Morgunblaðið - 06.02.1958, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.1958, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. febrúar 1958 I dag er 37. dagur ársins. Fimmtudagur 6. febrúar. ÁrdegisflæSi kl. 6.38. Síðdegisflæði kl. 19.04. Slysavarðstoía Keykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringmn. Læknavörður L R (fyrir vitjaniri er á sama stað, frr kl. 18—8. Sími 15030. * Næturvörður er í Ingólfs-apó- teki, sími 11330. Laugavegs-apó- tek, Lyfjabúðin Iðunn og Reykja- vlkur-apótek fylgja öll lokunar- tíma sölubúða. Apótek Austurbæj- ar, Garðs _pótek, Holts-apótek og Vestui-bæjar-apótek eru öll opin til kl. 8 daglega nema á laugar- dögum til kl. 4. Þessi apótek eru öll opin á sunnudögum milli kl. 1 og 4. Kópa' ogs-apótek, Alfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20, nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl 13—16. Sími 23100. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga ki. 9 -21. Laugar daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi- daga kl. 13—16 og 19—21. Næturlæknir er Kristján Jó- hannesson. Keflavíkur-apótek er opið alla Virka daga kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. — RMR Föstud. 7.2.20. Kynd. H.tb. Helgafell 5958277 IV/V A2- I.O.O.F. 5 = 13926814 == Spilakv. |Hjönaefni Nýl*ga hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Björg Bjarna- dóttir Hvoli Aðaldal, S-Þing. og Friðrik Olgeirsson, Kleppsvegi 52, Rvík. « Flugvélar Flugfélag íslands h.f.: — Milli- landaflug. Hrímfaxi er væntan- legur til Reykjavíkur í dag kl. 16.30. Flugvélin fer til Glagow og Kaupmanahafnar kl. 08,00 á morgun. — Innanlandsflug. I dag er ráðgert að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Bíldudals, Egils staða, fsafjarðar, Kopaskers, Pat reksfjarðar og Vestmannaeyja. — Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar. ísa- fjaðar, Kirkjubæjarkiausturs og Vestmannaeyja. Loftleiðir: — Saga er væntan- Ieg til Reykjavíkur kl. 18,30 í dag frá London og Glasgow. Fer til New York kl. 20,00. Edda er einn ig væntanleg tii Rvíkur, frá Ham bcrg, Kaupmannahöfn og Osló kl. 18.30. — Skipin Eimskipafélag íslands h.f.: — Dettifoss hefur væntanlega farið frá Ventspils 4. þ.m. til Reykja- víkur. Fjallfoss kom til Rotter- dam 28. f.m. fer þaðan til Ant- werpen, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Reykjavík 31. f.m. til New York. Gullfoss fer frá Reykjavík 7. þ.m. til Ham- borgar og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Norðfirði 2. þ.m til Hamborgar, Gautaborgar, Kaupmannahafnar, Ventspils og Turku. Reykjafoss kom til Ham- borgar 2. þ.m. fer þaðan til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá New York 29. f.m. til Reykja- víkur. Tungufoss fór frá Eski- firði 1. þ.m. til Rotterdam og Hamborgar. Eimskipafélag R.-víkur h.f.: — Katla er væntanleg til Reykja- víkur í dag (fimmtudag) frá Spáni. Askja er á leið til Brazi- líu. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassafell er á Raufarhöfn. Arnarfell er á Akranesi. Jökulfell fór í gær frá Newcastle til Grimsby, London, Boulogne og Rotterdam. Dísar- fell kemur til Reykjavíkur í dag. Litlafell er í Rendsburg. Helga- fell er í Keflavík. Hamrafell væntanlegt til Batum 11. þ.m. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla kom til Reykjavíkur í gær að vestan úr hringferð. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herðu- breið er á Austfjörðum á leið tii Þórshafnar. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gær vestur um land til Akureyrar. Þyrill er í olíu- flutningum á Faxaflóa. Skaftfell- ingur fer frá Reykjavík á morgun til Vestmannaeyja. Baldur fór frá Reykjavík í gær til Sands og Gilsfj arðarhaf na. Félagsstörf OrtS lífsins: — Komið, vér sfcul- um hverfa aftur til Drotiins, því að lumn hefur sundurrifið og mun lækna oss, hann hefur lostið g mun hinda um sár vor. (Hós. 6, 1) Æskulýðsfélag Laugarnessókn ar. Fundur í Kirkjukjallaranum í kvöld kl. 8,30. Fjölbreytt fundar efni. — Séra Garðar Svavarsson.* ÍR. — Körfuknattleiksdömur. Mætið allar á æfinguna kl. 8 í kvöld. Múrarar. — Árshátíðin er Sjálfstæðishúsinu föstud. 7. þ.m. Fjallarekkafundur verður hald mn í Hagaskóla kl. 8,30 í kvöld. Völsungadeildin stendur fyrir fundinum. Enginn ætlar að verða of- drykkjumaður. Þeir voru allir hófsmenn í fyrstu. Varið yður á áfengum drykkjum. — Umdæmis- stúkan. y^gjAheit&samskot Peningagjafir, sem bárust til Rauða Krossins til fjölskyld- unnar í Múlakamp 1B. — Steinar 100,00; E M 50; Ónefndur 500; Sigrún 200; D M 100; Ó Þ 500; P G 100; Valgerður 50; A E og S J 100; Þ M 50; D M G 100; G G 100; Helga og Beta 100; Samborgari 100; G H J 250; H S 100; Þ H 25; J H 500; N N 100; A B 100; Ó E 100; J T 100; N N 100; Ónefndur 100; Lyfja- búðin Iðunn 1000; B H 100; M J 100; H J 100; Ingibjörg 500; Kona 50; Sigrún 100; Jón Jóns- son 200; Áheit 100; A og S Zoega 200; Kristján 100; A E 100; N G 100; B 50; Þórdís 500; E K Vetrardagur 1 Reykjavlk Snjórinn liggur nú eins og mjúk voð yfir öllu og veðurstófan spáir fyrir marga daga í einu, að frostið muni haldast. Það er því kuldalegt yfir Reykjavík eins og þessi mynd frá Tjörninni sýnir 50; S S 100; J G 300; B 100; M og G 100; W 50; T T 300; Þ A 25; N N 50; H F 50; J B 100; G Ó 100; E B 300; P S 100; A B 50; í Á 100; B Ó 500; B J 100; B 100; Vigfús og kona 100; G D 100; Runólfur og Þorgeir 200; Bryndís og Sigurbjörg 100; Sigrún 100; Jórunn 100; O H 100; J H 150; J J 500; P J G 100; P G 50; E B 100; N 100; N 50; Á J 100; M S 100; J K 100; N B 500; Systkinin í Ási 300; G H 100; B O G 100; Kona 500; K G H 1000; Þ G 100; S T 100; J V 50; E B 500; O 100; P Finnbogason 200; G 100; K K 200; B 100; I G 100; N 500; A Þ 35; G G 200; S V 100; G 100; R 100; J F 500; H F 500; Hanna og Dísa 100; Bjarni 100; Framhald síðar. HYmislegt Leiðréttingar. — Prófarkalest- ur á greinarkorni mínu í Morg- unblaðinu í dag, 4. febr. hefir far ið mjög í handaskolum og vildi ég mega biðja fyrir þessar leið- réttingar: Fyrirsögnin átti að vera „Óvið- feldnar ýfingar“, og munu að vísu allir lesa í málið. Framar- lega í annarri málsgrein átti að standa: „lnnar mjög svo óviður- kvæmilegu ýfingar okkar við Dani“. Nær miðri þriðju máls- grein hafði ég skrifað: „sé ég naumast hvers vegna við ættum ekki að geta krafizt allrar Vest- urálfu“. Framarlega í fjórðu málsgrein skrifaði ég: „Enda þótt við værum orðnir menn til að stjórna Grænlandi — en því fer vitaskuld órafjarri — þá vitum við ofurvel". Og síðast í sömu málsgrein var tilvitnun í Haag- dómin lokað með gæsarlöpp á eft ir „Grænlandi“ næst á undan sviga, en í staðinn hefir verið sett þar upphrópunarmerki, sem ekki er frá mér komið og á þar alls ekki heima. — Sn. J. Sólveig Steiánsdótlir Kveðjuorð em í DAG er til moldar borin af konum eldri kynslóðarinnar, Sólveig Stefánsdóttir. Hún var fædd á Stóru-Vatnsleysu á Vatns- leysuströnd, 29. marz 1879, og var þvi orðin tæpra 79 ára að aldri, er hún lézt. Andlát henn- ar bar að með skjótum hætti, því hún varð bráðkvödd aðfaranótt sunnudagsins 26. janúar. Síðustu árin hafði hún kennt sjúkleika, en hún virtist hafa komizt yfir hann og mátti segja, að hún væri við allgóða heilsu til síðustu stundar. Sólveig var búin að vera ekkja um langt árabil, því hún missti mann sinn, Guðmund Bjarnason, FERDIMAIMD Gerið svo vel herra minn reynið sjáflfur árið 1928, en hann var m. a. stýrimaður á togaranum „Nirði“, en síðast var hann skipstjóri á togaranum „Júpíter“. Hann var mikill dugnaðarmaður og ágæt- ur sjómaður, sem orð fór af. Það var því mikið skarð fyrir skildi, er hann lézt og Sólveig stóð ein uppi með drengjahópinn. Þá voru og aðrir tímar en nú og hefur sem betur fer orðið mikil breyt- ing til batnaðar, því þá var sú hjálp, sem ekkja varð aðnjót- andi eftir fráfall eiginmanns hennar oftast mjög takmörkuð og óviss. Það reyndi Sólveig í ríkum mæli, því hún varð að taka til að vinna við það sem bauðst, til þess að sjá sonum sín- um fimm farborða. Hún varð að leggja mikið á sig, einkum þó framan af meðan hún var að koma yngstu sonum sínum upp. Hún var því að sjálfsögðu engin efnamanneskja, en undi þó vel hag sínum og bjó yfir lífsgleði, sem margur virðist ekki hafa, er við betri hag á að búa. Ýmis- legt í fari hennar kom og öllum til að verða hlýtt til hennar, sem henni kynntust. Hún var afar trygg í lund og vinföst og kunm vel að stilla skap sitt. Með dugnaði sínum og fórn- fýsi hjálpaði hún sonum sínum áfram eftir beztu getu meðan þeir þurftu á aðstoð hennar að halda, en þeir eru: Axel, verka- maður, Guðmundur, forstj. Út- gerðarfél. Akureyringa, Stefán sjó maður, Njáll, skólastjóri á Akra- nesi og Bjarni, starfsmaður hjá Landssímanum. Þeir endurguldu henni umhyggju hennar í ellinni. Fyrir skömmu lét hún í ljós á glaðri stund í vinahópi, að helzt vildi hún að andlát sitt bæri að fyrirvaralaust, þar sem hún kaus-það heldur en að liggja á sóttarsæng. Henni varð að ósk sinni, því tveim sólarhringum síðar hafði hún kvatt þennan heim, án þess að dauðinn gerði boð á, undan sér. Að leiðarlokum læt ég í Ijós, fyrir hönd móður minnar og fjölskyldu hennar, hinztu kveðju og þakkir fyrir tryggð Sólveig- ar við hana og okkur öll um áratugi. Við munum ætíð minn- ast hennar með hlýjum hug. Fáll Þorgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.