessum fréttum er ætlunin, að hann hefji þá þegar tilraunir í þá átt að miðla málum. Adenauer Ný bók eitir Margréti Jónsdóttur og þrjár aðrar barna- og unglingabækur frá „Æskunni” NÝLEGA eru komnar út fjórar barna- og unglingabækur hjá bókaútgáfu Æskunnar. Geira glókollur nefnist ný bók eftir Margréti Jónsdóttur. Gerist hún í sveit á Islandi kringum síðustu aldamót. Geira elst upp með móður sinni og stundum hjá sfcrifar úr daglega lífinu IJ p SKRIFAR: í Morgunblaðinu 7-. þ. m. er á 3. síðu „kvæði“ (!) eftir Jón úr Vör og nefnist það Lítil frétt í Blaðinu. Tilefni þess, að ég skrifa þessar línur, er það, að ég get ekki fallizt á, að hægt sé að kalla þetta kvæði. Þetta gæti nefnzt smágrein eða því um líkt. Eftir íslenzkri málvenju er ekki hægt að kalla annað kvæði eða Ijóð en það mál, sem er bundið, stuðlað og rímað og með réttum ljóðstöf- um. Ef þetta svokallaða kvæði er nú sett upp á eðlilegan hátt, þá verð- ur það svona: „Meistari, þú mikli foringi okk- ar uppreisnarmanna, sem trúum því, að sannleikurinn sé ekki mik ill og einn, heldur margur og smár eins og sandur, eins og bár- ur hafsins. Ég tala nú loks til þín, því í dag hef ég lesið í Blað- inu: Vinur okkar hefur talið daga sína í fanglsi vegna sannleika og kastað orðum sínum gegnum járn grindur yfír fangamúrinn eins og eldfuglum, óvinir okkar hafa grip ið þau og fagnað þeim, reiðubúnir að senda þau á ný inn í ríki þitt, foringi. Ég spyr: Hefur hann þá brugðizt okkur, er hans sannleik- ur annar en okkar — hefur þú þess vegna dæmt hann til enn meira fangelsis; og á þá ekki leng ur orð að mæta orði og tveir sannleikar að heilsast eins og ó- kunnir menn á götunni fyrir utan fangamúrana til þess að ræðast við? Ég tel ekki þörf á að taka nema fyrri hluta þessa svokallaða kvæð L,— is til þess að sýna, að þetta er ekkert kvæði. Þetta er bara smá- grein sett upp í mislangar línur. Til að sanna enn frekar það, sem að framan er sagt, tek ég hér af handahófi smápart úr grein Kristjáns Albertssonar, en sú grein er á sömu síðu og framan- greint kvæði. Úr þessari grein má búa til ,,kvæði“, — það verður svona: „Eg var beðinn að koma til Berlínar 1935 og kenna þar íslenzku við háskólann. Eg fór — og gerði þar aldrei annað af mér en að kenna íslenzku. Eg var í Kaupmannahöfn í september 1939 þegar styrjöldin hófst, fór til Berlínar, ætlaði að búast til heimferðar. En þá, eftir 19 daga stríð við Pólverja, þögnuðu fallbyssurnar. Veturinn 1939 — 40 var ekki barizt, nema hvað Rússar réðust á Finnland ..." Þetta „kvæði“ er búið til á sama hátt og „kvæði“ Jóns úr Vör og annarra slíkra, sem telja sig yrkja á óbundnu máli. Þessir menn virðast telja það aðalatrið- ið í kvæða- og ljóðagerð, að lín- urnar séu mislangar, annað skipti ekki máli. Þeir virðast ekki vita, hvernig á að yrkja — eða geta það ekki.“ vandalausum, þar sem faðir hennar dó áður en hún fæddist. Það er margt, sem á daga henn- ar drífur og lýkur sögunni, þeg- ar Geira hefur verið fermd og þær mæðgur fluttar til Reykja- víkur. Von mun á framhaldi sög- unnar síðar. Önnur bók Æskunnar er Sum- argestir eftir norsku skáldkon- una Gunvor Fossum í þýðingu Sigurðar Gunnarssonar skóla- stjóra. Gerist hún á norskum bú- garði þar sem húsráðendur efna til hótelrekstrar yfir sumartím- ann til þess að drýgja tekjur sín- ar. Fyrsti gesturinn er 12 ára drengur og gerist hana þrátt helzta söguhetjan — og þáð er margt, sem fyrir kemur. Þriðja bókin er Dagur frækni eftir norska barnabókahöfundinn Bernhard Stokke. Þetta er saga frá bronsaldartímanum. Faðir Dags er tekinn til fanga ásamt fleira fólki og fluttur suður á bóginn. Hann leggur af stað að leita hans ásamt ungum vinum, sem hann kynnist, og eins er ástatt um. Rata þeir félagar í hin mestu ævintýri. Sigurður Gunn- arsson hefur þýtt bókina. Loks kemur nú út hjá Æsk- unni þriðja útgáfan af hinni vin- sælu barnabók, Kisubörnin kátu eftir Walt Disnéy, prýdd mynd- um. Guðjón Guðjónsson íslenzk- aði söguna. I. O. G. T. St. Einingin nr. 14 Fundur 1 kvöld kl. 8,30. Minnzt afmælis stúkunnar. Eftir fund, sameiginleg kaffidrykkja. Talað orð — songur. Einherji-danssýn- ing, (Óli og Anna „rokka") o. fl. Félagarl Mætum vell — Æ.t.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.