Morgunblaðið - 30.01.1958, Síða 16

Morgunblaðið - 30.01.1958, Síða 16
VEÐRIÐ Sunnankaldi eða stinningskaldi, skúrir eða hagél. |Í!OiV0iWttMa 25. tbl. — Fimmtudagur 30. janúar 1958. Hugur fólksins Sjá viðtal við frú Gróu Pétursdóttir bl. 9. Krafa „Tímans" i gær: Alger „samfylking" v/ð kommúnista „Aðalatriðið er ekki hvaða form henni verður valið, heldur hitt að henni verði komið á" Nýr Islenzkur togari Tímamenn sýna Alþýðuflokknum dœma- fáa fyrirlitningu SVO HRÆDDIR eru Tímamenn orðnir eftir hinn mikla ósigur vinstyi stjórnarinnar í kosningunum sl. sunnudag, að í gær er jiess krafizt í forystugrein Tímans, að algerri sameiningu allra stjórn- arflokkanna verði komið á. Telur blaðið það einu lciðina til þess að hindra að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta meðal þjóðarinnar og á Alþingi. 25 ÁRA GÖMUL FLUGA Með þessari yfirlýsingu sinni hefur aðalmálgagn Fram- sóknarflokksins gleypt „samfylkingarflugu“ þá, sem komm- únistar hafa beitt fyrir jafnaðarmenn í öllum löndum sl. 25 ár. Tíminn hefur hreinlega krafizt þess, að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn gangi í flokk eða nýtt bandalag með kommúnistmm, gerist einn flokkur, og snúi bökum saman í kosningum og standi að stjórn landsins ef honum tækist að ná fylgi til þess. Hér er um að ræða stórpólitíska yfirlýsingu, sem ætla má að haft geti örlagarík áhrif á næstu árum. Þrátt fyrir það, að Alþýðu- blaðið lýsir því yfir í fyrradag, £ð ein meginástæða hins mikla ósigurs íslenzkra jafnaðarmanna í kosningunum sé samvinna þeirra við kommúnista, hikar blað Framsóknarflokksins ekki við að skýra frá því, að hann ætli sér að neyða Alþýðuflokk- inn til að sameinast kommúnista- flokknum, ásamt með Framsókn- arflokknum!! Það er engu líkara en að leið- togar Framsóknarflokksins haíi „týnt höfðinu" að lokinni taln- ingu atkvæða í bæjarstjórnar- kosningunum, eða jafnvel mað- an á henni stóð. „Grundvöllinn þarf að breikka“. í forystugrein sinni í gær ræð- ir Tíminn um nauðsyn þess að sameina öll vinstri öfl í eitt bandalag. Kemst blaðið síðan að orði á þessa leið: „Stórt og þýðingarmikið spor var stigið í þessa átt með kosn- ingabandalagi Alþýðuflokksins ins og Framsóknarflokksins fyrir seinustu þingkosningar. Þann grundvöll, sem þá var lagður, þarf að treysta og breikka". Engum dylst hvað blaðið er að fara. Það á að breikka grundvöll Hræðslubandalags- ins með því að taka kommún- ista með í það. Sést það m. a. greinilega á þessum ummæl- um Tímans síðar í þessari sömu grein: „Samfylking alls frjálshuga fólks (m. a. sálufélaga Kad- ars, innskot Mbl.), sem vill vinna gegn afturhaldi og ein- ræði, er það takmark, sem nú ber að stefna að. Aðalatriðið er ckki, hvaða form henni verður valið, heldur hitt að henni verði komið á“. Skýlaus yfirlýsing Skýlausari yfirlýsingu þarf ekki um það, hvað fyrir Tíman- um vakir. Það er „samfylking" nákvæmlega eins og kommúnist- ar hafa krafizt í 25 ár, sem blað hins íslenzka „milliflokks" krefst að nú verði komið á tafar- laust. „Form“ hennar skiptir engu máli. „Aðalatriðið er“ að „henni verði komið á“. Það er engin smáræðis ákefð í „samfylkinguna“ með komm- únistum, sem lýsir sér í þessum orðum aðalmálgagns Framsókn- arflokksins. Og inn í þetta sálu- félag ætlar Iíermann Jónasson sér að teyma Alþýðuflokkinn nauðugan viljugan, enda þótt blað hans hafi fyrir tveimur dögum lýst yfir að ósigur ha'ns í bæjarstjórnarkosningunum spretti fyrst og fremst af því, að yfirlýsing Haralds Guðmunds- sonar um að aldrei skyldi unnið með kommúnistum, var svikin. Það er ekki ofsögum sagt af ást og umhyggju maddömu Fram sóknar gagnvart íslenzkum jafn- aðarmönnum! Teikning af togaranum Þormóði goða. Þorstesmn tfoði sjósetlssr i tyær MERKISATBURÐUR var í sögu Reykjavíkur, s.l. þriðjudag, er hinn nýi togari Bæjarútgerðar Reykjavíkur rann of stokkunum í Bremerhaven, og var skírður. Þessi togari verður stærsti tog- ari sem íslendingar hafa látið smíða frá öndverðu. — Að öllu forfallalausu mun hinn nýi togari sigla hér inn á Reykjavíkurhöfn í marzmánuði næstkomandi. I gær sendi Bæjarútgerð Reykjavíkur út eftirfarandi frétta tilkynningu í þessu tilefni: Hinn nýi togari, er Reykjavík- urbær á í byggingu hjá A. G. Iteykfavík ilugst|órn KLM-637 kallar #s/. flugmaður skiptist á kveðjum við móður sína á leið til New York REYKJAVÍK — í fyrrinótt var mikil umferð flugvéla vestur yfir hafið, og flugu þær hér rétt fyrir sunnan landið. Voru þetta allt flugvélar erlendra flugfélaga, m.a. frá hinu konunglega hol- lcnzka flugfélagi KLM. Allt í einu var kallað frá einni þeirra: Reykjavík flugstjórn! KLM 637 kallar! Lárus Þórarinsson flugumferð- arstjóri var á vakt í Reykjavíkur turni og svaraði um hæl. — Sá sem svaraði um borð í KLM-637, var íslenzkur flugmaður Albert Tómasson héðan íra Reykjavík sonur Tómasar heit. Albertssonar prentara. — Albert sem verið hefur flugmaður hjá KLM í nokk ur ár, sat við stýrið á háloftfari af D C-7 gerð, nýjasta gerð Sky- masterflugvéla, og var á leið til New York frá Amsterdam með 40—50 farþega innanborðs. Flug- vélin gat ekki haft viðkomu í Keflavík sakir snögglegrar ís- myndunar og varð að snúa henni frá. Albert Tómasson kvaðst vera orðinn II. flugmaður hjá þesssu stóra flugfélagi, á millilandaflug' vélum þess og kvaðst una hag sínum vel hjá félaginu. Hann bað Lárus að skila kveðju til móður sinnar, hún myndi hafa af því sérstaka ánægju einmitt í nótt, því ég á 30 ára afmæli, sagði hann. Nokkru síðar slitu þeir samtal- inu. Lárus hringdi þó komin væri nótt til móður Alberts, frú Ástu Stefánsd., er vaið himin- lifandi yfir þessari óvæntu kveðju og átti tæplega orð til að lýsa gleði sinni. Bað hún Lárus að lokum, ef hann yrði var við son sinn aftur um nóttina að senda honum af- mæliskveðju og árnaðaroskir. — Og þegar flugvél Alberts var komin allangt suður í haf í háloftsfarinu KLM 637 hafði Lárus við hann talsamband á ný og gat komið til hans af- mælisóskum frá móður hans. Weser „Werk“ Seebeck, Bremer-1 haven, var flotsettur í gær 28. janúar og gefið nafnið ÞOR- MÓÐUR GOÐI. Skrásetningar- númer verður RE 209 og ein- kennisbókstafir TFSD. Nafngiftina framkvæmdi, sam- kvæmt ósk borgarstjórans í Reykjavík, frú Magnea Jónsdótt ir, kona Hafsteins Bergþórssonar framkvæmdastjóra, er einnig var viðstaddur sem umboðsmað- ur eigenda skipsins. Ennfremur voru viðstaddir Gísli Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, Er- lingur Þorkelsson eftirlitsmaður og fyrsti vélstjóri skipsins, Pétur Gunnarsson. Þeir Gísli og Erling ur hafa annazt eftirlit með smíði skipsins. Áætlað er; að skipið verði íull búið í marzmánuði næstkonjandi. í Landnámabók segir svo: „Ingólfur var frægastr allra landnámsmanna, því at hann kom hér at óbyggðu landi ok byggði fyrstr landit. Gerðu þat aðrir landnámsmenn eftir hans dæm- um. Ingólfr átti Hallveigu Fróða- dóttur, systur Lofts ins gamla Þeira sonr var Þorsteinn, er þing lét setja á Kjalarnesi, áðr alþingi var sett. Sonr Þorsteins var Þorkell máni lögsögumaðr, er einn heið- inna manna hefir bezt verit sið- aðr, at því er menn vita dæmi til. Hann lét sik bera í sólargeisla í banasótt sinni ok fal sig á hendi þeim guði, er sólina hafði skapat. Hafði hann ok lifat svá hreinliga Afengi stolið á afgreiðslu F. I. í Vestmannaeyjum sem þeir kristnir menn, er bezt eru siðaðir. Sonr hans var Þor- móðr, er þá var allsherjargoði, er kristni kom á ísland. Hans sonr var Hamall .... “ Bílar brjóta ljósastaura KEFLAVÍK, 29. jan. —Nokkuð hefur verið hér um bílaáreKstra, og hefur töluvert tjón hlotizt af, en slys ekki teljandi á fólki. Aðfaranótt sunnudagsins var t.d. ekið á ljósastaur við eina aðalgötu bæjarins, og brotnaði hann. Var þetta steinsteyptur staur og höggið þungt. Talið er að þar hafi verið um jeppabil að ræða, en bíllinn hefur ekki fund- izt þrátt fyrir mikla leit. Lög- reglan hér í bænum vill biðja þá er uppl. gætu gefið um fyrr- nefndan árekstur að gefa sig fram hið fyrsta. Síðastl. nótt varð enn árekstur. Nýlegur Mercury bíll 6 manna, ók á Ijósastaur við Kirkjuveg og braut hann niður. Svo harður /ar áreksturinn að er billinn hafði lent á staurnum kastaðist hann til og lenti afturhlutinn und- ir vörupalli á bíl er stóð skammt frá. Við það skemmdist bíllinn enn meira, en vörubíllinn sem var stór og mikill skemmdist ekkert. Er lögreglan kom á staðinn voru þeir sem í bílnum höfðu verið horfnir og ekki var að sjá að neinn þeirra hefði sak- að. Lögreglan hafði fljótlega upp á mönnunum. — Ingvar. VESTMANNAEYJUM, 29. jan. Sl. nótt var framið innbrot í af- greiðslu Flugfélags íslands hér. Þannig er málum háttað, að síð- an héraðsbann komst á í Vest- mannaeyjum, er venjulega geymt á afgreiðslu F. í. allmikið áfengi, sem sent er í póstkröfu en ekki leyst út þegar í stað. Svo var og í þetta skipti, enda mun leikur- inn hafa verið til þess gei’ður að ná í áfengi, því að þarna var stolið um 50 flöskum af víni. — Talið er, að þjófur- inn hafi fanð gegnum glugga á snyrtiherbergi hússins, sem er staðsett að Skólavegi 1. Ekki vex'ður séð, að þjófurinn hafi hreyft neitt annað en áfengið. Ekki hafði hann hróflað við pen- i:igum, sem geymdir voru í lok- aðri skúffu. Málið er í rannsókn. í GÆR reyndu nokkrir liðs- foringjar að steypa hinni nýju stjórn í Venesúela, en það mistókst. Frétt þessi hef- ur ekki verið staðfest í Ven- esúela. 6. skemmtunin fyrir starfsfólk D-listans EINS og frá var skýrt í blað- inu í gær efnir Fulltrúarað Sjálfstæðisfélaganna til skemmtana í f jórum samkomu húsum bæjarins í kvöld og annað kvöld fyrir starfsfólk D-listans í bæjarstjórnarkosn- ingunum. Á örskömmum tíma gengu allir miðar til þurrðar og lief- ur nú verið ákveðið, að þeir sem ekki fengu miða í gær eða gátu ekki vitjað þeirra, geti vitjað miða á sams kon ar skemmtun sem haldin verð ur að Hótel Borg á mánudags- kvöldið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.