Morgunblaðið - 30.01.1958, Side 14

Morgunblaðið - 30.01.1958, Side 14
14 MORGVNBT AÐIÐ Fimmtudagur 30. Jan. 1958 Þórleifur Bjarnason námsstjóri og rithofundur fimmtugur í HÆLAVÍK, næsta byggðu bóli sunnan við hið þverhnípta og rismikla Hælavíkurbjarg, fæddist Þórleifur Bjarnason hinn 30. janúar 1908. Þar bjó þá Guðni Kjartansson,' móðurfaðir hans, enginn stórbóndi, en maður sjálfbjarga og sjálfstæður, eins og flestir búendur hinna af- skekktu víkna 1 þann tíð. Ólst síðan Þórleifur upp hjá afa sínum og ömmu þarna í víkinni. Guðni Kjartansson var fróð- ieiksmaður á ættvísi og gamlar sögur, skráðar og óskráðar. Hafði yndi af fornum kvæðum og rím- um og ljóðum góðskálda síðari alda, og mikið dálæti hafði hann á orðkynngi Vídalíns, las hús- lestra hans með áherzlum og svipbrigðum, eins og hann einn- ig las íslendingasögur með radd- breytingum og breytilegu fasi. Hann vitnaði mjög við ögun á dóttursyninum til sagna, kvæða og Vídalíns og ennfremur til fornra íslendinga. Ekki hefðu þeir vílað þetta fyrir sig, Skarp- héðinn eða Grettir og ekki hefði þeim þótt þetta viturlega mælt eða ráðið, Snorra goða eða Njáli Þorgeirssyni. Gamli maðurinn unni mjög Þórleifi, sagði honum frá, þuldi fyrir honum og kenndi honum bæði rímað mál og órímað. Hann hafði hann og snemma með sér í verki á landi og sjó, og var Þórleifur ekki gamall, er hann fékk að fara á bjarg, og áður en hann fór langdvölum af Strönd- um, hafði hann fengið vígslu sína sem sigmaður. Á vorin kynnt- ist hann Hornstrendingum, sem lágu við í Hælavík og stunduðu eggsig og fuglatekju, hlýddi á orðræður þeirra, bæði alvöru og gamanmál, og kynntist viðhorf- um þeirra og hugsunarhætti, mótuðum af baráttu kynslóð- anna við brim og bjarg og vetr- arríki og þeim sögnum, sögum og kveðskap, sem verið höfðu andlegur forði bessa fólks mann fram af rrianni. Þó að Þórleifur nyti margs í störfum og iífsháttum þarna á Ströndum norður, vaknaði snemma hjá honum útþrá og námslöngun, og þótt afa hans væri að engu slík eftirsjá sem honum, var það með ráði gamla mannsins, að Þórleifur fór á brott. Afi hans gat ekki fengið honum fararefni, en þó fyrir hon- um greitt, og er frá því sagt í Sögu Eldeyjar-Hjalta, hvers orð gamla mannsins í Hælavík máttu sín við megtugan framkvæmda- stjóra, sem hafði á skipstjórnar- árum sínum bundið vináttu við hinn aldraða Hælavíkurbónda. Þórleifur lauk kennaraprófi vorið 1929, og næsta vetur var hann farkennari í Mosvalla- hreppi í Önundarfirði. Veturinn 1930—’31 var hann kennari á Suðureyri í Súgandafirði og frá ’31 til ’43 á ísafirði. Síðan hefur hann verið námsstjóri á Vestur- landi og síðustu árin átt heima á Akranesi. Þórleifur er kvæntur Sigríði, dóttur Friðriks Hjartar, skólastjóra á Suðureyri, Siglu- firði og síðast á Akranesi. Eiga þau eina dóttur, Þóru, og þrja sonu, Hörð, Friðrik Guðna og Björn. Á ísafirði kenndi Þórleifur bæði í gagnfræða- og barnaskóla. Hann kenndi einkum sögu, lagði mikla áherzlu á að nemendur hans skildu samhengi orsaka og afleiðinga, en vanrækti hins veg- ar ekki að blása lífi í menn og atburði liðins tima. Hann kenndi þannig íslendingasögu, að í hans tíð á ísafirði þótti drengjum fáar bækur jafneftirsóknarverðar og Íslendingasögur, en stundum olli þetta umferðartöfum, því að ekki þótti friðsömu fólki og óvopn- uðu fýsilegt að komast um göt- ur bæjarins, þegar stórir hópar vopnaðra sveina háðu þar harð- ar sennur. Þórleifur tók mikinn þátt í félagslífi bindindismanna og gegndi þar margvíslegum störfum. Hann iðkaði og leiklist og þótti þar betur takast en flestum öðrum ólærðum leikur- um, og er þess skemmst að minnast, að á Akranesi hefur hann leikið þannig, að leikdóm- urum héðan að sunnan hefur þótt tíðindum sæta. Sem námsstjóri hefur Þórleifur getið sér góðan orðstír, þykír haia sérlega gott lag á þvi að þoka málum til betri vegar af festu og lagni — háv- aðalaust. Þá er og Þórleifur kunnur sem rithöfundur. Hornstrendingabók kom út árið 1943. Þar er lýst Ströndunum, mönnum, menn- ingu og lífsháttum. Vakti sú bók mikla athygli og varð mjög vin- „Tommy Steele Norður- landa" vœntanlegur til Reykjavíkur sæl. Þótti af henni auðsýnt, að Þórleifur væri gæddur góðri frá- sagnargáfu, skopskyggni og skilningi á mótun manna og menningar af umhverfi og að- stæðum. Árið 1943 kom frá Þór- leifi stutt skáldsaga og 1955 smó- sögurnar Þrettán spor. í því safm eru margar sögur vel sagðar og eftirminnilegar. En merkasta skáldrit Þórleifs er Hvað sagði tröllið? — skáldsaga, sem út kom árið 1948. Þar er lýst fólki og örlögum á Hornströndum, bar- áttu fólksins við harðneskju og hrikaleik, einhæfri, en fastmót- aðri menningu þess — með ís- lenzka þjóðarhagi yfirleitt í bak- sýn. Þessi bók er fyrsta bindiö af þremur. Það næsta mun koma út ó þessu óri, en það þriðja er höfundur að semja. Annað bindið hefur hlotið nafnið: Tröllið sagði, en það þriðja og siðasta mun heita Mannaþefur í helli mín- um. Samhengi bókaheitanna gef- ur til kynna efni skáldverksins í heild, og mun þetta þriggja binda rit verðugur og virðuleg- ur varði þess lífs, sem lifað hef- ur verið frá landnámstíð í hin um afskekktu og harðbýlu vík- um. Nú eru þær komnar í eyði. Tröllskapur náttúrunnar hefur að lokum borið sigur úr býtum. Þórleifur er mjög vel fróður um bókmenntir og sögu, en ekki síður um samtið sína, og hanr. hefur flestum gleggra auga fyrir sérkennum í útliti manna, hátt- um og tilsvörum og kann mæta vel að segja frá sérstæðum eða skoplegum orðaskiptum og atvik- um, en jafnan eru írásagnir hans sneyddar illkvittni og mannníði. Hann er málreifur og skemmti- legur í hópi kunningja og vina, óhlutdeilinn um hagi annarra og maður mjög vinsæll. En þeir meta hann mest, sem nánust kynni hafa af honum haft. Þau hjón eru mjög góð heim að sækja, og í dag mun margt manna heimsækja þau, en ennþá fleiri óska þess, að þeir hefðu tækifæri til að njóta glaðrar og góðrar stundar á heimili þeirra. Framh. af bls. 6. ósigur sinn til valda tveimur mánuðum síðar. Skýringa á því verður að leita í pólitískum bellibrögðum. Hér koma einkum við sögu tveir stjórnmálamenn, sem segja má að hafi rutt nazistum veginn til valda. Það voru þeir Frantz von Papen og von Schleicher hershöfðingi, sem var áhrifamað- ur í þýzka herforingjaráðinu, en sífellt að skipta sér af stjórn- málum. Sumarið 1932 myndaði von Papen minnihlutastjórn. Honum tókst nokkuð að friða landið. í nóvemberkosningunum hlaut flokkur hans mikinn hluta aí fylgistapi nazistanna og ætlaði von Papen þá að láta enn meira að sér kveða við að bæla niður ofbeldi nazista og kommúnista landinu. Hann leitaði eftir sam- starfi við Shcleicher í þeim til- gangi að banna að stjórnmála- flokkar starfræktu stormsveitir. * En Schleicher var öfundsjúkur í garð von Papens vegna fylgis- aukningarinnar. Hann hafnaði því beiðni von Papens og rægði hann jafnvel við Hindenburg for- seta svo að minnihlutastjórn von Papens varð að fara frá. Nú þóttist Schleicher sjá sér leik á borði. Honum var falin stjórnarmyndun. Þóttist hann fær um það, því að vinstri arm- ur, þ. e. hinn sósíalíski armur nazistaflokksins undir forustu Gregor Strassers, hafði sýnzt viljugur til samstarfs við hann. En það fór öðru vísi en á horfð- ist. Hefnd von Papens Von Papen átti nú enga aðra ósk heitari en að hefna sín á Schleicher. Hann fór því til Hitlers og bauð honum sam- starf hægri flokkanna. Hann kom honum einnig í samband við fjármálamenn eins og HINGAÐ kemur núna um helg- ina kunnur kvikmynda- og sjón- varps- „Rock’n Roll“ söngvai'i, ásamt hljómsveit sinni ,en þeir íélagag munu halda hér nokkra hjjómleika í Austurbæjarbíói. Þessi ungi maður, sem kallaður Hjalmar Schacht, sem síðar varð ríkisbankastjóri Þýzka- lands. Fór það nú saman, að Schleicher mistókst stjórnar- myndun og svo hitt að fylk- ing hægri flokkanna undir forustu von Papens og Hugen- bergs gerði bandalag við Hitl- er. Þann 27. jan. 1933 sagði Hindenburg með fyrirlitning- artón, að hann skyldi aldrei fela „austurríska liðþjálfan- um“ stjórnarmyndun. Þremur dögum seinna var hann þó neyddur til þess. Foringjar hægri flokkanna, sem bandalagið gerðu við Hitler og komu honum í ráðherrastól- inn skildu þá ekki hvílíka ógæfu þeir höfðu leitt yfir þjóðina. Þeir afsökuðu sig með því að naz- istar ættu þó ekki nema 3 ráð- herra af 11. En með þessari stjórnarmyndun urðu nazistarn- ir allsráðandi á strætunum. — Lögregla ríkisins var á þeirra valdi. Nú þurftu SA og SS menn- irnír ekkert að óttast, heldur gengu þeir rænandi um, undir verndarvæng lögreglunnar. Tæpum mánuði eftir valda- töku Hitlers lét helzti aðstoð- armaður hans, Göring, kveikja í ríkisþinghúsinu og kenndí kommúnistum um það. — Kommúnistaflokkurinn var bannaður og þingmenn hans reknir af þingi. Nazistar höfðu þá meirihluta þess sem cftir sat af þinginu. Hiíler var út- nefndur leiðtogi þýzku þjóð- arinnar. Hann var leiðtogi sem leiddi hina mestu ógnarstjórn og hörmungar yfir þjóðina. BREIÐDALSVÍK, 29. janúar — í dag hófst kennsla í hinum nýja barnaskóla að Eydölum. Megin- hluti byggingarinnar er nú tek- mn í notkun en vegna efnisskorts hefur ekki verið unnt að fullgera húsið ennþá. — Páll. liefir verið „Tommy Steele Norð- urlanda“ heitir James Rasmus- sen. Hann byrjaði 8 ára gamall að leika á hljóðfæri með félög- urn sinum, en þau voru þá mjög frumstæð, hárgreiða, pottar, hlemmar og kaffikönnur. Seinna fengu þeir önnur og betri hljóð- færi, urðu kunnir og vinsælir og þykja nú einhverjir hinir ágæt- ustu listamenn í sinni grein. Til marks um vinsældir James og „James manna“ hans má geta þess, að þeir hafa margsinnis fyllt K.B.-höllina í Kaupmanna- höfn, er rúmar um 5 þúsund manns, og nú er svo komið, að þeir félagar eru orðnir eftirsótt- ir af forystumönnum sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækja úti um heim. James er tvítugur og félagar hans á svipuðum aldri. Hann hef- ir samið allmörg dægurlög. Vin- sælust þeirra mun vera lagið „Hand-clap", sem leikið hefur verið hér í útvarpið, en á hljóm- leikúnum mun hann auk þess syngja og leika hin vinsælu Tommy Steele-lög „Water-wat- er“ — „Take me back Baby“ —■ „Elevator-Rock" — „Butterfing- ers“ — „99 Ways“ — „Tutti- Frutti" og mörg önnur kunn lög. í okt. sl. var efnt til alheims „Rock-samkeppni í Lyceum-sýn- ingarhöllinni í London. Var Jam- es boðið þangað, en þar vakti hann mikla hrifningu, og var þar krýndur „Tommy Steele Norð- urlanda“. Á hljómleikunum í Austurbæj- arbíói mun hljómsveit Gunnars Ormslev leika nýjustu dægurlög- in. Haukur Morthens syngur með hljómsveitinni og annast kynn- ingu skemmtiatriða. Þar sem þeir „Tommy Steele Norðurlanda" og félagar hans geta ekki haft langa viðdvöl hér, verður einungis um fáa liljóm- leika að ræða. Þeir fyrstu verða n.k. laugardag, 1. febr. kl. 7 í Austurbæj arbíói. Jafnframt verður efnt til tízku sýningar, þar sem sýnt verður meðal annars: Kápur, kjólar, hatt ar, telpu- og drengjafatnaður og margt fleira. Vigdís Aðalsteins- dóttir stjórnar tízkusýningunni og er ein af sýningardömunum. Kynnir tízkusýningarinnar verð- ur Bragi Jónsson. Guðm. Gíslason Ilagalín. - Hitler

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.