Morgunblaðið - 26.02.1958, Page 3
Miðvikudagur 26. febr. 1958
MORGVNMAÐIÐ
3
Afmælisfagnaður Hvafar
Fjölmenn og ánægjuleg samkoma.
MÁNUDAGINN 24. febr. hélt
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt,
afmælisfagnað í Sjálfstæðishús-
inu, í tilefni að 21 árs afmæli
félagsins, sem nýlega er liðið.
Það var stofnað 15. febr. 1937,
í Oddfellowhúsinu, og hélt fundi
sína þar, þar til Sjálfstæðishúsið
tók til starfa. Síðan hafa fundir
félagsins farið þar fram. Afmæl-
isfagnaðurinn, sem hófst með sam
eiginlegu borðhaldi var fjöl-
Hvöt reis upp úr traustum
jarðvegi
Formaður Hvatar, frk. María
Maack, setti samkomuna og
stjórnaði henni. Frú Auður Auð-
uns, forseti bæjarstjórnar, mælti
fyrir minni Hvatar og Sjálfstæð-
isflokksms, með snjallri ræðu.
Ræddi hún um stefnu Sjálfstæð-
isflokksins og kvað meðal ann-
ars stefnu hans vera kröfu um
frelsi til orð og æðis, einstaklingn
um til handa. Hún gat þess, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði frá
upphafi átt frábærum forystu-
mönnum á að skipa og stjórn
flokksins væri mörkuð festu og
öryggi. Upp úr þessum trausta
jarðvegi væri Sjálfstæðiskvenna-
félagið Hvöt sprottin. Með stofn-
un Hvatar hefði verið stigið heilla
drjúgt spor fyrir Sjálfstæðisflokk
inn, þar hefðu leystst úr læðingi
miklir starfskraftar. Frú Auður
gat þess einnig, að Hvöt væri
fyrsta pólitíska kvenfélagið sem
stofnað væri á íslandi og einnig
það öflugasta. Að lokinni ræðu
frúarinnar hylltu fundarkonur
Hvöt og Sjálfstæöisflokkinn með
húrra hrópum.
Aðrar ræður
Frú Gróa Pétursdóttir, bæjar-
fulltrúi, mælti fyrir minni
Reykjavíkur. Bað hún fundar-
konur að rísa úr sætum og hrópa
ferfallt húrra fyrir Reykjavík.
Frú Soffia Ólafsdóttir mælti fyr-
ir minni íslands og bað einnig
fundarkonur að hrópa ferfallt
húrra fyrir íslandi. Var mjög vel
tekið máli allra kvennanna.
Þökkuð vel unnin störf
Áður en staðið var upp frá
borðum færði frú Ólöf Benedikts
dóttir formanni félagsins, frk.
Maríu Maack, fagra blómakörfu
fyrir hönd félagsins. Þakkaði frú
Ólöf fyrir hönd félagskvenna,
formanni frábærlega vel unnin
störf í þágu félagsins og bar fram
þá ósk, að félagið mætti sem
lengst njóta hinna ágætu starfs-
krafta hans. Frk. María þakkaði
með nokkrum orðum.
Ágæt skemmtiatriði
Milli ræðuhalda fór fram al-
mennur söngur. Hjálmar Gísla-
son, gamanvísnasöngvari, söng
gamanvísur með undirleik Har-
alds Ágústssonar. Einnig sýndu
þeir Hjálmar og Haraldur „rugg-
og veltudans", sem mjög vakti
hlátur áhorfenda, að lokum var
dansað af miklu fjöri. Félags-
konur og gestir þeirra skemmtu
sér ágætlega og fór samkoman
í alla staði mjög ánægjulega
fram.
Pétur
Kári
Listi lýðræðissinna í lnnnþegn-
deild Hreyfils sjólfkjörinn
Formaður: Pétur Guðmunds-
son, lNyoyraveg Ib, Norourieið,
Varaformaður: Kári Sigurjóns-
son, Sólvallagötu 68, Steindór.
Ritari: Óli Bergholt Lúthersson,
Grenimel 20, Landleiðir.
Varastjórnendur: Sveinbjörn
Einarsson, Seljaveg 33, Steindór,
Kristján Kristjánsson. Suður-
landsbraut 80, Landleiðir.
Xrúnaðarmannaráð: Samúel
Björnsson, Eskihlíð 12, Landleið-
ir, Þórir Jónsson, Miklubraut 40,
Steindór, Ásgeir Gíslason, Barma
hlíð 40, Norðurleið, Valgeir Sig-
hvatsson, Seljaveg 33, Steindór.
Varamenn: Adam Jóhannsson,
BaritonsÖngvari frá
IWetropolitan syngur hér
HINGAÐ TIL LANDS var vænt-
anlegur í nótt einn af söngvurum
hinnar heimskunnu Metrópolitan
óperu í New York, baritónsöng-
varinn Robert McFerrin, og mun
hann halda þrjá tónleika hér í
bænum á vegum Tónlistarfélags-
ins. Fyrstu tveir tónleikarnir
verða haldnir fyrir styrktarmeð-
limi félagsins, í kvöld og annað
kvöld, en þriðju tónleikarnir eru
opinberir tónleikar og munu fara
fram á laugardaginn kemur kl. 7.
Allir verða tónleikarnir í Aust-
urbæjarbíói.
Robert McFerrin hefur undan-
farin 4 ár verið fastráðinn óperu-
söngvari við Metropolitanóper-
una og unnið þar hvern sigurinn
af öðrum í óperuhlutverkum.
Hann hefur áunnið sér óvenju-
miklar vmsældir og álit á til-
tölulega skömmum tíma, bæði
Ingi R. Jóhnnnsson skókmeistnri
Reykjavíkur
tJRSLIT í meistara- og 1. fl. urðu
á Skákþingi Reykjavíkur þau,
að Ingi R. Jóhannsson varð efst-
ur með 9í4 vinning og er þvi
Skákmeistari Reykjavíkur 1958
Ingi tapaði einni skák fyrir
Stefáni Briem og gerði eitt jafn-
tefli við Hauk Sveinsson. Ingi
var cinnig Skákmeistari Reykja-
vikur síðastliðið ár.
Ungir afreksmenn
1 öðru sæti varð Stefán Brierr.
með 8V2 v. Hann tapáði fyrir
Ólafi' Magnússyni og Eggert
Gilfer, en gerði jafntefli við Jón-
as Þorvaldsson. Stefán er aðeins
19 ára að aldri og er nemandi
í 6. bekk Menntaskólans í Rvík.
Hann tefldi fyrst opinberlega a
Skákþingi Rvíkur 1957 og varin
sig þá upp í 1. flokk. Á síðasta
Haustmóti T. R. vann hann s-.g
upp í meistaraflokk og tefldi þvi
nú í fyrsta sinn í þeim flokki og
með þessum glæsilega árangri.
1 þriðja sæti varð Olafu.
Magnusson með 8 v. Hann tapaði
fyrir Inga og Eggert Gilfer og
gerði jafntefli við Kára og Gunn-
ar Olafsson. Olafur er einnig ao-
eins 19 ára. Hann vann sig upp
í meistaraflokk á Skákpingr
Rvrkur 1957. Stóð sig vel á sití-
asta Haustmóti T. R. og náði nu
3. sæti á móti, sem margir sterxir
og reyndir skákmenn tóku þátt í
1 fjórða sæti varð Jón Þor-
steinsson einnig með 8 v. en að-
eins lægri á stigum en Ólafur. —
Jón tapaði fyrir Inga, Stefáni og
Ólafi.
5. varð Haukur Sveinsson með
7 vinninga, 6. Eggert Gilfer með
6V2 v., 7. Gunnar Ólafsson með
6V2 v., 8. Kári Sólmundarson
með 6V2 v., 9. Sigurður Gunnars-
son með ö1/^ v., 10. Jón M. Guð-
mundsson með 6V2 v., 11. Jónas
Jónsson með 6V2 v.
Keppendur úr 1. fl. voru 13 og
af þeim flytjast tveir efstu upp
í meistarafl. Það er þeir Jón M.
Guðmundsson er hlaut 6V2 v. og
var í 10. sæti og Jónas Þorvalds-
son er hlaut 6 vinninga og var í
12. sæti.
Þriðji í 1. fl. varð Björn Þor-
steinsson.
Stefán Briem og Ólafur Magn-
ússon öðlast nú rétt til þátttöku
í næstu landsliðskeppni.
í 2. fl. voru 40 þátttakendur
og urðu úrslit þau, að efstur vaið
Bragi Björnsson með 9V2 v.,
2. Árni Jakobsson með 8Vz v. og
74.5 st., 3. Guðjón Sigurðsson 8^2
v. og 73,5 st., 4. Jón Hálfdánar-
son 7 v. og 73 st., 5. Steinar
Karlsson 7 v. og 72 st., 6. Kari
Eysteinsson 7 v. og 70,5 st., 7.
Bergsveinn Jóhanness. 7 v.og 61,5
st., 8. Egill Valgeirsson 6V2 v. og
68.5 st., 9. Daníel Benjamínsson
6V> v. og 62 st.
• Sex efstu í 2. fl. flytjast upp
í 1. fl. Jón Hálfdánarson sem yar í
4. sæti, er aðeins 10 ára gamali
og mjög efnilegur skákmaðíír.
meðal tónlistarunnenda og ekki
síður gagnrýnenda vestanhafs,
og er hann almennt talinn m^ð-
al bezt-u baritónsöngvara Bandá-
ríkjanna um þessar mundir.
Robert McFerrin
Enda þótt McFerrin hafi fram
til þessa unnið sína stærstu sigra
í óperuhlutverkum, þykir hann
engu síðri sem einsöngvari. Hefur
hann sungið sem einsöngvari með
mörgum beztu sinfóníuhljómsv.
Bandaríkjanna, svo sem sinfóníu
hljómsveitinni í Philadelphia og
Chicago, og New York Philharm-
onic, en auk þess kemur hann
mjög títt fram á einsöngskonsert-
um með undirleikara sínum Nor-
man Johnson, sem er einnig með
McFerrin hér. Hefur túlkun Mc-
Ferrins á ljóðsöngvum Schuberts
verið mjög hrósað af gagnrýnend
um, og þá ekki síður meðferð
hans á amerískum negrasálmum.
Fyrir ekki iöngu siðan kom
Robert McFerrin fram sem em-
söngvari með sinfóníuhljómsveit-
inni í Pþiladephiu, undir stjórn
hins heimskunna tónlistarmanns
Eugene Ormandy, sem að tónleik
unum loknum let hafa þessi um-
mæli eftir sér: „Eg held að það
seu engar ýkjur þo ég segi, að
rödd hans se ems stórkostleg og
noKKurs annars barintónsöngv-
ara, sem nu er uppi“, og er oft
vitnað tu pessara ummæia, sem
von er.
Robert McFerrin er fæddur í
borginni Marianna í Arkansas-
fylki, og er nú 35 ára að aldri.
Söngnám sitt hefur hann stund-
að nær eingöngu vestanhafs.
Sólvallagötu 20, Steindór, Tómas
Sigurðsson, Hringbraut 37, Hf.
Landleiðir.
Endurskoðandi: Samúel Björns
son, Eskihlíð 12; Landleiðir.
Varaendurskoðandi: Gunnar
Jónsson Hátún 29 Norðurleið.
í stjórn Styrktarsj.: Sveinbjörn
Einarsson Seljaveg 33 Steindór.
Varamaður: Guðmundur H.
Sigurðsson Tunguveg 3, Borgar-
bílstöðin.
í Bílanefnd: Garðar Þormar,
Engihlíð 7, Norðurleið, Kári Sig-
urjónsson, Sólvallagötu 68, Stein
dór.
Varamenn: Óli Bergholt Lút-
hersson, Grenimel 20, Landleiðir,
Ólafur Sigurðsson, Njálsgötu 48A,
Steindór.
I Gjaldskrárnefnd: Grímur
Friðbjörnsson, Sólvallagötu 68,
Steindór.
Varamaður: Richard Felixsson
Hverfisgötu 59, Steindór.
I fjáröflunarnefnd Húsbygg-
ingarsjóðs: Pétur Guðmundsson,
Nýbýlaveg 16, Norðurleið.
Varamaður: Guðmundur H
Sigurðsson, Tunguveg 3, Borgar
bílstöðin.
í Skemmtinefnd: Samúel
Björnsson, Eskihlið 12, Landleið
ir.
Varamaður: Hafsteinn Sveins-
son, Öldugötu 18, Landleiðir.
Sjálfkjörinn listi.
Sigiingar mllli
luslfjarða
útlanda
HELGI SELJAN Friðriksson
sem nú situr á þingi sem varam
Lúðvíks Jósefssonar, hefur lagt
fram tillögu til þingsályktunav
um, að ríkisstjórnin freisti þess
að ná samningum við stærstu
skipafélög landsins um reglu-
bundnar siglingar milli Aust-
fjarða og útlanda. Auk þess vill
Helgi, að stjórnin vinni að þvi
að koma upp umskipunarhöfn á
Austfjörðum.
Miklll skákáhugl
VÍK í MÝRDAL, 25. febrúar. —
sl. laugardagskvöld var háð síma-
skák milli Víkurbúa og Hvols-
vellinga. Keppt var á 10 borðum
Keppnin var hin harðasta og
stóð yfir allt til morguns. Lauk
henni með sigri Víkurbúa. Þeii
hlutu 5% vinning gegn 4%.
Mikill skákáhugi er nú í Vík
Nýlokið er skákkeppni. Var
teflt í þrem flokkum, 10 þátttak-
endur í hverjum. 1 1. fl. sigraði
séra Jónas Gíslason, hlaut 8V2
vinning. Næstir og jafnir urðu
Björn Jónsson og Óskar Jónsson
með 7 vinninga hvor. í 2. flokki
sigraði Ólafur Guðjópsson með
7 vinninga. í 3. fl. sigraði Stefán
Guðmundsson sem vann allar
sínar skákir og hlaut 9 vinninga
Um áramótin var háð símaskáK
við Síðumenn á 7 borðum. Lauk
henni með sigri Víkurbúa sem
hlutu 4V2 vinning gegn 2y2 v.
— Jónas.
SANDGERÐI, 25. febr. — 1 gær
voru 15 bátar á sjó héðan og
komu þeir með alls 83 tonna afla
að landi og var Mummi þeirra
aflahæstur með 10,5 tonn, Magn-
ús Marteinsson var með 10 tonr
og Mummi II. með 7 tonn. Flestir
bátanna voru með 4—6 tonn.
STHKSTEINAR
Fyrirheit um siðabót
Fyrir nokkrum árum, í þann
mund, sem núverandi ritstjóri
Alþýðublaðsins tók við ritstjórn
þess, ritaði bann grein i blað sitt,
þar sem hvatt var til aukinnar
siðfágunar og prúðmennsku í
blaðamennsku. Munu margir
hafa talið þau orð réttmæt og
tímabær. Því miður hafa blaða-
skrif of oft verið persónuleg,
rætin og ósiðleg í okkar landi.
En hinn góði ásetningur Helga
Sæmundssonar frá fyrstu rit-
stjórnardögum hans virðist hafa
flögrað frá honum upp á síðkast-
ið, a. m. k. meðan hann skráði
hinn fræga draum draumamanns
sins i blað sitt í siðustu viku.
Þessi draumur hefur vakið mikla
athygli meðal almennings og birt
ing hans ekki verið talin bera
vott. um siðfágun eða sérstakaa
áhuga ritstjóra Alþýðublaðsinj
á siðlegri blaðamennsku. Em
kjarni draumsins var sá a V
draumamaður ritstjórans beindi
byssu að Bjarna Benediktssyni
og Adolf Hitler. Þá reis þessi
spurning í huga hans: „Hvorn
á ég að skjóta fyrst?“ Vaknaði
draumamaður síðan.
„Byssa er hættulaus
í draumi“.
Auðsætt er, að nokkurn ugg
hefir sett að Alþýðublaðinu eftir
birtingu draums þessa. í gær
reynir það á ýmsa lund að breiða
yfir vandræði sín og áhyggjur.
Kemst það m. a. þannig að orði
að „draumurinn (sé) þannig sönn
uð markleysa og sennilcga fyrir
meltingartruflun".
Þarna fer ritstjóri Alþýðu-
blaðsins illa með draumamann
sinn. Hann dróttar því bcinlínis
að honum, að hann hafi „étið
eitthvað ofan í sig“ miður hollt.
Sé draumur hans því „sönnuð
markleysa“.
Ekki þykir þó Helga Sæmunds-
syni nóg að gert með þessu. í
grein, sem hann ritar í gær, undir
nafni, segir hann m. a.: „En
byssa er hættulaus í draumi“.
Þetta var ágæt huggun hjá
Helga. Draumamaður hans gat
ekkert illt af sér gert, enda þótt
hann hefði fengið svar meðan á
draumnum stóð, við spurning-
unni um það, hvorn ætti að
skjóta fyrst. Látum svo vera. Nú
getur blessaður ritstjóri Alþýðu-
blaðsins haldið áfram því sið-
bótarstarfi í íslenzkri blaða-
mennsku, sem hann lofaði svo
fagurlega þegar hann hóf rit-
stjórnarferil sinni.
Allt í stakasta lagi.
Sjávarútvegsmálaráðherra
kommúnista hefur nú undanfar-
ið birt tvær greinar um íslenzk
efnahagsmál í blaði sínu. Er
meginniðurstaða hans sú, að allt
sé í bezta lagi í þeim málum.
Ríkisstjórnin hafi þar efnt öll
loforð sín með „verðstöðvunar-
stefnunni", sem henni hafi tekizt
ágætlega að framkvæma. Þeir
nýju skattar, sem hún hafi lagt á
þjóðina, séu allt annars eðlis en
skattar ,,íhaldsins“. Þeir hafi eig
inlega alls ekki bitnað neitt á al-
menningi, heldur eingöngu á „hin
um ríku“. Dýrtíðin hafi ekkert
vaxið á sl. ári, framleiðslukostn-
aði útvegsins hafi verið haldið
niðri, Engra sérstakra „varan-
legra ráðstafana" sé því þörf nú.
Ekki var Hermann á þessari
skoðun í áramótaræðu sinni. Og
ekki virtist flokksstjórnarfundur
Alþýðublaðsins um daginn líta
þannig á málin. Og ekki fannst
fundi Landssambands útVegs-
manna framleiðslukostnaði sjáv-
arútvegsins hafa verið haldið
alge.Tega niðri sl. haust.