Morgunblaðið - 17.01.1958, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.01.1958, Qupperneq 11
Föstudagur 17. jan. 1951 MORCVTS BL 4Ð1B 11 Einar Thoroddsen hafnsogumaður: Stœkkun Bleykjavíkurhafnar og futlnýting innri hafnarinnar HAFNARMÁLIN verða alltaf stór og mikilsverður þáttur í bæjarmálum Reykjavíkur. Segja má að höfnin sé lífæð bæjarins og þeirra sem hann byggja. Það er því mikilsvert að vel sé á þehn málum haldið. Þegar núver andi höfn var byggð á árunum 1913—1917, hafa þeir menn, sem þá réðu málum vissulega sýnt stórhug og framsýni. Á þeim tíma var lítil sigling hingað önn ur en fiskiskip, sem héðan voru gerð út. Fjármagn var ekkert til að ráðast í stórframkvæmd slíka sem þessa, og mannshöndin ein að heita mátti til að framkvæma verkið, því vinnuvélar voru þá varla þekktar. Þrátt fyrir þetta var málinu hrundið í framkvæmd með mestu prýði, og enn í dag búum við að því, sem þá var gert, hvað snertir stærð hafnarinnar. Ilins vegar hefur verið og er enn unnið að því að fullgera höfn ina innan garða. Nú hafa Sjálf- stæðismenn lagt fram í bæjar- stjórn tillögur um stækkun hafn- arinnar, og fullnýtingu innri hafnarinnar. í þessum tillögum, sem eru mjög ýtarlegar, er í upphafi gert ráð fyrir skiptingu hafnarinnar í fiski- og farmskipa höfn. Nauðsynlegt er að skipta höfninni þannig eftir því hvaða hlutverk henni er ætlað að leysa, þar sem löndun á fiski og upp- og útskipun á öðrum varningi eiga ekki samleið. Gert er ráð fyrir að vesturhluti hafnarinnar verki fiskihöfn, en mið- og aust- urhöfnin fyrir farþega og vöru- flutningaskip. Við skiptingu hafn arinnar, eins og gert er ráð fyrir, skapast skilyrði til hagkvæmari afgreiðsluhátta. T.d. er þá minna um tilfærslu á þeim tækjum, sem notuð eru við afgreiðslu skipanna og ætti að auðvelda meiri véla- notkun í því sambandi. Að þvi ber að stefna, að unnt sé að afferma fiskinn á færiböndum beint inn í vinnslusali hraðfrysti húsanna, þar sem þess er kostur. Jafnframt verði ís og salt flutt um borð á vélrænan hátt. Til mikils hagræðis væri að fá af- rennslisvatn frá Hitaveitunni á f isklöndunarbry ggj urnar. Kæmi það sér einkum vel að vetrinum í kuldatíð, við þrif á lestum og lestarborðum. Eins mætti hugsa sér að nota það á eimkatla tog- aranna, þegar þeir eru hreinsað- ir, en upphitun þeirra tekur 20 klst. þegar hreinsun er lokið. Mætti ef til vill stytta þennan tíma verulega með notkun heita vatnsins. Það virðist full þörf á að notað sé allt, sem stuðlað geti að hagkvæmari rekstri útgerðar- innar. Gert er ráð fyrir að athafna- svæði bátaflotans verði við Grandagarð og í ICróknum hjá Fiskiðjuveri rikisins. Granda- bryggjurnar eru, sem kunnugt er, hallandi og verður því nokkur hluti þeirra undir sjó á flóðum. Slíka bryggjugerð tel ég ekki heppilega og hagkvæmara að bryggjur séu í fullri hæð, eða lá- réttar. í tillögunum er gert ráð fyrir bryggju með fram Fiskiðju- verinu og landmegin austur að lóð Stálsmiðjunnar, síðan komi bryggja út frá landinu til norð- urs. Áður hafði verið ákveðið að byggja bryggju út frá Granda- garði til austurs, alllangt norðan við nyrzta bátalón, sem nú er. Sunnan þessarar bryggju og á milli hinnar bryggjunnar og Grandagarðs, myndaðist ákjósan leg bátakvi, sem veitti skjól í öllum áttum. Með þessari bryggju gerð myndaðist mikið viðlegu pláss, og með nauðsynlegri upp- fyllingu landmegin, skapaðist nokkurt athafnasvæði. Sá kostur fylgir þessu um leið, að tvö fisk- Mjög víða erlendis eru' hafnir afgirtar, og aðeins hlið, sem er gætt af lögreglu. Aðgang að hafn arsvæðinu fá ekki aðrir en þeir, sem þangað eiga erindi. Ég get ekki séð nein vandkvæði á því, að hafnarsvæðinu hér sé lokað, en hins vegar margt gott, sem af því mundi leiða. Margt fólk konur sem karlar leggja leið sína að höfninni, án þess að eiga þangað nokkurt þarf legt erindi. Ráp unglinga að næturlagi um borð í skip, innlend sem erlend, eins og nú á sér stað, er mál sem þarf að athuga og koma í veg fyrir, en ég hygg að það verði erfitt verk fyrr en hafnar- svæðinu verður lokað. í framangreindum tillögum Sjálfstæðismanna er lagt til að ytri höfnin sem nú er, verði hag- nýtt sem framtíðarhöfn. Gert er ráð fyrir að lokað verði með garði á milli örfiriseyjar og Eng- eyjar. Ennfremur komi garður Einar Thoroddsen iðjuver eru þarna alveg hjá, svo að auðvelt væri að landa á færi- böndum beint frá skipshlið, þeim fiski, sem þau tækju til vinnslu. Norð-vestast í þessari kví með fram Grandagarði, ætti að af- marka svæði með bryggju, (eða staurum) þar sem smábátar (trillur) gætu verið I öruggu skjóli fyrir veðrum, og aðskildir frá stærri bátum. Að því verður að vinna að smábátunum verði ætlaður öruggur samastaður. Sumir líta svo á að þeim sé of- aukið í höfninni, og til engra nytja. Hitt mun þó réttara, að margur hafi haft góðan stuðning af „trillunni" sinni tekjulega, auk skemmtunar. í tillögu Sjólfstæðismanna er gert ráð fyrir að m.s. Akraborg og öðrum flóabátum verði ætl aður staður á milli Ægisgarðs og Loftsbryggju.. Á því svæði er fyrirhuguð bryggja meðfram landinu, en bryggjur þær sem þar eru hverfi. Vegna dýpis mun vera nauðsynlegt að færa nokkuð út frá hlaðna kantinum, sem nú er, en við það eykst athafnasvæðið nokkuð. Verbúðirnar, sem nú eru, þurfa að hverfa, en byggja í þeirra stað hús, sem væri í samræmi við þarfir flóabátanna. Akraborg hefur flutt, síðan hún kom til landsins um 40 þús. far- þega á ári. Hún er því eitt af- kastamesta samgöngutæki hér lendis. Nú mun vera von á nýju skipi, sem verður í förum til Vestmannaeyja. Það er því nauð- synlegt, að þessum skipum séu ætluð föst viðlegupláss, og að- staða í landi til geymslu á vör- um og annarar starfsemi. Á hafn arbakkanum væri æskilegt að reistar væru vöruskemmur, sem gætu tekið á móti allri stykkja- vöru fyrst í stað. Óheppilegt og kostnaðarsamt er að flytja vörur til geymslu á marga. staði, áður en þær komast til eigenda. Á austursvæði hafnarinnar, er lít- ið um verðmætar byggingar, eða frá Hafnarhúsinu og austur að Ingólfsgarði. Þar er staður fyrir margra hæða vörugeymsluhús. Hvernig staðsetning þeirra og gerð verður, er verkefni sér- fróðra manna að fást við, og væri sjálfsagt að nota reynslu ann- arra þjóða í því sambandi. Jafn- framt teldi ég eðlilegt, að skipa- félögin og höfnin hefðu fulla samvinnu sín á milli við iausn þessa máls. Þá vil ég víkja hér að einu máli enn, en það er lokun hafn- arsvæðisins. Mig hefur oft furð- að á því, að ekki skuli vera meira um það mál rætt en er. útfærslu, eða hafnargerð á Við- eyjarsundi, ef henta þætti, til sérstakrar starfsemi, þegar tím- ar líða. Eðlileg byrjunarframkvæmd væri garðurinn frá Örfirisey út í Engey. Þegar náð væri nokkrum áfanga með byggingu hans, t.d. komnir 5—600 m., álít ég, að hann myndi verja núverandi höfn fyrir sjávargangi, einkum vest- an-öldunni, en það er hún sem veldur óróa og sú, sem oft hefur slitið skip laus frá bryggjum og valdið tjóni. Ef innanvert á þess um garði væri vel frágengið við- legupláss, myndi vera hægt að leggja skipum að honum flesta daga ársins. Að sjálfsögðu myndi hann verða notaður fyrir stærstu skipin, því þar væri nægjanlegt dýpi. Á þennan hátt leystist að nokkru vöntun á viðleguplássi fyrir stór skip, þó að hafnargerð- in í heild væri skammt á veg kom in. Þó að þessi hluti garðsins væri tekinn í notkun, hindraði það ekki áframhaldandi bygg- ingu hans. Ekki má þó skilja orð mín svo, að þetta verði öruggt við- legupláss. Það yrði aðeins 1 stormi og þegar vestan-öldu legg ur inn, sem órólegt væri að liggja þarna. Hins vegar er opin leið að fara frá þessari bryggju, ef óveð- ur gengi að, og reynslan sýndi að ekki væri liggjandi þar í vondum veðrum. Um bryggjugerð og hólfun hafn arinnar hafa ekki verið gerðar samþykktir enn þá, enda þarf að undirbúa þetta mál vandlega, tæknilega, og því ekki á færi annarra en sérfræðinga á þessu sviði að leysa þann vanda. Hér er um svo stórt mál að ræða, að mikils er vert að alls sé gætt i undirbúningi, og reynt að forð- ast mistök. Ýmsar hafnargerðir hérlendis eru misheppnaðar svo erfitt er úr að bæta. Má rekja margar þeirra til ónógs undirbúnings og tog- streitu manna á milli. Vonandi næst samstaða um þetta stóra nauðsynjamál, án þess að til flokkadrátta komi. Sjálfstæðis- menn munu leggja ríka áherzlu á, að það verði farsællega til lykta leitt. ........■:I..Í..Í i: Koit, sem sýnir stækkun hafnarinnar út frá Lauganesi og síðan garður^ frá suðurenda Engeyjar, en inn- ' siglingin verði á milli þessara garða. Stærð hafnarinnar, sem afmarkast með þessu móti verður um 3.5 ferkm. eða nál. 9 sinn- um stærri en núverandi höfn. Með því að stækka höfnina þann- ig verður hún í beinu sambandi við núverandi höfn, en það er stórt atriði. Liggur í augum uppi, hvaða óþægindi, og í mörgum til- fellum aukinn kostnaður, væri því samfara ef stækkun hafnar- innar væri alveg aðskilin frá núverandi höfn, en það yrði ó- hjákvæmilegt, ef ráðizt væri í hafnargerð á öðrum stað en þess um. Hins vegar skerðir þessi stækkun hafnarinnar á engan hátt möguleika fyrir enn meiri Svörtn til Bulpnins rædd í Poríi PARÍS 15. janúar. — Bandaríkin og Frakkland hafa þegar sent svör sín við síðasta bréfi Bulg- anins til Moskvu — og brezka svarið mun verða sent á næst- unni. Fastaráð Atlantshafsbanda- lagsins samþykkti brezka svarið í dag. Öll munu svörin vera á þá leið, að hugsanlegan fund ríkis- leiðtoganna verða að undirbúa vel. Hins vegar mun Macmillan hafa í sínu svari virzt fúsari til þess að ræða um griðasáttmála austurs og vestur og pólsku til- löguna um „afvopnað” belti í Ev- rópu en þeir Gaillard og Eisen- hower. Upprunalega var bréf þetta rætt sem svarbréf við bréfi Bulganins til Macmillans frá 10. fyrra mánaðar, en nú var fellt inn í það svar við síðasta bréfi Bulganins. Mun fastaráðið koma aftur sam an til fundar til þess að ræða svör annarra forsætisráðherra við bréfum Bulganins, en ekki er vitað hvaða svör hafa þegar borizt til Parísar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.