Morgunblaðið - 30.01.1958, Page 6

Morgunblaðið - 30.01.1958, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 30. jan. 1958 flindenburg forseti tekur í hönd nniers og l'clurnoiiuin sijuiuaimyudun. Mnler lineigói sig djupU 25 ár frá myrkum degi i sögu Þýzkalands: Hitler var óspar á loforð — og munaði ekkert um oð svíkja jbau Mussolinis, voru efidar. Var auðvelt að fá atvinnuleysingjana til inngöngu í þær, því að þar fengu þeir laun, húsaskjól, mat og félagsskap. I staðinn hlýddu þeir í einu og öllu vilja flokks- foringjans. Þeir óðu einkennis- búnir um götur og torg. Komm- únistar höfðu einnig einkennis- búið lið. Svo rákust fylkingarn- ar á í götubardögum og lögregi- an réði ekki við neitt. Þrjár kosningar Árið 1932 fóru fram þrennar mikilvægar kosningar í Þýzka- landi. Fyrst voru það forseta- kosningar. Hindenburg leitaði endurkjörs þrátt fyrir háan ald- ur. Hitler bauð sig fram á móti honum. Hindenburg naut stuðn- ings miðflokkanna og jafnaðar- manna og náði kosningu með 19 milljón atkvæðum. Hitler var hins vegar studdur af nazista- flokki sínum og hægri flokkun- um og hlaut hann 13 milljón atkvæði. Kommúnistinn Torgler hlaut 4 milljón atkvæði. Sumarið 1932 fóru fram kosn- ingar til ríkisþingsins og unnu nazistar þá sinn mesta sigur. hlutu þeir 13,7 milljón atkvæði og 230 þingsæti af 609. Þann 6. nóv. 1932 var enn efnt til nýrra kosninga, en þar kom það í Ijós, að fyigi nazistaflokks- ins var byrjað að hrynja mjög ört. Svo virtist sem fólk væri hætt að trúa gífuryrðum og lof- orðum nazista. Það hætti að t. la að þeir gætu leyst vandamr.iin friðsamlega. í þessum kosningum töpuðu nazistar tveimur milljón- um atkvæða. Fylgistap þeirra kom enn skýrar í ljós í héraðs- kosningum í Thúringen skömmu síðar, en þar misstu þeir 40% atkvæða. Hlutverk Papens og Schleichers Hvernig stóð þá á því, að Hiti- er komst þrátt fyrir kosninga- Framh. á bls. 14 I DAG eru 25 ár liðin frá þeim dima degi í sögu Þýzkalands, þegar nazistar komust til valda. Það var 30. jan. 1933, sem hínn aldurhnigni forseti, Hindenburg, kvaddi Hitler á sinn fund, tók í hönd hans í fyrsta skipti og fól honum myndun nýrrar ríkis- stjórnar. Hitler var ekki falin stjórnar- myndun vegna þess, að flokkur hans hefði þá nýlega unnið sigur í kosningum. Þvert á móti hsfði fylgi nazistaflokksins þá farið svo hrakandi, að nazistaleiðtog- arnir óttuðust, að úti væri um flokkinn, ef honum tækist ekki að komast í stjórnaraðstöðu. Lofaði og sveik En það tókst Hitler einmitt þegar verst hafði gengið fyru flokki hans. Stjórnarmyndun þessi var árangur víðtækra hrossakaupa. Hitler lofaði öllu fögru, en það kom síðar í ljós, að hann var slægari en hinir stjórnmálaforingjarnir, sem þótt ust hagnast á samningum við nazista. Hann var slægari, af því að hann var ekki skuldbund- inn af neinni samvizku til að efna loforð sín. Það liðu ekki margir mánuðir frá stjórnar- myndun, þar til viðsemjendur Hitlers sáu, að þeir höfðu gert glappaskot, en þá var of seint að iðrast, því að þeir voru pá flestir komnir í langelsi nazista, eða leiddir á höggstokk. Að þessu leyti var valdataka naz- ista mjög lík valdatöku kommún- ista í ýmsum smárík.ium, þar sem þeir hafa fleytt sér inn á samn- ingum og loforðum til jafnaðar- manna. Hér mun nú á eftir reynt að rekja í stuttu máli þessa örlaga- ríku atburði. Bjórstofuflokkurinn Adolf Hitler var Austurríkis- maður að fæðingu og uppruna. Á yngri árum var hann hálfgerð- ur iðjuleysingi. Flæktist hann 1913 til Munchen í Suður-Þýzka landi og lifði þar á kaffihúsum og bjórstofum. Hann hafði mik- inn og liðugan talanda. í fyrri heimsstyrjöldinni gerðist hann sjálfboðaliði í þýzka hernum, en litlar sagnir fara af framgöngu hans þar. Eftir ósigur Þjóðverja og stríðslok voru ótal margir stjórnmálaflokkar mynaaðir víðs vegar í Þýzkalandi. Hitler gerð- ist meðlimur í svonefndum National-socialistaflokki. FlokK- ur þessi var bæði þjóðernissinn- aður og sósíalískur. Hitler varð brátt einn helzti forystumaður hans og tók orátt að breyta hinni upphaflegu stefnuskrá eft- ir sínu eigin höfði og eftir því sem vænlegast yrði til fylgis- auka. Flokkurinn varð ofbeldis- og byltingarflokkur, hann tók Gyðingaofsóknir á stefnuskrá sína og hann vildi hiklaust rjúfa Versalasamningana. Árið 1923 gerði Hitler banda- lag við hinn kunna hershöfð- ingja Ludendorff um byltingar- tilraun í Múnchen. Ríkislögregl- an bældi byltinguna niður og Hitler sat um hríð í fangelsi. Þar skrifaði hann bókina Mein Kampf, sem varð grundvallarrit nazismans. í kosningum til ' ríkisþingsins árið 1924 unnu nazistar 32 þing- sæti, en þegar um kyrrðist í Þýzkalandi næstu ár, tapaði flokkurinn verulega fylgi. Kreppan efldi nazista Það var kreppan, sem olli ger- breytingu. Hún skall yfir Þýzka- land 1930 og olli fátækt og geysi- legu atvinnuleysi. Þjóðverjar beiddust þess ai' Vesturveldun- um ,að stríðsskaðabætur yrðu felldar niður, því að þeir gætu ekki borið þær, meðan efnahags- lífið væri í rústum. En beir fengu afsvar, sem olli feikilegri gremju í Þýzkalandi. Þegar kreppan skall á var stjórn jafnaðarmanna við vöid undir forsæti Hermann Múller Virtist hún aðgerðarlaus og ráða- laus í öllum þessum erfiðleikum. Og nú tók alþyðari að hlýða á hin stóru orð nazistanna, sem hétu að afnema atvinnuleysi og reka hið skjótasta hina aumu ríkisstjórn jafnaðarmanna. Þetta ár, 1930, var þingrof og nýjar kosningar. Nazistar höfðu 12 fulltrúa á hinu fráfarandi þingi, en í kosningunum 1930 fengu þeir 107 þingsæti. At- kvæðatala þeirra nam 6V2 millión og þeir voru nú næátstærsti flokkur þingsins, næst á eftir jafnaðarmönnum, er þrátt fyrir tap héldu enn 143 þingsætum. Með þessum kosningum var allt í einu svo komið, að taka varð tillit til nazistanna og Hitlers í þýzkum stjórnmál- um. Þetta hugðist hann líka nota sér. Upp úr þessum kosn- ingum strikaði Hitler að mestu yfir hin sósíalísku bar- áttumál flokksins, en þjóð- ernisrembingurinn og kyn- þáttamontið varð hugsjón flokksins og stefnuljósið varö skefjalaus barátta fyrir völd- unum. Sú barátta fór nú mjög harðn- andi. Stormsveitir nazista, sem skipulagðar voru eftir fyrirmynd ■.usturríski liðþjálfinn í hópi einkennisbúinna fylgisrnanna. shrif“ar ur daglega lífinu 1 Innheimta símagjalda BORGARI einn í Reykjavík kom til Velvakanda í fyrra- dag og ræddi við hann um inn- heimtu símagjalda. Minntist hann á, að nú væri hætt að vara menn við með hringingu, áður en sím- , um þeirra er lokað. Hafði borgar- inn orðið fyrir þvi óhappi að verða of seinn fyrir að greiða, og var siminn í fyrirtæki hans lok- aður nokkra stund, meðan hann var að komast niður í bæ og borga. Auðvitað má segja að menn eigi að standa í skilum. Þó getur svona framkoma oft verið dæmalaust óliðleg, t. d. þegar skuldin nemur nokkrum krónum. Það er tillaga borgarans, að sím- um verði ekki lokað fyrirvara- laust eins og nú er farið að gera. E1 Lokunartími verzlana INN óánægður úti á landi“ skrifar: „Ég get ekki' stillt mig um að ; taka mér penna í hönd, þótt óvan i ur sé, og skrifa þér nokkrar línur. I þætti þínum fyrir nokkru segir, að frá áramótum hafi verið tekið að loka verzlunum kl. 7 á föstu- dögum og kl. 1 á laugardögum. Síðan eru raktar reglur þær, sem þú segir að gildi um lokunartíma sölubúða. í lok pistilsins er sagt, að reglur þessar gildi um land allt. Það var þessi endir, sem ég rak augun í, og mér fannst ég verða að biðja þig fyrir þessa spurn- ingu: Kaupfélagsstjórar og kaup- menn úti á landi. Hvers vegna lokið þið ekki verzlunum kl. 7 á föstudögum og kl. 1 á laugardög- um? Við, sem þekkjum til úti á landsbyggðinni vitum, að þetta er ekki gert. Ég vil eindregið beina þeim orðum til þeirra, sem hlut eiga að máli, að þeir taki nú þegar upp sama fyrirkomulag og er í höfuðstaðnum og Hafnar- firði. Handa reikningshausum VELVAKANDI var að blaða í því góða brezka blaði. The Daily Telagraph og las þar eins konar Velvakandadálk. Sá, sem þá skrifar hefur lagt þessa þraut fyrir lesendur sína: Hvernig er hægt að rita allar heilar tölur milli 1 og 100 með i tölustafnum 4 einum saman? Þetta mun vera unnt, en að sjálfsögðu verður að grípa til ýmiss konar stærðfræðitákna. Þó má umritunin ekki vera nema einn liður í stærðfræðilegri merk ingu. Sumar tölur er svo auðvelt að eiga við, að barnaskólabörn geta leikið. sér að þeim. Þar má nefna tölurnar 1 og 16 og reyndar margar fleiri. Aðrar eru verri, en víst fáar eins slæmar og 73 og 89. Hvernig væri, að lesendur '. il- vakanda spreyttu sig á þessari reikningsþraut nú í ró þeirra daga, sem fara á eftir harðti kosningaorrustu? Ljós í gluggum VELVAKANDI hitti kunningja sinn á förnum vegi og tóku þeir tal saman um kosningarnar eins og að líkum lætur. Kunning- inn sagði, að hann hefði að garnni sínu fylgzt með því, nóttina eftir kosningar, hvenær slökkt var í íbúðunum í næstu húsum. Sums staðar gengu menn til náða á venjulegum tíma, en það var óvíða. Mikill og sístarfandi komm únisti skammt frá slökkti um fjögurleytið (úrslit í Reykja- vík voru þá ókomin), en nokkrir Framsóknarmenn vöktu eftir úr_ slitunum, en voru þá fljótir að slökkva. Enginn Alþýðuflokks- maður þekkist í nágrenninu, en Sjálfstæðismenn létu margir enn loga ljós, þegar kunningi Vel- vakanda hætti athugunuin sínum og fór að sofa!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.