Morgunblaðið - 26.02.1958, Page 12

Morgunblaðið - 26.02.1958, Page 12
12 MORCTJNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 26. febr. 1958 Leiffeétling við irúsögn oi hrokn- ingi Hjnlto Gnðmundssonor 1 biaðinu ísafoid og Vörður, þ. 15. jan. er frásögn af hrakningi Hjalta Guðmundssonar, eftir fréttaritara Morgunblaðsins á Gjögri. Frásögn þessi er í sumum at- riðum rétt en í verulegum atrið- um svo röng og villandi að furðu saetir. Samkvæmt henni er það hrein tilviijun, að Hjalti lét ekki iíf sitt í þessum hrakningi. Þetta kemur mér og öðrum sem til þekkja, skrítilega fyrir sjónir. Veður var stillt þennan dag, en mikil ófærð og því þreyt andi gangandi manni skíðalaus- um. Ég fylgdist með ferðum Hjalta þennan dag í simanum, eftir því er hægt var og vissi því nokkurn veginn hvernig honum gekk og vissi því að engin hætta var á ferðum. Fréttaritarinn segir, að Hjalti hafi ætlað að vera kominn í Byrg isvík 2—3 tímum eftir að hann fór frá Ásmundarnesi. Hér er um missögn að ræða. Hjalti lagði af stað frá Ásmundarnesi kl. 9 um morguninn. Frá Asparvík gerði hann mér boð, að fá sig sóttan að Byrgisvík. Bjóst hann við að verða r.ominn þangað kl. 3—4, eða 6—7 tímum eftir að hann fór frá Ásmundarnesi. Hér munar þvi rúmlega helming á tímanum. En nú íer að færast líf í frásögn- ma. Af henni er ekki hægt að skilja annað, en að það hafi orðið fyrir þá einskæru tilviljun, að Lýffur Hallbertsson datt um stein inn, að Hjalti bjargaðist og fannst þarna. Svo aðframkominn var hann orðinn og kominn í þær ógöngur „að þar hefði hann fljót- lega komist í þrot“ eins og frétta- ritarinn orðar það. Þegar ég frétti að Ágúst hefði ekki getað lent í Byrgisvík og Ungling vantar til blaðburðar við Vesfurg. II Sími 2-24-80 Alsherjaratkvæðagreiðsia um kjör manna í stjórn og aðrar trúnaðarstöður í Tré- smiðafélagi Reykjavíkur fer fram dagana 1. og 2. marz n.k. Kosið verður í skrifstofu félagsins, að Laufásvegi 8. Kjörfundur hefst kl. 2 e.h. laugardaginn 1. marz og stend- ur til kl. 10 e.h. Sunnudaginn 2. marz verður kosið frá kl. 10—12 f.h. og frá kl. 1—10 e.h. Þessir tveir listar eru í kjöri: A-listi uppstillingamefndar: B-Iisti borinn fram af Aóils Kemp o. fl. Benedikt Davíðsson, form. Jón S. Þorleifss., varaform. Hákon Kristjánsson, ritari Elís Kristánsson, vararitari Sturla Sæmundsson, gjaldk. Varastjórn: 1. Ásmundur Guðlaugsson 2. Arnþór Sigurðsson 3. Þorgrímur Guðjónsson Endurskoðendur: Kristinn Magnússon Magnús Guðlaugsson Varaenðurskoðendur: Halldór Þórhallsson Kristmundur Jónsson Trúnaffarmannaráð: Hallgeir Elíasson Helgi Þorkelsson Friðrik Brynjólfsson Hallvarður Guðlaugsson Alfreð Sæmundsson Davíð Grímsson Jón Sigurðsson, Bjarnhólast. 3 Magnús Stefánsson, Garðsenda 13. Hörðúr Þórhallsson Árni Gestsson Elí Jóhannesson Kristján B. Eiríksson Varamenn í trúnaðarráði: Einar Scheving Kristinn Gunnlaugsson, Laugarnesv. 100 Ragnar Örn Gísli Eyjólfsson Karl Einarsson Björn Sigurðsson, Álfhólsv. 10A Guðni H. Árnason, form. Kári I. Ingvarsson, varaform. Eggert Ólafsson, ritari Þorvaldur Ó. Karlss., varar. Þorleifur Sigurðsson, gjaldk. Varastjórn: 1. Einar Ágústsson 2. Sveinn Guðmundsson 3. Steinar Bjarnason Endurskoðendur: Sigurgeir Albertsson Einar Einarsson Varaendurskoðendur: Einar Þorsteinsson Þorkell Ásmundsson Trúnaffarmannaráð: Aðils Kemp Magnús Jóhannesson Jóel Jónsson Karl Þorvaldsson Bergsteinn Sigurðsson Sigmundur Sigurgeirsson Einar Ólafsson Guðmundur Sigfússon Ásmundur Þorkelsson Guðmundur Magnússon Sigurður Guðmundsson Guðmundur Gunnarsson Varamenn í trúnaðarráði: Reynir Þórðarson Július Jónsson, Grettisg. 19a Sigurður Bjargmundsson Magnús V. Stefánsson, Ránarg. 33A Geir Guðjónsson Guðjón Guðjónsson KJÖBSTJÓBN. farið á bátnum til Veiðileysu, bað ég Veiðileysumenn að fara mó.ti Hjalta og hafa með sér skíði til að létta honum göng- una. Þetta gerðu þeir fúslega. Ekki veit ég með vissu hvað lengi þeir höfðu farið þar til þeir mættu Hjalta. Lætur nærri að það hafi verið um 1 klukkustund. — Hjalti gizkaði á að það mundi hafa tekið sig tvo tíma að kjaga það í ófærðinni. — Var hann þá orðinn þreyttur eftir hvíldarlítið ferðalag, en að öðru leyti vel á sig kominn, vel heitur og þurr. Enda hafði hann komið við í Kaldbak og fengið þar ágæta mál tíð og hvílzt lítils háttar. — Um hó og köll þeirra og væl Hjalta veit ég ekki. Hafði ekki heyrt það nefnt fyrr en ég sá það í biaðinu. En þarna hagar svo til, að menn geta varla farið á mis, því sjór gengur víðast fast að fjallsrótum. Um slíkt leyti og Veiðileysu- menn mættu Hjalta kom Ágúst Lýðsson á trillunni og stökk þá Hjalti út í bátinn. Flutti Ágúst Óska eftir að komast i sam band við hjúkrunarkonu eða stúlku með hliðstæða menntun. Tilb. se:.dist blað inu fyrir föstudagskvöld — merkt „Hagkvæmt — 8570“. — . . . & smpautgcrb rikisins SKJALDBREIÐ fer til Arnarstapa, Óiafsvíkur, Grundarfjarðar, Stykkishólms og Fiateyjar n. k. mánudag. — Vöru- móttaka í dag og árdegis á morg- un. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. — har.n yfir á Gjögur. Frá Gjögri kom Hjalti svo heim til sín um kvöldið. Var hann þá vel hress, en þreyttur sem eðlilegt var. Þeg ar hann stökk út í bátinn skall á hann bára, svo að hann blotnaði í fætur. Varð honum því nokkuð kalt á leiðinni yfir fjörðinn, því frost var töluvert. — Daginn eft- ir heimkomuna hafði hann hægt um sig, var með þreytulopa í fót- um. Að öðru leyti varð honum ekki meint af ferðinni. Á jóladag var hann það hress, að hann tók að verulegu leyti af mér útiverk og gegningar. Þannig er þessi hrakningasaga af Hjalta rétt sögð. Það er ekki hægt að kalla það hrakning þó menn verði þreyttir með eðlileg- um hætti, þegar ekkert bjátar á. Það hefði fremur mátt segja, að hann hefði sloppið við hrakning heldur en hitt. Ef Hjalti hefði ekki komizt nema að Veiðileysu þetta kvöld hefði hann annað- hvort orðið að sitja þar um kyrrt daginn eftir eða halda áfram ferð sinni í bráð-ófæru veðri, sem var á aðfangadag jóla. Því að ásetn- ingur hans var að ná heim fyrir jólin, ef mögulegt væri. Við urð- um því fegin heimkomu hans, því veður voru válynd, en dagar stuttir og hann einn á heimleið um langan veg. Bæ, 11. febr. 1958. Guffra. F. Valgeirsson. Hveitipokar — S trásykurspokar Seljum næstu daga tóma hveiti- og strásykurspoka. Eru mjög hentugir í rúm- fatnað. Vei-ð: 20 hveitipok- ar kr. 7ö,00. — 25 strásyk- urspokar kr. 75,00. K A T L A h.f. Höfðatúni 6. BEZT AÐ AVGLÝSA t MORGVKBEAÐIIW I Ð J A, f'éíag verksiniðjufólks Félagsfundur Iðja, félag verksmiðjufólks, heldur félagsfund miðvikudaginn 26. febrúar 1958, kl. 8.30 e.h. í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu, inngangur frá Hverfis- götu. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Önnur mál. Félagar! Fjölmennið réttstundis. Stjórnin. Rafvirkjar — Húsbyggjendur Við eigum fyrirliggjandi eftirfarandi raflagnaefni: Rafmagnsrör (járn) %“, lVz" og 2”. Rafmagnsrör plast, %” Ídráttarvír l,5q — 2.5q — 4q — 6q, lOq. Varhús, NDZ, Kl, KU, Klll, KIV og KV Vartappar, flestar stærðir Vatnsþéttir — lampar f. þvottahús, Handlampar, 6 tegundir Vinnusólir f. 6 perur Gúmmíkapall 2x0, 75q — 2xlq — 2x1, 5q —3x2, 5q — 3x4q — 4x1, 5q & 4x2, 5q. Rofar og tenglar, ýmsar tegundir Loft-, vegg- og rofadósir Bjölluvír og þrýsti Flúrskinsperur 24” og 48” Flúrskinsstartarar, Perur 6 — 12 — 32 — 110 og 220 volta og ótal margt fleira. Ef eitthvað vantar þá lítið fyrst til okkar. Vé/o- og Raftækjaverzlunin ht. Tryggvagötu 23 —— Sími 18279 — Um aíbrotavalda Frh. af bls. 11 á yfirborðinu. Hið góða og gagn- lega, sem vegur á móti, lætur oft lítið yfir sér. í þjóðfélögunum virðist vera þung undiralda vandamála, sem menn búa sjálfir til, en fá ekki við ráðið. í þá átt benda kröfur um fleiri betrunar- skóla, taugasjúkrahús, gcffveikra- hæli og fangelsi (effa vinnubiiffir) sem verffa að fara vaxandi ef þörfinni á aff verffa fullnægt aff dómi sérfróffra manna. Spyrja má aff þvi hvaff geri gæfumuninn í lífi manna. Til eru mörg svör við þeiri'i spurningu og sýnist sitt hverjum. Væri langt mál að ræða jafnvel þau helztu þeirra. Hér skal aðeins dvaiið við eitt, sem miklu máli skiptir í þessu samhengi. Það er reynsla margra einstakl inga og jafnvel þjóðfélaga að með ferð áfengisins gerir oft gæfumun inn. Mörg hinna óheilbrigðu áhrifa, sem að framan er getið, leiða menn ekki út á afbrota- brautina fyrr en áfengið kemur til sögunnar. Áfengisbölið á rætur sínar að rekja til þess að allmargir þola áfengi ekki. Þeir eitrast af pví, sýkjast og spillast. Aðrir nota vínföng í óhófi, þótt þeir fái við ráðið og þoli áfengi sæmiíega. En þegar maffurinn er orffinn þræll áfengisins, fylgir einnig önnur ógæfa: Fátækt og skortur á nauðsynjum, friðleysi á heimil- um, atvinnutjón, skylduvan- ræksla, tortryggni og vantraust annarra manna, líkamleg og and- leg vanlíðan aðstandenda, sjúk- dómar og heilsuleysi fyrir aldur fram, stundum skilnaður hjóna og upplausn heimilisins, stundum geðbilun eða afbrot og í sumum tilfellum sjálfsmorð eða bráður dauði mannsins sjálfs af slysum eða áfengiseitrun. Margt er enn ótalið, en ekkert oftalið af þeim afleiðingum sem sóciólogisk vís- indi hafa fundið í farvegi áfeng- isins. Ofangreind fyrirbæri koma stundum fyrir eitt og oitt eða fá saman. En þau eru líka alloft samtvinnuð í eina mikla flækju, sem vefst ekki aðeins fyrir fótum einnar kynslóðar, heldur geta „au einnig valdið böli kynslóð eftir kynslóð. Það, sem hér segir um áfengis- bölið, tekur auðvitað ekki til þeirra, sem nota áfengi svo i hófi að ekki verði neitt mein að. En það krefst athygli þeirra, sem halda áfengi að öðrum og leiða þá út á braut drykkjuskapar. Þeir geta valdið böli. sem þeim endist ekki aldur til að sjá fyrir endann á. Margir ungir menn, sem á ógæfubrautinni lenda, fremja sitt fyrsta afbrot í ölæðis- kasti. Svo virðist sem áfengið sé hinn sterkasti afbrotavaldur, sem til er í vestrænum þjóðfélögum. Ef ráðamenn þjóðanna hafa nokhrar mætur á æskunni, þá er ekki til of mikils mælzt að þeir horfist í augu við þetta. Og víðtækari ráðstafanir þyrfti að gera en þegar hafa gerðar verið til verndar æskunni. Hvort for- ystumenn þjóðarinnar nota sjálf- ir áfengi eða ekki, kemur því máli ekki við svo framarlega sem þeir gefa ekki illt fordæmi með því. Þaff er staðreynd að eldri kyn- slóffin níðist á æskunni meff brot- um á núgildandi ákvæðum laga (þó ekki öllum, áfengi er t. d. aldrei auglýst) án þess aff hafizt sé handa. Lágmarkskrafan til þess að bæta dálítið úr bölinu er að innleiða skömmtun áfengis á réttlátan, skynsaman og refja- lausan hátt, Með því er mönnum ekki að neinu leyti gert rangt til, en minna áfengi myndi þá lenda í höndum barna og unglinga en nú er raunin á og minna illt myndi af hljótast. Þetta er ekki út í bláinn. Reynsla Svía sannar að skömmtun hefir áhrif til góðs, en skefjalaus sala leiðir til auk- innar spillingar og stórtjóns i röðum hinnar uppvaxandi kyn- slóðar. Jóhann Hannesson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.