Morgunblaðið - 28.12.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1957, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Logn og léttir til. 294. tbl. — Laug'ardagxir 28. desember 1957. Samtal við Hertnann Jónasson. Sjá bls. 3. ‘ Þýzkt skip veldur stórtjóni ú kafnarmonnvirkjum ó Skuga- strönd Bruninn á aðfangadagskvöld. Þessa hrollvekjandi mynd af ægi- mætti hins eyðandi elds, tók „Stúdíó“ þegar „Hússtjórn" stóð í björtu báli. Ekkert þessa heims hefur ennþá bugað mig sagði dr. Jón Dúason, sem missti Iiandrit sín og bækur í eldsvoðanum Skagaströnd, 27. des. HÉR varð stórtjón á hafnarmann virkjum á aðfangadagskvöld, er þýzku saltflutningaskipi, Her- man Langereder hlekktist á í höfninni. Braut það og skemmdi tvær bryggjur og eyðilagði lönd- unarkrana við síldarverksmiðj- una. Skipið komst f>t úr höfn- inni hjálparlaust. Þati mun vera stórskemmt, en um það eru ekki fyrirliggjandi nánari fregnir. Skipið kom hingað til Skaga- strandar aðfaranótt aðfangadags. Á aðfangadag aðvöruðu hafnar- verðir hinn þýzka skipstjóra, að vegna veðurs vaeri öruggara að færa skipið út úr höfninni. Síðdegis á aðfangadag var hér hvassviðri af suðvestri og fór veð urhæðin vaxandi. Um klukkan 10 á aðfangadags- kvöld var komið versta veður, stormur og snjókoma. Um það leyti sleit skipið landfestar, en það lá við hafnargarðinn. Rak það undan veðrinu yfir höfnina og rakst á löndunarbryggju síld- arverksmiðjunnar. Einmitt um þetta sama leyti varð Skaga- strönd rafmagnslaus. Á aðfanga- dagskvöld voru rafmagnstrufl- anir þar miklar. Svo er að sjá sem yfirbygging skipsins hafi rekizt á síldarlöndunarkranann. Við áreksturinn hefur loftnet rat- sjárinnar brotnað af og lá það á bryggjunni er að var komið. Löndunarkraninn skemmdist svo að hann er ónýtur talinn. Skipið hefur svo losnað frá þessari bryggju, en rakst þá á ’aðra minni bryggju, „Skúffubryggj- una“ svokölluðu. Skemmdist hún einnig nokkuð, þó ekki nærri þvi eins mikið og sildarbryggja verksmiðj unnar. Við bryggj- una tók skipið niðri að aftan. Skipstjóranum tókst þó að losa skip sitt aftur og sigla því út úr höfninni. Þykir það hér næstum því ótrúlegt að honum skyldi takast að bjarga skipinu þannig. En fullvíst má telja að skipið hef Akureyri. MIKLA suðvestan stórhríð gerði hér á Akureyri á aðfangadags- kvöld. Urðu talsverðar skemmd- ir af völdum veðurofsans. Þök fuku af húsum og fólk varð teppt víða um bæinn. Slys urðu ekki svo vitað sé. Á 11. tímanum á aðfangadags- kvöld skall hér á ofsaveður með mikilli snjókomu. Fólk var þá víða í heimboðum hjá skyldfólkj og vinum. Margt af því illa búið út í slíkt veður, enda var hér ágætt veður fram eftir kvöldi. Áttu margir í erfiðleikum að komast heim til sín um kvöldið og hafði lögreglan mikið að gera við að aðstoða fólk. Sums staðar varð fólk að gista þar sem það var gestkomandi. Bilar komust lítið um göturnar, flestir stöðvuðust, þegar fönn skóf inn á vélar þeirra, en ekki sökum beinnar ófærðar. Mestu skemmdir sem vitað er um hér á Akureyri þetta aðfanga dagskvöld voru þær að helming- ur þaksins yfir aðalmjölskemmu síldarverksmiðjunnar í Krossa- nesi fauk og er járnið að mestu ur orðið fyrir stórtjóni og vafa samt að það sé hæft til siglingar yfir hafið á þessum árstíma. Við höfum haft fregnir af því að skipið muni ætla sér að koma hingað aftur, en hvenær það verð ur vitum við ekki. Skipið lá inni á Djúpavík er við höfðum fregn- ir síðast af því. Ef það kemur munu hér fara fram sjópróf. Um tjónið á hafnar- mannvirkjunum er ekki vitað, því senda þarf kafara niður til þess að kanna skemmdir undir sjólinu. Svo virðist sem stórfé muni kosta að lagfæra þær skemmdir og eyðileggingu sem hið þýzka skip olli hér í höfn- inni. — Jón.. Drukknir bílstjórar Á ÞORLÁKSMESSU varð all- harður árekstur skammt frá Miklatorgi. Sá sem árekstrinum olli, gerði tilraun til þess að kom ast undan, en tveir starfsmenn ílugmálastjórnarinnar á Reykja víkurflugvelli veittu honum eft- irför. Tókst þeim að stöðva þrjót inn á móts við Austurbæjarbíó. Þar héldu þeir honum unz lög- reglan kom. Var ökumaður þessi áberandi ölvaður. Á aðfangadagsmorgun kom Odaur Guðmundsson, Langholts- vegi 151 að bíl sínum R-7223 nær gjörónýtum fyrir utan hús sitt. Á bilinn hafði verið ekið um nótt ina, en sá sem það gerði ekki um það hirt að tilk. það eigandanum eða lögreglunni. Óvænlega horfði um að takast myndi að upplýsa mál þetta í skjótri svipan. — Þetta fór þó á annan veg. — Um klukkan 5 hafði rannsóknarlög- reglunni tekizt að upplýsa mál- ið. Hafði bílstjóri, sem ekur stór- um vörubil, þá viðurkennt að hann myndi vera valdur að þessu, en bílstjórinn bar fyrir minnisleysi vegna ölvunar, sem hann þó fyrst í stað þrætti fyrir. ónýtt. Snjór fór inn í mjölskemm una en þar er allmikið af mjöli. Strax á jóladag var hafizt handa um að bjarga mjölinu. Var snjór- inn hreinsaður af því og síðan breitt yfir það. Eru skemmdir á því ekki taldar hafa orðið telj- andi. Þá fauk hluti af þaki á jarðolíugeymi þar við verk- smiðjuna og barst á sjó út. Nokk- urt vatn komst í olíuna. Þá fauk einnig hluti þaksins á „Pressu- lofti“ verksmiðjunnar. Við allt þetta rask eyðilagðist talsvert af timbri, járni, rafleiðslur og fleira og mun tjónið allmikið. Unnið hefur verið linnulaust að lagfæringum og gert ráð fyrir að á morgun verði hægt að hefja vinnslu í verksmiðjunni á ný. Þar liggur síld í þróm sem nægja mun til bræðslu í 3—4 daga. Auk þessára skemmda fauk hér efst í bænum nokkuð af heyi, ennfremur gripahús við Kotá, en ekki urðu slys á gripum. Á nokkr um stöðum losnuðu járnplötur og fleiri minni háttar skemmdir urðu. Veðrinu slotaði síðari hluta nætur og hefir verið hér gott veður síðan. — vig. HINN einarðlegi baráttumaður fyrir tilkalli íslendinga til Gi’æn lands, dr. Jón Dúason, bjó á neðri hæð „Hússtjórnar" — Hann var ekki heima er eldurinn kom upp. — Hann hafði verið rúmliggjandi, en klæddi sig á aðfangadagskvöld til að vera með vinaíólki sínu um kvöldið — Ingimar Jónssyni, fyrrum skólastjóra og frú Elín- bor;|'u, sem er frændkona Jóns. Jó».i fékk að vita símleiðis, að eldur væri kominn upp í húsinu. Haft var á orði við mig i sím- ann, sagði dr. Jón í samtali við Mbl. i gær, að eldurinn væri ekki mikill. En ég hraðaði för minni heim. Brá mér heldur i brún er ég kom þangað. Húsið nær al- elda orðið á efri hæð. Ég fór þeg- ar inn. Þar var allt fullt af reyk og var ég að baksa við að opna með lykli er lögreglumenn komu. Þeir sprengdu upp hurðina á svipstundu. Sáum við ekki handa okkar skil í reyknum og varð því fljótt nær ólíft fyrir okkur þar inni. Fleiri menn komu og heyrði ég þá segja, að þeir skyldu hjálpa til að bjarga handritum Jóns Dúasonar. Ég veit ekki hvaða menn það voru. Okkur tókst að grípa nokkurn bunka af hand- ritum, m.a. afrit af ensku þýðing- unni af Landkönnun og landnámi íslendinga í Vesturheimi. Einnig litils háttar af bókum. Urðum við skjótt að snúa frá. Má því heita, sagði dr. Jón að allt mitt safn handrita hafi brunnið með bóka safni mínu og öðrum eigum. — Ég vil biðja blaðið að færa lög- reglumönnunum og mönnunum fjórum sem á eftir komu, þakkir minar. Einn þeirra varð að stökkva út um gluggann út í garð inn til að komast út úr húsinu En hvað mér viðvikur sjálfum, þá hefur ekkert þessa heims enn- þá bugað mig, og þó tjón mitt sé mikið og tilfinnanlegt, þá mun ég taka upp þráðinn aftur, ákveðn- ari en nokkru sinni, að berjast fyrir tilkalli íslendinga til Græn- lands. — Ég skrifaði eina Græn- landsgrein nú um jólin, sagði Jón Dúason að lokum. Kviknar í kerfa- stjökum NÚNA um jólin hefir allmikið borið á því, að smátjón hafi orð- ið á heimilum manna vegna kerta stjaka úr plasti og tré. Hafa kert- in brunnið niður og síðan kvikn- að í stjökunum. Vitað er og um meiðsli á mönnum, sem hafa ver- ið að slökkva eldinn, þegar svo hefir verið komið. Skal brýnt fyrir fólki að sýna varfærni eigi það kertastjaka, sem geta brunn- ið. Áramótaiagn- aður stúdenta STÚDENTARÁÐ Háskólans og Stúdentafélag Reykjavíkur halda sameiginlega áramótafagnað að Hótel Borg á gamlárskvöld. Að- göngumiðar verða seldir í dag og á morgun kl. 2—4 að Hótel Borg. —Þeir, sem vilja, geta fengið mat áður en dansleikurinn hefst og skulu þeir panta hann, um leið og miðar eru keyptir. Dimm jól vegna rafmagnstruflana í SUÐVESTAN ofsaveðrinu, sem gekk yfir landið á aðfangadags- kvöld urðu miklar rafmagns- truflanir á Akranesi, í Borgar- nesi og vestur í Grundarfirði. Á Akranesi fór rafmagnið fyrst um klukkan 7, en komst brátt í lag aftur. Klukkan 9,30 um kvöld ið, er jólahátíðin stóð sem hæst á heimilunum þar, varð bærinn rafmagnslaus aftur. Starfsmaður rafveitunnar þar í bænum reyndi í rúman klukkutíma að ná tal- símasambandi við Andakílsár- virkjun. Kom rafmagnið á aftur um klukkan 11,30 um kvöldið. 1 Borgarnesi var hálfgert „alda móta-ástand“, því þar urðu marg ar húsmæður að ljúka eldun á jólamatnum á olíuvélum og prím usum, er rafmagnið fór af kaup- túninu laust fyrir klukkan 6 og kom ekki aftur fyrr en um kl. 11,30. Var víða kalt í olíukyntum húsum af þeim sökum um kvöldið. Það var ofsa suðvestan- veðrið sem rafmagnsbiluninni olli. Svipað þessu var ástandið einn ig vestur í Grundarfirði, er fólkið sat í myrkri mest allt jólakvöldið vegna rafmagnstruflana. Mann tekur út í GÆR kom hingað til Reykja- víkur lítill þýzkur togari, Bahren feld. Hafði skipstjórinn þá sögu að segja að einn skipverjanna hafði tekið út hér fyrir vestan land á jólunum í ofsaveðri. — Hafði enginn skipsmaður séð er hann fór fyrir borð. Tvö brunaköil UM jólm kviknaði i skreyttu jólatré út frá jólatrésseríu. Gerð- ist þetta að Jaðri við Sundlauga- veg og urðu skemmdir ekki veru- legar í íbúðinni. Þá er talið að börn hafi kveikt í legubekk ann- aðhvort með eldspýtum eða kerti. Þetta gerðist að Efstasundi 72. Slökkviliðið kom til skjal- anna á báðum þessum stöðum. Framboðslisti SjálfstæSisiisanna í Keflavík KEFLAVÍK, 27. des. — Á mjög fjölmennum fundi fulltrúaráðs Sj álfstæðisfélaganna hér í bæn- um, var till. uppstillingarnefndar um framboð til bæjarstjórnar- kosninganna samþykkt einróma og verður listinn þannig skipað- ur: 1. Alfreð Gíslason, bæjarfógeti. 2. Tómas Tómass., lögfræðingur 3. Marteinn Árnason, haínar- gjaldkeri. 4. Guðmundur Guðmundsson, Sparisjóðsf /rstjóri. 5. Falur Guðmundsson, útgerð- armaður. 6. Höskuldur Goði Karlsson, íþróttakennari. 7. Sesselja Magnúsdóttir, húsfrú 8. HaSldóir Guðmundsson, tré- smíðameistari. 9. Halldór Ibsen, verkamaður. 10. Gunnlaugur Karlsson, skipstj. 11. Vilborg Ámundad., liúsfrú. 12. Kristján Guðlaugsson, verzl- unarmaður. 13. Hreggviður Bergmann, forstj. 14. Friðrik Þorsteinss., forstjóri. Mikill hugur er í Sjálfstæðis- mönnum hér í bænum að vinna ötullega að sigri Sjálfstæð isflokksins við kosningarnar. Á kjörskrá eru um 2100 manns. — Ingvar. Stórhríð á Akureyri á aðfangadagskvöld Skemmdir utrðu á Krossanesverksmiðjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.