Morgunblaðið - 30.01.1958, Síða 15

Morgunblaðið - 30.01.1958, Síða 15
Fimmtudagur 30. jan. 1958 MORCUNBLAÐIÐ 15 Félagsmerm S.V.F.L hafa bjargað þúsundum mannslífa 30 ár frá sfofnun Slysavarnafélagsins EINS og skýrt var frá í blaðínu í gær áttu ein merkustu félags- samtök hér á landi, Slysavarna- félag íslands, þrjátíu ára afmæii þann dag. Slysavarnafélagið var stofnað 29. janúar 1928 af fámennum hópi áhugamanna, mestmegnis sjómanna með Fiskifélagið og Skipstjórafélagið Öldu í broddi fylkingar undir forystu Guð- mundar Björnssonar landiæknis og Jóns E. Bergsveinssonar. Félagsdeildirnar eru nú 203, með samtals 30 þúsund félaga. Björgunarstöðvar og skipbrots- mannaskýli eru orðin 91, og er nú tæpast sá staður á landinu þar sem félagið hefir ekki eín- hvern viðbúnað til að veita að- stoð, ef slys ber að höndum. Hörmulegum slysum fækkar það orkar ekki tvímælis, að Slysavarnafélagið hefur miklu áorkað á liðnum árum. Á fyrstu 25 árum aldarinnar strönduðu 377 skip ýmissa þjóða hér við land og 1960 menn fórust af áhöfn þeirra. Á þeim 30 árum sem lið- in eru frá stofnun Slysavarna- félagsins hefir drukknað eða far- izt í sjóslysum 1361 íslendingur, eða 45—46 menn að meðal- tali á ári. Þetta er að vísu hörmu- lega há tala, en sé hún borin saman við sjóslysaskýrslu fyrri ára þá kemur í ljós að alltaf miðar í rétta átt. Á fyrstu 10 árum félagsins fórust að meðal- tali 43,4 menn á ári, en á síð- ustu 10 árum er hlutfallið orðið 26,6 menn á ári. 549 menn fórust með skipum er týndust í rúm- sjó, 268 hafa drukknað við land eða í ám og vötnum, 180 hafa fallið útbyrðis af skipum, 27 fór- ust af slysförum, 257 vegna hern- aðaraðgerða. Alltaf fækkar þeim sem farast við skipsströnd og fullvíst að þar hefur Slysavarna- félagið unnið mest starf og tæki þess orðið að mestum notum. 5683 forðað frá drukknun eða lífsháska Skýrslur sýna að á þeim 30 árum sem Slysavarnafélagið hef- ur starfað hefur verið forðað frá drukknun eða lífsháska 5683 mönnum. I þessum stóra hópi eru 1049 menn, sem bjargað hefur verið af björgunarsveitum oft við erfiðustu skilyrði og úr bráðri hættu. Björgunar- og varðskipin hafa á þessum árum dregið að landi 1623 skip með samtals 10045 manns. Auk þess hafa önnur skip veitt fjölda skipa að- stoð. Hefur slík aðstoð verið veitt þúsundum sjómanna fyrir at- beina félagsins. Þær tölur sem hér hafa verið nefndar, sýna 1 stuttu máli hve mikill árangur hefur orðið af starfi félagsins og hve miklu má áorka með sterkum samtökum, svo framarlega sem það stendur í mannlegu valdi. Að sjálfsögðu verður aldrei með tölum talið allur sá óbeini árangur, sem náðst hefur með hjálpar- og leiðbein- ingarstarfi félagsins og baráttu þess fyrir auknu öryggi á sjó og landi. Björgunarskip V.S. Sæbjörgu, sem verið hef- ur stórvirkust í aðstoð við báta- flotann, lét félagið byggja þeg- ar það var 10 ára. Þegar félagið var 15 ára hóf það fyrir alvöru smíði hinna mörgu og myndar- legu skipsbrotsmannaskýla sem nú eru orðin 28 talsins á eyði- söndum og óbyggðum annesj- um landsins. Þegar félagið var 20 ára hafði það endurbyggt Sæ- björgu og gert hana að nýtízku skipi. Litlu síðar var björgunar- skip Vestfjarða María Júlía byggð fyrir forgöngu slysvarna- deildanna á Vestfjörðum og nú á 30 ára afmælinu fagnar félag- ið hinu vandaða björgunarskipi Albert, en norðlenzku slysa- varnadeildirnar hafa unnið að byggingu þess af mikilli fram- takssemi sem og fyrir góðvilja ráðandi ríkisstjórna. Flugtæknin í þágu slysavarnanna Frá byrjun hefur félagið ávallt reynt að auka starfsemi sína til varnar slysum á sem flestum sviðum, það hóf snemma baráttu sína fyrir öryggi á landi og fé- lagið er fyrsti aðiljinn, sem lét umferðar-slysavarnir til sín taka og hefir á því sviði unnið mikið og merkilegt starf, sem vonandi hefur borið góðan árangur. Slysavarnafélagið hefur jafnan beitt sér fyrir nauðsynlegum framförum í þágu slysavarna. Þannig beitti félagið sér fyrir því á sínum tíma að gerðar voru hér tilraunir með þyrilvængju, jafn- vel áður en almennt var farið að nota þær af björgunarfélögunum erlendis. En þótt félaginu hefði borizt talsvert fé til kaupa á þyrilvængju, hefur það enn ekki nægt til að hefjast handa í þess- um efnum. Aftur hefur félagið undangengin 5 ár átt og rekið sjúkraflugvél í félagi við Björn Pálsson, með þeim góða árangri sem alþjóð er kunnugt. Félagið hafði forgöngu um að reisa radiómiðunarstöðvar á ýms um stöðum, og er hin fullkomna radiómiðunarstöð á Garðskaga, sem lokið var við að reisa á síð- asta ári, þar stærsta átakið, enda veitti Alþingi til þess fullan stuðning. Björgunarstöð í Reykjavík Fyrir rúmum 10 árum reisti félagið björgunarstöð sína í Örf- irisey meðan enn var varla ak- fært út í eyjuna, og geymdi þar björgunartæki sín, þar sem björg unarbáturinn Þorsteinn var jafn an til taks. í fyrra barst svo félaginu hin mikla og góða gjöf B.B. Gisli J. Johnsen, er Gisli J. Johnsen stórkaupmaður og frú gáfu félaginu, en hann hefur veitt bátum mikla hjálp og bjargað mannslífum. Við komu hins nýja báts sýndi það sig, að ekki var hægt að geyma hann í Örfiris- eyjarhúsinu, svo viðunandi væri, enda var það ekki leyft nema til bráðabirgða. En nú hafa forráða- menn bæjarins og hafnarstjórn samþykkt að veita félaginu lóð undir nýtt björgunarhús á hafn- arbakkanum, miðsvæðis milli Fiskiðjuvers ríkisins og Faxa- verksmiðjunnar. Er það nú eitt mest aðkallandi verkefni félags- ins að koma þessu nýja báta- húsi upp, þar sem björgunarbát- ur félagsins verður vel geymdur og ávallt tilbúinn að veita sína nauðsynlegu þjónustu. Þá fyrst skapast viðunandi skilyrði fyrir björgunarþjónustu við Reykja- víkurhöfn og aðstaða fyrir björg unarsveitir, sérstaklega fyrir unglinga og aðra sem vilja kynn- ast þessari starfsemi og æfa sig í meðferð björgunarbáta, og björgunartækja, sem allir ættu að kunna. Gjöf frá þýzka slysávarnafélaginu í tilefni af 30 ára afmælinu hefur félaginu þegar borizt heilla skeyti frá forseta þýzka slysa- varnafélagsins, ásamt eintaki af kvikmyndinni „Björgunarafrek- ið við Látrabjarg" með íslenzk- um texta. Gefur hið þýzka félag Slysavarnafélaginu fyrsta ein- takið, þar sem frú Nanna Egils- dóttir Björnsson syngur lagið Al- faðir ræður, eftir Sigvalda Kalda lóns, í upphafi myndarinnar. Þá barst félaginu í gær 1000.00 króna afmælisgjöf frá Þorvaldi J. Kristjánssyni, fyrrum bónda, frá Svalvogum, Dýrafirði, en sjálfur er hann í dag 85 ára. Nú á 30 ára afmæli félagsins ríður á, að æskufólk íslands skilji mikilvægi félagsskaparins og feti dyggilega í fótspor braut- ryðjendanna, svo alltaf verði gró andi í félagsskapnum. Ensba knattspyinan ÞAU lið sem gerðu jafntefli í bikarkeppninni hafa leikið upp aftur. Úrslit: Burnley 2 Bristol Rovers 3. Darlington 4 Chelsea 1. Bolton Wanderes 3 York City 0. Charlton 0 Fulham 2. Nottingham Forrest 1 WBA 5. Eftir leiktíma stóðu leikar 1:1 milli Darlington og Celsea. í fram lengingunni skoraði Dariington þrjú mörk í viðbót. Ðarlington leikur gegn Úlfunum í næstu lotu. Bolton reyndist auðvelt að sigra York City. WBA hafði tvö eitt yfir gegn Nottingham For est í hálfleik. Wilson skoraði fyrst fyrir Forest, en Griffin og Robson fyrir WBA. í seinni hálf. leik bættu WBA þrem mörkum við. f leiknum á milli Fulham og Charlton stóðu leikar 0:0 í fyrrihálfleik. Stevens og Bentley skoruðu fyrir Fulham í seinni hálfleik. Indvcrjar þakka NÝJU DELHI, 29. jan. — Fjár- málaráðherra, Indlands Krishna Machari hefur skrifað sendiherra Bandaríkjanna í Indlandi, Ells- worth Bunker, bréf, þar sem hann þakkar aðstoð þá, sem Bandaríkjamenn hafa nýlega veitt Indverjum. Eins og kunn- ugt er af fréttum, hafa Banda- ríkjamenn veitt Indverjum 225 miilj. dollara lán. Samkomur K.F.U.K_Ud. Saumafundur í kvöld kl. 8,30. Kaffi. Ólafur Ólafsson kristniboði hefur hugleiðingu. Gjöfum til kristniboðs veitt móttaka. Gítar- æfing kl. 7,30. — Sveitastjórarnir. K.F.U.M. — Ad. Fundur í kvöld kl. 8,30. Ólafur Ólafsson kristniboði talar. — Allir karlmenn velkomnir. HjálpræSislierinn 30 ára afmælisliátíS Heimila- sambandsins fer fram í 'kvöld kl. 20,30. Lúðra- og strengjasveitin aðstoða. Veitingar. — öllum er heimill ókeypis aðgangur. Afturelding Almenn samkoma kl. 8,30 í kvöld. Ræðumenn: Guðmundur Markússon, Tryggvi Eiríksson. ■ Allir velkomnir. — Rcykjavíkurdeild A. A. Samkoman er í kvöld kl. 8,30, 1 Mjóstræti 3. — Stefán Runólfsson, Litla-Holti. Z I O N Almenn samkoma f kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir. Heimalrúboð leikmanna. I. O. G. T. St. Freyja nr. 218 Fundur í kvöld kl. 8,30 í G.T.- húsinu. — Æ.t. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 8,30. Inn- taka. Tekin ákvörðun um stofnun unglingadeildar. — Hagnefndar atriði. Félagar, fjölsækið. — Æ.t. RAGNAR JONSSON hæslaréttarlögmaður. Laugavegi 8. — Sími 17752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla. LEIÐRÉTTING I frétt um hreppsnefndarkosn- ingu í Raufarhöfn í blaðinu í gær var skýrt svo frá, að A-listi, listi óháðra kjósenda, hefði feng- ið 72 atkv., en B-listi borinn fram af verkamannafélaginu hefði fengið 67 atkv. Var hér ekki farið rétt með tölur. A-listinn fékk 83 atkv. og B-listinn 66 atkv. Félagslif Framarar! - Hlutavelta félagsins verður n. k. sunnudag. Tekið á móti munum í verzl. Straumnes og Lúllabúð, á fimmtudag og föstudag. Sjálfboða liðar gefi sig fram tii starfa í Listamannaskálanum á laugardag —— Stjórnin. Knattspyrnufélagið VALUR Handknattleiksæfingar eru í kvöld kl. 9,20 kvennaflokkur. Kl. 10,00 M.-, 1. og 2. fl. karla. Fjöl- mennið. — Þjálfarinn. Í.R. - Skíðadeild Skemmtifundur verður haldinn í l.R.-húsinu (uppi), föstudaginn 30. jan. kl. 8,30 e.h. — Stjórnin. Hurðar naínsp jöld Bréfalokur Skiltagerðin. Skólavörðustíg 8. PILTAR EFÞID EIGIÞ UNHUSTVNA ÞÁ Á Eú HRING-ANA / Ég þakka hjartanlega öllum vinum og vandamönnum nær og fjær, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 60 ára afmælisdaginn minn 14. janúar sl. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Sölvason, Skagaströnd. Hjartanlegar þakkir öllum þeim, er glöddu mig með skeytum, heimsóknum og gjöfum á 80 ára afmæli mínu þann 10. janúar. Gróa Kærnested. Klepp j árnsreyk j um. Nú fer útsölunni að Ijúka Aðeins 3 dagar eftir. — Gerið svo vel og athugið hvort v i ð höfum ekki eitthvað, sem yður van- hagar um. T E ARKAÐURINN LARASUND Gísli Einarsson héraðsdómslögmaður. Málflutniugsskrifstofa. I.augavegt 20B. — Sími 19631. Móðir okkar GUÐLAUG VIGFÚSDÓTTIR frá Hjallanesi, verður jarðsungin að Skarði á Landi laug- ardaginn 1. febrúar kl. 1 e. h. Þeir, sem hafa í hyggju að fara austur, eru vinsamlega beðnir að láta vita í síma 11829, fyrir hádegi á föstudag. Kmelía Þórðardóttir, Ellert Þórðarson. Dóttir okkar ELlN STEFANf A KRISTINSDÓTTIR andaðist 28. þ. m. á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. F. h. fjarstadds eiginmanns, Guðbjörg Árnadóttir. Kristinn Árnason. Útför föður okkar og tengdaföður MARTEINS EINARSSONAR kaupmanns fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 31. þ. mán. kl. 1,30 e. h. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á líkn- arstofnanir. Gunnar Marteinsson, Sesselja Einarsdóttir, Eberhardt Marteinsson, Svava Sigurjónsdóttir, Karen Marteinsdóttir, Aðalsteinn Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.