Morgunblaðið - 17.01.1958, Page 6

Morgunblaðið - 17.01.1958, Page 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. jan. 1958 Efstu menn D-listans á ísafirði Nokkrar telpur í heimavistinni búa sig undir morgundaginn Ánægjulegt er, þegar börnin una sér ye! og vilja gjarnan koma aftur Matthías Bjarnason framkvæmdastjóri segir Vigdís G. BlÖndal, forsfoðukona heimavistar Laugarnesskólans UPPI á efstu hæð Laugarnes- skólans er til húsa sá þáttur í starfsemi barnaskólanna í Reykja vík, sem mun Reykvíkingum al- mennt einna minnst kunnur, þó að hann sé jafngamall Laugar- neskólanum. Er það heimavist Laugarnesskólans, og hlutverk hennar er að auðvelda eftir föng- um skólasókn þeirra barna, sem af einhverjum ástæðum eiga erf- itt með að sækja skóla heiman að frá sér. Líkamleg veiklun Heimavistin er ætluð börnum, sem eiga erfitt með skólasókn vegna likamlegrar veiklunar. Þó kemur fyrir, að tekin eru önnur börn, t. d. vegna óreglu á heim- ilum eða veikinda foreldra. ★ ★ ★ Mörg þeirra eru hérna vegna húsnæðisleysis foreldranna, segir Vigdís G. Blöndal, sem verið hef- ir forstöðukona heimavistarinnar frá upphafi Veikluð börn eru send hingað t. d. vegna eftir- stöðva af mænuveiki, vegna þess að þau hafa smitazt af berklum og þurfa því að búa við reglusemi og hafa gott fæði, sum eru tauga- veikluð og svo mætti lengi telja. Á aldrinum 7—12 ára í vetur hafa verið hér rúm- lega 20 börn. Fimmtán þeirra eru hér allan sólarhringinn, en 4—6 eru hér aðeins yfir daginn. Næstu daga bætast tvö í hóp þeirra, sem eru hér allan sólarhringinn. Börn in eru á aldrinum 7—12 ára og eru frá öllum barnaskólum bæj- arins. Hverjum skóla er ætlað ákveðið rúm eftir höfðatölu skól- ans. Börnin sækja Laugarnes- skólann. Sum þeirra mega þó ekki taka þátt í handavinnu, leik fimi eða öðru slíku. ★ ★ ★ Telpuhnokki kemur í gættina og biður forstöðukonuna að lána sér lykil, svo að hún geti náð í töskuna sína. Já, það eru telpur hér í vetur, segir forstöðukonan. Telpur og drengir eru hér til skiptis eitt skólaár í senn. Það er ómögulegt að hafa bæði kynin saman, einkum gildir það um stálpaðri börnin, nema húsrýmið sé því betra. Leikir drengja og stúlkna samræmast ekki vel. Vigdís sýnir okkur húsakynnin, svefnherbergi, sjúkraherbergi, dagstofu, borðstofu og leikher- bergi, sem jafnframt er vinnu- herbergi. Allt er snyrtilegt og í röð og reglu, og ég hef orð á því, hversu hljótt er. Já, þau eru í lesstofunni síðdegis. Þar lesa þau lexíurnar sínar undir umsjá Þóris Sigurðssonar kennara, segir Vigdís. Reyndar er dálítið erfitt að stjórna börnunum, fyrst, eftir að þau koma úr jólaleyfinu. Þau eru dálítið óróleg eftir jólagleð- ina. Um hátíðina hafa þau farið seint að hátta og seint á fætúr. Það kostar nokkurt mas að koma reglu á aftur, en þetta smálagast. • ★ ★ ★ Er börnin fara heim í jóla- eða páskafrí, er þeim séð fyrir flutn- ingi á kostnað heimavistarinnar. Fyrir kemur, að þau, sem eiga að litlu eða engu að hverfa heima Allur hópurinn saman kominn. Sitt hvorum megin eru Þórir Sigurðsson og forstöðukonan Vigdís Blöndal Krabbamein og reykingar ]1/|AÐUR, sem við skulum kalla Ó., hringdi til Velvakanda fyrir nokkrum dögum. Hann sagði eitthvað á þessa leið: Þú ert að skrifa um það, að vísindamennirnir hafi sannað, að tóbaksreykingar geti valdið lungnakrabba og því beri að forð ast þær. Ég var að lesa kjallara- grein, sem birtist í Politiken 2. þ. m., og fjallar um þetta mál. í stuttu máli sagt er niðurstaðan sú, að menn fái krabba, ef þeir eru næmir fyrir þeim sjúkdómi, hvort sem þeir reykja eða ekki. Ef þeir reykja fá þeir krabba í lungun. Ef þeir reykja ekki fá þeir hann bara í rassinn. Ég sendi þér greinina. Bless. Þar með lauk þess.u samtali, og greinin kom með skilum. Hún er rituð af dönskum lækni, sem Tage Voss heitir. Læknirinn ræð- ir fyrst nokkuð um hlutverk og áhrif blaða og awnarra slíkra út- breiðslutækja og hallast að þeirri skoðun, að ýmislegt af því, sem þau koma inn hjá fólki sé í hæsta máta vafasamur vísdómur — eða að minnsta kosti ærið oft ýkt og afmyndað. Greinarhöfundur nefn fyrir, eru kyrr eða fjarverandi aðeins fáa daga. Eftirspurnin eykst upp úr áramótum Yfirleitt er það svo, að eftir- spurnin eykst mjög á hverjum vetri upp úr nýjárinu, og svo er einnig í ár. En áraskipti virðast vera að því, hversu mikil eftir- spurnin er. Hlutfallslega var eftir spurnin meiri hér áður, enda hef ir þörfin vafalaust verið meiri þá. ★ ★ ★ Það er að ýmsu leyti erfitt að stjórna heimavistarskóla inni í miðri borginni. Stálpuðu börnin eiga hægt með að skjótast heim til sín eða í bæinn, ef þeim sinn- ast við félagana eða eitthvað annað bjátar á. Þetta orsakast einnig af því, að börnin koma oft með peninga heiman að frá sér, þó að ég hafi lagt blátt bann við slíku. Þá geta þau líka keypt sæl- gæti, sem þau hampa framan í hin börnin. Af þessu hljótast oft Framh. á bls. 19. Simon Helgason haf nsögumað ur Ásberg Sigurðsson framkvæmdastjóri ir sem dæmi skrif blaðanna um ýmis atriði, er lækningum við koma. Telur hann, að of mikið hafi verið gert af því að hræða fólk í sambandi við inflúenzu- faraldurinn í vetur og mænu- sóttina fyrir nokkru. Segir hann, að réttara væri að minnast um- ferðarslysanna og reyna að vinna gegn þeim en að vekja upp hræðslutízku af þessu tagi. I þessu sambandi fjallar hann svo um krabbameinið, og ræðir um rannsóknir, sem gerðar voru í Bretlandi á árunum lgöl—1953. Athugaðar voru dánarorsakir 25.000 manna, sem skipt var í hópa með tilliti til tóbaksnautnar. Niðurstaðan: reykingamenn deyja úr lungnakrabba, en hans gætir lítt hjá öðrum. Þeir, sem ekki reykja deyja úr kxabba- meini annars staðar, en þess gæt- ir lítt hjá reykingamönnum. Þetta segir danski læknirinn og reyndar sitthvað fleira. Hann slær ýmsa varnagla, og Velvak- andi er ekki eins trúaður á kenn- ingar hans og Ó., sá sem hringdi og sendi greinina. Hvaða ástæða er annars til þess að láta glóð, sem er á annað þúsund stig, brenna sí og æ rétt fyrir framan nefbroddinn á sér? Nei, Velvak- andi er á móti reykingum. „Til landa okkar. IÐ viljum harðlega mótmæla því, sem Færeyingarnir tveir, Hjartver Kjærbak og Olaus Dam, segja í viðtali við Morgunblaðið 14. þ. m. um færeysku stúlkurnar, sem koma til íslands. Okkur finnst þeir segja nokkuð mikið um stúlkur frá föðurlandi þeirra. Þeir ættu að skammast sín fyrir slíkt. Við færeysku stúlkurnar á Víf- ilsstöðum getum harðlega mót- mælt dylgjum þeirra um drykkju skap og annað, sem þeir tala um. Við höfum verið hér í að minnsta kosti 11 mánuði, og sumar í 2Vz ár, svo við ættum að vita urn þetta. Og hið sama getum við sagt um aðrar færeyskar stúlkur, sem við þekkjum og hafa unnið í Reýkjavík og annars staðar á íslandi. Takið orð ykkar aftur og gætið þess í framtíðinni hvað þið segið um landa ykkar! Við vonumst til að þurfa aldrei aftur að lesa slíkt í blöðunum. Hneykslaðar færeyskar stúlkur á Vífilsstöðum og annars staðar á íslandi.“ Marsellius Bernharðsson skipasmiðameistari Högni Þórðarson bankagjaldkeri p ur dagiega lífinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.