Morgunblaðið - 28.12.1957, Page 2
€
2
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 28. des. 1957
Stórbruni virtist yfirvofandi í Þing-
holtunum er „Hússtjórn44 brann
Um skeið voru nærliggjandi timburhús
i mikilli hættu m.a. „Farsótt"
20 manns fulforðnir og börn
bjuggu í húsinu
HÚSBRUNI sá, er varð hér í
Reykjavík á aðfangadagskvöld.
er mestur þeirra, bruna sem orðið
hafa í íbúðarhverfi bæjarins frá
því að Hótel íslana brann á ár-
unum. Það var timburhúsið Hús-
stjórn, sem svo var kallað, Þing-
holtsstræti 28, er brann að mestu
á um það bil tveim klukkustund-
um. Við borð lá að eldurinn næði
nærliggjandi húsum. Hús þetta,
sem fyrr á árum var meðal hinna
glæsilegri í bænum, hýsti nú alls
20 manns. Þetta fólk varð nær
allt fyrir mjög tilfinnanlegu tjóni
Ekkert af því sakaði, en einum
manni bjargaði slökkviliðið með
því að láta hann stökkva í fall-
mottu, ofan af þaki hússins. Talið
er að eldurinn hafi komið upp
út frá kolakyntum ofni.
Það var ótrúlegt hve fljótt
eldsvoði þessi spurðist út um bæ-
inn, en mjög fátt fólk var á ferli
á götunum um þetta leyti kvölds,
á sjálfu aðfangadagskvöldi. íbú-
ar hússins sátu í góðum fagnaði
með fjölskyldum sínum, þegar
eldurinn kom upp. I nærliggjandi
húsum var sömu sögu að segja,
allir gluggar uppljómaðir, þar
sem fólk ýmist var að taka utan
af jólagjöfum sínum, eða jafna
sig eftir jólamatinn. Enginn var
viðbúinn þvi þarna í Þingholtun-
um, að þurfa ef til vill fyrirvara-
iítið að yfirgefa hús sitt og heim-
ili.
Um klukkan 10 á aðfangadags-
kvöld munu fyrstu eldblossarnir
hafa blossað út frá rishæð hins
gamla húss. Enginn í húsinu mun
þá hafa vitað, að eldur væri uppi.
I rishæðinni var einn maður og
hann í fastasvefni.
í stofu á miðhæðinni sat Val-
geir Þormar, bifreiðastjóri, ásamt
konu sinni og ungu barni þeirra.
Snyrtiherbergi er þar frammi á
gangi og þangað brá Valgeir sér.
Er hann kom inn, fann hann
reykjarlykt leggja inn um glugga
herbergisins. Hann brá þegar við
til þess að athuga þetta, fór upp
í rishæðina, en þar voru öll her-
bergin læst. Hann varð ekki vai
við neinn eld þar uppi, en reykja-
lykt. Hann fór þegar og gerði
slökkviliðinu aðvart. Að vörmu
spori voru slökkviliðsmenn komn
ir á vettvang með háþrýstidæl-
ur. Þeir höfðu fengið boð um að
reykjarlykt væri í húsinu. Uppi
í rishæðinni sprengdu þeir upp
dyr að íbúðarherbergi Bjarnþórs
Þórðarsonar. Var það þá alelda
Valgeir hafði ekki farið upp
með brunavörðunum. Um leið og
hann kom inn í stofu sína, brauzt
eldur gegn um loftið yfir stof-
unni og skipti það engum togum,
eldurinn flögraði um stofuna á
svipstundu og varð Valgeir að
flýja út með konu sína og barn.
Um talstöð slökkviliðsbílsins var
kallað á liðsauka, og var nú allt
slökkvilið bæjarins kallað út.
Klukkan mun hafa verið um
10.10 er eldurinn var búinn að
læsa sig um húsið allt, ofan úr
rishæð og niður á götuhæðina,
en þar niðri bjó m. a. dr. Jón
Dúason. Hann var ekki heima, og
svo var raunar um flesta aðra
íbúa hússins.
Úti var suðvestan afspyrnurok
með dimmum hríðaréljum. Þegar
slökkviliðsmennirnir komu á vett
vang varð það þeirra fyrsta verk
á brunastaðnum, að sannfæra sig
um að enginn væri teptur inni í
húsinu. Uppi í rishæðinni hafði
Axel Guðmundsson sofið í her-
bergi sínu. Hann komst ekki öðru
vísi úr húsinu en upp á þakið
Hann sá niður á götuna, þar sem
brunaverðir stóðu með fallmottu.
Jón Sigurðsson, slökkviliðsstjóri,
kallaði til mannsins að stökkva
niður og varð lífi hans þannig
borgið.
Slökkvistarf I þessum gamla
bæjarhluta er mjög erfitt. Þarna
er götuæðin, sem flytur allt vatn,
aðeins um tveir þuml., og hafði
það í för með sér að fyrsta dæla,
sem sett var í samband, tók allt
vatnið. Varð að leggja leiðslu nið
ur í Lækjargötuna til þess að fá
nægilegt vatn úr nokkrum bruna
hönum.
Ofsalegan hita lagði af hinu
brennandi húsi, og með veðrinu
barst neistaflugið langar leiðir,
og logandi þakpappi flögraði allt.
inn á Snorrabraut. Nærliggjandi
hús, svo sem Þingholtsstræti 26
og Farsóttahúsið, sem er járnvar-
ið timburhús, og Þingholtsstræti
27, sem er timburhús en óvarið,
voru öll í hættu.
Að nokkrum tíma liðnum kom
slökkviiið Reykjavíkurflugvallar
til aðstoðar og munaði mikið um
það. Má geta þess t. d., að bíl!
með áfastri „vatnsbyssu" var
mjög áhrifamikill í slökkvistarf-
inu.
Svo hitnuðu nærliggjandi hús,
að rúður sprungu. Eldur kvikn-
aði nokkrum sinnum í vindskeið
Þingholtsstrætis 26. — Þegar
nægilegt vatn hafði verið flutt
að, tók slökkvistarfið að bera
verulegan árangur, en þá múi)
hafa verið um það bil ein klukku-
stund frá eldsupptökum. — Um
það leyti hrundu reykháfar húss-
ins og nokkru síðar féll þakið
inn og þar næst efri hæðin. Ótt-
uðust menn mjög að brennandi
raftar myndu feykjast fyrir vind-
inum á næstu hús, er húsgrindin
hrundi, en hún féll inn í eldhafið
Um það bil stundarfjórðungi
síðar hafði slökkviliðsmönnum
tekizt að ná yfirtökunum, hætt-
unni, sem nærliggjandi húsum
stafaði af bálinu, var bægt frá
og var þá þungu fargi af mörgum
létt. En í næstu húsum mun fólki
tæpast hafa orðið svefnsamt af
ótta við að neistar kynnu að hafa
komizt undir þakskegg, undir
þakplötur og þess háttar. Mun
sumt af fólki í þessum húsum
hafa leitað gistingar úti í bæ.
Þessi ótti var ekki heldui
ástæðulaus. Um miðnættið var
Slökkviliðið kallað að Grundar-
stíg 2 A. Á efstu hæð hafði neisti
frá bálinu kveikti í hurð út
á svalir. Þarna urðu ekki miklar
skemmdir.
Langt fram á nótt voiu slökkv:
liðsmenn að berjast við eldinn í
Hússtjórn. Slys varð ekki á þeim.
þótt mjög hættulegt væri að
fást við slökkvistarfið. Fékk einn
maður logandi timburhurð í höf-
uðið, en hjálmurinn bjargaði
Þingmenn skera
eigin laun við nögl
PARIS, 27. des. — Sparnaðar-
fjárlög Gaillards fengu lokaaf-
greiðslu í dag. Þingið hafði áður
samþykkt frv. og nú samþykkti
ríkisráðið það einnig — breyt-
ingalaust. Jafnframt samþykkti
þjóðþingið með naumum meiri-
hluta að afþakka launauppbót,
sem áður hafði verið ákveðin —
og munu þingmenn ekki þiggja
uppbótina, 50 þús. franka, fyrr
en 1. marz. Launin eru 250 þús.
frankar. Reyna þingmenn á þenn-
an hátt að ganga með góðu for-
dæmi á undan öðrum stéttum,
sem sífellt gera hærri launa
1 kröfui
manninum, sem riðaði þó við
höggið.
íbúarnir misstu flestir, sem
fyrr segir, aleigu sína. Á öðrum
stað í blaðinu er stutt samtal við
Jón Dúason um tjón hans. Geta
má þess, að þarna bjó maður að
nafni Þorleifur Kristófersson,
arkitekt. Hann átti mjög merki-
legt bókasafn, t. d. afbragðssafn
listaverkabóka. Einnig átti hann
frábært hljómplötusafn. Allt
þetta fór forgörðum ásamt öðru
því, er hann átti. Hann og annar
maður til í þessu stóru timbur-
húsi, munu hafa verið þeir einu,
sem vátryggt höfðu eigur sínar.
Aðrir íbúar í húsinu, sem ekki
hafa verið nefndir, eru Kristín
Þorsteinsdóttir, öldruð kona; Sig-
urður Björnsson og fjölskylda,
alls 5 manns; Hjördís Guðmunds-
dóttir með barn, og Gunnar Bíld-
dal og fjölskylda, alls 5 manns.
— Bjuggu því í húsinu alls 20
manns. Allt hefur þetta fólk orð
ið fyrir meira og minna tjóni. Úr
íbúð Sigurðar tókst að bjarga út
innanstokksmunum, en hann bjó
í kjallara hússins. Þeir skemmd-
ust þó eitthvað við þann flutning
Um eldsupptök er ekki vitað
með vissu, þó hallazt sé að því,
að eldurinn hafi komið upp út
frá kolaofni í herbergi Bjarnþórs,
I ofninum logaði er Bjarnþór fór
út klukkan 6 um kvöldið. Er ótt-
azt að í óveðrinu hafi slegið nið-
ur í ofninn. Eldurinn, sem brauzt
niður í gegnum loftið í íbúð Val-
geirs Þormars, var einmitt '
horninu, þar sem kolaofninn I
herbergi Bjarnþórs stóð.
Vissulega gengu slökkviliðs-
menn rösklega fram við slökkvi-
starfið, en það kom berlega í ljós,
að þörf er endurskipulagningar
Slökkviliðsins, um leið og hugsað
er nú fyrir nýrri slökkvistöð, því
gamla stöðin, sem byggð var fyrir
tæplega hálfri öld fyrir hand-
vagna og önnur slökkvitæki
þeirra tíma, getur ekki fullnægt
þeim kröfum, sem gerðar eru til
slíkra stöðva nú á tímum og
þeirrar þjálfunar, sem slökkviliði
í stórum bæ er nauðsynleg.
Væri vissulega viðeigandi að
þakka slökkviliðinu, sem svo
lengi hefur starfað við erfið skil-
yrði, með því að hafa komið nýju
stöðinni upp fyrir 1962, en-þá er
50 ára afmæli stöðvarinnar við
Tj arnargötu.
Framboðslisti
Sj álí st æðismanna
í Ólafsfirði
EINS og skýrt hefur verið frá,
hafa Sjálfstæðismenn í Ólafs-
firði lagt fram framboðslista sinn
við bæjarstjórnarkosningarnar.
Vegna mistaka er hann birtist l
Mbl. verður hann birtur hér aft-
ur:
1. Ásgrímur Hartmannsson, bæj
arstjóri.
2. Jakob Áffústsson, rafveitu-
stjóri.
3. Þorvaldur Þorsteinsson,
bókari.
4. Sigvaldi Þorleifsson, fram-
kvæmdastjóri.
5. Magnús Gamalíelsson, út-
gerðarmaður.
6. Gunnar Björnsson, verka-
maður.
7. Sigurður Guðmundsson, sund
laugarvörður.
8. Guðmundur Þór Benedikts-
son, skrifstofumaður.
9. Sigurður Baldvinsson, út-
gerðarmaður.
10. Jónmundur Stefánsson, verka
maður.
11. Finnur Björnsson bóndi.
12. Jón Magnússon, bifreiðastj.
13. Guðmundur Williamsson,
verkamaður.
14. Jón Ásgeirssoa, vélstjóri.
Fjárhagsáœtlunin rœdd
og fjárhagsörðugleíkar
átgerðarfélagsins
AKUREYRI, 27. des. — Fjár-
hagsáætlun Akureyrarbæjar fyr-
ir 1958 var til fyrri umræðu á
bæjarstjórnarfundi í dag. Niður-
stöðutölur áætlunarinnar er tæp-
lega 21,5 millj. kr. Helztu tekju-
liðir eru skattar af fasteignum
kr. 1,77 millj., ýmsar tekjur kr
1,32 millj. — Þar í er nýr liður,
tekjur af Áfengisverzlun ríkisins,
kr. 500,000. — Hæsti tekjuliður-
inn eru útsvör sem eru áætluð
kr. 17,428 millj. og er það tæpri
1 millj. kr. hærri upphæð en fyrir
síðastliðið ár. Helztu gjaldaliðir
eru vextir og afborganir af lánum
kr. 1,555 millj. Stjórn kaupstað-
arins kr. 1,235 millj., vegir og
byggingamál kr. 2,466 millj., þar
af til vega og ræsa 2 milljónir.
Líftrygging og lýðhjálp nemur
kr. 3,22 millj. Framfærslumál kr.
1,16 millj., til menntamála kr
1,708 millj. Hæsti gjaldaliðurinn
er framlag til framkvæmdasjóðs
vegna ábyrgðarskuldbindinga
fyrir Útgerðarfél. Akureyringa
hf. kr. 4 milljónir. Um þennan
lið urðu allmiklar umræður.
Steinn Steinsen, bæjarstjóri
skýrði fjárhagsáætlunina, en ein-
stakir fulltrúar gerðu fyrirspurn-
ir og þá einkum varðandi fram-
lagið til útgerðarfélagsins.
Steindór Steindórsson (Alþfl.)
spurðist fyrir um rekstur strætis-
vagnanna í bænum og bað um
skýringu á framlagi til rekstrar-
þeirra. Hann áleit hæpið að sam-
þykkja framlag til útgerðarfél.
nema bæjarfulltrúarnir fengju
nánari skýringu á rekstri þess.
Stakk hann upp á því að bæjar-
stjórn héldi lokaðan fund um það
mál. Marteinn Sigurðsson (Þjóð-
vörn) spuröi um skuldaeigendur
hjá útgerðarfélaginu og tók und-
ir ummæli Steindórs. Jón Þor-
valdsson (Sj.) ræddi skipulags-'
mál bæjarins og gerði fyrirspurn
um þau. Ennfremur kvað hann
nauðsyn skýringa á framlaginu
til Ú. A.
Svör bæjarstjóra
Bæjarstjóri svaraði síðan fram-
komnum fyrirspurnum og ræddi
ætlaður til framtiðar-rekstrarins,
en ekki til að greiða með gamlar
skuldir, sagði Guðmundur. Þá
minntist hann á, að vart myndi
hægt að ganga frá skuldum fé-
lagsins nema með samningi við
skuldaeigendur til margra ára.
í lok máls síns sagði hann, að
eitthvað nánara yrði fram að
koma, áður en gengið væri endan
lega frá þessu máli, og stakk upp
á lokuðum fundi um það.
Jakob Frimansson (F) kvað
fyrrnefnda upphæð fram komna
eftir því sem bæjarráðsmenn
hefðu lauslega talið saman af á-
byrgðarskuldbindingum bæjar-
ins. Hefði það verið lagt til grund
vallar, enda myndi þessi upphæð
ekki langt frá réttu lagi. Hann
kvaðst sammála fyrri ræðumönn
um um nauðsyn nánari skýringa
á rekstri Ú.A. Hins vegar benti
hann á, að ekki væri enn búið að
gera upp reikninga yfirstandandi
árs, en uppgjör lægi fyrir miðað
við 1. október sl., en þá hefði bæj
arstjórnin kosið nefnd til funda
við ríkisstjórnina og nefndin feng
ið þær upplýsingar frá stjórn Ú.
A., sem hún hefði beðið um. Ekki
væri hægt að leggja fram svör
þessarar nefndar við aðstoðar-
beiðninni, því enn hefðu engin
svör komið frá ríkisstjórninni.
Væri því ekki hægt að vænta
frekari uppl. á þessu stigi máls-
ins. Þá ræddi hann og kosningu
nefndar til athugunar á rekstri
Ú. A. Sú nefnd væri langt komin
störfum og hefði endað athugun
sina í Reykjavík. Þar hefði a.m.
k. einn fulltrúanna verið i sam-
bandi við ríkisstjórnina. Þegar
nefndarálitið lægi fyrir, væri
hægt að gera samþykkt um þetta
mál. Ekkert væri vitað hvað rík-
isstjórnin ætlaði að gera í mál-
efnum útgerðarinnar og því vart
hægt að gera áætlun um framtíð-
arrekstur. Nú væri svo komið að
einn togari Ú. A. lægi bundinn
við bryggju og kæmist ekki út og
óvíst væri um hvort togari sá, er
næst kemur að landi komist út
, ‘ w i v s aftur- Væri Þyí yfirvofandi að
sérstaklega rekstur U.A. Kvað . . , ... .... , ,
hann þetta framlag vera lauslega
áætlað. Ekkert lægi fyrir um
framtíðarrekstur togaraútgerðar
í landinu í heild. Ríkisstjórnin
hefði engu svarað þeirri nefnd er
bæjarstjórnin hafði sent á henn-
ar fund, með beiðni um aðstoð
til Ú.A. Kvað hann koma til
álita að láta seinni umræðu um
fjárhagsáætlunina bíða þar til
eitthvað lægi fyrir í þessu efni.
Hins vegar væri það ekki sam-
kvæmt lögum að fresta málinu,
enda væri það hlutverk núver-
andi bæjarstjórnar að afgreiða
það áður en kosningar fara fram
síðari hluta janúar.
Guðmundur Jörundsson (Sj.)
kvaddi sér hljóðs og kvaðst undr-
ast þá ónákvæmni sem við væri
höfð á framlagi til útgerðarinnar
á fjárhagsáætluninni. Ennfremur
kvaðst hann undrast að ekki
lægju fyrir neinar beiðnir frá
stjórn Ú.A. um fjárþörf félags-
ins. Kvaðst hann ekki sjá fram
á að hægt væri að komast til
botns í þessu máli nema bæjar-
stjórnin héldi um það lokaðan
fund.
Ekki væri viðlit að ganga frá
málinu eins og hér væri gert.
Kvað hann þurfa að liggja fyrir
eins nákvæmt uppgjör frá félag-
inu og hægt væri að fá, ennfrem-
ur lista yfir skuldaeigendur. Hér
væri um svo stórt mál að ræða að
ekki væri lengur hægt að láta
reka á reiðanum.
Um fjárvon frá hendí ríkis-
stjórnarinnar til togaraútgerðar-
innar kvað hann lítið hægt að
fullyrða, eftir því sem hann vissi
bezt um, eftir viðræður við
Isjávarútvegsmálaráðherra. Hugs
anlegar væru auknar bætur til
handa útgerðinni, en þær væru
leggja þyrfti öllum togurum fé-
lagsins. Bæjarstjórnin yrði því
að taka ákvörðun í þessu máli.
Guömundur Gufflaugsson (F)
sagði að hægt myndi að leggja
fram nánari uppl. fyrir bæjarfull
trúana um rekstur og skuldir Ú.
A. Mælti hann með því að fjár-
hagsáætlunin yrði afgreidd til 2.
umræðu og kvaðst leggja fram
till. sem fram væri komin, um
að lokaður fundur yrði haldinn í
bæjarstjórninni um útgerðarfé-
lags-málin.
Helgi Pálsson (Sj) sagði út-
gerðarfélagsstjórnina hafa sent
bæjarstjórninni bréf í nóv.-byrj-
un og gefið skýrslu um ástand fé-
lagsins. Þá hefði bæjarstjórnin
sent nefnd á fund ríkisstjórnar-
innar, þar sem bæjarstjórnin
hefði ekki.treyst sér til þess sjálf
að ábyrgjast áframhaldandi rekst
ur félagsins.
Kvað Helgi nauðsynlegt að
halda fund nú um áramótin þar
sem þessi mál yrðu sérstaklega
rædd, því framundan væru mjög
auknar fjárgreiðslur er Ú. A.
þyrfti að inna af hendi svo sem
endurskráningar, skipaskoðanir
og tryggingar og fleiri gjöld.
Væri því nauðsyn að taka hið
bráðasta ákvarðanir um hvað
hægt væri að gera í þessum mál-
um. Sagði hann að ekki myndi
hægt að ganga frá skuldum
félagsins, nema með samningum
við skuldaeigendur til margra
ára. Ekki væri hægt að gera
áætlanir um framtiðarrekstur
félagsins fyrr en fyrir lægi hvað
ríkisstjórnin ætlaðist fyrir í út-
gerðarmálunum. Sagði hann að
Framh. a bls. 15.
<