Morgunblaðið - 06.02.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.02.1958, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐlb Fimmtudagur 6. febrúar 1958 nmMofrtto Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfus Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnasorí frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22430. Áskriftargjaici kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. // JÖRÐIN SKELFUR // II NGIN ríkisstjórn á íslandi \ hefur látið sér jafn hug- að um, hvað um hana væri sagt erlendis og V-stjórnin. Þegar áður en stjórnin var mynduð, hældist Hermann Jónas- son um yfir, hvílíka aðdáun af- rek hans mundu vekja meðal erlendra þjóða. Fyrir Alþingis- kosningarnar 1956 sagði hann í áheyrn alþjóðar, að þá ættu ís- lendingar að kjósa um það í aug- sýn umheimsins, hvort þeir vildu hafa erlendan her í landi og Her- mann bætti við, að betra væri að vanta brauð, en þola slíka áþján. Eftir að Hermann hafði tekið við stjórnartaumunum, varð hann þess brátt var, að tiltrúin erlendis var ekki jafn rík og ann hafði látið í veðri vaka. Forseti sameinaðs Alþingis Emil Jónsson viðurkenndi þetta í Al- þýðublaðinu 31. desember sl. er hann sagði: „Ríkisstjórnin átti strax í upp- hafi við nokkra tortryggni að stríða, bæði innanlands og utan, aðallega vegna þátttöku Alþýðu- bandalagsráðherranna, er grunað ir voru um að hneigja utanríkis- pólitíkina til kommúnistískrar áttar. Þessari tortryggni hefur rík isstjórninni tekizt smátt og smátt að eyða“. ★ Þessari bjartsýni hins mesta virðingarmanns stjórnarliðsins utan sjálfrar ríkisstjórnarinnar hafa íslenzkir kjósendur nú eytt að því, er þá varðar. Þeir hafa við fyrsta tækifæri veitt stjórninni greinilegra van- traust, en nokkur stjórn hérlend hefur áður hlotið af hálfu kjós- enda, vegna ágreinings um innan landsmál, því að kosningabar- áttan 1908, þar sem sigur stjórnar andstæðinga var enn glæsilegri en nú, snerist ekki um innan- landsmálin heldur viðhorfið til Dana. Vegna hinnar óvenjumiklu at- hygli, sem kosningaúrslitin nú hafa vakið víðs vegar um lönd, er rík ástæða til að leggja áherzlu á, að nú var fyrst og fremst barizt um innlandsmál. Ekkert erlent land getur fagnað sign sínum, heldur er sigurinn ís- lendinga einna. Viðhorfin út á við blönduðust að visu inn í bar- áttuna. En eingöngu á þann veg, að héðan í frá er sýnt, að ekki þýðir framar að misnota utan- ríkismálin með sama hætti og gert var með ályktuninni 28. marz 1956 og öllum atburðunum, er þar af leiddu. Með svikum sínum og undan- brögðum í varnarmálunum hafa stjórnarflokkarnir sannfært þús- undir af sínum fyrri kjósendum um að fyrirheit stjórnarinnar í þeim voru byggð á blekkingum Sjálfstæðismenn einir höfðu ætíð kjark til að segja satt um þau mál sem önnur, og marka hiklausa íslenzka stefnu, sem ekki er miðuð við vild eða óvild neins erlends ríkis, heldur það eitt að sjá íslandi farborða í hættusömum heimi. Þær þúsundir af fyrri andstæð- ingum, sem nú hafa vottað Sjalf- stæðisflokknum traust, hafa með atkvæði sínu játað þessa stað- reynd. En ótal margir af hinum, sem enn greiða stjórnarflokkun- um atkvæði, skilja þetta einnig. Þess vegna verður freistingin fyrir ævintýramenn, til að nota utanríkismálin sér til framdrátt- ar í kosningum, mun minni eftir en áður. Hitt veit enginn, hver raun- veruleg stefna V-stjórnarinnar er í utanríkismálum. Kommúnistar krefjast nú, að staðið verði við loforðið um, að herinn verði rek- inn og m.a.s., að hlutleysisstefn- an verði tekin upp að nýju. Ef Hermann Jónasson sannfærist um, að kommúnistar meini þetta í raun og veru, og það sé skil- yrði fyrir áfram-haldandi stuðn- ingi við stjórn hans, er ekkert líklegra en hann grípi í það hálm- strá til að halda lífinu í ríkis- stjórn sinni. Það er því enn fullkomin ástæða til að bera tortryggni í brjósti til V-stjórnarinnar vegna utanríkisstefnu hennar. Eftir- tekt sú. sem kosningaúrslitin nú hafa vakið erlendis sýnir og, að þrátt fyrir von og fullyrðingu Emils Jónssonar um hið gagn- stæða, hefur sú tortryggni aldrei horfið. Ástæðan til þess, að sumir stjórnarliðar héldu hana úr sög- unni, er sú staðreynd, að núver- andi ríkisstjórn hefur beinlínis verið*haldið upp með lánum frá Bandaríkjunum. Fjálmálaráð- herra hefur hvað eftir annað hælzt um yfir að V-stjórninni hafi reynzt auðveldara að fá þar lán en þeirri stjórn, sem sat næst á undan. Hefur því óspart venð hampað, að þetta sýni meira traust og velvild til núverandi stjórnar en hinnar fyrrverandi. Á þetta var m.a.s. lögð höfuð- áherzla sjálfan kosningadaginn, þegar Tíminn birti mynd af peim Eysteini Jónssyni og Vilhjálmi Þór, sem blaðið sagði helzt hafa staðið fyrir þessum lánaútvegun- um. Aðferðin, sem höfð var við síðustu lánveitinguna, þegar Hermann Jónasson varð að fara sjálfur suður til Parísar og lýsa því þar yfir í viðurvist 60 ráð- herra, að herinn yrði ekki látinn fara „að svo stöddu", áðúr en lán ið væri veitt, sýnir raunar að eitt hvað skortir á um hið gagnkvæma traust. ★ En eðlilegt er, að stjórn, sem á líf sitt undir slíkum lánveit- ingum, láti sér mjög títt um hvern vitnisburð hún fær erlend- is. Þar af kemur fjandskapuiinn gegn sönnum fréttaflutningi frá Islandi til annarra landa um, hvað hér hafi verið að gerast að undanförnu. Þar af kemur einnig óttinn, sem lýsir sér í því, þegar Tíminn þýðir þau ummæli eins merkasta blaðs í heimi, New York Times, að af undiröldu al- menningsálitsins kunni það að leiða, að dagar samsteypustjórn- arinnar á íslandi verði brátt taldir, svo, að Tíminn, í stað þess að nefna undirölduna segir „jörð- in skelfur". Hér skýtur óttinn blaðinu í munn hinni réttu lýs- ingu á sálarástandi þess sjálfs og stjórnarliðsins nú. Jörðin skelfur undir fótum ríkisstjórnarinnar af því, að kjósendur hafa staðið hana að því, að segja rangt til um flest það, sem máli skiptir, og al- geru úrræðaleysi í að bæta úr því, sem miður fer. IITAN ÚR HEIMI ) Feiti uppskafningurinn" er nú orðinn grannur og spengilegur // FARUK, fyrrum Egyptalands- konungur hefir stundum verið kallaður „fituhlunkur“, enda hef ur það ekki verið neitt leyndar- mái, að hans hátign hefur jafn- an verið maður þykkholda og mikill að ummáli. Hann hefur aldrei verið feiminn við að láta ljósmynda sig, hvort sem Ijós- myndararnir hafa komið að hon- um í viðhafnarklæðum eða sund- fötum — hvort sem hann hefur verið með einni eða fleiri blóma- rósum — við víndrykkju eða flat magandi á sólgylltum baðströnd- um. Dagblöðin hafa flutt millj. leiguþýjum svikarans Nassers. Faruk gat sig hvergi hreyft í stál greipum jötunsins, sem horfði á hinn ókunna gest athugulu augna ráði. Um stund var dauðaþögn. Faruk horfði hvasst í augu Mah- mouds — og skyndilega linaði sá gamli tökin, blóðroðnaði í and- liti, fleygði sér fyrir fætur hús- bónda síns og hrópaði á náð: Fyrirgefið mér, yðar hátign — fyrirgefið mér, yðar hátign — ég ætlaði ekki . . . . Og sannleikur- inn var sá, að sá gamli þekkti ekki lengur drottnara sinn — hann hafði lagt af — heil ósköp. Myndin var tekin þegar Faruk átti góða daga, var konungur í ríki sínu, var með ýstru, og átti drottningu, sem hann elskaði og tengdamóður, sem honum var vel við. Narriman er hér t. v. og tengdamamma t. h. tugum lesenda um allan heim myndir af Faruk, bæði brosandi og grafalvarlegum — oftast á bið ilsbuxum. Og allir hafa komizt að sömu niðurstöðu: Maðurinn er gildur með afbrigðum. En fyrir nokkrum dögum fór Faruk til fundar við son sinn, 6 ára snáða, egypzka prinsinn, sem nú er i hálfgerðu stofufang- elsi í stórhýsi einu við Genfar- vatn. Ástæðan er sú, að Faruk og fylgismenn hans hafa haft veð ur af því, að Nasser hafi sent menn út af örkinni til þess að ráða litla prinsinn af dögum, eða að ræna honum, því að egypzka einræðisherranum geðjast ekki að því að vita á lífi bæði kóng og prins, sem telja sig eiga kröf- ur til „landsins hans“. Enginn kemst inn til prinsins án þess að gangast undir „smá- sjárskoðun" lífvarðanna. Yfir- maður lífvarðarins er gamall þjónustumaður Faruks, albansk ur, Kaid Mahmoud að nafni — rammur mjög að afli. | Faruk gekk að stórhýsinu og lífverðirnir heilsuðu honum að jvenju, sem þar færi réttborinn konungur Egyptalands. Við aðal- dyrnar stóð hinn 67 ára albanski kraftjötunn, en þegar Faruk ætl- aði að smjúga fram hjá honum, greip sá gamli í hnakkadrambið á kóngi sínum og bölvaði hraust- lega. Sá skyldi nú ekki fá að I sleppa inn — sennilega eitt af Faruk var orðinn grannur, grann ur og spengilegur maður — eins og unglamb. Um margra ára skeið hefur Faruk sárnað mjög að vera kall- aður „feiti uppgjafakóngurinn" og margt því um líkt. Enda þótt hann sé ekki nema 37 ára hefur jafnan verið litið á hann sem roskin mann — einungis sakir holdafarsins. Margar stúlkur girnast frekar kunningsskap við unga og spengilega menn en gamlan og klunnalegan uppgjafa kóng, enda þótt loðinn sé um lóf- ana. Þess vegna hefur Faruk far- ið í margar „megrunargöngur“ að undanförnu. En slíkar göngur hafa komið að litlu haldi, því að hann borðar þá jafnvel enn meira en áður. — Hann er frægur fyrir að geta etið einn kal kúna í mál — og það væri synd að segja, að Faruk hafi hlíft kal- kúnunum síðan hann hóf megr- unargöngurnar. Hann fór að leita lækna, megr unarsérfræðinga — en allir ráð- lögðu honum að leggja ekki í neinn megrunarkúr, hjarta hans mundi t.kki þola slíkt. Enda þótt Faruk nafi lifað í mixium iy.iti- semdum og svalii oft á tíðum, þá sýndi hann nú, að staðfestu cg þrek var enn að finna í eg- ypzku konungsblóði. Þangað til leitaði hann, að hann fann einn lækni, sem vildi liðsinna hon- um. Eftir þriggja daga megrun- arkúr gekkst hann undir rann- sókn, og leiddi hún það í ljós, að maðurinn væri eins vel hald- inn líkamlega og nokkur kóng- ur getur verið. Og eftir skamma hríð gat hann hrósað sigri, því að nú var hann hvorki meira né minna en 12 kg. léttari en þegar megrunin hófst. Hann hafði grennzt mik- ið og fríkkað, var orðinn ungleg- ur — og honum var það óblandin ánægja, að lífvörðurinn gamli þekkti hann ekki aftur. — Líf- vörðurinn slapp því við allar ákúrur. Faruk brosti sínu breið- asta brosi og hélt leiðar sinnar. Enn sem komið er, getum við ekki birt ykkur myndir af hinum „nýja“ Faruk. Hann hefur ekki gefið leyfi tik þess að láta Ijós- mynda sig, því að enn er „kúrn- um“ ekki lokið. Þegar hann hef- ur náð hinu langþráða takmarki, ætlar hann að stíga fram og sýna sið umheiminum — og þá verð- ur hann sennilega kallaður: granni kóngurinn. A. m. k. vonast hann til þess að þurrka um leið af sér uppgjafakóngs- nafnið — það er hvimleitt fyrir kóng á bezta aldri. En það er annað og meira, sem erlend blöð ræða í þessu sam- bandi. Þau eru sammála um það, að nú verði alvarleg sprenging á „hjúskaparmarkaðinum“, eins og „Berlingske Tidende" kemst að orði. Og við getum verið viss um það, að GRANNI KÓNGUR- INN mun njóta mikillar kven- hylli. Frá götubardögum fyrir framan baekistöðvar Securidad Nacionai, öryggislögreglunnar í Caracas. Það var loks þegar skriðdrekar hersins komu á vettvang, sem öryggislögreglan gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.