Morgunblaðið - 28.12.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.12.1957, Blaðsíða 13
Laugardagur 28. des. 1957 MORGVN BLAÐIÐ 13 Cuðmundur Bjarnason fyrrv. bóksali, Seyðisfirði minning „Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir stóðu, sem festu rætur í íslenzkri jörð“. Þessar ljóðlínur góðskáldsins, Davíðs Stefánssonar komu mér í hug, er mér barst dánarfregn hins aldna vinar míns, Guðmund- ar Bjarnasonar, fyrrum kaupfé- lagsstjóra og bóksala frá Seyðis- firði, er lézt að Kvisthaga 1 í Reykjavík 5. des. sl. Guðmundur Bjarnason var einn af kjörviðum þeirrar kyn- slóðar, sem nú er að hverfa, kyn- slóðarinnar, sem fædd var kring- um þjóðhátíðarárið 1874. Þegar birta tók yfir draumum þjóðar- innar um að losna úr fjötrum oks og erlendra yfirráða, er hún hafði öldum saman verð hlekkj- uð í. Kynslóðarinnar, sem setti sér það mark og mið, að berjast af alhug fyrir því, að bera fram til sigurs það merki, sem frelsis- hetjan Jón Sigurðsson hafði reist í frelsis- og viðreisnarmálum lands og lýðs. En þó létta tæki yfir á vonahimni þjóðarinnar um 1870, átti þó sú kynslóð, er á næstu áratugum eftir ólst upp, við marga raun að etja. Enn var tvísýnt í lofti um allar frelsisvonir og róðurinn harður í róti stjórnmálanna. Og enn áttu hafísa- og harðindaár eftir að sverfa fast að högum og heill þjóðarinnar. — En kynslóðin, sem þessa áratugi óx upþ kom ekki út úr þeirri baráttu kalin á hjarta, sem veizlugestir Goðmund ar á Glæsivöllum, heldur hert að vilja, starfsþroska og heilbrigðri lífssýn. Og þrátt fyrir örðuga baráttu ól hún í brjósti þá bjart- sýnistrú um framtíð og menningu þjóðar sinnar, sem að lokum færði fram til sigurs þá drauma, sem íslendingshjartað hafði um aldaraðir dýrsta og stærsta dreymt. Guðmundur Bjarnason fæddist að Desjamýri í Borgarfirði eystra 6. april 1873. Voru foreldrar hans hjónin Jóhanna Bjarnadóttir og Bjarni Pálsson, er þá áttu heima á Desjamýri. Voru þau bæði Borgfirðingar að ætt. Ungur flutt ist Guðmundur upp í Hjaltastaða þingá á Fljótsdalshéraði og ó!st þar upp. — Þrátt fyrir örðugan fjárhag brauzt Guðmundur í að ganga í Möðruvallaskóla og lauk þaðan góðu prófi. Fékkst hann þar á eftir fyrst við barnakennslu á vetrum, en sneri sér síðan að verzlunarstörfum, sem síðan urðu ævistörf hans, meðan orka entist. — Hann var um skeið við v.erzl- unarstörf á Húsavík, verzlunar- stjóri á Breiðdalsvík, og síðan, lengstan hluta ævinnar vann hann við verzlunarmál á Seyðis- firði fyrst sem skrifstofumaður og siðar kaupfélagsstjóri, áfeng- issölustjóri og bóksali. Guðmund- ur kvæntist Guðbjörgu Guð- mundsdóttur, ættaðri úr Hjalta- staðaþinghá, glæsilegri myndar og kostakonu, er bjó honum hið indælasta heimili. Lifir frú Guð- björg mann sinn. — Þau hjónin eignuðust 3 börn: Ragnhildi, gifta Benedikt Þórarinssyni kaup manni í Reykjavík, Jóhönnu, gifta Jóni Sigurðssyni fyrrv. framkvæmdastjóra Alþýðusam- bands fslands í Reykjavík og Baldur, er lézt ungur að árum. Heimili þeirra Guðbjargar og Guðmundar var, hvar sem þau bjuggu, rómað fyrir gestrisni, aðúð og höfðingsskap, Voru þau hjón bæði samhent að taka sem bezt á móti hverjum, sem að garði bar. Eiga og margir, og þá ekki sízt við Austfirðingar, ótald- ar og ánægjulegar minningar, frá þeim stundum, er við dvöld- um gestir á heimili þeirra og nutum þar gleði og ljúfmannlegr- ar rausnar. Njálssaga lýsir svo Njáli á Berg þórshvoli: „Vitur var hann og góðgjarn, hógværr og drenglynd- ur“. Ég hygg að það sé í engu ofmælt, að þessi mannlýsing eigi einnig heima um Guðmund Bjarnason. — Guðmundur var skarpvitur maður, er kunni og vissi skil á flestum hlutum, hverj um manni fróðari og minnugri ng raunsær á flestar gátur lífsins. Þrátt fyrir skamma dvöl á skóla- bekk, var hann fjölmenntaður maður, sílesandi og leitandi fróð- leiks og þekkingarauka. — Hann var afburðavel að sér i sögu og skáldskap og unni þeim fræðum allshugar. — Var unun að sitja og hlusta á hann ræða slíka hluti og veit ég ekki hvort ég hef nokkr um manni kynnzt, er jafnist á við hann að kunnáttu í ljóðum og vísum. Gat hann flutt, af munni fram, tímunum saman ljóð og ljóðabrot og hafði æ á reiðum höndum, um hvað sem rætt var, tilvitnanir í sögu og ljóð. — Var hann jafnvel heima hvort, sem hann ræddi um ljóð og verk ís- lenzkra skálda, eða á góma bar skáldskap Björnsons, Hamsuns eða Burns. — Engu skáldi, ís- lenzku eða útlendu unni þó Guð- mundur sem Þorsteini Erlings- syni. Hafði hann á æskuárum sín um hrifizt svo af ljóðum Þor- steins, er á sínum tíma fóru eldi um hrifizt svo af ljóðum Þor- árum fór með þau eða ræddi, var sem hann allur yngdist að árum og ylmóði. — Svo heitt unni hann þeim og höfundi þeirra. Sjálfur var Guðmundur skáld- Kaupum hreinar léreftstuskur Prentsmiðja yyiorffiAnbla&í ómó Verzlunarhúsnœði Iðnaðarhúsnœði ásamt stóru geymsluplássi, ef æskt er, til leigu við miðbæinn. Tilboð merkt: „Áramót —7907“, leggist á afgr; blaðsins fyrir mánudagskvöld. mæltur með ágætum og mun eigi svo litið hafa að því gert að yrkja og skrifa. En engu slíku viidi hann flíka og mun því hafa valdið bæði hlédrægni hans og einnig það, að hann var manna vand- fýsnastur um slíka hluti, bæði við aðra og sjálfan sig. Veit ég þó að skaði er, að ýmislegt af því er Guðmundur hefur á pappír fest, komi eigi fyrir almennings- sjónir. Hann var góðgjarn, hógvær og drenglyndur, segir Njálssaga um bóndann á Bergþórshvoli. Alla þessa kosti hafði Guðmund ur Bjarnason í rikum mæli. Hann var orðfár um bresti manna og yfirsjónir og vildi jafnan leiða hjá sér dóma um aðra. Og góð- girni hans og drengskap efaði enginn, sem honum kynntist. Átti því Guðmundur margt vina og aðdáenda, en engan vissi ég hans óvin vera. Drengir heita vaskir menn og batnandi, segir Snorri Sturluson. Guðmundur Bjarnason, var einn þeirra manna, er alla ævi var batnandi. Hann var sífellt að þroska sál sína og auðga að þekk ingu og fróðleik, síleitandi að sannindum og leiðum, sívakandi fyrir öllu þvi, er nann taldi að verða mætti til að auðga lífið að fegurð og fullkomnun. Og nú er hann genginn til feðra sinna, þessi aldurhnigni afbragðs maður, yfir á land lífsins, þar sem hans bíður enn meiri þroski. En Austurland, þar sem hann lifði og starfaði hefur orðið á bak að sjá einum sínum ágætasta syni. Og þjóðin öll er fátækari við frá fall hans. Knútur Þorsteinsson. — frá Úlfsstöðum. Skrifstofuhúsnœði Lœknastofur tii leigu við aðalgötu við miðbæinn. Sérlega hentugt lyrir tannlækni. Skrifstofuhúsnæðinu getur fylgt gott geymslujpláss með hentugri aðstoðu fyrir vörumóttöku. Tilboð merkt „Möguleikar —7906“, sendist afgr. blaðsins fyrir mánudagskvöld. Skrifstoluhúsnæði ú góðum stuð Nokkur skrifstofuherbergi verða leigð sanian eða sérstök á bezta stað í bænum. Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir hádegi 5. janúar merkt: Heppni — 3591. 5 íbúðir óskust til leigu til lengri tíma í Keflavík eða nágrenni. 1 f jögurra herbergja íbúð, 2 þriggja herbergja og 2 tveggja herbergja íbúðir. Tilboð óskast send fyrir 3. jan. næstkomandi til PAN AMERICAN WORLD AIRWAYS INC% Keflavíkurfiugvelli. KOVO, Prag, Tékkóslóvakíu. Z E T \ ferða-ritvélar og skrifstofuritvélar með sjálfvirkri spássíu-stillingu — Sterkar og öruggar en þó léttbyggðar. Einka-umboð: MARS TKADING COMPANY, KLAPPARSTlG 20 — SlMI 1-7373 (tvær línur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.