Morgunblaðið - 26.02.1958, Side 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvik'udagur 26. febr. 1958
Á þessari mynd sést Habib Bourgiba forseti Túnis kanna þjóöher Túnis
ÖRLAGASTUND FYRIR EVROPU-
MENN OG AFRÍKUBÚA
ISEINASTA hefti ameríska
tímaritsins Newsweeic
birtist viðtal, sem blaða-
maður frá tímaritinu hefur átt
við forsetann í Túnis, Bourguiba.
Túnismálið, styrjöldin í Alsír og
viðburðirnir fyrir botni Miðjarð-
£u:hafs vekja sífellt mikla athygli,
enda eru þeir mjög nánir vest-
rænum löndum og hafa hina
mestu þýðingu fyrir samvinnu
vestrænna þjóða og einingu
þeirra. Það er því engin tilviljun
að þeim málum er, eins og stend-
in:, sérstaklega mikill gaumur
gefinn. Þetta viðtal gefur nokkra
innsýn í sjónarmið foringja
Túnisbúa og fara hér á eftir aðal-
atriði þess:
Spurning: Hvers vegna köstuðu
Frakkar sprengjum á Sakiet-Sidi-
Youssef?
Svar: Af því að þeir vita aö
þeir geta ekki unnið styrjöldina
í Alsír og hafa sleppt sér. Þeir
ráðast að öllu líkt og sært dýr í
örvæntingarfullri nauðvörn. •—
Frökkum svíða ósigrarnir í Als'r
og heima fyrir er glundroði í
stjórnmálunum og stjórnaróein-
ing. Loks gripu þeir til örþrifa-
ráðs og það örþrifaráð var Saki-
et-Sidi-Youssef.
Spurning: Hvað um afstöð-
una til flotastöðvar Frakka í Biz-
erta?
Svar: Við Túnismenn mundurn
samþykkja að Bandaríkin eða
NATO notuðu þá stöð í varnar-
skyni. En Frakka viljum við ekki
hafa þar.
Spurning: Hvað munduð þér
óska eftir að Bandaríkin og vest-
rænu löndin aðhefðust nú?
Svar: Vestræn lönd forðast að
taka ákveðna stefnu varðandi
Alsírmálið af ótta við viðbrögð
Frakka. Það, sem blasir við er
þetta: Ef haldið er áfram að
styðja Frakka á þann hátt sem
verið hefur, munu vestrænii
menn ekki eingöngu tapa Alsír.
Þeir munu tapa allri Norðui-
Afríku í hendur kommúnista og
ef til vill öllu meginlandi Afríku.
Það gæti orðið óhjákvæmileg af-
leiðing. Þessi ógnun er fyrir
hendi og það þarf að mæta henni
fljótt. Hver dagur er dýrmætur
Þið í Ameríku verðið að vísa leið-
ina og ganga að því af alefli oe
einbeitni að finna lausnina. Ég
efast ekki um góðan vilja foi-
seta ykkar og amerísku þjóðar-
innar. En liðnir atburðir virðast
benda til að Vesturlöndum gangi
aðeins mjög hægt að hafa áhrif
á Frakka — alltof Lægt. Það sem
vinir okkar verða að horfast í
augu við er að stríðið í Alsír er
orðið að franskri sjálfheldu, sem
veikir samvinnu vestrænna þjóöa
og öryggi þeirra.
Spurning: Mér er sagt að efna-
hagsvandamál Túnis séu erfið. Ef
ekki kemur næg hjálp frá vestri
mundu Túnisbúar þá snúa sér til
Nassers og Sovétrikjanna?
Svar: í þessum málum erun
við í sorglegri klípu. Ég hef lagt
mín spil á borðið. Þau liggja þar
fyrir augliti veraldarinnar og
þjóðar minnar. Ég hef tekið méi
stöðu með Vesturlöndum. Ég
mundi aldrei taka við hjálp frá
Nasser eða Sovétríkjunum, eða
gera samtök með þeim aðilun:
En ég get ekki fullyrt, hvað
þjóðin í Túnis mundi gera, ef
ástandið versnar og Bandarikin
og aðrar Vesturlandaþjóðir neita
því að fara að bæn okkar, að
binda endi á styrjöldina í Alsír
og ef þeir ekki koma okkur til
hjálpar á efnahagslega sviðinu
Spurning: Hvað yrði ef þjóð
yðar heimtaði að þér sneruð yð-
ur til Nassers og Sovétríkjanna
um hjálp?
Svar: Það mun ég aldrei gera.
Ég mun annaðhvort bíða þess
að mér verði steypt af stóli eða
þá að ég fer úr stöðu minni af
sjálfsdáðum. Ef Ameríka bregzt
okkur, þá er úti um mig.
Spurning: Þetta eru þá örlaga-
tímar fyrir yður?
Svar: Ekki aðeins fyrir sjálf-
an mig. Þetta eru örlagaríkustu
stundir í sögu Túnis, sem sjálf-
stæðs ríkis. Það er einnig ör-
lagastund fyrir allan hinn frjálsa
heim. Mannlegt frjálsræði og
mannleg virðing er í veði. Ef það
fer forgörðum, þá tapa Afríku-
búar allir trúnni á einlægni
Bandaríkjanna og einnig á mögu-
leika bandarísku þjóðarinnar til
að taka ákveðna stefnu og geia
það sem gera þarf á þeim stutla
tíma, sem er til stefnu, til þess
að bjarga okkur.
Þannig er í höfuðdráttum við-
tal Newsweek við Bourguiba
forseta.
Lítið gras og léleg skilyrði
Enga finn ég í því bót
að þeir mæti hörðu.
Þar er lít.ið gras, en grjót,
gæist víða úr jörðu.
Jón Ólafsson.
Miðvikudaginn 27. nóv. sl. birt-
ir blaðið ísafold og Vörður, grein
eftir Snæbjörn í Kvígindisdal,
þar sem hann ræðir lánveitingu
til bænda í Rauðasandshreppi,
haustið 1955, sem þeir fengu úr
ríkissjóði vegna rigningasumars-
ins 1955 og notað var til fóður-
kaupa, og getuleysi þeirra til að
borga, því nú þarf að greiða lán-
ið og það ekki í svo smáum stíl.
Skilmálar á láni þessu virðast
harðir, þegar lánað er undir
svona kringumstæðum. Vextir of
háir og sérstaklega, of fljótt kraf-
ið um afborgun. Þegar þess er
gætt að lánið er ekki helmingur
af þeirri upphæð, sem bændur í
Rauðasandshreppi þurftu til fóð-
urkaupa haustið 1955, segir það
sig sjálft, að það mikla, sem á
vantaði hafa þeir flestir eða all-
ir orðið að taka að láni í verzl-
unum og ef til vill víxlum, til
viðbótar.
Eðlilega hafa svo þessar lausa-
skuldir, sem myndast hafa haust-
ið 1955, vegna þess hvað ríkis-
sjóðslánið var langtum of lítið,
að greiðast fyrst. Hæfilegra að
fyrsta afborgun af ríkissjóðslán-
inu hefði komið til útgreiðslu
1. janúar 1960, þá hefðu senni-
lega flestir eða allir orðið lausir
við lausu skuldirnar frá haustinu
1955.
Ekkert furðulegt, þó Snæbjörn
sé kvíðandi um greiðslugetu svéit
unga sinna nú um þessi áramót.
Annars finnst mér sjálfsagðasta
leiðin í þessum lánveitingamál-
um, að bændum séu gefnar upp
að mestu eða öllu leyti þessar
sferifar úr
daglega lífinu
N1
„Skriffinnska
IÐURGREIÐSLUFYRIR-
KOMULAGIÐ á smjöri er
átakanlegt dæmi um kostnaðar-
sama og iila skipulagða skrif-
finnsku. Útgáfa skömmtunarseðl-
anna og dreifing, þar með taiinn
sá tími, sem fólk þarf að eyða í
að sækja seðlana á þriggja mán-
aða fresti, kostar þjóðina eigi
alllítið fé, en þar með er sagan
þó ekki nema hálfsögð. Til þess
að kaupmenn fái endurgreitt það
smjör, sem þeir hafa selt með
niðursettu verði gegn skömmtun-
armiðunum, þurfa þeir að fram-
vísa miðunum á Innflutningsskrif
stofunni. Þar fá þeir þó aðeins
kvittun fyrir móttöku miðanna og
hana verða þeir síðan að afhenda
Viðskiptamálaráðuneytinu, sem
áð hæfilegum tíma liðnum sendir
þeim svo niðurgreiðsluna í ríkis-
sjóðsávísun. Með þessu fyrirkomu
lagi virðast kaupmenn úti á landi
því aðeins geta fengið skönnmt-
unarmiða endurgreidda, að þeir
hafi umboðsmenn í Reykjavík
til að reka þessi erindi fyrir sig,
og sá, sem þetta ritar, hefir feng-
ið nokkur kynni af slíkum erind-
rekstri. Auk þeirra annmarka,
sem það hefir í för með sér, að
Innflutningsskrifstofan er aðeins
opin til kl. 3 e.h. hefir það snjall
ræði verð fundið upp að láta að-
eins vissan starfsmann þar annast
móttöku smjörmiðanna, og er sá
galli á því, að maður þessi virðist
gefa sér mjög lítinn tíma til að
sinna störfum sínum í Innflutn-
ingsskrifstofunni. Það kostar því
oft ærið mikla fyrirhöfn að ná
tali af honum, og þegar það loks
hefir tekizt, er algengt, að hann
aðeins taki við miðunum í það
skiptið og segi manni að sækja
kvittunina seinna!
Þetta er sjálfsagt aðeins eitt
dæmi af mörgum um lélegt skipu
lag og léleg vinnubrögð í opin-
berum rekstri, þar sem ekkert.
tillit er tekið til þess að almenn-
ingur þurfi að gera sér mikla
fyrirhöfn vegna smávægilegra
erinda. Væri til dæmis ekki eðli-
legast að láta sjálfa afgreiðslu
Innflutningsskrifstofunnar ann-
ast bæði móttöku og niður-
greiðslu smjörmiðanna, úr því
að ekki virðist talið fært að af-
nema með 011« þetta dýra
skömmtunarkerfi?
S. H. A,“
Hægri handar akstur
V7MISLEGT er »ú rætt og ritað
„ um, hvort taka skuli hér á
landi upp hægri handar akstur,
og sýnist sitt hverjum svo sem
oft vill verða.
Mér hefir skilizt af lestri blaða
greina um þetta efni, að helztu
rök með og móti séu þessi:
Rök á móti breytingunni:
1) Hætta sú, sem leyst yrði úr
læðingi meðan vegfarendur væru
að venjast nýbreytninni.
2) Kostnaðurinn, sem breyting
in hefði í för með sér, þar sem
færa þyrfti öll umferðarmerki
og færa dyr á öllum almennings-
vögnuin.
3) Sögulegar ástæður, svo sem
sú, að reglan um að víkja til
vinstri sé eldri meðal germanskra
þjóða en hin að víkja til hægri.
4) Viðleitni þjóðfélagsins al-
mennt til að halda óbreyttu
ástandi (status quo) og við bæt-
ist sú skoðun sumra, að allt sé
bezt sem íslenzkt er.
Rök með breytingunni:
1) Sú tækniþróun, sem stöðlun
nefnist (standardisering), hefir
leitt til þess, að bílar framleiddir
fyrir vinstri handar akstur eru
yfirleitt dýrari en sams konar
bílar framleiddir fyrir hægri
handar akstur.
2) Bent hefir verið á, að tækni-
þróun stefni í þá átt að fram-
leidd verði farartæki, sem jöfn-
um höndum verði notuð á jörðu
niðri sem í loft og sjó, og því
sé samræmingar þörf á sviði um-
ferðarmála í víðtækustu merk-
ingu, en eins og allir vita gildir
sú regla hér á landi sem í öðrum
löndum, að í lofti og á sjó skuli
víkja til hægri.
3) Tækniþróun á sviði umferð-
aröryggis á jörðu niðri krefst
samræmingar á því hvorum meg-
in vegarins skuli aka og hefir
einkum verið bent á í því sam-
bandi, að innan fárra ára muni bíl
um að meira eða minna leyti ekið
af sjálvirkum stjórntækjum. Einn
ig hefir verið rætt um tækniþró-
un á sviði ljósastillinga í pessu
sambandi.
4) Bent hefir verið á að því
lengur, sem dragist að taka upp
hægri handar akstur hér hjá okk-
ur, þeim mun dýrari verði breyt-
ingin, því eins og sagt hefir verið
í öðru sambandi: Hvað sem VIÐ
segjum eða skrifum um þessi mál,
munu SYNIR OKKAR fara sínu
fram.
Náttfari"
rigningaskuldir, sérstaklega þeim
sem búa í lakari sveitum, og þá
einna helzt bændum í Rauða-
sandshreppi, því frá og með
Vopnafirði og vestur é landsenda,
hér norðan fjalla, er hann grjót-
ríkasta og gróðurminnsta sveitin.
Ég ferðaðist um Rauðasands-
hrepp haustið 1955 í þeim erind-
um að kaupa líflömb hingað inn
í Vestur-Húnavatnssýslu. Gest-
risni og fyrirgreiðsla var öll með
ágætum. Hitt var mér undrunar
efni hvað fjárbúin voru lítil og
hvernig menn komust af með svo
fáar kindur, alls staðar fátt nema
í Vestur-Botni, hann sýnilega
bezta jörðin í hreppnum. Ekki
hafa þeir tekjur af stóðeign og
ekki taugastríð af henni heldur.
Það gerir lika sitt til að halda
fjártölunni niðri hjá bændum í
Rauðasandshreppi, að minnsta
kosti vestan til í hreppnum, verða
þeir fyrir stóru tapi í fjáreign
sinni við það hvað fé hrapar,
sérstaklega í Blakknesinu og
Látrabjargi. Minnir mig að Guð-
mundur á Láganúpi sem er skýr
og hressilegur karl, eins og þeir
eru þar í hreppnum, segði mér
að af 100 ám, hefði á einu ári
hrapað 16 ær til dauða og ónýtis.
Ekki er að furða, þó bændur sem
búa við slík skilyrði séu getu
litlir fjárhagslega. Að vísu eru
enn fleiri bjargráð en sauðfjár-
eign þarna í hreppnum. Bjarg-
sig, eitt sinn var þó kveðið: ,,Enn
að sækja björg í björg, björgulegt
er varla“ Sjósókn. Hún erþóstofn
fjárfrek og ekki þægileg einyrkj-
um. Vinna við útgerð á Patreks-
firði og nú á síðari árum, Vist-
heimilið í Breiðuvík, sem senni-
lega veitir talsverða atvinnu og á
þann hátt svarar sínum tilgangi,
því lítið virðist Jóhann Víglunds-
son hafa mannast þar, og ný-
heflaður Breiðavíkingur, sem um
stundarsakir kom hér á vestur-
húnvetnska grund, þótti óralangt
fyrir neðan alla ómögulega. Snæ-
björn virðist ekki óttalaus um,
að ef bændur þar í hreppi mæti
hörðu við innheimtu á umræddu
láni, gæti það orðið til þess að
þeir yfirgæfu jarðir sínar. Og er
þá skammt til þess ófarnaðar að
eyðingardæmið úr Sléttuhreppi
endurtakist í Rauðasandshreppi,
og væri slíkt illt, og ómaklegt
í alla staði. Það er kunnugt, bæði
innanlands og utan hvað bænd-
ur í Rauðasandshreppi hafa sýnt
mikinn dugnað við björgun úr
sjávarháska er togaraströnd hafa
orðið þar. Það út af fyrir sig
ætti að geta sýnt þeim háu herr-
um hvað er fjarri lagi, að vera
uppi með harðar innheimtukröf-
ur á þessu láni, já, máske svo
harðar að fleiri eða færri af þess-
um mönnum yrðu brottfluttir
þegar næsta strand skeður, því
hætt er við að enn eigi togarar
eftir að stranda á fjörum Rauða-
sandshrepps. Blaðið Tíminn hvað
flytja greinar um þetta mál. Því
miður hef ég ekki Tímann, sem
er slæmt, því mig vantar upp-
kveikjuefni í koksvélina. Nýi tím
inn of lítið uppkveikjuefni. Mér
er sagt að í Tímanum sé Zópur
gamli tillöguillur í garð bænda
út í þessi mál, og heggur þá sá,
er hlífa skyldi.
Eitt sinn kvað Káinn: „Þegar
að mest ég þurfti við, þá voru
flestir hvergi“.
Eitthvað svipað í þessu máli.
Eins og fyrr segir, hef ég ekki
Tímann. En eftir grein Gunnars
í Seljatungu, er Páll Zophonías-
son hinn æfasti út í eftirgjöld á
þessum lánum. Það virðist því
ekki úr vegi fyrir kjósendur í
Rauðasandshreppi og raunar
um allt landið, sem voru svo
óheilladrjúgir við áíðustu Alþing
iskosningar að styðja til þinsætis
flokksbróður Páls og aðra Fram-
sóknarmenn á þingi hafa dugað
litt í máli þessu og sumir þeirra
veitt því ákveðna andstöðu, svo
sem Páll Zophoníasson.
Gamlárskvöld 1957.
Jón Ólafsson,
í Efra-Vatnshonu.