Morgunblaðið - 17.01.1958, Page 8
8
MORCUNJtr, 4 mrt '
Föstudagur 17. jan. 195S
Lýðrœðisshmaðir verkamenn sameinast
gegn kommúnistum
Raddir nokkurra verkamanna um
Dagsbrúnarkosningarnar á laugardag
og sunnudag
Á LAUGARDAG OG SUNNUÐAG fara fram kosningar í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún, og hafa lýðræðissinnar, hvar í flokki
sem þeir standa, sameinazt um einn lista, B-listann, í því skyni
að ná stjórn félagsins úr höndum kommúnista. Óánægjan með
stjórn kommúnista í Dagsbrún hefur aldrei veriö eins mikil og
nú. Kommúnistar eiga nú fulltrúa í ríkisstjórn og ættu því að
hafa aðstöðu til að bæta hag verkamanna með ýmsu móti. Það
kemur hins vegar fljótlega í Ijós, þegar rætt er við Dagsbrúnar-
menn, að þeir telja kommúnista hafa svikið flest sín loforð.
Morgunblaðið hefur snúið sér til nokkurra Dagsbrúnarmanna
og lagt fyrir þá spurninguna: „Hvers vegna kýst þú lista lýð-
ræðissinna í Dagsbrún?“ Hér svara þeir:
TœkifœriB sem
Dagsbrúnarstjórn
notaði ekki
Gísli Sæmundsson
Gísli Sæmundsson starfar á
Flugvellinum. Hann hefur verið
í Dagsbrún I um 10 ár. Hann
kemst svo að orði:
— Ég hef lítið skipt mér af
verkalýðsmálum og yfirleitt ekki
látið á mér bera, en þegar ég!
er nú spurður, hvort ég muni
veita B-lista lýðræðissinna stuðn- 1
ing, þá hlýt ég áður en ég svara
að íhuga hver hafa verið störf
stjórnar Dagsbrúnar að undan-
förnu.
Ég get þá ekki að því gert,
að mér finnst stjórn Dagsbrúnar
hafa gert furðulítið fyrir félags
menn sína.
Fram á síðustu ár hefur að vísu
mátt deila um það, hvort stjórn :
Dagsbrúnar gerði allt sem hún
gæti fyrir félagsmenn. En nú er
svo komið, að það er ekki lengur
hægt að deila um þetta. Allt síð-
astliðið ár, hafði hún hentugra
tækifæri en nokkr.u sinni fyrr, til
að sýna, að hún hefði áhuga á
að bæta kjör okkar félagsmann-
anna, því að svokölluð „stjórn
hinna vinnandi stétta“ hefur ver
ið við völd.
En þetta tækifær' stjórn
Dagsbrúnar látið . ó-
notað.
Ég mæli ekki s. ;g_ með
því að fá hækkað kaup að
krónutölu. En ef núverandi
rikisstjórn hefði í rauninni
verið stjórn „vinnandi stétta“,
þá hefði verið hægt að fá
margháttaðar kjarabætur með
ýmsu móti, m.a. með löggjöf.
Það hefði verið hægt að fá fram
skattalækkanir, svo sem aukinn
persónufrádrátt hjá stórum fjöl-
skyldum og lágtekjufólki.
Ég er satt að segja alveg hissa,
hve aðgerðarleysi Dagsbrúnar-
stjórnarinnar hefur verið algert
í fjölda hagsmunamála okkar.
Tökum sem dæmi, að þetta fjöl-
mennasta verkalýðsfélag landsins
skuli ekki hafa komið upp nein-
um sjóðum til að aðstoða efna-,
lítið fólk við að byggja sér hús.
Ég greiði lista lýðræðissinna í
Dagsbrún atkvæði í þeirri von,
að nú verði loks stjórnarskipti í
félagi okkar og að nýir og ötulir
menn komi nú fram og berjist
fyrir hagsmunamálum okkar.
Athugið að Iðja fékk
hcgkvœma samninga
án verkfalls
SIGURÐUR Gunnarsson starfar
við sementsflutninga hjá H. Ben.
og Co. Hann er svo til nýgenginn
í Dagsbrún. Gekk hann í félagið
sl. haust, en áður var hann í Iðju.
Hann segir:
— Ég var áður í Iðju og kynnt-
ist vinnubrögðum kommúnista
meðan þeir réðu því félagi. Ég
þekki því vel til þeirra sömu
aðferða sem kommúnistar nú
beita í Dagsbrún. Ég get sagt fé-
lögum mínum í Dagsbrún, að Iðju
menn finna nú bezt, að kjör
þeirra og allur aðbúnaður hefur
ekki versnað við það að þeir
hrintu kommúnistum frá völdum
í stjórn félagsins. Þvert á móti er
nú almenn ánægja með þann
nýja félagsanda sem þar ríkir.
Ég skal segja ykkur dæmi um
þetta. Meðan-kommúnistar voru
í stjórn Iðju, héidu þeir alltaf
uppi harðskeyttum fjandskap við
atvinnurekendur og sögðu okkur,
að það væri útilokað að fá nokkr-
ar kauphækkanir nema knýja
þær fram með hörðum og löng-
um verkföllum.
•jitjuiöur Gunnarsson
Nú í sumar, eftir að kommún-
istum hafði verið vikið úr stjórn
Iðju, gerðist það, að gerðir voru
nýir samningar, sem veittu Iðju
fólki verulegar kjarabætur á ýms
um sviðum. Hin nýja stjórn náði
svo hagkvæmum samningum án
þess að þurfa að grípa til verk-
fallsvopnsins. Og nú spyrja Iðju
menn sjálfa sig. Voru verkföll-
in sem kommúnistar steyptu okk
ur út í áður fyrr nauðsynleg? Var
ekki hægt að ná sama árangri
með samningum?
— Þegar ég því kýs lista lýð-
ræðissinna í Dasbrún ,er það að
vissu leyti af því, að ég hafði
kynnzt vel stjórn kommúnista á
Iðju. Það er líka vegna þess, að
á sama tíma og Iðja fékk í sumar
bætt kjör, aðhafðist núverandi
kommúnistastjórn í Dagsbrún
ekkert til að bæta kjör félags-
manna sinna. Þvert á móti, hefur
hún, sem átti að leiða, verið drag
bíturinn, sem hefur skert kjör
okkar verkamanna.
Núverandi stjórnarmeðlimir
finna það vel, að mikil óánægja
sýður í verkamönnum vegna
framkomu þeirra. Forsprakkarn-
ir eru nú því sem næst hættir að
sýna sig á vinnustöðum í bænum,
þar sem þeir voru áður tíðir gest-
ir. Hvar sem þeir Eðvarð eða
Guðmundur J. sýndu sig, voru
verkamenn ailtaf að víkja sér
að þeim, og spyrja þeirrar óþægi
legu spurningar, hvað Dagsbrún
arstjórnin ætlaði að gera í kjara-
málum verkamanna. Þeir virðast
ekki geta svarað því, og þess
vegna hafa þeir haldið sig inni
í hlýjum skrifstofum síðustu mán
uði, í stað þess að gera okkur
grein fyrir hvað þeir hafa verið
að aðhafast.
Til þess að bæta úr þessu, eig-
um við verkamenn að styðja lista
lýðræðissinna.
Leiðirétta barf
fölsun vísnroiunttar
Dagsbrúnarstjórn
skiptir um tón
. iSjarnason
HJÖRTUR BJARNASON gekk
fyrir 4 árum í Dagsbrún, en áður
hafði hann verið sjómaður og
verkamaður á Akranesi í 36 ár.
— Ég kýs lista lýðræðissinna,
vegna þess að stjórn Dagsbrúnar
að undanförnu hefur í rauninni
ekki verið félagsstjórn verka-
manna. Hún hefur verið alger
leppur ríkisstjórnarinnar og unn-
ið verkamönnum 'hvert óþurft-
arverkið á fætur öðru samkvæmt
fyrirskipunum frá ríkisstjórn
Hermanns Jónassonar.
Ég kýs lista lýðræðissinna,
vegna þess að ríkisstjórn Her-
manns Jónassonar hefur níðzt á
verkamönnum. Hún hefur tekið
af okkur lögboðna vísitöluhækk-
un og réttlætt það með því að
verð á landbúnaðarvörum hafi
lækkað, en þær hafa þvert á móti
hækkað Meðan félög hærra laun-
ðra manna hafa hvert eftir ann-
að fengið kauphækkanir, höfum
við hinir lægst launuðu verið
látnir sitja á hakanum. Við höf-
um aðeins fengið hækkanir eft-
ir vísitölu, sem ég tel að sé fölsuð
um að mmnsta kosti 25%.
Ef ný félagsstjórn næði kjöri
í Dagsbrún, sem ynni fyrst og
fremst fyrir hagsmuni verka-
manna en ekki annarleg pólitísk
sjónarmið, þá vildi ég fyrst og
fremst að hún léti lagfæra þessa
fölsun vísitölunnar, sem harðast
kemur niður á okkur hinum
lægst launuðu.
Kristján Lýðsson
Kristján Lýðsson, Karlagötu
13, verkamaður hjá Reykjavíkur
bæ, segir:
Ég styð B-listann í Dagsbrún,
af því að það er í samræmi við
þá stefnu mína að vera á móti
kommúnistum.
Ég er í fyrsta lagi á móti
kommúnismanum, af því að ég
álít hann hættulega stefnu fyrir
heiminn. Þeirra ríki er harðstjórn
arríki og við sjáum aðfarir þeirra
í Ungverjalandi, pyndingarnar og
kúgunina.
En ég er ekki aðeins á móti
kommúnistunum, sem ráða í
Dagsbrún, af því að ég telji
stjórnmálastefnu þeirra ranga I
eðli sínu. Ég er líka á móti þeim
vegna framkomu þeirra innar.
félagsins, ekki sízt eftir að nú-
verandi stjórn tók við völdum.
Þá varð mikil breyting á hljóð-
inu í stjórninni í Dagsbrún. Þeim
hefur síðan fundizt allt gott hjá
ríkisstjórninni, en hræddur er ég
um — með tilliti til þróunarinnar
í dýrtíðarmálunum að undan-
förnu — að þeir væru farnir að
minnast á verkfall, ef aðrir hefðu
setið í ríkisstjórn en nú er. Þetta
sjá verkamenn og andúð þeirra á
ríkisstjórninni vex.
Ég kýs B-listann, af því að
ég er á móti kommúnistum og
ríkisstjórninni.
í stað þess að byggja
eigir félagshús, voru
peningar lagðir í
flokkshús
kommúnisía
Sigurður Sæmundsson starfar
í Stálsmiðjunni. Hann hefur ver-
ið félagsmaður í Dagsbrún síðan
1936. Hann hefur setið í trúnaðar
ráði síðustu tvö ár.
Sigurður Sæmundsson
— Ég kýs lista lýðræðissinna í
Dagsbrún, vegna þess að hin frá
farandi stjórn félagsins hefur að
mínu áliti verið fjandsamleg okk
ur verkamönnum hin síðustu ár.
Síðan í verkfallinu langa 1955
hefur öllu farið aftur í kjaramál-
um okkar. Það verkfall var gert
illu heilli og skyldi 'aldrei verið
hafa. Og ég held, að verkamenn
séu almennt farnir að skilja það
að til þess langa verkfalls var
ekki efnt í okkar þágu. Síðan
hafa verkamenn verið ofsóttir
með óheillaverkum vinstri stjórn
arinnar.
Ég kýs ekki lista kommúnista
í Dagsbrún, vegna þess að hvar
vetna í starfi félagsins hræða
spor þeirra. Ég vildi aðeins taka
sem dæmi, hugmyndirnar um
byggingu hvíldarheimiiis fyrir
verkamenn austur í sveitum og
um byggingu félagshúss. Þetta
voru ágætar hugmyndir, en nú-
verandi stjórn Dagsbrúnar hefur
verið svo áhugalítil um þessi mál,
að á þau er varla minnzt lengur.
í stað þess að byggja hús, þar
sem verkamenn geti dvalið sér til
hressingar og skemmtunar á
sumrum, hefur stórfé verið af-
hent til að kaupa hús fyrir komm
únistaflokkinn í Tjarnargötu.
Þar eins og annars staðar hafa
hagsmunir verkamanna verið
fyrir borð bornir.
Verkamannskonan
finnur hvar skorinn
kreppir
ÞAÐ VIRÐIST einróma álit allra
verkamanna í Dagsbrún, að Ufs-
kjörum þeirra hafi mjög hrakað
síðastliðið ár, vegna þess að
stjórn félagsins hefur af þjónustu
lund sinni við ráðherra komm-
únista vanrækt að gæta hags-
muna verkamanna.
Kristín Ingvarsdóttir
Sama skoðun kemur fram hjá
öilum verkamönnum, sem við er
rætt, að þessi lífskjaraskerðing
hafi orðið með þeim hætti, að
allar nauðsynjavörur hafa hækk-
að gífurlega í verði vegna hinna
stórkostlegu skatta vinstri stjórn
arinnar. Þó reynt sé að fela og
falsa þessar verðhækkanir, tekst
það ekki, því að hver einasta
verkamannsfjölskylda finnur fyr
ir henni. Það eru verkamannakon
urnar, sem þekkja þetta bezt og
því sneri Mbl. sér til einnar slíkr-
ar konu Kristínar Ingvarsdóttur
og spurði hana, hvort hún myndi
ráðleggja eiginmanni sínum
Theodór Líndal Helgasyni að
greiða lista lýðræðissinna at-
kvæði. Þau eiga heima í Blesu-
gróf og eiga fjögur myndarleg
börn.
— Ég myndi eindregið hvetja
manninn minn til þess að greiða
B-listanum atkvæði. Ég veit líka
að nú á síðasta ári hafa viðhorf
manna til Dagsbrúnarstjórnarinn
ar breytzt. Það er enginn vafi
á því, að ýmsir nágrannar okk-
ar, sem áður studdu lista komm-
únista í Dagsbrún eru nú orðn-
ir fráhverfir honum og munu
hiklaust greiða lista lýðræðis-
sinna atkvæði.
Siðan „vinstri ríkisstjórnin“
tók við völdum hefur fyrsí keyrt
um þverbak í verðlagsmálunum.
Það ættum við húsmæðurnar að
vita bezt. Þessar verðhækkanir