Morgunblaðið - 19.12.1957, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 19. des. 1957
MORCUXBLAÐIÐ
Að undanförnu hafa líkön og
uppdrættir af hinu nýja skipuiagi
Kringlumýrar- og Háaleitissvæð
isins verið til sýnis í glugga
Morgunblaðsins við Aðalstræti.
Skipulagsdeild bæjarins hefur
nýlega gengið frá skipulagi þessa
svæðis. Það takmarkast að vest-
an af byggðinni, sem nú er í ofan
verðum Hlíðunum, að norðan af
Suðurlandsbraut, að austan af
Grensásvegi og byggðinni í smá-
íbúðahverfinu og að sunnan af
Bústaðavegi.
Á myndinni hér að ofan sést
hverfið frá norð-austri. Suður-
landsbrautin er lengst til hægri,
húsin efst til hægri eru hjá bezín
stöð Shell. Breiðgatan, sem ligg-
ur gegnum hverfið frá austri til
vesturs, er Miklabrautin, sem
verður ein af aðalumferðaræðum
borgarinnar. fest á myndinni
liggur gata þvert á Miklubraut-
ina. Er það Kringlumýrarbraut,
önnur aðalgata hverfisins. Við
þessar götur verður breitt óbyggt
belti og þær skipta svæðinu í 4
hluta. Má segja, að hver þeirra sé
skipulagður sem eining með sína
sérstöku barnaskóla, sérverzlan-
ir, leikvelli og dagheimili. Ofan-
verðar Hliðarnar verða hluti af
hinum vestari fjórðungum svæð
isins.
Við skipulagninguna var lögð
sérstök áherzla á gatnakerfið. Er
gert ráð fyrir sem minnstri um-
ferð utan aðalgatnanna af þeim,
sem ekki eiga sérstök erindi í
hverfið. Göturnar skiptast. í ]búða
götur og dreifingargötur, sem
engin íbúðarhús eru við. Skóium
er fyrir komið á opnum svæðum
milli íbúðarhúsanna, og verzlan-
ir eru þannig staðsettar, að hægt
er að komast í búðir eftir sérstök
stökum gangstígum án þess að
fara þurfi yfir götur.
í byggðinni skiptast á há fjöl-
býlishús og lægri hús, bæði ein-
býlishús, raðhús og sérstæð, tví-
lyft hús. Á öllu svæðinu eru 3400
íbúðir, en á Háaleiti er stórt
svæði, sem ætlað er fyrir verzl-
unar- og viðskiptahverfi. Verða
þar meiri háttar verzlanir, skrif-
stofur, samkomuhús, skólar, hó-
tel o.fl.
Næst Suðurlandsbrautinni,' í
framhaldi af iðnaðarhverfinu við
Ármúla og Síðumúla allt að Lækj
arhvammi, eiga að risa iðnaðar-
og verzlunarhús. Við Grensásveg
austanverðan, milli Suðurlands-
brautar og Miklubrautar, verður
byggt svokallað „iðnaðarhús“
Er það reyndar hverfi með
6 þrílyftum iðnaðarhúsum
ásamt skrifstofum, matstofum
og kyndistöð. Þarna verður á ein-
um stað ýmiss konar smærri iðn-
aður, sem ekki þarf mikið hús-
næði eða stóra rlóðir.
Greiddi tæpa millj
ón á 2 dögum
HAPPDRÆTTI Háskóla íslands
hóf greiðslu vinninga í 12. flokki
á þriðjudaginn. Greiðslan fer
fram í Tjarnarbíói kl. 2—4 í dag
og á morgun, en eftir það á aðal
skrifstofunni í Tjarnargötu 4
milli kl. 2 og 3.
Fyrstu tvo dagana sem greitt
var út, komu margir til að fá
vinninga sína — jólaglaðninginn
— greidda. Hafa þegar verið
greiddir út yfir 1100 vinnings-
miðar í Reykjavík, að upphæð
tæp 1 milljón króna.
Fólki er ráðlagt að sækja vinn
inga síná meðan greiðslan fer
fram í Tjarnarbíói því þar geng-
ur afgreiðslan miklum mun bet-
ur en í þröngu skrifstofuhús?
næðinu.
Tregur afli
PATREKSFIRÐI, 18. des. —
Ekki gengur þýzku togurunum
neitt betur að fiska en hinum
íslenzku. Ég hefi haft fregnir af
einum hinna stóru togara Þjóð-
verja, sem farinn er af stað heim
með 1800—2000 körfur, — en
hann lestar alls um 6000 fulllest-
aður. Hafði togari þessi verið að
veiðum á Hornbanka í 21—23
daga. — Karl.
Kvikmyndirnar enn mikilvægori
hér ó londi en erlendis
Frá umræðum á þingi um tekjuöflun
í menningarsjóð
„Islenxk bygginej"
bók með frásögn og myndum af starfi
Cuðións Samúelssonar, húsameistara
í GÆR kom á bókamarkaðinn fyrsta bókin, sem gefin er út um
íslenzka byggingarlist. Hún fjallar um ævi og starf Guðjóns Samúels
sonar sem um nær 30 ár var húsameistari ríkisins., Norðri gefur
þessa vönduðu bók út, en hana prýða 200 myndir og teikningar af
húsum hérlendis eða teikningar af hugmyndum húsameistarans
sem aldrei voru framkvæmdar.
I GÆR urðu allmiklar umræður i
í neðri deild Alþingis um fjár-
öflun til menningarsjóðs. Þrjú
frumvörp, sem það mál varða,
komu til umræðu. Eitt þeirra var
stjórnarfrv., sem samkv. grein-
argerð á að gera það ótvírætt, að
1 kr. gjald skuli lagt á miða að
öllum kvikmyndasýningum og 2
kr. gjald á miða að dansleikum,
nema þeir séu haldnir til ágóða
fyrir góðgerðar- og líknarstarf-
semi. Sjálfstæðismenn fóru fram
á, að frumvarp þetta væri ekki
afgreitt, fyrr en könnuð hefur
verið afstaða deildarinnar til
tveggja frumvarpa, sem Bjarni
Benediktsson flytur. Fjalla þau
um, að þessi gjöld skuli uiður
felld en í stað þeirra komi hluti
af nettóágóða áfengisverzlunar-
innar. Þessum tilmælum Sjálf-
stæðismanna sinnti stjórnarliðið
ekki ,og var frumv. ríkisstjórnar-
innar afgreitt sem lög á tveim
fundum. Frumvörpum Bjarna
Benediktssonar var vísað til 2.
umræðu og nefndar. —
Taka á af áfengisgróðanum
Eins og sagt var frá í Mbl. á
þriðjudaginn, hófust umræður i
neðri deild um þessi mál sl.
mánudag. í gær svaraði Bjarni
Benediktsson ræðu menntamála-
ráðherra, sem flutt var þá. Sagði
Bjarni, að meginatriði þessa máls
væri það, að réttara væri að afla
fjár til menningarsjóðs með því
að taka það af gróða af áfengis-
sölu en hæta því á verð aðgöngu-
miða að kvikmyndasýningum. —
Sú röksemd, að það jafngildi því
að taka féð úr ríkissjóði, ef þess
er aflað með skatti af áfengis-
sölunni, stenzt ekki, sagði Bjarni
Ég geri að vísu ráð fyrir að taka
3% af þeim gróða, sem nú fer
í ríkissjóð, en vel mætti hækka
áfengið að sama skapi eða leggja
sérstakt fast gjald á hverja
flösku, ef mönnum finnst það
betra. Ég vil ítreka, að það, sem
ég legg til að tekið verði af á-
fengisgróðanum, er aðeins brot
af því, sem hann hefur farið fram
úr áætlun á undanförnum árum.
Gildi kvikmynda
Það gladdi mig, sagði Bjarni
ennfremur, að menntamálaráð-
herrann er sammála mér um
gildi kvikmyndanna. Við erum á
öndverðum meiði við 2 þingmenn
Framsóknarflokksins, sem talað
hafa um áfengismál hér í þinginu
nýlega. En ég sé, að okkar skoð-
un hefur nýlega fengið eindreg-
inn stuðning í Skinfaxa, tímariti
ungmennafélaganna. Þar er und-
irstrikað að kvikmyndirnar
hamla mjög gegn því að ungl-
ingar leiti annarra skemmtana,
sem leiða beint til áfengis-
neyzlu.
En fyrst við menntamálaráð-
herra erum svona sammála um
gildi kvikmyndanna, hlýt ég að
undrast, að hann skuli beita sér
fyrir því, að á þær er lagður
skattur, sem er verulega tilfinn-
anlegur fyrir f jölskyldur, þar sem
margir unglingar eru.
Svo var ráðherrann að tala um,
sagði Bjarni, að skemtmanaskatt-
ur af kvikmyndum væri lægri
hér en í nágrannalöndunum. —
Hvað ætli það geri til, þó að til
sé skattur, sem ekki er jafnhár
hér og annars staðar? Þetta er
engin röksemd, sízt þegar þess
er gætt, að hér á landi eru allt
aðrar aðstæður að því er varðar
skilyrði æskunnar til að njóta
skemmtana.
Veðurfar og aðrar aðstæður
valda því, að hér er fólk lokað
inni í húsum verulegan hluta
ársins. Kvikmyndirnar verða því
með öllum sínum göllum mun
þýðingarmeiri skemmtun hér en
er annars staðar, þar sem úr
mörgu fleiru er að velja.
Frekari umræður
Eftir þetta urðu allmikil orða-
skipti milli Bjarna Benediktsson
ar og Gylfa Þ. Gíslasonar. Taldi
Bjarni, að meirihluti þingmanna
væri því hlynntur að menningar-
sjóður fengi tekjur af áfengis-
gróða, en fengi ekki fyrir mennta
málaráðherra og þó sérstaklega
fjármálaráðherra að greiða at-
kvæði með þeirri tilhögun. Ekki
vildi Gylfi kannast við þetta.
Menntamálanefnd deildarinnar
hafði ekki orðið sammála um
afstöðuna til frumvarps rikis-
stjórnarinnar. Stjórnarliðar vildu
samþykkja það, og gerði Bene-
dikt Gröndal grein fyrir þeirri
afstöðu. Sjálfstæðismenn vildu
fresta afgreiðslunni, eins og fyrr
segir. Ragnhildur Helgadóttir vai
framsögumaður minnihluta
nefndarinnar. í ræðu sinni lagði
hún áherzlu á, að frumvarpinu
um fjáröflun í menningarsjóð
Framh. á bls. 23.
Brautryðjandi
Jónas Jónsson hefur samið
texta bókarinnar, en Benedikt
Gröndal hefur annazt ritstjórn
og efnis- og myndaval. Jónas frá
Hriflu fékk til þess heimild í
erfðaskrá Guðjón Samúelssonar
að gefa út slíka bók.
Benedikt Gröndal skýrði svo
frá í gær að það væri eðlilegt
og sjálfsagt að byrjað væri á
Guðjóni Samúelssyni er ákveðið
væri að gefa út bók um húsa-
gerðarlist. Hann var að vissu leyti
mjög umdeildur maður, en vissir
hlutir skapa honum sérstöðu sem
húsameistara.
Gott tækifæri
Guðjón Samúelsson fékk ein-
stakt sögulegt tækifæri. Er hann
kom frá námi var þjóðin að byrja
Kápumynd bókarinnar
að byggja steinsteypt hús. Hann
sezt í embætti húsameistara rík-
isins nýkominn heim og fær tæki
færi til að teikna svo mikið af
stórum byggingum að ólíklegt
má teljast að nokkrum öðrum
húsameistara gefist slíkt tæki-
færi. Byggingarstíll hans setur
svip á bæ og byggð ef svo má
að orði komast. Maður sem fer
til vinnu sinnar í miðbiki
Reykjavíkur hefur að meira eða
minna leyti fyrir augum 10—15
hús sem Guðjón Samúelsson hef-
ur teiknað.
Stíllinn
Stíll Guðjóns Samúelssonar er
fjórþættur. Fyrst teiknar hann
á þann hátt sem skólinn mótaði
hann (Reykjavíkurapotek, Lands
bankinn) eftir sannkölluðum
Evrópustíl. Síðan leitar hann að
nýjum stíl íslenzkum og færir
gamla torfbæjastílinn i fast,
steinsteypt form. (Laugarvatns-
skólinn, Þingvellir). Þessi stíll
hlaut ekki byr. Síðar kemst
hann undir bein áhrif frá
náttúrunni og mótar það sem
hann sjálfur kallaði „Hamrastíl-
inn“ sem ýmist prýðir byggingar
hans innanhúss eða utan, (Þjóð-
leikhúsið, Laugarneskirkja o. fl.
o. fl.). Loks er fjórða stílteg-
undin sem Jónas frá Hriflu kall-
ar „Lýðveldisstílinn" hreinar lí:n
ur og óbrotnar (Akureyrarsjúkra
húsið o. fl.).
Guðjón getur þess að ýmislegt
er hann sá í náttúrunni hafi orð-
ið fyrirmynd hans í byggingum.
T. d. tindarnir í öxnadal sem
eru fyrirmynd teikningar hans að
Hallgrímskirkju.
í bókinni er og að finna ýmsar
hugmyndir arkitektsins, sem eru
frumdrög að byggingum — þar
sem hugmyndaflug hans fær að
leika laust, áður en samningar
við byggjendur og takmarkaðir
sjóðir gerðu strik í reikninginn
áður en bygging húsa hófst. í
heild er bókin hin merkilegasta
og eigulegasta.
Vetrarhjálpin býsl við
miklum fjölda hjálparbeiöna
VETRARHJÁLPIN hefur nú
starfað tæpar þrjár vikur. — Alls
liafa borizt um 600 beiðnir um að-
stoð, bæði frá einstaklingum og
fjölskyldufólki. Gera má ráð fyrir
að ennþá berist margar beiðnir,
og mun Vetrarhjálpin reyna að
veita sem flestum einhverja úr-
lausn. Það hefur komið - ljós í
hvert sinn, sem Vetrarhjálpin hef
ur byrjað sbarfsemi sína, að marg-
ir eru hjálparþurfi, hér í þessum
bæ, og margir bæjarbúar eru ör-
látir, þegar leitað er til þeirra að
rétta nánunganum hjálparhönd.
Stjóm Vetrarhjálparinnar vill
þakka hinum mörgu bæjarbúum,
sem þegar hafa stutt starf hennar
að þessu sinni, einnig skátasveit-
unum, sem fóru um bæinn á veg-
um Vetrarhjálparihnar og veittu
viðtöku framlögum bæjarbúa. Fá
S.jórnendur Vetrarhjálparinnar
seint full-þakkað gkátunum þeirra
ágæta starf.
Enn er vika til jóla, og jólaund-
irbúningurinn er að ná hámarki
sinu hjá flestum. Það eru erfið
spor hjá mörgum að þurfa að
leita hjálpar, en oft verður ekki
hjá því komizt. Að þessr sinni virð
ist þörfin mjög brýn hjá mörgum.
Þeir, sem hafa í hyggju að styrkja
Vetrarhjálpina, og hafa enn ekki
gert það, ættu að gera það sem
fyrst úr þessu. Úthlutun Vetrar-
hjálparinnar fer eftir örlæti bæj-
arbúa. Úthlutað er ávísuaum á
matvæli og mjólk, og nokkru af
fatnaði, eftir þvi sem hann berst,
og sérstakar ástæður eru fyrir
hendi. Hér er auðvitað ekki um
mikið að ræða, heldur um ofurlít-
inn glaðning, sem þó hefur oft
komið sér vel.
Góðir samborgarar! Vetrarhjálp
in reynir að koma gjöfum yðar til
þeirra, sem helzt þurfa þeirra
með. Það er takmarkið, að sem
flestir þurfandi fái einhvern glaðn
ing um jólin. Boðskapur jóianna
slær á beztu strengina í hjörtum
mannanna. Þeir, sem gleðja aðra
um jólin, njóta sjálfir bezt jóla-
gleðinnar.
Með beztu jóla- og nýársóskum
til allra þeirra, sem styðja starf-
semi Vetrarhjálparinnar eða njóta
hjálpar hennar. — FJi. stjómar
Vetrarhjálparinnar.
Óskar J. Þorláksson.