Morgunblaðið - 30.01.1958, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.01.1958, Qupperneq 2
2 MORfíVl\RLAfí1Ð Flmmtudagur 30. jan. 1958 Samvinnan segir Skagfirðingum RÉTT fyrir nýafstaðna jólahátíð ! þessu málgagni kaupfélaganna barst mér í hendur svo sem vera bar jólablað Samvinnunnar, tímarits SÍS. Eitt helzta punt þessa jólaheftis mun hafa átt að vera myndskreytt frásögn frá okkur Skagfirðingum og Kaup- félagi Skagfirðinga á Sauðár- króki eftir einhvern „gisla“. Nú er það vissulega góðra gjalda vert, að Samvinnan segi fréttir úr einstökum héruðum og flytji frásagnir af samvinnustarí- inu þar, en svo bezt kemur sú frásögn að notum, að satt og rétt sé sagt frá hverjum hlut og ekki með slíkum flumbruhætti og gert er í nefndri frásögn. Sem dæmi um það, sem eg nefni flumbruhátt má t. d. nefna það, að Jón Sigfússon er sagður deildarstjóri í vefnaðarvörubúð K. S. En Jón Sigfússon, sá góði drengur og trúi þjónn, er látinn fyrir nokkrum mánuðum og hef- ir hans verið minnzt verðuglega í a. m. k. tveimur útbreiddustu dagblöðum landsins, Morgunblað inu og Timanum. Sómi hefði það verið Samvinnunni að minnast landinu. Nú mun meðalmatsveið hrossa til skatts vera röskar 900 kr. og séu hrossin um 5000 eins og greinarhöf. gefur í skyn, að við Skagfirðingar stelum und- an, þá er það hvorki meira né minna en eign upp í fjórar millj- ónir og fimm hundruð þúsund krónur, sem hér er um að ræða og okkur tekst með léttu móti að fela fyrir skattyfirvöldum þessa lands.og raunar mætti ætla, ef eitthvað væri hæft í þessum áburði Samvinnunnar, að upp- hæð þessi sé talsvert hærri, því að langflest munu hrossin vera á „góðum“ aldri. Þá er ekki ósennilegt heldur, að eitthvað af tekjunum af allri þessari eign sé einhvers staðar vantalið. Hvað skyldi hann segja, blessaður fjármála- ráðherrann og varaformaður SÍS um þennan jólaboðskap í tíma- riti hans? Hvað sem hann gerir í þeim efnum, þá er hitt víst, að áreið- anlega hefur Gísli minn í Ey- hildarholti, yfirskattanefndar- einnig þessa gagnmerka sam-]ma,ður * Skagafjarðarsýslu og vinnumanns og það á annan hátt I stjórnarnefndarmaður í K. S, en gert er í jólagreininni. Greinarhöf. telur upp hinar ýmsu deildir K. S. og nefnir nöín deildarstjóra og er ekkert nema gott um þá upptalningu að segja þar til kemur að kjötbúðinni. Jú, sagt er frá því, að K. S. reki kjötbúð, en kjötbúðarstjórinn Sveinn Guðmundsson ekki nefnd ur á nafn, og er hann þó búinvi að starfa um langt árabil sem kjötbúðarstjóri og kjötmatsmað- ur hjá K. S. og getið sér hið bezta orð í því starfi. Hvers Sveinn á að gjalda, veit ég ekki, þegar allir hinir eru nefndir, lífs og liðnir og mynd birt af einurn, nýkomnum þó til starfa og frægðarlausum enn sem komið er, hér hjá okkur Skagfirðing- um. Fiskiðjuver eru tvö starfandi á Sauðárkróki, en hver sá ókunn- ugur, sem les jólagrein Samvinn- unnar, hlýtur að verða þeirrar skoðunar eftir lesturinn, að að- eins eitt slíkt fyrirtæki sé þar á staðnum, þ. e. Fiskiðjan h.f., sem kaupfélagið á hlut að. Sízt vil ég lasta það fyrirtæki, en ekki efast ég um, að hitt fiskiðjuverið er ekki minna virði fyrir Sauðkræk linga og Skagfirðinga í heild. Og þar sem jólagreinin er í og með frásögn af fleiru úr Skagafirði en K. S. einu, þá var það ekki óviðkunnanlegt, að Hraðfrysti- stöðin h.f. væri a. m. k. nefnd á nafn. Varla hefði það sært for- ráðamenn K. S. fremur en að nefna Svein Guðmundsson kjöt- búðarstjóra á nafn. Þá segir höfundur jólagreinar- innar nokkuð frá búskap okkar Skagfirðinga, telur hann víðast sæmilegan, en lélegan þó miðað við beztan búskap í landinu og landkost’i í Skagafirði. Ekki skal eg deila um þetta né bera óverð- skuldað lof á sýslunga mína, hvað búskap þeirra snertir. En einhvern veginn hlýtur þó sá, sem greinina les, að fá óljóst hugboð um, að búskapur okkar sýnist og skýrslur sanna. Grein- arhöf. hefur það eftir Hagstofu Skagfirðinga sé ekki allur sem Islands að hross í Skagafirði hafi verið árið 1956 5085 að tölu eða sem næst 10 hross á bónda. En svo bætir greinarhöf. við: „Fullvíst er, að sú tala er röng, og að hrossin eru sennilega nær því að vera helmingi fleiri.“ Hvaðan hefir „gísli“ þessar upplýsingar? Tæplega frá forráðamönnum K. S. — Eg fæ ekki betur séð og skilið, en hér sé sagt berum orðum, að við Skagfirðingar stelum undan framtali og skatti nær helminginum af hrossaeign okkar. Fyrr má nú rota en dauð- rota, var einhvern tíma sagt, og ekki 1 ýsif hún sér laklega „bændavináttan." svonefnda í verðugt verkefni að glíma við i næstu framtíð að betrumbæta skattframtöl okkar skagfirzkra bænda. Þetta læt eg nægja til þess að sýna hundavaðsháttinn í þessurn skrifum Samvinnunnar, en þetta eru svo sem ekki öll blómin í greininni sbr. t. d. tilvitnun í gullfagurt ljóð eftir Hannes Pétursson og skýringar við mynd af Bólu í Blönduhlíð. Það er eins og ég sagði hugulsamt af Sam- vinnunni að birta frásagnir og fréttir af okkur úti á lands- byggðinni, en í öllum bænum bið eg hana að láta ekki þennan gleiðgosalega „gísla“ annast það verkefni. Skagfirðingur. Friðjón Þórðarson þingmaður og sýslumaður Dalamanna hefur að undanförnu verið á ferðalagi um Bandaríkin í boði banda- rísku stjórnarinnar. Er hann þar í hópi 9 þingmanna frá ýms- um Evrópulöndum. Mynd þessi var tekin fyrir skömmu í Was- hington og sýnir þá ræðast við Friðjón Þórðarson og Kefauver öldungadeildarþingmann, sem er kunnur stjórnmálamaður og síðast varaforsetaefni demokrata. Pilturinn óíundinn Orðrómur um lut H. C. Hunsen olli miklum misskilningi KAUPMANNAHÖFN, 29. jan. — Á laugardagskvöldið gerðust all- undarlegir hlutir í danska bæn- um Randers. Sú fregn barst út, að H. C. Hansen væri dáinn. — Hann hefði fengið hjartaslag. — Þessi frétt átti upptök sín á fjar- ritara blaðsins „Randers Social- demokrat". Áður en orðrómurinn hafið verið rannsakaður niður í kjölinn, hafði hann borizt út um bæinn. — Um kvöldið var hald- inn dansleikur í aðalstöðvum jafnaðarmanna r bænum. Þegar dansleikurinn var hálfnaður eða Mikið vetrarríki á Norðurlandi undanfarið Samgöngur hafa víða teppzt á landi AKUREYRI, 29. jan. — Undan- farið hefir vetrarríki verið mjög mikið hér á Norðurlandi, og farn kyngi með því mesta, sem ger- ist. Samgöngur hafa víða teppzt á landi, og hefir þetta valdið miklum erfiðleikum. Flugsam- göngur hafa einnig fallið niður sökum þess, hve langvinnur veö- urofsinn hefir verið oft og einatt. T. d. tepptist flugið milli Akur- eyrar og Reykjavíkur í heiia viku samfleytt, og eru þó alla jafna góð lendingarskilyrði á báðum stöðunum. Þess eru almörg dæmi, að bændur úr byggðum Eyjafjarðar hafi orðið að flytja mjólk sína hingað til Akureyrar á stórum sleðum, sem jarðýtum er beitt fyrir, því að ekki hefir verið fram til þessa fært að ryðja vegina, svo að hægt væri að gera þá færa bifreiðum, jafnvel þótt af kraftmestu gerð væru. Tekið fyrir alla jörð fyrir skepnur Samfara þessu hefir víðast hvar tekið fyrir alla jörð fyrir skepnur. Er nú svo komið, að hross geta jafnvel ekki krafsað snjóinn sér til beitar. Síðustu tvo daga hefir gert nokkurn blota í fönn, en ekki þó svo að snjó hafi tekið up að neinu marki. Má því búast við miklu hjarnfenni, ef nú skyldi frysta, áður en meira íekur upp. Verð- ur þá engri skepnu bjargarvon, sem úti þarf að ganga. Póstferðum hefir jafnan verið haldið uppi hálfsmánaðarlega héðan frá Akureyri o’g austur i Þingeyjarsýslu. Hefir enginn kost ur verið annarra faratækja en hesta til þessara póstflutninga. Stefán Stefánsson póstur hefir látið þau orð falla, að aldrei hafi hann hlotiö verri færð né óblið- ari veður austur yfir Vaðlaheiði heldur en um síðustu helgi. Hef- ur hann nú stundað vetrarferð- ir þessar í samfleytt 13 ár á þess ari leið. Sagði Stefán, að slíkt ferðalag, er hann nú lenti í, hefði ekki heppnazt nema af því að hann hafði bæði reynda, harð- gerða og duglega hesta til farar- innar. Öxnadalsheíði lokuð í hálfan Öxnadalsheiði hefir verið lok- uð nú í hálfan mánuð eða rúm- lega það, og er ekki gert ráð fyrir, að reynt verði að opna hana svo, barst fregnin um andlát for- sætisráðherrans. Þá gekk form. jafnaðarmannafélagsins fram og sagði fréttina', en síðan var hald- in stutt minningarhátíð. Loks var leikið „Der er et yndigt Land“. Þar með var þessum af- drifaríka dansleik lokið og hver gekk til síns heima. Gert er ráð fyrir, að fregnin hafi átt að vera grín hjá ein- hverjum fréttamanni. Málið er í rannsókn. Ekki hafa borizt fregnir um það, hvernig H. C. Hansen tók fregninni, þegar hon- un? barst hún til eyrna. Viðurkennir Venesúelastjórn WASHINGTON, 29. jan. — Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti í dag, að Bandaríkja- stjórn hefði viðurkennt hina nýju stjórn lýðveldisins Venezú- ela. — Var Charles R. Burrows, sendifulltrúa Eisenhowers í Caracas falið, að skýra Venzúela- stjórn frá þessu síðdegis í dag. HAFNARFIRÐI — Ekkert hefir enn spurzt til Eyjólfs Stefánsson- ar, Ilringbraut 69 hér í bænum, sem auglýst var eftir í útvarp- inu sl. þriðjudag. Hans varS síð- ast vart aðfaranótt mánudags. Ilefir verið leitað mjög rækilega og fannst veski hans á granda fyrir neðan bæinn Katrínarkot í Garðahverfi og skór, sem talinn er hafa verið af Eyjólfií í flæð- armálinu þar skammt frá. Leit- uðu 20—30 menn í gærmorgun og í dag verður gengið á f jörur. Eyjólfur Stefánsson er ættað- ur frá Akranesi, en hefir stund- að járnsmíðanám í Vélsmiðju Hafnarf jarðar. Hann er tvítugur að aldri. — G. E. Bæjarstjóri í sam- ráði við stjórnina! ÓLAFSFIRÐI, 29. jan. — Þegar hér var haldinn almennur fram- boðsfundur í sambandi við bæj- arstjórnarkosningarnar, flutti einn af ræðumönnum vinstri sam fylkingarinnar, yfirlýsingu sem vakti mikla eftirtekt bæjarbúa. Sigurjón Steinsson bóndi á Þór- oddsstöðum, lýsti því yfir, að ef vinstri samfylkingin næði meirihluta bæjarstjórnar við kosningarnar, þá yrði ráðinn þar sem bæjarstjóri einhver maður, sem stáeði utan væntanlegrar bæjarstjórnar og síðan bætti Sig- urjón því við, að sá maður myndi valinn algjörlega í samráði við ríkisstjórnina. Yfirlýsing þessi vakti mikla at- hygli allra bæjarbúa Lítið hefir aflazt það sem af er HAFNARFIRÐI. — Héðan verða gerðir út um 20 bátar í vetur, Sex bátar hafa verið á línu und- anfarið og svipuð tala á ýsunetj- um. Á línunni hafa þeir yfirleitt fengið frá þremur og upp í tíu skippund, en oft minna. Einnig hefir fiskazt lítið í ýsunetin. Um eða eftir miðjan febrúar munu flestir eða allir bátarnir fara á þorskanet. Einn bátur, Goðaborg frá Norðfirði, hefir verið á ýsu- netjum hér í vetur. Aflabrögð hafa verið fremur iéíeg hjá togurunum undanfarið. Júní fór á veiðar í gær. — G. E. Rússar loíiiðu frjálsum hosningum í Þýzkalandi - sviku það eftir 24 klukkustundir, segir Adenauer BONN, 29. jan. — Konrad Aden- auer, forsætisráðherra Vestur- Þýzkalands, flutti útvarpsræðu í dag og sagði m.a., að Vestur- veldin ættu að gera allt, sem í þeirra valdi stæði til að bæta samkomulagið við ráðamenn kommúnista í Kreml. Hann bætti á ny nema hláni svo um því við) að nauðsynlegt væri, að muni.. 1 dag hafa þrjár flutninga bifreiðir verið að brjótast aust- ur yfir heiðina að mestu af eigin rammleik, þó hafa bifreiðastjór arnir verið nauðbeygðir til þess að leita hjálpar jarðýtu, sem leið átti um heiðina. Búizt er við: að bifreiðunum takist að komast hingað til Akureyrar núna í nótt og hafa þær þá verið meira en viku á leiðinni frá Reykjavík. Hér í Akureyrarbæ er færð mjög slæm á götum. Þó hefir mokstri verið haldið sífellt á- fram. Er það nú orðið eitt mesta vandamálið, hvað gera á við all- an þann snjó sem hrannazt hef- ir upp meðfram götum bæjarins. háttsettir menn frá stórveldunum kæmu saman til fundar að ræða deilumál ríkjanna. Adenauer benti á, að hann hefði eftir fremsta megni unnið að sameiningu Þýzkalands, en Rússar hefðu staðið í vegi fyrir þeirri þróun málanna þrátt fyrir það, að þeir hefðu lofað að efna til frjálsra kosninga í landinu á Genfarfundinum. En þetta loforð héldu þeir ekki nema í 24 klst., bætti kanslarinn við. Gomúlka á enn einu sinni í höggi við verkamenn VARSJÁ, 29. jan. — Kommún- istastjórn Póllands á nú enn einu sinni í höggi við verkamenn. í þetta skipti eru það verkamenn- irnir í Wroclaw, sem hafa hótað því að gera verkfall. Verka- mennirnir eru um 900 að tölu. Wroclaw var áður þýzkur bær og hét Breslau. Verkamennirnir hafa haldið mótmælafundi í verksmiðju sinni og farið fram á 20% launaliækk- un. Þá hafa þeir einnig krafizt þess, að samgöngur yrðu stór- bættar í borginni, verzlanirnar fái betri og f jölbreyttari vörur og yfirstjóru verksmiðjunnar verði sett frá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.