Morgunblaðið - 30.01.1958, Síða 13

Morgunblaðið - 30.01.1958, Síða 13
Fimmtudagur 30. jan. 1958 MORCVNBLAÐIÐ 13 Sæmondur Tryggvi Sæmundsson Fæddur 19. janúar 1869. Dáinn 23. janúar 1958. „Næsta ár verður faðir minn níræður," sagði Jóhannes Óli Sæmundsson við mig fyrir um það bil hálfum mánuði. Svo lézt hann þá hinn 23. þ. m. Á átta tíu og níu ára afmæli sínu sat hann í hópi sona sinna og ræddi hress og glaður, spuiði tíðinda og minntist liðinna daga. Fjórum dögum síðar leið hann skyndilega og þrautalaust út af, svo sem allt í einu hefði hann verið kvaddur brott, við hann sagt af þeim mikla reiðara: „Nú hefur þú hvílzt nógu lengi eftir gott og mikið dagsverk. Nú er þörf stjórnsemi þinnar, sjó- mennsku, þreks og atorku, — nú bíður þín skip með bundið segl við rá.“ Og í dag verður hann jarð- sunginn. Ég hef í „Virkum dögum“ sagt allýtarlega sögu Sæmundar Sæ- mundssonar, og mun ég aðeins lauslega drepa hér á nokkur atr- iði í ævi hans. Hann fæddist 19. janúar 1869 í Gröf í Kaupangssveit í Eyja- firði, var af góðum eyfirzkum ættum. Snemma missti hann föð- ur sinn, kom stálpaður sem smali að Látrum á Látraströnd og fór ekki þaðan fyrr en hann var orðinn fulltíða maður. Þar bjuggu mikil myndarhjón, og kynntist Sæmundur þar ærnu athafnalifi á landi og sjó að þeirrar tíðar hætti, átti þar allstrangan, en þó hagnýtan skóla. Snemma fór hann að stunda sjó, fyrst á áraskipum, en síðan á hákarlaskútum, og varð tvítug- ur stýrimaður á slíkri skútu. Tuttugu og tveggja ára varð hann skipstjóri á slíku skipi. Þótti hann þá maður ærið álitlegur. Hann skorti aðeins þumlung á þrjár álnir, og svo var hann þrekinn, að hann vóg 100 kíló. Hann var fríður sýnum, bjartur yfirlitum, sviphýr og þó mikii- leitur. Árið 1895 kvæntist hann mikilli myndar- og efnisstúlku, Sigríði Jóhannesdóttur frá Kuss- ungsstöðum í Hvalvatnsfirði. Þau reistu bú í Stærra-Árskógi á Ár- skógsströnd árið 1897. Sæmundur hélt þó áfram skipstjórn, og á haustin stundaði hann síldveiðar á Eyjafirði. Árið 1906 keypti hann norskt skip með Ottó Tuliníusi og var síðan skipstjóri á því í mörg ár. Þeir félagar létu setja í það vél, og síðan stækkuðu þeir það að miklum mun. Hét það Hjalteyrin. Sæmundur stundaði bæði þorsk- og síldveiði á Hjalt- eyrinni.varð með þeim allra fyrstu íslenzkra manna til þess að veiða síld í snurpunót. Árið 1908 varð Sæmundur fyrir þeirri sorg að missa hina ágætu konu sína frá átta börnum, sem öll voru innan við fermingu. Börn þeirra voru öll hin mannvænleg- ustu og urðu myrtdarfólk. Elzt var Guðrún. Hún lézt fulltíða, ógift. Þá var Þórhallur, sem er bæjarfógeti á Akranesi Þriðja barnið var Elín, lézt uppkomin, ógift, fjórða Sigmundur, bifreiða- stjóri í Reykjavík, kvæntur Þóru Ólafsdóttur frá Hvítárvöllum, hann lézt fyrir allmörgum ár- um, fimmta Ingileif, gift Kristni Magnússyni á Blönduósi, sjötta Jón skipstjóri í Lyngholti í Garða hreppi, kvæntur Helgu Sigurðar- dóttur úr Njarðvík austur, sjö- unda Jóhannes Óli, námsstjórj á Norðurlandi, búsettur á Akur- eyri, kvæntur Svanhildi Þorst- einsdóttur frá Rauðuvík, áttunda Guðmundur bifvélavirkj í Reykja vík, kvæntur Guðrúnu Ásgeirs- dóttur úr Bolungarvik. Son átti Sæmundur utan hjónabands. Hann heitir Gestur og hefur lengi búið myndarbúi á Efsta-landi í Öxnadal og verið atkvæðamaður í sveit sinni. Eftir konumissinn kom nokk- urt reik á ráð Sæmundar. Hann brá búi, en hélt áfram skip- stjórn nyðra, unz hann 1918 tlutt ist vestur til ísafjarðar. Þar var hann skipstjóri um nokkurt ára- bil, bjó ýmist í Hnífsdal eða á ísafirði. Hann hafði þá ráðskonu, sem Guðrún hét Benjamínsdóttir, greind kona og skemmtileg. Árið 1928 varð Sæmundur hafnar vörður á ísafirði, og því starfi gegndi hann til 1944. Þá var heils an tekin að bila, og fluttist hann suður, var nokkur ár hjá Jóni, syni sínum, en síðustu árin hjá Þórhalli á Akranesi, og þar lézt hann. Eins og áður getur, var Sæm- undur mikill vexti og þrekinn, og hann var með afbrigðum kempu- legur. Hann var svo sterkur, að menn setti hljóða þá sjaldan þeir sáu hann neyta síns mikla afls. Hann var og stórvirkur og hrað- virkur, þegar því var að skipta, laginn og hagsýnn við verk, svo að af bar. Hann var ágætur sjó- maður, góður stjórnari, gætinn og djarfur í senn, veðurglöggur og eftirtektarsamur á allt. sem máli varðaði á sjónum. Hann hafði og gott lag á mönnum, var fámáll, en þó glaðlegur, skap- mikill, en stillti vel skap sitt, enda mátti hann fyrir afls sakir gæta sín að taka ekki ógætilega til hendi, ef hann mætti misjöfnu. Hann talaði ekki um rkip eins og dauða hluti, heldur sem lifandi verur, sem gæddar væru sinum sérkennum til ills eða góðs. Um sum talaði hann hálfespur, önnur í spaugkenndum tón, enn önnur af virðingu. Hann var kappsmað- ur á sjó og aflamaður, og þá einkum á hákarl og síld. Hann lýsti þannig gáfum sínum við mig: „Ég var tregnæmur á allt, bók- legt og verklegt, sem ég hafði ekki áhuga á, en mér hefur alltaf verið fleygt niður á hvaðeina, sem ég hef haft yndi af.“ Hvað sem þessari lýsingu líður, er víst um það, að hann var gæddur miklum hyggindum. Auk alls síns verksvits á sjó og landi bar hann mjög glöggt skyn á menn, á illt og gott í fari þeirra, og hann hafði næmt auga fyrir öllu sem skrýtið var eða á einn eða annan hátt skemmtilegt. Hann var orðvar, en bersögull, ef þess þurfti við, tróð ekki ill- sakir við neinn að fyrrabragði, en lét heldur ekk ganga á sinn hlut. Skyldurækinn var hann með fágætum og vildi ekki á neinu níðast, sem honum var trú- að fyrr og varð barnslega sár, ef hann taldi sér hafa orðið eitt- hvað á þótt í mjög litlu væri. Risnumaður var hann, hafði ríka réttlætistilfinningu og mátti ekk- ert aumt sjá án þess að vilja þar úr bæta. Það taldi hann mest lán sitt sem sjómanns, að hann hafði aldr ei misst út mann alla sína löngu og ströngu skipstjórnartíð í bar- áttu við hafís, hríðir og sjóa, en hins vegar orðið þess auðið að bjarga mörgum mannslífum úr greipum Ægis. Fyrir það hlaut hann heiðursverðlaun frá A1 þingi. Sæmund þekkti ^ég náið í fimmtán ár, hitti hann langtím um saman dag hvern, og mér var hann góður og trölltryggur vinur Vildi ég gjarnan, að þá er ég verð kvaddur til að stíga út í þann nökkva, sem flytja skal mig yfir höf milli heima, væru þeir þar skipstjórnarmenn, hann og faðir minn, og væri mér raunar sama hvor þeirra stýrði að bryggjunni og hvor tæki í hönd mér og styddi mig á skipsfjöl. Guðmunður Gíslason Hagalín Hreppsnefnd Eyrarbakka NÚ liggja íyrir upplýsingar um hverjir muni taka sæti í hinni ný kjörnu hreppsnefnd á Eyrar- bakka, en þar hlaut sameiginleg ur listi Alþfl. og Framsóknar 5 menn kjörna, en D-listi Sjálf stæðismanna 2 menn kjörna. — í hreppsnefndinni eru: Vigfús Jóns son, Sigurður Ingvarsson, Þórar- inn Guðmundsson (Framsókn), Ólafur Guðmundsson og Ragnar Böðvarsson. Hreppsnefndarfull trúar Sjálfstæðismanna verða þeir Bjarni Jóhannesson formað- ur og Bragi Ólafsson læknir. kjótaefni Crepé-efni Margir litir. A T H.: Crepé-efni er aðal tízkuefnið í ár. MARKAÐURINN HAFNARSTRÆTI 11 KVENBOMSIJR fyrir háa og lága hæla. Margar geröir og litir. Hlífar-skófatnaður á karla, konur og börn. Ú R V A L, Sendum í póstkörfu. HECTOR Laugaveg 11 — Laugaveg 81 Viðskiptavinir vorir eru vinsamlegast beðnir að sækja sólaða og viðgerða h j ó 1 b a r ð a, sem allra fyrst. Hjólbarðinn hf. Hverfisgötu 89

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.