Morgunblaðið - 28.12.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.12.1957, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIí. Laugardagiír 28. des. 1957 EINRÆÐI RUSSA ÞEGAR uppreisnin stóð í Ungverjalandi og Pól- verjar virtust hafa rutt af sér þyngsta okinu að austan, ritaði ítalski sósíalistinn Matte- otti grein um þessi mál, þar sem hann hélt því fram að kröfur landanna í austanverðri Evrópu til meira sjáifstæðis gerðu að engu þá kenningu Sovét-Rússa, að þeir og ríki þeirra ættu að hafa skilyrðislausa forustu í mál- um kommúnistalandanna. Sovét- Rússland væri ekki lengur for- ustuþjóðin, sem afdráttarlaust bæri að hlýða. Matteotti gekk svo langt að spá því, að nú væri skrið ur kominn á það, sem hann kall- aði „demokratiseringu sovétveld- isins“, en með því átti hann við að stjórnarfar þar mundi nú snú- ast meira í átt til lýðræðislegra hátta. Því miður reyndist þessi spá- dómur rangur. Það hefur sýnt sig á því ári, sem síðan er liðið, að stjórnarfar Rússlands og að- staða þess til hinna annarra aust- urþjóða hefur síður en svo færzt í lýðræðisátt. Ummæli Matte- ottis byggðust á þeim vonum, sem menn gerðu sér, eftir að Krúsjeff hafði í ræðu sinni í febrúar 1956 bannfært Stalin- dýrkunina. En það varð brátt augljóst, að hér var um enga þróun í lýðræðisátt að ræða og þau skref, sem virtust hafa verið tekin í þá átt voru nú bráðlega stigin til 'baka. Uppreisn stúd- enta og verkamanna í Ungverja- landi bar barin niður af rúss- nesku skriðdrekaliði og sett á stofn í landinu blóðug einvalds stjórn. I Póllandi hafa málin snú- izt svo að Gomulka hefur tekið stranglega í taumana gegn öllum hreyfingum í landinu í áttina til meira frjálsræðis og þar hafa farið fram flokkshreinsanir, sem hafa ekki sízt beinzt gegn hinunx frjálslyndari mönnum. Og i Sovét-Rússlandi sjálfu hefur gerzt svipað. Einveldi kommún- istaflokksins hefur enn verið fest í sessi, hin svokallaða „sam- virka forusta“ fleiri manna hef- ur orðið að engu og Krúsjeff hef- ur rutt burt í kringum sig þeim mönnum, sem með honum áttu að standa í þessari nýju samvirku stjórn. Og nú stendur hann eftir einn á toppnum í aðstöðu ekki óvipaðri og Stalin eftir að hann hafði rekið Trotsky úr landi og gert aðrar „hreinsanir" í kringum sig fyrir 30 órum síð an. Það kemur raunar ekki á óvart að eftir hátíðahöldin í október i Moskvu út af byltingarafmælinu voru haldnir fundir kommúnista- foringja hvaðanæva að og því lýst yfir, að nú riði á mestu að treysta samstöðu og einingu heims-kommúnismans, en í því felst, að nú skuli það aftur verða óhrekjanleg kenning, að Sovét- Rússland sé forusturíkið og 511 kommúnísk lönd eigi að lúta boðum þess og banni. Sá vettvangur, sem Rússar hafa notað til að beita valdi sínu yfir kommúnistaflokkum annarra landa, hefur jafnan verið hið svo nefnda Alþjóðasamband komm- únista. Fyrsta Alþjóðasambándið, Komintern, var stofnað í Moskvu í marz 1919. Takmark þess var að koma á alheimsbylt- ingu kommúnismans, sem bolsje- vikkana dreymdi um á þeim dögum. Rússnesku kommúnist- arnir kröfðust þess þá, að hafa algera forustu um að koma þess- ari byltingu á. Lenin gaf þá út svokallað „21 skilyrði", fyrir því, að kommúnistaflokkur fengi inngöngu í Komintern. Aðalskil- yrðið var afdráttarlaus hlýðni flokksins við hinar „alþjóðlegu höfuðstöðvar uppreistar öreig- anna gegn heimsveldissinnun- um“. Sterkur agi skyldi vera inn- an allra flokkanna og bent var á þá leið að hreinsa til í flokK- unum við og við, til þess að efla einingu þeirra. Hvernig þær hreinsanir hafa svo verið fram- ; kvæmdar, hefur sagan sýnt. — Megináherzla var lögð á, að kommúnistastjórnin í Moskvu væri óskeikul í öllum ákvörðun- um sínum um markmið og leiðir t kommúnistaflokkanna í heimin- ! um. Hér er ekki staður til þess j að rekja alla þá þróun, sem hef- ur orðið í þessum málum, á árun- Krúsjeff um síðan 1919. En allan þann tíma var það ætíð höfuðkenn- ing rússnesku kommúnistanna, að í Moskvu skyldi forustan vera og kommúnistaflokkar annarra landa ættu að hlýða miðstjórn- inni þar skilyrðislaust. En heims- byltingin, sem bolsjevikkarnii höfðu talið svo örugga á fyrstu árunum eftir 1917, lét bíða eftir sér, og brátt var sjáanlegt að af henni mundi ekki verða. Stalin. sem tók við að Lenin, lýsti þvi þá yfir að vel væri mögulegt að framkvæma sósíalisma í einu landi. Eftir að málin höfðu skip- azt þannig varð Komintern í raun inni fyrst og fremst verkfæri ut- anríkismálastefnu Sovét-Rússa Hlutverk þess að koma af stað heimsbyltingu, hvarf þá í skugg- ann, en nú varð Komintern tæki Rússa til þess að koma áformum sínum fram í löndum utan Rúss lands. Kommúnistaflokkarnir í hinum ýmsu löndum hlýddu Komintern í blindni, en skýr- asta dæmið um það er hvernig flokkarnir víðs vegar í heimin- um hringsnerust í sambandi við samning Rússa við Hitler 1939, og svo aftur í júní 1941, þegar Þjóðverjar réðust á Rússland. Er sá hringsnúningur og línudans í fersku minni einnig hér á landi. ★ Meðan á heimsstyrjöldinni seinni stóð, eða 22. maí 1943, leysti Stalin Komintern upp og var látið heita svo að þetta -væri gert vegna þess að kommúnista- flokkarnir vildu nú starfa á lýð- ræðisgrundvelli og skipulag þeirra innbyrðis og afstaða þeirra gagnvart Moskvu væri nú ekki lengur bundin við skilyrðis lausa hlýðni, heldur væri þar um að ræða lýðræðislegt skipulag. Sú ráðstöfun Stalins að leysa Komintern upp var í eðli sínu einungis til þess gerð að gefa kommúnistaflokkunum tækifæri til að klæðast þjóðlegtim dulbún- ingi. Þeir áttu nú að notfæra sér frelsishreyfingar þjóðanna og andúð þeirra á þjóðernisjafnaðar- mönnum, út í æsar. Nú var látið í veðri vaka, að flokkarnir væru lausir við hlýðnisskylduna gagn- vart Moskvu og væru orðnir þjóð legir og frjálslyndir. I upplausn- inni í stríðslokin notuðu komm- únistarnir sér örvæntinguna og forustuleysið og ruddust til valda í mörgum ríkjum, sem nú stynja undir járnhæl Rússa. Blekking Stalins tókst þannig alltof vel. ★ Þegar bandalag Sovét-Rússa við lýðræðisþjóðirnar, sem staðið hafði í styrjöldinni, hrundi til grunna að henni lokinnl, leið Gomulka ekki á löngu óður en Komintern lifnaði aftur við í nýrri mynd í september 1947 var hið svokall- aða Kominform stofnað og haföi það aðsetur í Belgrad. Látið var í veðri vaka, að það væri vett- vangur þar sem kommúnistaflokK arnir gætu skipzt á upplýsingum en þátttakendur voru kommún- istaflokkar Sovét-Rússlands. Júgóslavíu, Póllands, Rúmeníu Búlgaríu og Tékkóslóvakíu, auk flokkanna á Ítalíu og í Frakk- landi. Markmiðið með endurreisn Komintern í þessu nýja formi var vitaskuld að samhæfa stefnu hinna ýmsu kommúnistaflokka og tengja þá fastar við Moskvu. Þetta var þvi meiri nauðsyn x augum Rússa, sem tvö af járn- tjaldsríkjunum, Pólland og Tékkóslóvakía, höfðu lýst því op inberlega yfir sð þau hefðu •• hyggju að taka við Marshall- hjálp. Rússar komu í veg fyrii það og sá maður, sem fékk það hlutverk að hafa rekstur hinna nýju samtaka með höndum var Schdanow. Hann kom nú af stað mikilli hreyfingu meðal komm- únistaflokkanna í hinum ýmsu ríkjum í þá átt að spilla fyrir árangri hinnar efnahagslegu við reisnar Evrópu. Kom það fram með ýmsu móti, svo sem verk- föllum og uppþotum. Það leið þó ekki á löngu áður en ljóst varð að þessi stefna mundi ekki hrósa sigri, og bar ósigur Rússa í sam- bandi við innikróun Berlínar ljós an vott um það. Því næst kom svo áreksturinn við Tító, sem sagði sig úr lögum við Moskvu og nú var aðsetur Kominform flutl frá Belgrad til Búkarest. Það varð svo öllum heimi ljóst, að bak við allt talið um sjálfstjóru hinna einstöku kommúnistaríkja var ekkert annað en hin gamla einræðishugsun í Moskvu, þeg- ar Stalin lét í febrúar 1948 fram- kvæma hinar víðtæku „hreinsan- ir“ í járntjaldslöndunum með af- tökum og fangelsunum fjölda manna. En í stað hinna drepnu og fangelsuðu komu öruggir þjónar Stalins. ★ Svo dó Stalin og eftirkomend- ur hans tóku nú að prédika hina „friðsamlegu sambúð“, sem svo var kölluð og sendu nýjar frið- ardúfur á stað. Sættir tókust í orði kveðnu með Moskvumönn- um og Tító og loks kom svo af- hjúpun Stalins. Það hlaut því að líða að því, að Kominform yrði leyst upp, enda fór það svo og hinn 18. apríl 1956 lét Krúsjeif það boð út ganga að Kominform væri ekki lengur til. Þegar Rússar gera nú nýjar til- raunir til þess að sameina komm shrifar úr 1 daglega lífinu J „Pólitík Sýningar- salarins HR. ritstjóri. Vegna ummæla Velvakanda um „pólitíska" starfsemi Sýningarsalarins í blaði yðar 17. desember óskar Sýningarsalurinn við Hverfis- götu að taka fram eftirfar- andi. Samkvæmt skýrgreiningu eða notkun Velvakanda á orð- inu pólitískur þá mun Sýn- ingarsalurinn hafa verið „póli- tískur“ frá því að hann hóf starf- semi sína eða nánar tiltekið frá 28. apríl 1957. Fyrirsögn Vel- vakanda „Sýningarsalurinn ger- ist pólitískur", er því nú síðborin og nær óskiljanleg — nema að Velvakanda hafi langað til að skrifa „kommúnistískur" í stað ,,pólitískur“, því þá væri um nýj- ung að ræða sem vara mun í sjö daga. Það er rétt að gluggi í Sýningarsalnum er „áróðurs- gluggi“, þ.e. auglýsingagluggi fyr ir kínverska listmuni og China Reconstructs- og China Recon- structs er „áróður", kynmngar- rit fyrir Sovét-Kína. En einmitt vegna þess að Sýningarsalurinn ekki er pólitískur í venjulegri hérlendri merkingu þessa orðs„ (hefur til dæmis ekki á stefnu- skrá að útiloka sósíalista frá að | sýna í salnum) þá þótti ekki rétt ' að neita félaginu Menningar- 1 tengsl Kína og íslands að leigja ígluggann í sjö daga fyrir áður- nefnda listmuni og rit. En „póli- tisk“ stefna Sýningarsalarins er eins og kunnugt er kynningar- starfsemi í fyrsta lagi sýningar, (samsýningar, sérsýningar og kynningarsýningar). Nú er t.d. í Sýningarsalnum eins og menn vita Myndlistar- markaður og þar sýna 2 mynd- höggvarar og 12 málarar verk sín. En auk þess er listiðnaður, endurprentanir og listaverkakort (jólakort) til sýnis og sölu í saln- um. Sýningarsalurinn er fyrst og fremst stofnaður til þess að efla skapendur og skoðendur mynd- listar og listiðnaðar, að örfa ein- staklingana til að skoða og kaupa fagra muni og listaverk (óháð landamærum). Hugmyndin er að hafa í salnum stöðugar sölusýn- ingar á myndlist og listiðnaði. Auk þess listaverkabækur, eftir- prentanir málverka og kort af myndlistarverkum til kynningar á listarmönnum og verkum þeirra. Minningarrit sem fjalla um myndlist, listiðnað og aðrar listir. Það eru ekki stílar eða stefnur né nöfn höfunda sem ákveða hvort hlutir fást sýndir í Sýning- arsalnum heldur eigið gildi hlut- anna. Af framanskráðu sést að Sýn- ingarsalurinn hefur ekki íarið út fyrir eigin ramma eða stefnu, hvorki í orði né verki, ekki held- ur með umræddum glugga. Sýn- ingarsalurinn hefur því ekkert að „skammast" sín fyrir þótt Vel- vakanda finnist svo. Og glugga- sýning þessi er ekki sú fyrsta sinn ar tegundar í salnum. Þar var t.d. í vor gluggasýning í sam- bandi við norsku kvikmyndina „Same Jakke“, sem Guðrún Brunborg sýndi í Stjörnubíó til ágóða fyrir norsk-íslenzk stúd- entaskipti o. fl. mætti nefna. Sýningar þessar falla undir lið- inn kynningarsýningar hjá saln- um. Rétt er að vekja athygli hér á því að salurinn tekur að sér að sjá um slíkar sýningar fyrir einstaklinga og félög og að hægt er að leigja glugga salarins eða hluta hans sem og salinn allan í þessu augnamiði. Sýningarsalurinn Hverfisgötu 8—10 vill hér með láta í ljós að- dáun sína á hve Velvakandi er trúr á vaktinni og þakkar honum allt gamalt og gott nú síðast aug- lýsinguna á salnum enda þótt annarleg sé. En félagið Menn- ingartengsl Kína og íslands verð- ur að þakka Velvakanda fyrir sig þ. e. fyrir auglýsinguna á China Reconstructs. Með þökk fyrir birtinguna. F.h. Sýningarsalarins, Sigríður Kristín Davíðsdóttir.' únistaflokkana undir einn hatt, hálfu öðru ári eftir að þeir hafa leyst upp Kominform, þá á það sínar rætur í því ástandi, sem skapazt hefur innan kommúnista- ríkjanna. Eftir að Krúsjeff hafði afhjúpað Stalin, kom það fljót- lega í ljós, að mörg sundrungar- öfl eru til staðar innan komm- únistaflokkanna. Þetta kom ber- legast fram í Póllandi og Ung- verjalandi og Austur-Þýzkalandi, þar sem uppreisnir brutust út, sem virtust í fljótu bragði ætla að höggva stór skörð í veldi kommúnistanna. Jafnvel Tító hef ur vafalaust séð að eftir þessa atburði væri nauðsyn á að tengja kommúnistalöndin með einhverj- um hætti fastar saman. Krúsjeff sætti þungri gagnrýni, meðal ýmissa kommúnistaforingja í Moskvu, fyrir að hafa leyst þau öfl úr læðingi, sem nú kostaði svo stór og örlagarík átök, að bæla niður. Og nú vill Krúsjeff stíga spor í þá átt að treysta yfirráð Moskvu enn á ný og af því er yfirlýsing kommúnistaforingj- anna eftir byltingarafmælið sprottin. í yfirlýsingu þeirra frá 22. nóvember, sem Mao Tse Tung undirritaði ásamt hinum öðrum foringjum, kemur það glögglega fram, að í Moskvu skuli höfuð- stöðvar og yfirstjórn heims- kommúnismans vera og hinir einstöku flokkar kommúnista úti um heiminn, lúta þeirri yfir- stjórn. Jafnframt þessu reyna svo Rússar að herða á klónni innan Varsjár-bandalagsins og i yfirlýsingunni er sagt, að það bandalag sé ekki eingöngu til varnar, heldur sé einnig hlutverk þess að færa út yfirráð komm- únista. Með yfirlýsingu kommúnista- foringjanna hefur Krúsjeff unnið stórsigur og stigið mikið skref í þá átt að sameina heimskomm- únismann aftur. í þessu sam- bandi má benda á þann árangur, sem Rússar hafa náð á sviði eld- flauganna og má jafnvel segja að hin nýja yfirlýsing um alveldi Moskvu innan kommúnistaflokk- anna, sé komin fram undir merki Sputniks. En vafalaust bíða hinna nýju samtaka ýmsir erfiðleikar. Það var auðveldara að stjórna komm- únistaflokkunum frá Moskvu með járnhendi á meðan Rúss- land var einasta kommúnista- ríkið. Nú eru mörg kommúnista- ríki sprottin upp og sum allstór og voldug, svo sem Kína. Hvort það tekst að hafa fulla samheldni með öllum þessum ríkjum, mun framtíðin leiða í ljós, en augljóst er að miklu meiri hætta er á sundrungu, þegar um mörg ríki er að ræða, heldur en ef um eitt ríki er aðeins að tefla, sem held- ur öllum þráðum í sinni hendi, í krafti þess að vera einasta ríkið, sem framkvæmt hafi kommún- ismann. Leiðrétting: Nokkrar prentvillur eru í grein Ólafs Ólafssonar um Konsó í jóla blaði Morgunblaðsins II. Bls. 38: Öðrum dálki, stakka- píramidi á að vera „stailapíra- mídi“. Fjórða dálki, 22. línu að neðan ofaukið en í stað hennar komi „húsið, sem“, 14. línu að neðan stendur það er á að vera „þar er“. 24. línu að ofan stendur „húshæðir" á að vera „mishæð- ir“. 17. línu að neðan stendur Makaðsdagur, á að vera „Mark- aðsdagur". Bls. 39: í öðrum og þriðja dálki eiga efstu línur undir neðri mynd inna að standa efst í dálkunum. Stórt línubil ætti að vera í þriðja dálki á undan orðunum: „Þig hef- ur dreymt —“. Bls. 42: í 46 línu stendur stofað, á að vera „stofnað“. — Og 3. dálki 28. línu að ofan stendur hana, á að vera „hann“. KAUPMANNAHÖFN, 19. des. — Mikið óveður skall yfir Færeyj- ar í nótt. Skozkur togari strand- aði þar svo og rússneskt flutn- ingaskip úr rússneska síldveiði- flotanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.