Morgunblaðið - 17.01.1958, Síða 18
MORCVNRT 4Ð1Ð
FBstudagur 17. jan. 1958
ie
Dimmviðri í Bankastræti. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Mesta óveðrið á vetrinum
Áframhaldandi rosatíð
Barnaskólunum lokað vegna veðurs
Ehki annað eins fonnhyngi í 30 úr
Á 5 klst milli Rvíkur og Selfoss 1 gær
VETUR KONUNGUR lét flesta
landsmenn finna það í gær, að
það er hann, sem ríkir um þess-
ar mundir. Yfir mikinn hluta
landsins gekk mesta óveður, sem
komið hefur á þessum vetri 8—10
vindstig með dimmum hríðar-
éljum. í gærkvöldi var ekki kunn
ugt um neinn stórskaða af völd-
um þess. Bátar voru ekki á sjó,
því að veðrið var þegar orðið
ófært í fyrrakvöld. Óveðrið
hafði í för með sér töluverðar
símabilanir, sem skýrt er frá á
öðrum stað hér í blaðinu. Hér
í Reykjavík varð að taka upp
rafmagnsskömmtun, samgöngur
töfðust mjög vegna ófærðar, því
að snjó dró mjög í skafla. Eldur
kom upp í húsi í Vesturbænum.
Kona varð bráðkvödd í strætis-
vagni í gær.
I fyrrinótt var mjög slæmt
veður hér í bænum. Óveður þetta
skall á síðari hluta dags á mið-
vikudaginn. Um hádegisbilið
gerði mjög dimmt él, en í verstu
hryðjunum komst veðurhæðin
upp í 12 vindstig. Þetta hafði í för
með sér, að aðstandendur skóla-
barna voru mjög á báðum áttum,
hvort senda skyldi börnin í skóla,
enda var það svo, að eftir hádegið
var mjög illa mætt í barnaskól-
unum. Var þá víða gefið fri, þar
eð ekki var kennslufært. Einn
barnaskólinn tilk. að kennsla
myndi falla niður eftir hádegið.
Var það Langholtsskólinn. — í
gærkvöldi tilk. barnaskólarnir,
að kennsla myndi falla niður í
dag vegna þess, hve spáð er
slæmu veðri.
Er þess vænzt, að norðanveðrið
lægi með kvöldinu.
Um klukkan 3 í gærdag fór að
verða vart rafmagnstruflana hér
í bænum. Var ekki hægt að koma
fullri orku til bæjarins frá orku-
verunum austur við Ljósafoss,
MIKLAR símabilanir urðu í of-
viðrinu í gær, en þær voru í því
fólgnar að ýmist slitnuðu sima-
línurnar eða línusamsláttur varð.
Ekki er kunnugt um að síma-
staurar hafi brotnað. Flestar
þessar bilanir hafði tekizt að lag
færa í gærkvöldi.
í fyrrnótt varð fyrsta síma-
bilunin er talsimasambandið milli
Reykjavíkur og ísafjarðar og pat
reksfjarðar rofnaði. Símalínan
milli Hrútafjarðar og Hólmavík-
ur slitnaði. Þar var ofsaveður
í gærdag og ógerlegt að senda
símamenn á vettvang.
Árdegis bilaði svo fjölsíma-
sambandið við Akureyri. Þó varð
ekki sambandslaust þangað, því
hægt var að tala um Suðurlands-
línuna. Það sem olli biluninni
en ástæðan var gífurleg krapa-
myndun. Iðulaus stórhríð, .ofan-
bylur og skafrenningur var þar
eystra og lagði út á vatnsuppi-
stöðuna við stíflugarða orkuver-
anna, og myndaðist mikið krap
þar. Tókst að koma þessu í lag
aftur um klukkan 6, og var þá
rafmagnsskömmtuninni hætt.
Hverfin voru til skiptis rafmagns
laus í svo sem hálftíma í senn.
Hvar, sem farið var um bæinn
í gær, var umferð fólks mjög lítil,
enda var veðrið þannig, er bæj-
arbúar risu úr rekkju í gærmorg-.
un, að það voru aðeins þeir, er
brýnt erindi áttu, sem fóru að
heiman. í gærkvöldi mátti heita,
að ekki sæist nokkur maður í
strætisvögnunum. Vögunum gekk
yfirleitt vel að halda áætlun. Ef
tafir urðu þá var það vegna þess,
að élin sem stundum stóðu all-
lengi voru svo dimm, að ekki var
hægt að aka nema fetið. Færð
var þó sums staðar orðin þung
síðdegis, en þá komu vegheflar
og ýtur bæjarins á vettvang og
ruddu allar helztu samgör.guleið-
irnar um bæinn þveran og endi-
langan. Lögbergsvagninn festist
í gærkvöldi uppi við Rauðavatn.
Munu engir farþegar hafa verið
með vagninum.
Úr Kópavognum bárust þær
fregnir í gærkvöldi að þar væri
víða mikil ófærð.
Um klukkan 3,30 kom kona
utan úr hríðinni inn í strætisvagn
sem fara átti í Vesturbæinn.
Hafði hún setið skamma stund,
er hún skyndilega féll fram úr
sætinu. Var sjúkraliðið þegar
kvatt á vettvang. Konan var látin
er að var komið. Hafði hún orðið
bráðkvöldd. Var þetta kona H.
Tofts kaupmanns bér í bæ, til
heimilis að Melhaga 13. Var hún
á leið heim til sín, er þetta gerð-
ist.
var, að í fárviðrinu slitnuðu
símalínur skammt frá Blöndu-
ósi. Nærri samtímis slitnuðu þar
einnig símalínur til Sauðárkróks
og Skagastrandar. Fyrir harð-
fylgi símamanna þar nyrðra tókst
milli bylja, að koma símasam-
bandinu á aftur, á fjölsímann til
Akureyrar og einnig milli Blöndu
óss og Skagastrandar. Símtöl til
Akureyrar voru þó ekki truflana
laus með öllu.
í gærkvöldi var símasambands
laust við Sandgerði og miklar
truflanir á smástöðvum austur í
sveitum t.d. Laugarvatni og Torfa
stöðum. Um skeið var aðalsíma-
sambandið við Stykkishólm rofið,
en það tókst að lagfæra. — Á
meðan var hægt að ná þangað
um Hrútafjarðarstöðina.
í óveðrinu í gærmorgun var
slökkviliðið kallað vestur í Sel-
búðir 9. Þar var mikill eldur í
stofu, er brunaverðir komu á
vettvang. Brann þar allt og eyði-
lagðist, en brunaskemmdir mðu
ekki aðrar en í þessari stofu.
Voru eldsupptök þau, að þar
stóð enn jólatré og mun rafmagns
ijós á því hafa kveikt í trénu.
í Reykjavíkurhöfn var allt ró-
legt að því undanskildu, að
þýzki togarinn Anton Dhorn
sleit sig oft frá bryggju, en var
loks fluttur innar í höfnina.
Löregluvarðstofan skýrði blað-
inu frá því í gærkvöldi, að lög-
reglan hefði haft mörgu að sinna
í gær í sambandi við ófærð á göt-
um bæjarins, fjölda bílaárekstra
og fleira. En stórtíðindalaust
var að öðru leyti.
Allar flugsamgöngur til og frá
landinu lágu niðri í gær, og báðir
flugvellirnir voru lokaðir.
lengi rætt um það í gær, hvort
rétt væri að setja starfsmenn
Rafmangsveitu Reykjavíkur í
vinnu fyrir Húsnæðismálastjórn.
Svo er mál með vexti, að í nóvem
berlok barst bréf frá Húsnæðis-
málastjórn, þar sem hún biður
um að Rafmagnsveitan láti henni
í té upplýsingar ef þess verði
vart, að rafmagn sé ekki notað í
íbúðum. Kemur fram, að Hús-
næðismálastjórn sé að rannsaka
hvort íbúðir muni standa ónot-
aðar og sé þá til leiðbeiningar í
því efni, ef ekki hafi verið notað
rafmagn í 2 mánuði í íbúð, þannig
að hún teljist þá ekki notuð, ef
svo sé. I bæjarráði var málið
rætt og lagði fulltrúi kommúnista
þar til, að Rafmagnsveitan yrði
sett til þess að afla Húsnæðis-
málastjórn upplýsinga um raf-
magnsnotkun bæjarbúa. Geir
Hallgrímsson (S.) bar hins vegar
fram þá tillögu, að bæjarráð teldi
það ekki heyra undir verk Raf-
magnsveitunnar eða starfsmanna
hennar, að semja slíka skrá, sem
Húsnæðismálastjórn færi fram á,
en bæjarráð hefði hins vegar
ekki á móti því, að fulltrúi Hús-
næðismálastjórnar hefði aðgang
að spjaldskrá Rafmagnsveitunn-
ar og Húsnæðismálastjórnin
semji sjálf þá skrá, sem um er
beðið. Þessi tillaga G. H. var sam
þykkt í bæjarráði með 3 atkvæð-
um gegn atkvæði kommúnistans.
Nú var þetta mál mikið hita-
mál á bæjarstjórnarfundinum í
gær og einna fjörugastar umræð-
ur um það allra mála. Ingi R.
Helgason (K) deildi á bæjarráð
og taldi ekki sæmandi að svara
þannig erindi frá sjálfri Húsnæð-
ismálastjórn, heldur bæri að
SAMKVÆMT upplýsingum frá
ferðaskrifstofu Kaupfél. Árnes-
inga á Selfossi, í gærkvöldi, var
færð yfirleitt góð um allar sveitir
fyrir austan Fjall. Laugardæling
ar höfðu þó aðra sögu að segja,
því að þar hefur kyngt niður
meiri snjó en menn muna þar
um 30 ára skeið. Var bráðófært
um hinn fagra dal og heima á
Laugarvatni hafði dregið svo í
skafla, að þeir voru nær því
jafnháir og húsin þar, að því
Níu ferðamenn
og tvær kýr
í Sldðaskálanum
NÍU ferðamenn sátu í gærkvöldi
í góðu yfirlæti uppi í Skíðaskál-
anum í Hveradölum, en þeir eru
veðurtepptir þar, og í bílskúr á
hlaðinu gistu tvær kýr, sem eru
á leið til borgarinnar. Ferðafólk-
ið er ýmist á leið til Reykja-
víkur eða austur í sveitir.
Steingrímur gestgjafi í Skíða-
skálanum sagði, að þar hefði ver-
ið iðulaus stórhríð í allan gær-
dag.
Bíllinn, sem flutti kýrnar, kom
í Skíðaskálann um klukkan 6 í
fyrrakvöld. „Ég hafði nóg af góðu
fóðri handa þeim, mjölmat, og svo
settum við þykkt lag af sagi á
gólfið, svo það fer vel um þær,
blessaðar", sagði Steingrímur, er
blaðið átti tal við hann í gær-
kvöldi. Auk ferðamannanna eru
svo 6 vegagerðarmenn, og meðal
þeirra er Svisslendingurinn, sem
stjórnar snjóplógnum, sem verið
er að reyna á Fjallinu um þessar
mundir.
vinna verkið fyrir hana. Var auð
séð að andi „gulu bókarinnar",
sveif þar yfir vötnunum. Geir
Hallgrímsson tók fram, að ekki
væri viðeigandi, að láta starfs-
menn Rafmagnsveitunnar fara
að vinna að þessu máli fyrir Hús-
næðismálastjórn, enda gæti það
gefið illt fordæmi. „Skrifstofu-
báknið“, eins og það er kallað,
væri talið nógu þungt á bænum,
þó ekki væri farið að Ijá skrifstof
ur bæjarins fyrir alls konar skrár
og skýrslugerðir, sem liggja fyr-
ir utan verkhring þeirra. Hins
vegar væri vel boðið, að Húsnæð-
ismálastjórn fengi aðgang að
þeim gögnum, sem hún þyrfti til
að semja sjálf með sínum eigin
starfsmönnum þá skrá, sem hún
teldi sig þurfa. G. H. taldi líka
alveg ástæðulaust, að vera að
koma aflestrarmönnum og öðr-
um starfsmönnum Rafmagnsveit
unnar „i slæmt ljós“ gagnvart
bæjarbúum, því að á milli þeirra
og almennings yrði að vera trún-
aður. Bæjarbúar mættu á engan
hátt telja að starfsmenn Raf-
magnsveitunnar væru að reka
eins konar njósnastarfsemi í hús
unum, þegar þeir kæmu þar til
að lesa á mæla eða innheimta
reikninga. Það væri eingöngu
hlutverk þessara manna, að
ganga frá reikningum yfir þá
eyðslu, sem um væri að ræða,
en það væri ekki þeirra að afla
upplýsinga eða grennslast fyrir
um rafmagnsnotkun að öðru
leyti.
Guðmundur H. Guðmundsson
(S.) sagði, að það væri vitaskuld
enginn mælikvarði, þó fólk færi
2 mónuði burt úr íbúðum, þann-
ig, að ekki væri rafmagn not-
að, því slíkt gæti oft borið við,
þegar hjón færu burt að sumri
er fregnir hermdu. Snjóþungt var
orðið í öðrum uppsveitum, svo
sem Biskupstungum.
Krýsuvíkurleiðin var greiðfær
í. gær, og farið var milli Reykja-
vikur og Selfoss á 5 klst. Það
voru hin dimmu él, sem töfðu, en
í byljunum sá ekki fram fyrir
bílana.
Miklar rafmagns-
truflanir
á Suðurnesjum
Keflavík 16. jan.
MIKLAR rafmagnstruflanir hafa
verið um gjörvöll Suðurnesin í
dag af völdum óveðursins. Hafa
rafmagnslínur slitnað eða orðið
samsláttur á línum. Hér í bæn-
um hefur ekki dregið til heinna
sérstakra tíðinda í sambandi við
veðrið, að öðru leyti en því að
færð er víða orðin erfið og í
kvöld voru horfur á að þjóðveg-
urinn til Reykjavíkur myndi
jafnvel lokast,
Sandgerðisbátar tll Reykjavlkur
í höfninni liggja i góðu vari
70—80 bátar, heimabátar og svo
Sandgerðisbátar, er leituðu hér
hafnar í óveðrinu f gærkvöldi.
Vegurinn til Sandgerðis er greið-
fær, en færð var orðin mjög
erfið til Grindavíkur og alveg er
ófært í Garðinn.
Júlíus Steingrímsson rafveitu-
stjóri Suðurnesja, sagði að starfs
menn hans hefðu ekki komizt til
að sinna nærri öllum þeim raf-
magnsbilunum sem orðið hefðu
I hér á Suðurnesjunum í dag. — L
til til vinnu utanbæjar o. s. frv.
Nóg væri að afla heimildar til
þess að nota spjaldskrárnar, þó
að ekki ætti að fara að ganga
lengra um vinnu fyrir Húsnæð-
ismálastjórn.
Magnús Ástmarsson (A) og
Alfreð Gíslason (U) töldu sjólf-
sagt að verða við ósk Húsnæðis-
málastjórnar og töldu, að óþarfi
væri að amast við því að setja
menn til að vinna þetta verk fyr-
ir stofnunina. Björgvin Frederik
sen (S) og Geir Hallgrímsson
tóku fram, að það væri engin
ástæða til að halda að upp úr
slíkri skýrslugerð fengjust nokkr
ar áreiðanlegar upplýsingar um
hvort íbúð stæði auð eða ekki,
en hins vegar væri það allra álit
að slíks væri naumlega dæmi í
bænum. Það væri þess vegna með
al annars vegna tilgangsleysis
þessarar beiðnar, sem bæjarráð
hefði ekki séð ástæðu til að Raf-
magnsveitan færi að setja starfs-
fólk sitt í þá vinnu, sem hér er
um að ræða.
Að loknum löngum og allheit-
um umræðum var svo tillaga
Inga R. Helgasonar um að Raf-
magnsveitan ynni verkið fyrir
Húsnæðismálastjórn felld með 8
atkvæðum gegn 7, en tillaga
Geirs Hallgrímssonar þar á eftir
samþykkt með samhljóða atkvæð
um.
Inga R. Helgasyni var svo mik-
ið niðri fyrir, að hann óskaði
nafnakalls um tillögu sína og fór
það á þá leið, sem áður er lýst.
Við atkvæðagreiðsluna gerði Sig
urður Sigurðsson (S) þá grein
fyrir atkvæði sínu, að hann teldi
ekki að neitt væri hægt að byggja
á því, þó ekki væri notað raf-
magn i 2 mánuði og væri rétt að
bærinn héldi sér frá allri upp-
lýsingarstarfsemi, sem byggjast
ætti á slíkri reglu.
Símahilanir í óveðrinu
R. csð láfia slarlsiólk Ralveifiumbar
vinna iyrir Hússiæðismálast|órn ?
Langar umræður á bæjarstjórnaríundi
Á BÆ JARST JÓRNARFUNDI var