Morgunblaðið - 26.02.1958, Side 8

Morgunblaðið - 26.02.1958, Side 8
8 MORnVNTtT. AÐIÐ Miðvilíuclagur 26. febr. 1958 Ég trúi ekki, oð kommúnistum takist oð gera heiminn oð einu stóru fangelsi Rætt v/ð Eðvald Hinriksson, eina eistneska flóttamanninn á Islandi — 40 ár frá stofnun lýðveldis í Eistlandi ÖLL þekkjum við harmsögu Eystrasaltsríkjanna, smáríkjanna þriggja, sem urðu kommúnisman um að bráð í upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Sl. mánu- dag var minnzt 40 ára lýðveldis- afmælis eins þessara ríkja, Eist- lands. Eistlendingar í útlegð um gervalian heim héldu daginn há- tíðlegan, en í heimalandinu var fátt um dýrðir, því að þar varðar nú við lög að fara með eistneska þjóðsönginn og bera gamla fána landsins. En flestir Eistleudingar, sem muna fyrri tíð, hafa minnzt dagsins innst í hjarta sínu — hvort sem þeir eru á fornura slóðum eða hafa verið fluttir nauðugir til vinnubúða í Rúss- landi eða Síberíu. Þeir minntust ajdalangrar baráttu lítillar þjóð- ais — þjóðar, sem aldrei hefur gefizt upp — og aldrei mun gef- ast upp. ★ ★ ★ Forfeður Eistlendinga hafa háð lífsbaráttuna í þessum sömu her- Rússum í tæp 200 ár, þegar tæki- færið kom til þess að reka þá úr landi — segir Eðvald. í um- róti borgarastyrjaldarinnar í Rússlandi gripum við til vopna. Stofnun lýðveldisins Eistland var lýst yfir 24. febrúar 1918, en það var ekki fyrr en tveim árum síðar, að Rússar fengust til þess að semja vopnahlé. Allan þann tíma var barizt —- og veittu Finn ar og Englendingar okkur góðan styrk í viðureigninni við Rússa, sem börðust undir stjórn Voros- hilovs. Rússar sviku allt Þá lofuðu Rússar öllu fögru — og því, sem mikilvægast var; að hafa aldrei nein afskipti af inn- anríkismálum okkar. En komm- únistar hafa aldrei haldið neina samninga við Eistland lengur en þeim þóknaðist. Þeir sendu hópa njósnara og undirróðursmanna inn í landið — og eistneskir kommúnistaforingjar fóru jafnan Það var ekki yrr en kommún- istum tókst að kljúfa jafnaðar- mannaflokkinn, að _ jitu varð iyrst ág' it í verkalýoshreyfing unni. Það var ógæfa Eistlands. Vinstri-jafnaðarmenn studdu kommúnista til ..ida í verkalýðs félögunum, en jafnaðarmenn bá-.. ekkert a._aí> úr iiiium en „heiðux ar . ví að Iiafa h '' að ommúiiistuui í StÓ-M. -ðstu valda- Laun jafnaðarmanna Kommúnistar störfuðu undir alls konar nöfnum í Eistlandi a þesrum árum. „Verkamannasam fylking" þeirra varð víðfræg svo og flokkur „Vinstrisinnaðra verkamanna og leiö_. ja“ Sam- starf kommúnista og vinstri- jafnaðarmanna var einnig dulið með falsnafngiftum. En, þegar kommúnistar höfðu brotizt til valda með stuðningi Rauða hers- ins voru það einmitt þessir menn, vinstri-jafnaðarmenn, sem fyrst voru handteknir — og skotnir eða fluttir í þrælkun til Síberiu. Hverja bera kommúnistar fyrir brjósti? Alkunna er, að Rússar og Naz- istar gerðu með sér leymlega samninga árið 1939 um framtíð Eystrasaltsríkjanna. Þau áttu að falla í hlut kommúnismans. Ég veit ekki livort allir fs- Iendingar þekkja þessa sögu eins vel og þeir ættu að gera. í Eist- landi bjó líka smáþjóð, eins og Þannig skildu Rússar við, er þeir voru reknir úr Eistlandi skömmu áður en Þjóðverjar lögóu landið undir sig. uðum við Eystrasalt í meira en 3000 ár. Þar heíur kynslóð fram af kynslóð átt í höggi við herskáa nágranna og eistnesk mold geyrn ir jarðneskar leifar tugþúsunda sona sinna, sem fórnuðu sér fyrir frelsið, en nutu þess aldrei sjálfir. Frelsistímabilin í sögu Eistlands hafa verið stutt og langt á milii þeirra. * ¥ ¥ í tileíni lýðveldisafmælisins heimsótti tíðindamaður Mbl. eina eistneska flóttamanninn, sem dvelst hér á landi. Hann kom til íslands fyrir allmörgum árum, þjálfaði þá og nuddaði íþrótta- menn — og hét þá Mikson. Nú hefur hann öðlazt íslenzkan ríkis borgararétt og tekið sér íslenzkt nafn — og heitir Eðvald Hinriks- son. Tugþúsundir landa hans hafa á sama hátt yfirgefið heimáland- ið, flúið ógnarstjórn kommúnism ans, og hlotið hæli á Vesturlönd- um. Þegar þeir yfirgáfu fóstur- jörðina var heitasta ósk þeirra allra sú að mega hverfa heim einn góðan veðurdag'og setjast aftur að í frjálsu föðurlandi. Enn lifir vonin í brjósti hinna eist- nesku flóttamanna, en margir hafa þegar borið beinin fjarri ættjörðinni án þess að draumarn ir hafi rætzt. Notuðu tækifærið og gripu til vopna — Eistlendingar höfðu lotið til Rússlands til þess að nema kommúnisma og muldvörpustarf- semi. Síðan komu þeir aftur með fullar hendur fjár — og ekkert var sparað til þess að efla ítök kommúnista í landinu. í einu og öllu sviku kommún- istar loforð sín. Sígilt dærni er það, að í vopnahléssamningunum 1920 kvað svo á, að Rússar skyldu láta 1 millj. hektara skóglendis af hendi við Eistlendinga í skaða bætur. Þegar Eistlendingar kröfð ust efnda, sögðu Rússar: Skógur- inn ykkar er austur í Síberiu — ef þið viljið fá hann. þá getið þið náð í hann þangað. Kommúnistar klufu jafnaðarmannaflokkinn í desember 1924 gerðu komm- únistar byltingartilraun í Eist- landi, en hún fór út um þufur. Mikill fjöldi Rússa var sendur inn í landið til þess að taka þátt í byltingunni, en eistnesku stjórn inni tókst að kæfa hana. Upp frá því hertu kommúnistar áróður sinn um alian helming, en þeir áttu litlu fylgi að fagna í landinu. Við síðustu kosningarnar hlutu þeir 5% atkvæða, en bændaflokk urinn var öflugastur, enda voru bændur fjölmennarta þjóðfélags- stéttin. Verkamannastéttin var til tölulega fámenn , bæjum og borg um miðað við bændasamtökin — en andkommúnistar réðu báðuin þessum stéttafélögum. hér — og þorri fólks sá ekki, þrátt fyrir aðvaranir framsýnna manna, hvert stefndi, ekki fyrr en í óefni var komið. Vinstri jafnaðarmenn virtust ekki skilja hvað bjó að baki hinum kommún iska áróðri. 'Sífellt fleiri hægri-jafnaðar- menn gengu kommúnistum á hönd, fyrst og fremst af ótta við vaxandi styrk bændaflokksins, sem við síðustu kosningarnar hlaut um 40% atkvæða. Jafnaðar menn létu einnig ginnast af sam- einingaráróðri kommúnista, sam- Hundruð þúsunda manna hafa verið flutt í stórgripavögnum frá Eystrasaltsríkjunum til þrælabúða í Síberíu. Það var Serov, núverandi yfirmaður leynilögreglunnar, sem undirbjó og skipu- lagði þessa flutninga í byrjun — og allir þeir, er nú sitja í æðstu valdastólum Rússlands, béra ábyrgðina. Myndin var tekin árið 1940, er ein flutningalestin hélt frá Eystrasalti austur á bóginn. einingu vinstri aflanna til þess að efla ítök verkalýðsstéttanna í stjórn landsins — eins og þeir orðuðu það. En kommúnistar sýndu það síðar. að þeim var ekki svo mjög umhugað um að efla ítök verkamanna í stjórninm. Þeir voru að hugsa um Rússa, um eflingu alheimskommúnism- _ns. Umhyggjan fyrir verka- mönnum lýsir sér bezt í því, að eitt fyrst verk kommúnista er þeir höfðu náð völdum, var að banna öll verkföll og gera verka- lýðssamtökin áhrifalaus. Lengi lifi Stalin! Hinn 16. júní 1940 birtu Rússar Eistlendingum úrslitakosti. Þeir kröfðust þess, að landið yrði opn- að Rauða hernum. Var Eistlend- ingum gefinn kostur á að veita slíka heimild gegn því að Rússar hefðu engin afskipti af innan- landsmálum Eistlands. En að öðrum kosti ....... Síðan kom herinn og með hon- um áróðurssérfræðingar, og bylt- ingarskipulagsmenn. Eistneskir kommúnistar voru strax iátnir krefjast aimenns útifundar á að- altorgi höfðuðborgarinnar til þess að fagna komu Rauða hersins. Rússneska herstjórnin þröngvaði ríkisstjórninni til þess að heimila fundinn, sem síðan var haldinn 21. júní. Rauði herinn hafði til taks skriðdreka og fjölda vopn- aðra hermanna á torginu til þess að koma í veg fyrir að andkomm únistar hefðu sig í frammi. Þegar Stalin hafði verið hylltur í lok fundarins, gekk hluti fundar- manna í fylkingu til aðseturs for- sætsráðherrans, Uluotes. Var þess krafizt, að ráðherrann leysti stjórnina upp og ný stjó’-n yrði mynduð, stjórn, sem yrði „blynnt ári verkalýðnum". Rússneska her stjórnin neyddi Uluotes síðan til þess að segja af sér, setti for- setann í stofufangelsi og myndaði nýja stjórn undir forsæti Vares, kommúnisks rithöfundar. Vinstri jafnaðarmenn áttu þrjá ráðherra, en kommúnistar alla hina og réðu lögum og lofum sem vænta mátti. Hið kommúniska „lýðræði“ Talið er, að um 2.300 manns hafi verið í kröfugöngunni, sem fékk því framgegnt með sluðn- ingi Rauða hersins, að stjórnin sagði af sér. Þar á meðal voru fjölmargir óeinkennisklæddir rússneskir hermenn og njósnarar. í því sambandi er sjálfsagt að benda á, að íbúar Eistlands voru þá á aðra milljón. Öllum er því ljóst hvers konar„lýðræði“ hér var um að ræða, er fámennur hópur útlendinga og fcðurlands- svikara neyddi hina löglegu stjórn landsins til þess að láta af störfum — með aðstoð erlends hervalds. Þstta er hið kommún- iska „lýðræði" ★ ★ ★ Fyrsta verk stjórnarinnar var að brjóta stjórnarskrána. Sam- þykkti stjórnin að efnt skyldi til þingkosninga án þess að leggja málið fyrir þingið. Samkv. stjói’n arskránni mátti ekki efna til kosn inga innan 35 daga frá þingroíi, en kommúnistar höfðu undirbúið allt sitt lið og ákváðu þess vegna að kosið skyldi á 9. degi. Gáfu þeir andkommúnistum fjögurra daga frest til framboðs ug settu þeim ýmis skilyrði, sem áttu að koma í veg fyrir framboð þeirra. Mótframbjóðendur kommúnista handteknir Flestir jafnaðarmenn höfðu þá Rússar skipulögðu fjölda útifunda og kröfugangna í öllum Eystrasaltsríkjunum strax eftir valda- tökuna — til þess að „fagna“ komu Rauða hersins. Verkamenn voru neyddir til þess að taka þátt í þessum fjöldafundum — og rússneskir skriðdrekar, brynvarðir bílar og hermenn gættu þess, að allt færi fram „á réttan hátt“. Myndin er af emni slíkri f jöldagöngu. — Rússneskur brynbíll ekur með fylkingunnL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.