Morgunblaðið - 28.12.1957, Blaðsíða 9
Laugardagur 28. des. 1957
MORCVNBLAÐIÐ
9
Stjórn Félags íslenzkra stúdenta í Stokkhólmi: Ingunn Bene-
diktsdóttir, Árni Stefánsson og Svava Stefánsdótíir.
STOKKHÓLMSBRÉF
Nebanjarbahrautirnar nýju — Aíhend-
ing Nóúelsverðlauna — Féiagssamtök
islenzkra stúdenta
SUNNUDAGURINN 24. nóvemb.
1957 er merkisdagur í sögu Stokk
hólms. Þann dag var vígð síð-
asta tengilína neðanjarðarbraut-
anna hér í borg. Hans hátign
Gústaf Adólf VI. framkvæmdi
vígsluna. Klippti hann með stóru
saxi, sundur breiðan borða, sem
áður lokaði leiðinni, en síðan ók
vígsluvagninn með konungshjón
in og aðra tigna gesti þann hluta
leiðarinnar, sem ekki hafði áður
verið farinn.
Þessi síðasti hluti liggur undir
hjarta borgarinnar, frá Kóngsgöt
unni, um járnbrautarstöðina,
gegnum Gamla staðinn, að Sluss-
en. Áður gengu neðanjarðar-
lestirnar, annars vegar frá Kóngs
götunni til úthverfanna í norð-
vestri, en hins vegar frá Slussen
til úthverfanna í suðri. Er því
mikil samgöngubót að þessari
tengilínu, og nú komast margir
leiðar sinnar með neðanjarðar-
lestunum, sem áður þurftu að
eyða dýrmætum tima í að skipta
um vagna.
Nú létta neðanjarðarbrautirn-
ar einnig allverulega á götuum-
ferðinni, sem hefur þéttst og
aukizt að undanförnu, því einka-
bílum fjölgar dag frá degi. For-
ráðamenn umferðarmála .hér í
borg eru að vona, að eigendur
einkabíla taki upp þann hátt, sem
tíðkast í stórborgum Ameríku, að
leggja bílum sinum við brautar-
stöð nærri bústaðnum og aka með
neðanjarðarlest í vinnuna.
Þannig vinnst tvennt: Umferðin
gengur auðveldar um götur borg-
arinnai’, og bifreiðaeigendur
þurfa ekki að eyða löngum tíma
í leit að bílastæði í miðbænum.
Einn galli er þó á gjöf Njarð-
ar. Um leið og neðanjarðarbr'aut-
in var tengd, hækkuðu fargjöid
verulega á öllum leiðum. Þarf
mikið fé til að standa straum
af þessu fyrirtæki, sem sagt er
það dýrasta hér í landi. Þó mönn-
um gangi dálitið illa að sætta
sig við hækkun fargjaldanna, eru
neðanjarðarlestirnar þéttsetnar
dag hvern.
Síðustu daga hefur verið frost
og hálka á götunum hér í Stokk-
hólmi. Hafa menn því í stærri stíl
en áður skilið bíla sína eftir
heima, og í stað þess, að dansa
á flughálum götum borgarinnar,
ekið áhættulaust í snjólausum og
þíðurn iðrurn jarðarinnar.
★
Nóbelshátíðin í Stokkhólmi var
haldin með venjulegum glæsi-
brag 10. þ. m. Verðlaunahafar
mættu allir að þessu sinni, en les
endum Mbl. mun sjálfsagt kunn-
ugt, hverjir hlutu verðlaunin í
ár.
Eins og jafnan áður drógu
hvorki að lesa né skrifa. Þó var
Camus settur í skóla og kennar-
inn uppgötvaði gáfur hans og
kom því til leiðar, að hann var
settur til frekari menntunar.
Lauk hann siðan fil. kand. prófi
frá háskólanum í Alsír. Eftir það
lagði hann fyrir sig ýmis störf.
Var sölumaður, ríkisstarfsmaður,
leikax’i, útvarpsmaður, blaðamað-
ur og ritstjóri, unz hann helgaði
sig ritstörfum eingöngu.
Á skólaárum sinum í Alsír, tók
Camus virkan þátt í þjóðernisbar
áttu Alsíringa og aðhylltist kenn
ingar Marx. Síðar sneri hann
baki við Marx og hefur gagnx-ýnt
flokka, sem byggja á kenningum
hans.
í fræðibókum hefur Camus til
þeosa verið talinn forgöngumað-
ur existentíalista og sagt að hann
hafi orðið fyrir miklum áhrifum
frá Heidegger, Kirkegárd og
Husserland.
Á blaðamannafundinum var |
Camus m. a. spurður um Alsír- _
deiluna, trúarskoðanir sínar, kom
múnisma og existentíalisma.
Hann gaf skýr og vafningalaus
svör.
— Ég er ekki sammála frönsku
stjói’ninni um Alsírvandamálið.
En hér fullyrði ég aðeins, að það
er ekki bara mögulegt, heldur
einnig nauðsynlegt, að komast að
samningum á jafnréttisgrund-
velli.
-— Trúarskoðanir mínar? Ég
fylgi ekki kaþólsku kirkjunni, en
ber einlæga virðingu fyrir Kristi.
Kirkjunnar menn kalla mig guð-
leysingja. Guðleysingjarnir segja
mig kristin. Kommúnistar telja
mig íhaldsmann. íhaldsmenn
kalla mig kommúnista. Þeim
skjátlast öllum.
— Eigin afskipti af kommún-
ismanum? Á unga aldri stökk ég
upp í vitlausan vagn, Bn sá fljótt
að mér.
— Ég er ekki existentíalisti.
Existentíalisminn er áþekkur
jái’nbrautarlest, sem vantar bæði
eimvagninn og síðasta vagninn.
Ég hef sótt mest til grísku heim-
spekinnar.
Albert Camus vildi ekki segja
mikið um næstu bók. Þó gat hann
þess, að þar myndi hann birta
reyns' ’ s'na og niðurstöður.
Stefán Einarsson prófessor ritar um
aðra útgáfu orðabókar
Guðbrandar Vigfússonar
Félag íslenzkra stúdenta í
Stokkhólmi hefur verið starfsamt
An Icelandic-English Dic-
tionary. Initiated by Ric-
hard Clcasby.
Subsequently revised,
enlarged and completed by
Gudbrand Vigfússon, M. A.
Second edition with a
supplement by Sir William
A.Craigie.
Containing many addi-
tional words and referen-
ces.
Oxford at the Clarendon
Pi’ess, 1957. xlv, 834 blað-
síður. Verð 346,50 krónur.
HÉR er hin gamla og góðfræga
orðabók Guðbrandar Vigfússonar
komin í annari útgáfu eftir Sir
William A. Craigie með viðbæti
eftir hann (bls. 781—834). Hann
mun hafa lifað það að sjá útkomu
bókarinnar og hefur kannske
lagzt rólegri til hvíldar eftir vel
unnið verk í þágu íslenzkra
fræða, fyrst Sýnisbók islenzkra
rímna I—III (1952) og nú aðra
útgáfu orðabókarinnar miklu
Því miður hefur hann í þessu síð-
asta verki sínu mátt sanna það
sama og Þórr, mestur kraftakai’l
norrænna goða, að „engi hefur
sá orðið og engi mun verða, ef
svá gamall verður að elli bíður,
að eigi komi ellin öllum til falls“.
Sir William var fæddur 13. ágúst
1867, og ef mig misminnir ekki,
þá var hann níræður orðinn er
hann andaðist í sumar eða haust,
öllum vinum sínum harmdauði,
ekki sízt íslendingum. En það er
varla tiltökumál, þótt níræðum
manni sé farin að förla sýn, ná-
kvæmni og jafnvel dómgreind
um það, hvað hann geti gert. En
það er ljóst að ef Sir William
hefði látið íslending lesa próförk
með sér, hefði viðbætii’inn getað
oi’ðið villulaus, en eins og er þá
óprýða hann of mai’gar prent
villur.
Þetta er einkum auðsætt um
bókaskrána á bls. 783, í henni eru
allmargar augljósar prentvillur,
en annars er hægur vandi að
prenta upp þetta eina blað og
láta fylgja bókinni, Vei-ra væri
það sem af er þessum vetri. I ef sjálft orðasafnið væri fullt af
Albert Camus
bókmenntaverðlaunin að sér
mikla athygli, og átti Albert
Camus fund með blaðamönnum
þegar eftir komuna til Stokk-
hólms. Stóðst hann þær eldraun-
ir allar með prýði, enda sjálfur
blaðamaður frá fornu fari og
meira að segja gamall leikari.
Ævasaga Alberts Camus er raun-
ar mjög merkileg, og vil ég rekja
hana hér í fám dráttum.
Hann er fæddur í Alsír árið
1913. Faðir hans var fátækur
verkamaður úr Elsasshéraði.
Hann féll í orrustunni við Marne
þegar drengurinn var eins árs.
Móðiriix var spönsk og kunni
Snemma á haustinu gekkst félag
ið fyrir bókmenntavöku. Voru
þar lesin ljóð íslenzkra skálda
við góðar undirtektir. í byrjun
nóvember var haldinn aðalfund-
ur í félaginu. Á þeim fundi flutti
sendiherra íslands hér í borg,
Magnús V. Magnússon, fróðlegt
og skemmtilegt erindi um heim-
sókn _sína til íran. Hallbjörg
Bjarnadóttir skemmti með eftir-
hei’musöng.
Að kvöldi 30. nóvember gekkst
félagið fyrir myndarlegum hátíða
höldum í tilefni fullveldisdagsins.
Þar voru fiutt venjuleg minni, en
auk þess söng Árni Jónsson ein-
söng við mjög góðar undirtektir.
Enda þótt félagið nefnist Félag
ísl. stúdenta í Stokkhólmi, er það
öllu fremur félag íslendinga í
Stokkhólmi. íslenzkir stúdentar
eru hér fáir, en nokkuð annarra
íslendinga, sem taka virkan þátt
í lifi og starfi félagsins.
Stjórn félagsins skipa nú: Árni
Stefónsson fil. stud., formaður,
Ingunn Benediktsdóttir, fil. stud.
gjaldkei’i og Svava Stefánsdóttir
soc. stud., ritari.
Stokkhólmi í desember 1957.
J. H. A.
villum. í fljótu bragði sýnist það
ekki vera, en þó hef ég fundið
um fjörtíu villur í fyrstu níu
dálkunum, stöfunum a-á, eða um
fjórar villur á dálk. Þaðerísjálfu
sér ekki mjög mikið, en þó nægi-
legt til þess að menn verða að
treysta viðbótinni með varúð. En
í raun og veru er þessi viðbót
ekkert aðalatriði í útkomu bókar
innar, heldur það að hin gamla
góða orðabók, sem alltaf stendur
í sínu gildi sem vísindalegt orða-
bókarverk, hefur fengizt endur
prentað og það ljósprentað í heild.
Veit ég ekki hvort Clarendon
Press í Oxford, háskólaprent-
smiðjan, hefði gert það fyrir
nokkux-n nema hinn gamla fræði-
mannaöldung og orðabókahöf-
und, Sir William A. Craigie. En
þótt íslendingar séu rikir nú og
horfi ekki í að gefa út Guð-
brandarbiblíur til gjafa fyrir 2000
krónur, þá veit ég ekki hvort þeir
mundu hafa lagt út í að gefa út
þessa Guðbrandarorðabók fyrir
þær 346,50 krónur, sem hún kost-
ar nú í brezku útgáfunni.
Annars er það auðvitað mjög
vel til fallið að bókin sé útgefin
af brezku fé, eins og öldina sem
Eruð þér á kjörskrá?
KÆRUFRESTUR vegna kjörskrár er til 5. janúar næst-
komandi. Rétt til að vera á kjörskrá í Reykjavík hafa þeir,
sem þar voru búsettir í febrúarmánuði sl.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 4.
aðstoðar við kjörskrárkærur.
Skrifstofan er opin frá kl. 9—12 og 2—5 í dag og frá
kl. 2—5 eftir hádegi á morgun.
leið. Því það var brezkur auðmað
ur, sjálfmenntaður sérvitringur
og fræðimaður, sem miklu heldur
vildi vera fræðimaður en kaup-
maður, sem á veg og vanda af
því að hafa byrjað þessa bók og
kostað hana, svo sem nafn hans
á bókinni gefur til kynna. Eftir
að hafa lært germönsk mál og
flestar mállýzkur í Þýzkalandi að
auki, ætlaði hann, haustið 1839 að
fara að læra íslenzku hjá Kon-
ráði Gíslasyni í Kaupmannahöfn.
Komst hann fljótt að raun um að
íslenzka var orðabókarlaust mál,
og ekki væri annað vænna um úr
ræði í því vandamáli en að hann
skrifaði orðabókina sjálfur. Hélt
að það mundi taka ein þi’jú ár.
Næstu sjö árin vann hann sjálfur
og Konráð Gíslason og margir
íslendingar í Kaupmannahöfn
með þeim, svo sem Gísli Magnús
son, Benedikt Gröndal, Eiríkur
Jónsson og Gunnlaugur Þórðar-
son, allir fyrir hans fé að orða-
bókinni. Þá dó hann sjálfur frá
vei-kinu, en ei’fingjar hans héldu
því áfram með fjárframlögum til
þessara orðabókarmanna í Kaup-
mannahöfn. Sjö árum síðar 1854
vildu orðabókarmennirnir enn
hafa meira fé til starfans í Kaup-
mannahöfn, en þá þótti ei’fingj-
um Cleasbys ómagahálsinn vera
orðinn nokkuð langur á verkinu
og vafasamt að það tæki nokkurn
tíma enda. Þeir skrifuðu þá til
Kaupmannahafnar og létu senda
sér safnið. Árið 1855 bauðst G. W.
Dasent, sem síðar þýddi Njálu, til
að sjá um prentun oi’ðabókar-
innar, ef Clarendon Press í Ox-
ford vildi prenta hana. Af því
varð þó ekki að sinni. Níu árum
síðar stakk Dasent enn upp á að
Clai’endon Press prentaði bókina
og fengi til þess hinn unga efni-
lega fræðimann Guðbrand Vig-
fússon. Svo sem kunnugt er varð
þetta að ráði og orðabókin kom
út 1874 á þúsund ára afmæli
landsins.
í fyrstu útgáfunni lét Da-
sent mikið af því í formála, hve
lélegt hefði verið verk þeirra
Hafnaríslendinga, einkum Kon-
ráðs Gíslasonar, sem telja mátti
aðalhöfund orðabókarinnar þar í
Kaupmannahöfn. Var verk Guð-
brandar á líkan hátt hafið upp til
skýja eflaust til að afsaka það við
Clarendon Press og erfingja orða
bókarinnar að skift var um útgef
endur. Til allrar hamingju fyrir
oi’ðstír Konráðs, hefur handrit
orðabókarinnar frá Kaupmanna-
höfn geymzt, svo að Craigie hefur
getað gert samanburð á því og
verki Guðbrands. En Craigie seg
ir svo: „í mörgum orðum þurfti
aðeins að gera smábreytingar,
stundum í þýðingum en oftar í
tilvitnunum, sem upphaflega voru
til handrita, en voru nú gerðar
til prentaðra texta, ef þeir voru
til. í mörgum orðum, einkum
minni háttar orðum, var tilvitn-
unum sleppt, eflaust til að spara
rúm. Meira svigrúm var gefið
orðum ef þau snertu sögu eða
menningarsögu íslands. En form
stóru sagnanna og dæmin úr þeim
voru öll úr safni Konráðs".
Af þessu má ráða að tæplega
hefði það verið rangt þótt oi’ða-
bókin gengi undir einu nafni enn:
nafni hins mikla fræðimanns
Konráðs Gislasonar. Er það mik-
ið mein þegar fræðimenn vilja
heldur troða skó hver af öðrum
en vinna saman í ást og bróðerni.
En minning Koni’áðs hefur ekki
tapað á því að fara i gegnum
hendur dómarans Sir William
A. Craigie, og kveður hann þó
hvergi eins sterkt að staðreynd-
um og ég hef gert í þessum rit-
dómi.
The Johns Hopkins University
í desember 1957.
Stefán Einarsson.