Morgunblaðið - 21.12.1957, Side 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 21. des. 1957
Eysteinn Jónsson fjárm álaráðherra lýsir yfir:
Þótt sparnaðartillögur Sjálfstæðismanna
væru samþykktar, yrði ekki eftir þeim farið
Rlþingi sýnd fullkomin lítilsvirðing
EINS og sagt var frá í Morgun-
blaðinu í gær hófst 3. umræða um
fjárlagafrumvarpið nokkru eftir
háðegi í fyrradag. Stóð hún síð-
an með nokkrum hvíldum allt
fram til kl. 4 í gærmorgun. At-
kvæðagreiðsla fór fram síðdegis
í gær.
í blaðinu í gær voru raktar 3
fyrstu ræðurnar í umræðunni:
Framsöguræða Karls Guðjóns-
sonar f.h. meirihluta fjárveitinga
nefndar, framsöguræða Magnúsar
Jónssonar f.h. minnihlutans og
ræða Gunnars Thoroddsens um
fjárframlög til skóla og heil-
brigðisstofnana í Reykjav. og um
rekstur Kvíabryggju. Einnig var
nefndarálit Sjálfsteeðismanna í
fjárveitinganefnd birt í gær í
heild. Fer hér á eftir útdráttur
úr ræðum, sem haldnar vorn
eftir fundarhlé frá kl. 4—5. Á
morgun verður enn sagt frá þess-
ari umræöu.
Vandamálunum frestað
Eysteinn Jónsson fjármálaráð-
herra tók til máls þegar fundur
hófst aftur kl. 5. Hann viður-
kenndi það í ræðu sinni, að með
því að taka dýrtiðargreiðslurnar
út af fjárlögum, væri verið að
fresta lausn mestu vandamál-
anna. Þetta væri þó gert til þess
að geta afgreitt fjárlög fyrir ára-
mót. Sagði hann að það væri ekki
nema eðlilegt að framleiðslu og
dýrtíðarmálin yrðu látin bíða
framhalds þingsins fram yfir
áramót.
Eysteinn sagði og að fleiri fjár-
hagsmálefni væru óleyst og
nefndi hann til tvö dæmi, annað
væri að efna fyrirheit um lækk-
un skatta á lágtekjufólki, hitt að
taka fyrir hjónaskattsmálið. Það
hvort þessi mál yrðu leyst færi
eftir því, hvort hægt yrði að afla
tekna með öðru móti.
Fjármálaráðherrann vék að
yfirlýsingum Sjálfstæðismanna,
að fjárlögin væru fölsuð með því
að taka dýrtxðaruppbæturnar út
af þeim. Kvað hann það ekki fá
staðizt. Þvert á móti lægi málið
nú skýrara fyrir þjóðinni en áður.
Varðandi þá ásökun, að Sjálf-
stæðismenn hefðu ekki fengið að
gang að áliti sparnaðarnefndar-
innar, sagði hann að nefndin
hefði enn ekki lokið störfum. Frá
henni hefði ekkert endanlegt
komið sem hægt væri að birta.
Samþykktir Alþingis
ekki teknar til greina
Síðan rakti hann sparnaðartil-
lögur Sjálfstæðism., svo sem um
lækkun kostnaðar hjá ýmsum
stofnunum. Sagði hann að þessar
tillögur væru algerlega þýðingar
lausar, því að jafnvel þótt þær
væru samþykktar af Alþingi,
yrðu þær ekki teknar til greina.
Að lokum endurtók Eysteinn,
það sem hann hefur oft sagt í
þessum umræðum, að fyrst stjórn
arandstaðan leyfir sér að gagn-
rýna að stjórnin kemur ekki með
tillögur um hvernig eigi að leysa
efnahagsmálin, þá eigi hún sjálf
að koma með tillögur um lausn
þeirra.
Hann sagði eitthvað á þessa
leið:
— Sjálfstæðismenn hafa gagn-
rýnt þá afgreiðslu að taka út af
fjárlögum 65 milljón króna dýr-
tíðaruppbætur og 20 millj. kr.
sem ógreiddar eru. Samkvæmt
þeirra skoðun ætti þá að vera um
85 millj. kr. halli á fjárlögunum.
En hvernig vilja þeir þá láta brúa
þetta bil? Þeir háfa ekki komið
með neinar tillögur um lausn
vandans, svo að þetta endar allt
í tómri botnleysu hjá þeim.
Styrkir til flóabáta
Páll Þorsteinsson framsögumað
ur samvinnunefndar samgöngu-
mála gerði allýtarlega grein fyr
ir tillögum nefndarinnar um
styrki til flóabáta. Nema þær til-
lögur samtals rúmum 3 millj-
ónum króna og eru 287 þús. kr.
hærri en á núgildandi fjárlög-
um.
Algert úrræðaleysi
Jóhann Hafstein tók næstur til
máls og flutti alllanga og efnis-
ríka ræðu. Hann kvað afgreiðslu
fjárlaga nú vera furðulega, og
sýndi hún algert úrræðaleysi rík-
isstjórnarinnar um lausn hinna
mest aðkallandi mála.
— í haust þegar fjárlagafrum-
varpið var lagt fram og það sýndi
greiðsluhalla, lofaði fjármála-
ráðherra því, að það vandamál
yrði leyst með því að hafa sam-
ráð við stuðningsflokka ríkis-
stjórnarinnar. En nú er komið
fram undir jól og komið að af-
greiðslu fjárlaga og enn er ekki
lokið athugun ríkisstjórnarinnar
á því hvað til bragðs eigi að taka.
Svo er það seinasta hald-
reipi stjórnarinnar að segja:
Þó við höfum ekki staðið okk-
ur vel, þá hefur stjórnarand-
staðan ekki staðið sig betur,
því að ekki hefur hún komið
með tillögur til að leysa þenn-
an vanda.
— En það á ekki að auglýsa
eftir stjórnarandstöðunni í
þessu máli, sagði Jóhann Haf-
stein. Það á að auglýsa eftir
fjármálaráðherra. Það er ein-
mitt þetta sem á að vera höfuð
starf hans og ríkisstjórnarinn-
ar.
Á stjórnarandstaðan að af-
greiða fjárlög fyrir úr-
ræðalausa ríkisstjórn?
Eysteinn segir, að ef stjórn-
arandstaðan kemur ekki með
tillögur til úrbóta, þá muni
allt enda í botnleysu. Hvar
tíðkast það í þingræðislönd-
um, að stjórnarandstaðan fari
að afgreiða fjárlög, þegar allt
lendir í öngþveiti hjá ríkis-
stjórninni? Er naumast hægt
að hugsa sér lélegri frammi-
stöðu nokkurs ráðherra en nú
hjá Eysteini.
Fjárlögin fölsuð
til að blekkja almenning
Og Jóhann Hafstein hélt
áfram:
— Svo segir Eysteinn, að ekk-
ert sé verið að falsa og engu að
leyna með því að taka 85 milljón
kr. dýrtíðaruppbætur út af fjár-
lögum. Það muni þvert á móti
gera málin skýrari.
Jóhann lýsti því yfir, að með
þessum aðgerðum væri stjórnin
að falsa fjárlagafrumvarpið fyrir
almenningi. Því til sönnunar
benti þingmaðurinn á það að nú
þegar hefði eitt stjórarblaðanna
birt í stórri fyrirsögn „Fjár-
lagafrumvarpið verður greitt án
tekjuhalla". Stjórnarflokkarnir
myndu leggja áherzlu á það í
áróðri sínum, að meira að segja
væri tekjuafgangur á fjárlögun-
um.
Þessi tekjuafgangur, sem
þeir guma af hefur fengizt með
því að taka 65 millj. kr. lið
út af fjárlögunum. En það er
ekki verið að fella hann niður,
það er aðeins verið að fresta
honum. Það á að blekkja þjóð
ina með því að sleppa öllu því
sem máli skiptir. Svo á að
segja í áróðrinum, að fjármála
spekingur Framsóknar hafi
ekki látið á sér standa. Hann
hafi látið afgreiða f járlög fyrir
jól og það meira að segja
greiðsl uhallalaus!!
— Hitt sem öllu máli skiptir á
svo að bíða fram yfir bæjar- og
sveitarstjórnarkosningarnar. En
hvað á þá að gera? Það fær eng-
inn að vita um, en jafnvel stuðn-
ingsmenn stjórnarinnar hvísla
um, að þá eigi að fella gegið.
Þannig á að blekkja fólkið fram
yfir kosningar.
Óvirðing við Alþingi
Jóhann Hafstein sagði, að eftir
slíka frammistöðu mætti Ey-
steinn Jónsson fara að taka sér
frí. Og enn versnaði málið í síð-
ustu ræðu Eysteins, þegar hann
segir það upp í opið geðið á þing
heimi, að það hafi engin áhrif
þótt Alþingi samþykki sparnaðar
tillögur Sjálfstæðismanna. Þær
yrðu samt ekki teknar til greina.
Er nú hægt að hugsa sér meiri
lítilsvirðingu fyrir þinginu?
spurði Jóhann. Taldi hann að eft-
ir alla framkomu Eysteins Jóns-
sonar, myndi þjóðin ekki taka
mark á honum sem fjármálaráð-
herra.
Næst þessu vék Jóhann Haf-
stein að einstökum breytingar-
tillögum við fjárlagafrumvarpið
sem hann hefur borið fram ýmist
einn eða með öðrum flokksbræðr
um sínum: Byggjast þær á því að
flutningsmenn telja, að tekjuhlið
frumvarpsins eins og það liggur
nú fyrir sé vanáætluð.
Laugarnesvöllurinn
1) Tillaga um 2 millj. kr. við-
bótarframlag til íþróttasjóðs, sem
gangi til að greiða hluta af lög-
boðnu framlagi ríkissjóðs til leik
vangsins í Laugardal.
Jóhann rakti nokkuð fjárhags-
örðugleika leikvangsbyggingar-
innar, sem stafa fyrst og fremst
af því að ríkissjóður á milljónir
kr. vangoldnar til hennar. í júní-
mánuði i sumar námu þessar van
greiðslur 3,7 millj. kr. Framlag
íþróttasjóðs á að nema 40% af
framlagi bæjarins. Nú mun bær-
inn veita 2 millj. kr. til leikvangs
ins á næsta ári, svo að skuld
ríkisins mun þá vaxa um 800 þús.
Með nokkrum orðum rakti
Jóhann þýðingu Laugardals-
vallarins. Þar mun æskulýður
af öllu landinu koma saman
til landsmóta og þar verða
haldnir alþjóðlegir kappleikir.
Skv. núverandi fjárlagafrum-
varpi væri ekki að vænta að
farmlög ríkissjóðs ykjust neitt.
Alþingi ætti þó enn kost á að
leiðrétta það með samþykkt
þessarar tillögu. Skoraði hann
einkum á alla þingmenn
Reykjavíkur, í hvaða flokki
sem þeir væru að styðja hana.
Útrýming heilsuspillandi
húsnæðis
2) f fjárlagafrumvarpinu er nú
gert ráð fyrir 4 milljón kr. fram-
lagi til útrýmingar heilsuspill-
andi húsnæði. Leggja Sjálfstæð-
ismenn til að það verði hækkað
um 8 milljónir upp í 12 millj. kr.
Jóhann taldi, að þetta væri hið
minnsta framlag ríkissjóðs, sem
hægt væri að komast af með, ef
ríkið vildi viðurkenna skyldu
sína í þessum málum. Sést það
bezt af því að á undanförnum 3
árum hefur Reykjavíkurbær lagt
fram 34 Vz milljón króna tii út-
^rýmingar á heilsuspillandi hús-
næði og bröggum, en ríkið sem
á að leggja fram jafnmikið hefur
aðeins lagt fram 10 millj. kr.
Þingmaðurinn upplýsti að
allir bæjarfulltrúar í Reykja-
vík hafi undirritað áskorun
um að fá framlag ríkisins
hækkað. En svo þegar hann
hefði leitað hófanna að fá sam
stöðu um tillöguna við þing-
menn stjórnarflokkanna, hafi
þeir neitað því, svo að ekki
blási byrlega.
En Jóhann Hafstein sagði,
að hér væri mikið alvörumál á
ferðinni. Lýsti hann ábyrgð
á hendur stjórnarflokkunum,
ef þeir ætluðu með fjandskap
sínum í garð Reykjavíkur að
hindra útrýmingu heilsuspill-
andi húsnæðis og herskála.
Af öllu því sem byggja þarf,
sagði Jóhann er það forgangs-
krafa að hægt sé að byggja
nýtt húsnæði til áð útrýma
heilsuspillandi húsnæði og her
skálum. En vinstri stjórnar-
flokkarnir virðast ætla að
skella skolleyrunum við því.
Það er því þeirra sök og á
þeirra ábyrgð ef þeir hindra
framgang þessa nauðsynja-
máls.
Ábyrgðarheimildir
3) Að lokum vék Jóhann Haf-
stein að tillögu sem hann hefur
flutt varðandi ábyrgðarheimildir.
Hann kvaðst telja að ríkisstjórn
in væri komin alltof langt í því að
veita ýmsum einstaklingum, fé-
lögum og sveitarfélögum ábyrgð-
ir á lánum, sem sæist bezt á því,
að í núverandi f járlagafrumvarpi
væri gert ráð fyrir nýjum
ábyrgðarheimildum að upphæð
80 millj. kr.
Þingmaðurinn taldi nauðsyn-
legt að setja almenna löggjöf um
ábyrgðarskuldir ríkissjóðs. Með-
an það hefur ekki verið gert
vildi hann láta setja klausu í fjár
lögin um að ábyrgðarheimildirn-
ar megi ekki nota nema skv. til-
lögum 5 manna nefndar, sem
kosin er af Alþingi.
Skagastrandarhöfn
Jón Pálmason fékk næstur orð-
ið og ræddi um tvö atriði, — um
fjárveitingu til Skagastrandar-
hafnar og um fyrirvara, sem
hann hafði sem nefndarmaður í
áliti samvinnunefndar sam-
göngumála.
Jón kvaðst ekki geta unað við
það, að fjárveiting til hafnarinn-
ar væri skorin niður í 50 þús. kr.
og leggur hann til að hún hækki
upp í 150 þús. kr. sem hún hefur
verið. Taldi hann hér væri um
misskilning að ræða. Niðurskurð-
urinn stafaði af því, að búizt
hefði verið við að 360 þús. kr.
kostnaður við dýpkun hafnarinn-
ar í sumar yrði greiddur úr sjóði
vitamálaskrifstofunar. Nú hefði
hins vegar verið ákveðið að Síld-
arverksmiðjur ríkisins greiddu
240 þús. kr. og höfnin sjálf 120
þús. kr. og væri því ekki lengur
fyrir hendi ástæða til að skera
fjárveitinguna niður.
Fyrirvari sinn við álit sam-
göngumálnefndar sagði Jón, að
túlkaði þá skoðun að fjárveiting-
ar til strandsiglinganna væru
komnar út í algerar öfgar, þegar
til þeirra væri greitt 3 millj. kr.
meira en til allra nýbygginga
þjóðvega í landinu. Hér þyrfti að
breyta til.
Samgöngumiðstöð
Eggert G. Þorsteinsson talaði
fáein orð, sem mælt voru fyrir
hönd félags sérleyfishafa. Merg-
ur málsins var að skv. lögum á
„sérleyfissjóður“ að greiða rekstr
arhalla Ferðaskrifstofu ríkisins.
Síðan 1952 hafa slíkar greiðslur
ekki farið fram. Á þessum tíma
nemur rekstrarhalli Ferðaskrif-
stofunnar 902 þús. kr. en eignir
sérleyfissjóðs eru nú kr.
1,426,726,00. Félag sérleyfishafa
óskar þess að eignir hans verði
ekki notaðar til að greiða um-
getinn rekstrarhalla, heldur verði
þeim varið til byggingar sam-
göngumiðstöðvar og ber Eggert
fram tillögu þixr að lútandi.
Alfreð vill spara
Fundarhlé var kl. 7—9. Að því
loknu tók Alfreð Gíslason (K)
fyrstur til máls. Mælti hann fyrir
tillögu um hækkun á styrk til
St. Jósefsspítala og lækkun á
framlögum til sendimanna í París
og lögreglu á KeflavíkurflugvellL
Einnig sagði Alfreð: „Lækkunar
tillögur hefðu mátt vera fleiri
og koma fyrr fram í umræðum.
En áhuginn á slíkiu virðist ekki
mikill þessa stundina hjá meiri-
hluta háttvirts þingheims“. Sið-
an gagnrýndi hann kostnað við
alþjóðaráðstafanir, ríkislögreglu,
skrifstofu flugmálastjórnar og
námsstjórastöður. Sagðist hann
álíta, að þjóðin ætlaðist til að
stjórnin beitti sér fyrir sparnaði,
Hún hefði enn ekki verið nógu
mikilvirk, þrátt fyrir viðleitni af
hálfu „Alþýðubandalagsins".
Verzlunarskólinn
Þá tók til máls Björn Ólafsson.
Hann sagði m.a.:
Ég vil fyrst víkja að breyting-
artill., sem ég flyt um aukið fram
lag til Verzlunarskólans. Lengi
var það svo, að hlutfall á milli
framlaga til þess skóla og Sam-
vinnuskólans var 3:1, en nú er
gert ráð fyrir, að Verzlunarskól-
inn fái ekki nema 440.000 á móti
kr. 320.000 til Samvinnuskólans.
Það jafngildir því, að á hvern
nemanda í Verzlunarskólanum
komi kr. 1.300, en á hvern nem-
anda í_ Samvinnuskólanum kr.
5.000. Ég er ekki að gagnrýna
fjárveitinguna til Samvinnuskól-
ans, en tel réttlátt að hækka
framlagið til Verzlunarskólans
upp í kr. 825.000. Myndu þá
koma kr. 2.500 á hvern nemanda
þar.
Eysteinn genginn í björg
Þessu næst vék Björn Ólafsson
að f járlögunum almennt og sagði
m.a.:
Á síðari árum hefur Eysteini
Jónssyni verið mjög hampað fyr-
ir viturlega fjármálastjórn. Nú
er að sjá sem hann sé orðinn all-
ur annar. Eftir að hann gekk í
björg með kommúnistum, er
hann ekki lengur hinn varfærni
og glöggskyggni maður. Hann
gengur um hér í þinghúsinu þög-
ull og þungbúinn eins og í dá-
vímu, og ef einhvern tíma örlar
á hans gamla tóni, er hann orð-
inn að hversdagslegum barlómi.
Þeir, sem starfað hafa með Ey-
steini Jónssyni, kunna að meta
það, sem hann hefur til brunns
að bera, og harma hlutskipti hans
nú. Fjármálastjórn hans í 12 ár
hefur ekki verið hafin yfir gagn-
rýni, en hún hefur markazt af
ákvörðunum, sem hann hefur
eftir beztu vitund talið réttar.
Nú er yfir ráðherranum óskilj-
anlegt lánleysi og hann hefur
beitt sér fyrir herfilegustu og
háðulegustu fjárlögum, sem Al-
þingi hefur nokkru sinni verið
beðið að samþykkja. Þannig end-
ar oft ferill mikilhæfra manna,
er þeir af pólitísku ístöðuleysi
°S gegn mótmælum samvizku
og skynsemi ganga til samstarfs
við erkióvini sína.
Þegar fjárlagafrumvarpið var
lagt fram var það sjálft með 71
millj. kr. tekjuhalla. Einu sinni
hefði mönnum aldrei til hugar
komið, að Eysteinn Jónsson
myndi láta sig henda slikt. f
ræðunni, sem hann flutti í útvarp
ið hinn 16. október var tóninn
mjög aumur. Til afsökunar hátta
lagi sínu færði ráðherrann það,
að ekkert tækifæri hefði gefizt tii
að ráðgast við stuðningsflokka
Framh. á bls. 3.