Morgunblaðið - 30.01.1958, Page 3
Flrnnitiiflapiu' 30. ian. 1958
MORGTJN fíl AÐIh
3
Yfirgnæfandi meirihluti reykvískra
sjómanna kaus Sjálfstæðisflokkinn
Uppspuni kommúnistablabsins um oð
to'garaskipshöfn hafi verið neitaÖ
um oð kjósa
„ÞJÓÐVILJINN" spinnur í gær upp skröksögu um það að Bæjar-
útgerð Reykjavíkur hafi „haft undarleg vinnubrögð í frammi til
þess að koma í veg fyrir að skipverjar á Skúla Magnússyni fengju
að greiða atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum“. Staðhæfir komm-
únistablaðið að Bæjarútgerðin hafi bannað skipstjóranum sl. laug-
ardag „að koma til hafnar og lá skipið undir Svörtuloftum í óveðri
um helgiiia án þess að nokkuð væri hægt að athafna sig enda mjög
gengið á birgðirnar".
Mbl. snéri sér í gær til Bæjarútgerðar Reykjavíkur og
óskaði þess að fá upplýsingar um, hvað hæft væri í þessu.
Var blaðinu þá tjáð að þessi saga kommúnistablaðsins væri
uppspuni frá rótum. Fyrirtækið hefði ekkert kosið frekar
en að skipverjar á Skúla Magnússyni hefðu getað greitt at-
kvæði. Það hefði ekkert bann verið Iagt við því að togarinn
kæmi inn á tilteknum degi, hvorki hér í Reykjavík né annars
staðar til þess að skípverjar gætu kosið. Skiþstjórinn hefði
sjálfur óskað þess að koma inn á mánudag en þar sem annar
togari hefði þá verið í liöfn til löndunar hefði verið ákveðið
að Skúli Magnússon landaði á þriðjudag.
Enn sem fyrr hafa því sannazt
rakalausar lygar á kommúnista-
blaðið, sem aldrei skeytir því,
hvort það fer með satt eða logið.
Afstaða sjómanna
á kosningunum
Því fer líka víðs fjarri að Sjálf
stæðisflokkurinn hefði haft
ástæðu til þess, eða hagnað af
því að bægja heilli togaraskips-
höfn frá því að greiða atkvæði.
Allir vissu fyrir kosningarnar að
flokkurinn átti stórauknu fylgi
að fagna meðal reykvískra sjó-
manna. Var sú staðreynd stað-
fest í kosningunum. Sést það
greinilega af því, hvernig utan-
kjörstaðaratkvæði féllu. En það
eru fyrst og fremsi atkvæði sjó-
mar.na og farmanna. Eru þa-l
jafnan talin sér og þess getið í
I vetur verðu 135—140
bútar á vertíð i Eyjum
útvarpsfréttum af atkvæðataln-
ingu. Að þessu sinni reyirdust
'gild utankjörstaðaratkvæði í
Reykjavík , sem greidd voru fyrir
kjördag vera samtals 1465.
Skiptust þau þannig á listana.
A. -Iisti Alþfl. 116 — 7,9%
B. -listi Frsfl. 152 — 10,4%
D.-Iisti Sjfl. 919 — 62,7%
F. -listi Þjóðvfl. 65 — 4,4%
G. -listi kommfl. 213 — 14,6%
Af þessurn tölum sést að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
hlotið 62,7 % af utankjörstaðar
atkvæðunum. Sýnir það vel
hug sjómanna til flokksins og
vantraust þeirra á vinstri
^ptjórninni.
Á móti 919 atkvæðum, sem
Sjálfstæðisfíokkurinn fær fá
allir vinstri flokkarnir, að
Þjóðvörn meðtalinni 546 at-
kvæði eða 37,3%.
Úrslitin 1954
Í ‘ bæjarstjórnarKosningunum
árið 1954 voru gild utankjör-
staðaratkvæði 1364. Skiptust þau
þannig á milli flokka:
A. -listi Alþýöufl. 145
B. -listi Framsóknarfl. 93
C. -listi kommúnistafl. 263
D. -listi Sjálfstæðisfl. 728
F.-listi Þjóðvarnarfl. 135
Samtals fengu þá Sjálfstæðis-
menn 728 eða 53,4% af utankjör-
staðaratkvæðunum en andstæð-
ingar þeirra 636 atkvæði eða
46,6%.
Það er af þessum tölum auð-
sætt að Sjálfstæðismenn hafa
stórunnið á meðal sjómanna en
vinstri flokkarnir hríðtapað.
VESTMANNAEYJUM, 29. jan. —
Vertíð hófst hér upp úr áramót-
um. Bátum hefur farið fjölgandi
dag hvern síðan að heita má.
Núna um helgina voru 60 bátar
byrjaðir róðra. Allur þorri bát-
anna er með línu, en nokkrir eru
með liandfæri.
Eftir því sem bezt verður vit-
að, munu 107 þilfarsbátar verða
gerðir héðan út. Er það liærri
tala en nokkru sinni áður. Talið
er þó að betta muni ekki verða
endanleg tala þeirra þilfarsbáta
scm hér verða á vetrarvertið, því
að ef að vanda lætur, þá munu
aðkomubátar koma hingaö þegar
líða tekur á vertíð og leggja hér
upp afla að meira eða minna
leyti.
Af þeim 107 bátum sem fyrr
eru nefndir munu 75 bátar verða
með línu og net. 30 bátar stunda
handfæraveiðar og loks 2 sem
eingöngu verða með net. Fyrir
utan þennan bátafjölda verða
gerðir út margir, opnir bátar likl.
yfir 20 og byrja þeir róðra þegar
líða tekur a vertíð.
Munu því láta nærri að 135—
140 bátar verði gerðir héðan út á
þessari vetrarvertíð.
Að undanförnu hefur aili
línubátanna verið sæmilegur,
4—6 tonn af góðum fiski í róðri,
nær eingöngu ýsa. Nokkuð hefur
dregið úr aflanum seinustu
daga. Ýsan er yfirleitt smá og
afar seinunnin til flökunar í
frystihúsunum og hafa verið
mjög miklar annir þar, enda fátt
aðkomumanna í verið komið.
— Fréttaritari.
Yfirlýsing
frá ambassador
í TILEFNI af grein í Morgún-
blaðinu í dag, þar sem það er
haft eftir „íslendingi" að ég hafi
verið sendur af forsætisráðherra
til Akureyrar til þess að fá Jakob
Frímannsson kaupfélagsstjóra til
ákveðinna samninga um bæjar-
mál Akureyrara, óska ég að taka
eftirfarandi fram:
För mín til Akureyrar var ein-
ungis í einkaerindum, m.a. til að
finna föður minn, átti að standa
í 2—3 daga en varð 8 dagar vegna
þess að flugsamgöngur til Akur-
eyrar tepptust af illviðri. Af-
skipti af bæjarmálum Akureyr.
ar hefi ég engin haft, enda það
fyrsta sem ég frétti. er ég kom
til Akureyrar að þegar væri Lúið
að gera samkomulag um samstarf
þriggja flokka í bæjarst.jórn
kaupstaðarins. Lýsi ég frásögn
Mbl. um þetta ferðalag mitt al-
gjöriega ranga.
Reykjavík, 29. jan. 1958.
Kristinn Guðmundsson
Morgunblaðið birti orðrétt eft-
ir íslendingi það, sem hann sagði
um norðurför ambassadorsins.
Sjálft lagði Morgunblaðið engan
dóm á hvort tilgáta Islendings um
orsök ferðalagsins væri rétt. Hins
vegar hefur fengizt upplýst, að
samkomulagið illræmda á Akur-
eyri var ekki undirritað fyrr en
18. jan. s.l. Ambassadorinn mun
hins vegar hafa komið til Akur-
eyrar hinn 12. janúar. Hér kem-
ur því ekki allt heim í frásögn
ambassadorsins. En hvað sem
um það er, þá virðist heimsókn
hans ekki hafa aflað Framsókn-
arflokknum margra nýrra at-
kvæða á Akureyri, því að þeim
fækkaði nú í fyrsta skipti við
bæjarstjórnarkosningar.
STAK8TEINAR
Engin hættn n nð Grænlnndsmnlið
fnri fyrir Hnng-dómstólinn
segír Intormation
KAUPMANNAHÖFN, 29. janúar. — Danska blaðið „Information“
gerði kröfu íslendinga til Grænlands að umræðuefni um helgina.
í grein blaðsins er skýrt fró stofnun íslenzka Grænlandsfélagsins:
„í Reykjavík hefur nú verið stofnað féiag, sem á að stuðla að
því, að Grænland verði sameinað fslandi!“, segir blaðið — og bætir
því við, að ekki sé ástæða til þess að ætla, að málið verði aftur
lagt fyrir Haag-dómstólinn vegna félagsstofnunar þessarar. „Annars
er það aðeins félagið, sem er nýtt“, segir blaðið ennfremur, „kraf-
an um að íslendingar fói Grænland er gömul og hefur oft verið
borin fram af litlum hópi þjóðernissinna, sem hafa lotið forystu
Péturs- Ottesens alþm.“
ísinn verður oft mikill, sem lileðst á bátana þegar mikil frost
eru, eins og var í nokkra daga fyrir skömmu. — Ljósm. GRÓ.
„Útlægur gerr“ |
Síðan skýrir blaðið frá því, á
hvaða forsendum krafan er reist: j
Grænland hafi veriö byggt fra
íslandi, af Eiríki rauða. „Við
þetta má bæta“, segir blaðið, „að
Eiríkur fór til Grænlands vegna
þess að hann var útlægur gerr,
en það skiptir þó ekki höfuðmali
í þessu sambandi. I Haagréttar-
höldunum héldu Danir líka fast
við það, að fyrstu landnemarnir
í Grænlandi hefðu verið íslena-
ingar. En síðan þá hefur annað
gerzt sem veldur því, að íslend-
ingar geta ekki lengur haft nein-
ar lagalegar kröfur til Græn-
lands og allra sízt nú, þegar
Grænland er orðið hluti af
danska ríkinu. Nefnd, sem ís-
lenzka stjórnin skipaði á sínum
tíma til að fjalla um málið,
komst einnig að þeirri niður-
stöðu, að krafa Péturs Ottesens
væri ekki á rökum reist.“ Síðan
vitnar blaðið í ritstjórnargrein 1
Alþýðublaðinu, þar sem þeirri
spurningu er varpað fram, hvers
vegna íslendingar geri ekki einn-
ig kröfu til Ameríku, þar sem
íslendingar hafi uppgötvað það
meginland.
Kvikmyndnhlúbbar Æskulýðsró^s
R.víkur taka til staria að aýju
SÝNINGAR hjá kvikmynda-
klúbbum Æskulýðsráðs Reykja-
víkur hefjast að nýju nú um
helgina á þessum stöðum:
í Háagerðisskóla á laugardag,
1. febr. kl. 4 e.h. og 5,30 e.h.
Miðar, sem gilda á fimm sýning-
ar í röð og kosta kr. 12,50, veroa
seldir á föstudag í Háageröis-
skóla kl. 5—7 e.h. og laugardag
kl. 3—4 e.h. Sóknarnefnd Bú-
staðasóknar stendur að starfsemi
þessari ásamt Æskulýðsráðmu.
í sýningarsal Austurbæjarskól-
ans á sunnudögum, kl. 4 e.h. og
5,30 e.h. Miðar verða seldir að
Lindargötu 50 á fimmtudag, kl.
5—7 e.h. og föstudag, kl. 3—4 e.h.
I Trípolibíó verða sýningar á
sunnudögum kl. 3 e.h. Miðar
verða seldir þar á laugardag fra
kl. 2—2,30 e.h. og á sunnudag
frá kl. 1,30—3 e.h.
Oll börn og unglingar geta
gerzt félagar í klúbbum þessum,
meðan húsrúm leyfir, en unnið
er að því að útvega sýningarstaði
víðar í bænum. Sýndar verða
myndir af ýmsu tagi við hæfi
barna og unglinga og unnið er
að því að útvega myndir er-
lendis frá, svo að fjölbreytni geti
orðið meiri.
Straumh ^örf
í Stykkishólmi.
Úrslit hreppsnefndarkosing-
anna í Stykkishólmi eru mjög at-
hyglisvert dæmi um það, sem er
að gerast í stjórnmálunum víða
úti á landi. Þar hlaut framboðs-
listi Sjálfstæðismanna og óháðra
kjósenda 303 atkvæði og 5 menn
kjörna. En listi „stuöningsmanna
núverandi ríkisstjórnar" hlaut
153 atkvæði og 2 menn kjörna.
Listi vinstri manna í Stykkis-
liólmi var eini framboðslisti
þeirra á öllu landinu, sem sér-
staklcga var kaliaður listi „stuðn
ingsmanna núverandi ríkisstjórn
ar“. En útreið hans var líka ein
hin allra versta, sem stjórnar-
flokkarnir fengu yfir allt landið.
Yfirgnæfandi meirililuti Stykkis-
hólmsbúa fylkti sér um lista
stjórnarandstöðunnar. Fólk úr
öllum stjórnarflokkunum kaus
lista Sjálfstæðismanna og óháðra.
Verður ekki öðru vísi á það litið
en sem hrein og eindregin mót-
mæli gegn stjórnarstefnunni.
Uppbótarþingmaður Alþýðu-
flokksins og Hræðslubandalags-
ins á Snæfellsnesi dvaldi fjóra
daga í Stykkishólmi fyrir kosn-
ingarnar tjl þess að hressa upp
á lið „stuðningslista“ vinstri
stjórnarinnar. En hægt er að
fullyrða að hann liafi haft meira
crfiði en erindi á fund Stykkis-
hólmsbúa.
Hið brjálaða ofstæki.
Viðbrögð Tímaliðsins gagnvart
kosningaósigri vinstri stjórnar-
innar mótast fyrst og fremst af
ofstæki. Tímamenn líkja fólkinu
í Sjálfstæðisflokknum við brennu
menn og morðingja þýzku naz-
istanna.
Þá Iýsir Tíminn yfir því, að
tæknilegum yfirburðum Morgun
blaðsins verði að mæta með sér-
stökum ráðstöfunum. Má jafnvel
gera ráð fyrir, að vinstri stjórnin
gefi út bráðabirgðalög um það,
áður en Alþingi kemur saman, að
Mbl. skuli bannað að prenta
myndir eða annað efni í litum!!
Svona sturlað er Tímaliðið eft-
ir ósigur stjórnarstefnunnar í
bæjar- og sveitarstjórnarkosning-
unum sl. sunnudag.
Þannig sannast það enn aö
Tímamenn eru engum öðrum lík-
ir. Það er eins og hugur þeirra
manna, sem Tímann skrifa sé for
myrkvaður af hatri og öfgum.
Þessir menn þykjast vera full-
trúar „milliflokks" í íslenzkum
stjórnmálum!
Stritast við að sitja.
Af ummælum formanna stjórn-
arflokkanna í útvarpið í fyrra-
kvöld- er það auðsætt að vinstri
stjórnin hyggst, þrátt fyrir van-
traustsyfirlýsingu þjóðarinnar í
kosningunum, stritast við að
sitja.
En hvernig halda menn að þess
ir úrræðalausu flokkar geti eftir
þetta framkvæmt nokkuð af viti
í stjórn landsins? Hafa þeir ekki
staðið uppi ráðalausir eins og
þvörur og svikið öll sín loforð til
þessa?
Nú hafa tveir stjórnarflokkarn-
ir, konimúnistar og Alþýðuflokk-
urinn, beðið stórfelldan ósigur
meðal kjósenda. Auðsætt er, að
af því hlýtur að leiða enn meiri
ræfildóm og stefnuleysi gagnvart
vandamálum þjóðfélagsins.
Nýjar kosningar og stjórnar-
skipti eru þess vegna höfuðnauð-
syn. Hver mánuður, sem líður
með vinstri stjórnina við völd á
Islandi gerir því vandamálin að-
eins torleystari og verri viðfangs.
Valdaafsal vinstri stjórnarinnar
er krafa mikils meirihluta ís-
lenzku þjóðarinnar í dag.