Morgunblaðið - 30.01.1958, Síða 1

Morgunblaðið - 30.01.1958, Síða 1
45. árgangnr. 25. tbl. — Fimmtudagnr 30. janúar 1958. Prentsmiðja Morgunblaðsins Þjóðviljinn segir hálfvelgju, hik og óheilindi hafa markað stefnu stjórnarinnar Setf ofan í vsð Hannibal Er með ásokun um „slælega framgöngu 1 húsnæðismálum” heimtuð lögfesting „gula hneykslisins", þvert ofan í mótmæli kjósenda ? „HEILDARNIÐURSTAÐAN í þessum kosningum er alls ekki slík, að stuðningsflokk- ar stjórnarinnar þurfi undan að kvarta“. Þessi yfirlýsing Hannibals Valdimarssonar mun lengi verða í minnum höfð. Stjórnarflokk- arnir hafa beðið einn mesta kosningaósigur, sem um getur í sögu þjóðarinnar. Þar er afhroð kommúnista frá þingkosningun- um þó greinilegast. Eftir þá út- reið kemur formaður Alþýðu- bandalagsins og segir, að ekki sé undan neinu að kvarta! Enda er ljóst að hann ætlar sér að hanga í ráðherrastólnum á hverju sem dynur í trausti þess, að„styrkleikur stjórnmálaflokka 1 sveitarstjórnum hafi engin a- hrif á myndun ríkistjórnar, og þá auðvitað heldur ekki á það, hvort eða hvenær hún biðst lausnar“, eins og Hannibal hreykti sér af í útvarpsræðunni. Það er sem sé valdið eitt, sem þessi „alþýðuvinur" skeytir uin, en hvorki traust almennings né velsæmi í stjórnmálum. Hannibal gengur svo langt í sjálfsánægjunni, að jafnvel Þjóð- viljanum ofbýður. Hann birtir gær grein um kosningaúrslitin, þar sem segir: „Sjálfstæðisflokkurinn segir að kosningaúrslitin séu vantraust á ríkisstjórnina; það er rétt að þau eru mjög alvarleg aðvörun til stjórnarinnar og stjórnar- flokkanna“. Fyrr í sömu grein segir: „Það eru athafnirnar en ekki lega markviss og traust, nægilega stór í sniðum. Aftur og aftur hafa komið fram mjög alvarleg óheilindi, eins og svikin í her- námsmálum------------“ Og skömmu síðar: „Stjórnina hefur skort þá reisn og djörfung sem ein megnar að marka spor í þjóðlííinu; í stað- inn hefur einatt verið hálfvelgja og hik vegna þess að sumir for- ustumennirnir hafa verið óheil- Þá kemur upptalning nokk- urra atriða, sem Þjóðviljinn seg- ir Sjálfstæðisflokkinn hafa „getað" beitt í kosningabarátt- unni. Þau atriði eru þessi: 1. „Ríkisstjórnin — — — hafi svikið í hernámsmálum!" 2. „Vinstri stjórnin sé líkleg til þess að fella gengið!“ 3. „Núverandi stjórn hafi lotið lágt í lánsútvegunum sín- um.“ 4. „Stjórnin“ hafi ekki efnt „fyrirheit sín í landhelgis- málinu.“ 5. Stjórnin hafi gerzt sek um „slælega framgöngu í hús næðismálum." 6. „Stjórnin---------hafi ekki tryggt nægilega vel lífskjór almennings!“ Aftan við þessa upptalningu bætir Þjóðviljinn: „Og þannig mætti lengi telja“. Grein sinni lýkur Þjóðviljinn á þessa leið: „Séu enn eftir einhverjir menn í forustuliði Alþýðu- flokksins og Framsóknar, sem ekki skilja hvað í húfi er, verða þeir að víkja til hliðar“. Kommúnistar vilja sem sé ekki einungis segja fyrir um, hvaða stefnu samstarfsflokkar þeirra skuli fylgja, heldur einn- ig, hvaða menn þeir kjósi til trún aðarstarfa. En hvernig væri, ef kommún- istar stæðu sjálfir við sín loforð og sæju um, að þeirra eigin trún aðarmenn gerðu það? Mundi Hannibal Valdimarsson þá vera jafnánægður og hann er nú? Myndin er tekin þegar Ólafur konungur V vann embættiseið sinn í norska þinginu í síðustu viku. Embættiseiðurinn jafn- gildir krýningu, því Ólafur mun ekki láta krýna sig. Nýtt merkileg! bólueini við lömunurveiki, ilensu og kveíi NEW ORLEANS — Tveir banda- rískir háskólalæknar hafa skýrt frá því á læknaþingi hér í borg, að rannsóknir þeirra hafi rutt úr vegi hindrunum fyrir því, að unnt verði að framleiða bólu- efni, sem komið geti í veg fyrir, Júpítor-iiugsknytí með gervi- tungii skotíð upp s þossari WASHINGTON, 29. jan. — Bandaríkjamenn hafa ekki enn skotið út Júpiter-flug- skeytinu, sem á að flytja gervitungl þeirra út í himin- geiminn. Er gert ráð fyrir, að skeytinu verði skotið út næstu dægur, en ekki er hægt að segja með neinni vissu, hvenær það verður. — Banda- qrðin sem skipta máli Og það, ríska gervitunglið verður 13 vantar mikio a ao stefna rikis- , ° stjórnarinnar hafi verið nægi-' kíl° 3 þyngd Og verða fjöl- Bulganin segir, að menningarsamn- ingur Rússa og Bandaríkjamanna sé „mjög mikilvægur44 unni lét Bulganin þessi um- mæli falla í viðtali, sem birt verður í Izvestía á morgun. Þess má geta, að samkvæmt samningi þessum munu Rúss- ar og Bandaríkjamenn skipt- ast á kvikmyndum og efni í sjónvarp. LUNDUNUM, 29. jan. — Eins og kunnugt er, hafa Banda- ríkjamenn og Rússar gert með sér menningarsamning og hafa m.a. í hyggju að skipt- ast á listamönnum. — Bulg- anin, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, hefur rætt um samn ing þennan og sagt, að hann væri „mjög mikilvægur“, eins og hann komst að orði. Sagð- ist hann vona, að samningur- inn yrði fyrsta skrefið, sem stigið væri í þá átt að leysa Þau vandamál, sem skapazt hafa í alþjóðamálum. Samkvæmt Tass-fréttastof- Unglingar flýja kommúnisma BERLÍN, 29. jan. — Tilkynnt var í Vestur-Berlín í dag, að 10.513 unglingar, þar af 1.227 undir 14 ára aldri, hafi flúið til borgarinn ar á sl. ári. mörg rannsóknartæki í því. Fréttamenn í Washington segja, að flugskeytinu hafi ekki verið skotið upp í háloft- in um helgina síðustu vegna Þess, hvé veðurskilyrði voru óhagstæð, en þeir bæta því við, að það verði gert strax og veðrið batnar. Þess má geta, að teikningar af Júpiter-skeytinu hafa þeir gert vísindamennirnir Wern- er von Braun, sem var einn helzti eldflaugasérfræðingur Þjóðverja í síðasta stríði, og ★ TURIN, 28. jan. — ítalskur farandsali, Giuseppe Faletto að nafni, var í dag dreginn fyrir rétt og sakaður um morð níu manna frá árinu 1944 fram á þennan dag. Flest voru morðin pólitísks eðlis, en Faletto var kommúnisti á styrjaldarárunum Pickering, sem er Nýsjálend- ingur. að menn fái kvef, inflúensu o* lömunarveiki. Læknarnir tveir, sem heita dr. WiHiam J. Morgabgab og dr. William Pelon, hafa sannað, að unnt sé að rækta inflúensuveir- ur í vefjum úr apanýrum, al- veg á sama hátt og lömunarveiki- veirur hafa verið ræktaðar. Þá hafa þeir einnig einangrað tvær nýjar veirutegundir, sem eru kallaðar 2060 og J.H. og valda kvefi. Báðar þessar veirutegundir er hægt að rækta í nýrnavef jum. Þykja þessar rannsóknir hin- ar merkustu og vekja mikla at- hygli. Óvenjustór loftsteinn yfir Danmörku KAUPMANNAHÖFN, 29. jan. —' X morgun sást risastór loftsteinn yfir Danmörku, og hafa menn brotið heilann um, hvers konar fyrirbæri hér hafi verið um að ræða. Steinninn var á stærð við tungl í fyllingu, og lýsti svo mjög af honum, að bifreiðastjórar urðu að stöðva bíla sína, vegna þess að þeir fengu ofbirtu í aug- un. Aftur úr loftsteininum var löng ljósrák. — Sumir héldu að þetta hefði verið Sputnik II, sem hefði komið inn í gufuhvolf jarð- ar og væri að brenna upp, en það gat ekki átt sér stað, vegna þess að hann var yfir Tyrklandi um þetta leyti. — NTB Nagy fyrir rétt á þessu ári BÚDEPEST, 29. jan. — Areið- anlegar heimildir hér í borg full- yrða, að Imre Nagy, fyrrum for- sætisráðherra Ungverjalands, verði dreginn fyrir rétt einhvern tíma á þessu ári. Er einnig gert ráð fyrir, að Pal Maleter, fyrrum hermálaráðherra og frelsishetja Ungverja, verði dreginn fyrir rétt Nýlega sagði talsmaður Kadar- stjórnarinnar, að Nagy væri enn- þá í Rúmeníu Samvinnan við Alþýðubandalagið borgar sig ekki Berlingur ræðir kosningaúrslif á Islandi KAUPMANNAHÖFN, 29. jan. — Berlingur segir í rit- stjórnargrein um kosningarn- ar á Islandi sl. sunnudag, að Þær liljóti að hafa sýnt Fram- sóknarflokknum og Alþýðu- flokknum fram á það, að sam- vinnan við Alþýðubandalag- ið hafi ekki borgað sig og fylking vinstri flokkanna sé að riðlast. Blaðið segir ennfremur, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fyrir alllöngu krafizt nýrra Alþingis- kosninga vegna svika stjórnar- flokkanna við yfirlýsta stefnu sína í höfuðmálum, s.s. varnar- málum og efnahagsmálum. Kosn ingarnar á sunnudaginn sýna, heldur blaðið áfram, að Sjálf- stæðismenn hafa haft rétt fyrir sér, þegar þeir hafa sagt, að kjós endur séu á annarri skoðun en við Alþingiskosningarnar 1956. Það hafi nú komið berlega í ljós í þessum síðustu kosningum á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.