Morgunblaðið - 19.12.1957, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtndagur 19. des. 1957
Vélskólakennarar, gestir og ncmendur við jólakaffiboröið.
Fyrir miðju háborði Gunnar Bjarnason skólastjóri og t.v. við
hann M. E. Jessen og t.h. Guðm. G. Hagalín.
Jólakaffi í Vélskólanum
1 dag er 354. dagur ársins.
Fimmtudagur 19. desember.
Árdegisflæði kl. 03,49.
Síðdegisflæði kl. 16,05.
Slysavar&stofa Keykjavíkur í
Heilsuverndarstöðinni er opin all-
an sólarhiinginn. Læknavörður L
R (fyrir vitjanir) er á sama stað,
frÉ kl. 18—8. Sími 15030.
Næturvörður er í Laugavegs-
apóteki, sími 24050. Lyfjabúðin Ið-
unn, Ingólfs-apótek, Reykjavíkur-
apótek, eru opin daglega til kl. 7,
nema laugardaga til kl. 4. —
Ennfremur eru Holts-apótek, Apó
teV Austu-bæjar og Vesturbæjar-
apótek opin daglega til kl. 8, nema
á laugardögum til kl. 4. — Þrjú
síðasttalin apótek eru öll opin á
sunnudögum milli kl. 1 og 4. —
Carðs-apótek, Hólmgarði 34, er
opið daglega kl. 9—20, nema á
laugardögum 9—16 og á sunnudög
um 13—16. Sími 34006.
Kópavogs-apótck, Álfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20, nema
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kl. 13—16. Sími 23100.
Keflavíkur-apótek er opið alia
virka daga kl. 9—19, laugardaga
frá kl. 9—16 og helga daga frá
k.. 13—16. — Næturlæknir er
Hrafnkell Helgason.
Hafnarfjarðar-apólek er opið
alla virka daga kl. 9 —21. Laugar
daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi-
dcga kl. 13—16 ^g 19—21. Nætur-
læknir er Eiríkur Björnsson, sími
50235. —
Akureyri: — Næturvörður er í
Stjörnu-apóteki, sími 1718. Nætur
læknir er Sigurður Ólason.
I. O. O. F. 5 ~= 13812198% =
RMR — Föstud. 20. 12. 20. —
VS — Jólam. — Hvb.
|0! Brúðkaup
14. þ.m. voru gefin saman í
hjónaband af séra Jóni Á. Sigurðs
syni, Grindavik. Arnleif ívarsdótt
ir og Sigurður Daníelsson, vél-
virki.
o AFMÆLI <■
70 óra er í dag Halldór Pálsson
frá Nesi í Loðmundarfirði. Hann
dvelst í dag á heimili sonar síns,
Melgerði 12, Kópavogi.
iEBB Skipin
Eimskipafélag Islumls h.f.: —
Dettifoss fór frá Ventspils 16.
þ.m. til Reykjavíkur. Fjallfoss fór
frá Akureyri í gærdag til Liver-
pool, London og Rotterdam. Goða-
foss fór frá Reykjavik 11. þ.m. til
New York. Gullfoss fór frá Rvík
17. þ.m. til Isafjarðar, Siglufjarð
ar og Akureyrar. Lagarfoss kom
til Riga 17. þ.m., fer þaðan til
Ventspils. Reykjafoss fer frá Isa-
firði í dag til Súgandafjarðar, —
Akraness og Reykjavíkur. Trölla-
foss fór væntanlega frá New York
18. þ.m. til Reykjavíkur. Tungu-
foss fór frá Akureyri 17. þ.m. til
Hofsóss, Sauðárkróks, Skaga-
strandar, Djúpavíkur og þaðan til
Austfjarða, Gautaborgar og Ham-
borgar. Drangajökull kom til Rvík
ur 16. þ.m. frá Kaupmannahöfn.
iiYmisleg
Orð lífsins: — Eftir ráðsálykt-
un sjálfs sín fæddi hann oss með
sannleiksorði, til þess að vér skyld
um vera nokkurs lconar frumgróði
skepna hans. (Jak. 1, 18.).
Afgreiðsla Almenna bókafélags-
ins, Tjarnargötu 16, er opin til kl.
7 e.h. þessa viku, nema á laugar-
daginn til kl. 10 e. h.
Gangið í Almenna bókafélagið.
Afgreiðsla í Tjarnargötu 16. —
Sími 19707.
Jólablað Sjómannablaðsius Vík-
ings er komið út. Efna m. a.: —
Hin ævintýralega sjóferð Páls
postula frá Sýrlandi til Rómaborg
ar. Séra Óskar J. Þorláksson
þýddi. — Þegar þýzka skólaskipið
Pamir sökk. Frásögn eins skips-
verjans. — Á hraðri leið til sið-
menningar. Grímur Þorkelsson
þýddi. — Stutt landheigissaga í
myndum. — Grein um skipaeftir-
lit, eftir Ólaf Björnsson. — Umset
in af sæslöngum, þýtt. Viðburða-
rík sjóferð. Frásögn eftir Sigurð
Sumarliðason skipstjóra. — Vél-
báti bjargað úr strandi. Mynda-
saga. Laumufarþeginn, þýdd frá-
sögn. — Norðurferðin með björg-
unarskijiinu Albert eftir Júlíus
Havsteen sýslum. — Harmsaga
hugvitsmanns og Marglyttan, mein
vættur sjómanna. Þýddar frásagn
ir. — Stóriðja á íslandi. Athyglis
verð grein eftir Óskar Jónsson,
Vík í Mýrdal. Frjálsir, íslenzkir
þegnar voru fyjstu landnemar
Grænlands, eftir dr. Jón Dúason.
Á yktanir frá 18. þingi F.F.S.I.
Þátturinn „Ungir sjómenn hafa
orðið". — Frívaktin og ýmsar fl.
greinar. —
★
Mestur styrkur drykkfeldra
manna í bindindisákvörðun er, að
ganga í bindindisfélagsskap og
njóta félagsskapar og vináttu þar.
— Umdæmisstúkan.
F^jAheit&samskot
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ
hef ég nýlega fengið 500 kr., gjöf
frá „smið í Reykjavík“. Votta ég
honum og öðrum góðum gefendum
innilegar þakkir . Matth. Þórðars.
KENNSLU lauk í Vélskólanum á
þessu ári sl. þriðjudag. Af því
tilefni bauð skólastjóri nemend-
um, kennurum og örfáum gestum
til kaffidrykkju í matsal Sjó-
mannaskólans. Voru þarna flutt
ávörp og ræður og auk þess las
Guðm. G. Hagalín upp úr ný-
útkomnum endurminningum M.
E. Jessens fyrrv. skólastjóra, sem
hann hefur skrásett. Upplestur
Guðm. Hagalíns var viðstöddum
til mikillar ánægju og var honum
þakkað með langvarandi lófa-
talci. En að loknum lestrinum
bað skólastjóri viðstadda að hylla
fyrirrennara sinn með húrrahróp
um.
Þjóðnýt störf
í upphafi ávarpaði skólastjór-
inn viðstadda og beindi orðum
sinum fyrst til Jessens, bauð
hann velkominn og vonaðist til
að hann ætti eftir að drekka jóla-
kaffið mörgum sinnum enn með
skólasveinum. Þá beindi hann
ræðu sinni til stjórnar Vélstjóra-
Til Hallgr-íniskirkju í Saurbæ
afh. Mbl.: Frá M M kr. 25,00. —
Til Sólbeimatlrengsins, afh. Mbl.
Frá J J kr. 50,00.
Til lamaða íþróuainannsins, afh.
Mbl.: Frá E A kr. 100,00.
6V2 <fir-
Gelið þið ekki boxast ba:gar, við
fylgjumst ekki með.
■A
Þau gengu saman í tunglsljós-
inu og íann sagði:
— Viltu giftast mér, Margrét?
Stúlkan fussaði og þagði svo
við. Loks sagði hún:
— Hefurðu ekkert að segja
meira, Guðmundur?
— Ég hef víst þegar sagt of
mikið.
fél. íslands sem sat hófið. Taldi
ræðumaður að vel færi á því að
náið samstarf og gagnkvæmur
skilningur héldist með þessu fé-
lagi og skólanum. Þá bauð skóla-
stjórinn velkominn Þorstein
Árnason vélstjóra sem verið hef-
ur prófnefndarmaður við skólann
um nær 30 ár. Loks beindi skóla-
stjóri ræðu sinni til nemenda,
þakkaði þeim fyrir ánægjulegt
samstarf á líðandi vetri og hvatti
þá til að lina ekki sóknina í
námi sínu, enda hefði sennilega
aldrei verið jafnáriðandi fyrir
þjóðfélagið eins og nú og þeim
tímum sem í hönd fara að vel
takist um menntun, og þjálfun
vélstj órnarmanna.
Getur sparað milljónir
Þá vék skólastjórinn nokkuð að
því starfi sem framundan væri
og kvað það von sína að fjár-
fengistarleyfi fengist til að ljúka
við hinn nýja vélasal. Verkefni
væru ótæmandi. Sem eitt dæmi
af mörgum nefndi hann að nú
væri það álit kunnáttumanna að
hægt væri að reka díeselvélar af
tiltekinni stærð með svartolíu í
stað díeselolíu. Myndi þetta eina
atriði geta sparað þjóðfélaginu
tugi millj. kr. á ári í eyðslu.
En til þess að við kennarar skól-
ans getum ráðlagt þetta, þurfum
við sjálfir að hafa raunhæfa
reynslu. Þegar nýi vélasalurinn
er kominn upp, skapast skilyrði
til að framkvæma slíkar tilraun-
ir og finna svör við þeim mörgu
truflunum, sem samfara þessum
breytingum myndu koma fram í
rekstri.
Góðir vélstjórar
Örn Steinsson form. Vélstjóra-
fél. íslands og Þorsteinn Árna-
son, tóku og til máls og hvöttu
nemendur til dáða. Þá kvaddi
M. E. Jessen sér hljóðs og þakk-
aði hlýleik og vináttu sem hann
kvaðst jafnan finna frá hendi
eldri og yngri vélstjóra. Hann
sagðist líta með ánægju yfir
farinn veg og ef vel hefði tekizt
þá væri það ekki sízt vegna þess
að efniviðurinn var góður. Hann
kvað það skoðun sína að það væri
þjóðareinkenni íslendinga að þeir
væru framúrskarandi fórnfúsir
í starfi sínu og gæddir miklum
vélstjórahæfileikum. Það væri
því lítill vandi að gera úr þeim
góða vélstjóra.
Lánasjóður
Sigurður Jónsson nemandi,
formaður skólafélagsins, þakk-
aði fyrir hönd nemenda. Hann
minntist skólabræðranna, sem á
þeirri stundu væru við störf á
höfum úti. Þá minntist hann einn
ig á Lánasjóð Vélskólanema sem
í undirbúningi væri og myndi
vonandi valda því, að nemendur
í framtíðinni neyddust ekki til
að stytta námstímann sér til
skaða, til að afla sér lífsviður-
væris um skólatímann.
Hófið stóð í 2 klst. og var öll-
um til ánægju. Kvöddust menn
með jólaóskum.
Ungljng
vantar til blaðburðar við
Hlíðarveg
Sími 2-24-80
IMý sending enskar kápur
Mikið úrval í flestum stærðum
Gefið konunni kápu
í JÓLAGJÖF
MARKAÐURINN
Laugavegi 89
FERDIISIAIMD
Hvor er apinn ?